Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Stúdentakosningar fímmtudag 15. mars Kosningar til stúdenta- og háskólaráös fara fram fimmtudaginn 15. mars næstkomandi. Þrír listar eru í framboði, A-listi Vöku, félags lýðræöissinnaöra stúdenta, B-listi Félags vinstri manna og C-listi Félags umbótasinna. Hér á eftir fara viðtöl við 3 fulltingismenn Vöku og í kvöld kl. 20.00 verður framboösfundur í Félagsstofnun stúdenta þar sem frambjóðendur leiöa saman hesta sína. „Lánamál ber að taka til rækilegrar endurskoðunar“ Óli Björn Kárason, oddviti Vökumanna í Stúdentaráði, hafði þetta um lánamál að segja: „Ríkisvaldinu ber að tryggja að allir geti stundað nám óháð efnahag. Markmið námslána er að tryggja þeim námsmönnum, sem ekki geta staðið undir kostnaði af menntun sinni af eigin rammleik, jöfn tækifaeri á við aðra. Að þeir fái framtíðar- tekjur sínar fluttar, sér til lífsviðurværis á námsárunum. Vaka leggur áherslu á að um lán er að ræða, sem endurgreið- ist að fullu, og vísar hvers kyns hugmyndum um námslán á bug. Lánasjóður hefur lengst af bú- ið við fjárhagslegt óöryggi og hafa stjórnvöld löngum litið á námsmenn sem þurfalinga. Þessi bábilja er nú að lúta í lægra haldi og er það vel. Vaka hefur að undanförnu unnið að úttekt á málum lána- sjóðs. Úttekt þessi er enn ekki fullbúin, en í ljósi hennar er það skýlaus krafa okkar að skilja beri lán og styrki að. Lán yrðu áfram á hendi lánasjóðs, en styrkir á hendi annarrar stofn- unar, til að mynda Trygginga- stofnunar. Alþingi hefur lengt endur- greiðslutíma námslána úr 30 ár- um í 50. Breyting þessi ber van- þekkingu vitni því að þeir sem þurfa 30 ár til að endurgreiða sín námslán hafa nánast undan- tekningarlaust verið lengi í námi og það er ótækt að fólk greiði námslán af eftirlaunum sínum. Það er veigamikið atriði að víxillán fyrir fyrsta árs nema verði afnumin og þeir fái þess í stað venjuleg skuldabréfslán því að víxillánin eru til óþurftar, bæði fyrir lánasjóð og lántaka. Brýnt er að námsmenn séu þess megnugir að auka fjár- hagslegt olnbogarými sitt með eigin vinnu. Við stefnum að því að sífellt dragist minni hluti tekna námsmanna frá láni og samfara hertum endurgreiðslum lána verði námsmenn sjálfráðir um hversu mikið af framtíðar- tekjum sínum þeir noti á meðan á námi stendur með ákveðnu há- marki þó. Gnda er það einskis hagur að sökkva sér í skuldafen að nauðsynjalausu. Það verður að taka viðmiðanir LÍN um framfærslukostnað stúdenta til rækilegrar endur- skoðunar og fylgja því máli úr yfirvofandi strandi farsællega í höfn. Berjast verður gegn því að lánasjóður verði áfram neyddur til að taka erlend lán. Slíkar lántökur eru háskasamlegar og Óli Björn Kárason Ljósm. Mbl. KEE. stofna sjálfstæði lánasjóðsins í hættu. Skýrsla menntamálaráðherra um lánamál hefur vakið mikinn úlfaþyt meðal vinstri manna, sem hafa hlaupið upp til handa og fóta til að fordæma skýrsl- una, án þess að hafa nokkuð í höndunum. Þetta eru varasöm vinnubrögð og verða aðeins til að kasta rýrð á hlut námsmanna gagnvart ríkisvaldinu. Aukheld- ur hefur dáðleysi vinstri meiri- hlutans í vetur verið með slíkum fádæmum að upphlaup þeirra nú verður aðeins skoðað sem ódýrt skrumbragð að ókönnuðu máli. Okkur Vökumönnum finnst skýrsla þessi við fyrstu sýn held- ur varasöm, en þó er í henni ým- islegt sem lofar góðu. Við viljum mótmæla þeirri töf sem gerð var á við löggilda hækkun framfærslustuðuls úr 95% í 100%. Það á að liggja fyrir þegar í september hversu há námslán verða svo að menn steypi sér ekki í skuldbindingar, sem falla við vanefndir gefinna loforða. Að lokum: Skipan námslána tekur ekki stökkbreytingum. Breytingar eru ávöxtur þróunar, sem aðeins er möguleg við gagn- kvæman skilning stúdenta og stjórnvalda." „Fjárskortur og aðstöðuleysi til vansau „FJÁRSKORTUR og aðstöðuleysi innan Háskólans nær ekki nokk- urri átt,“ sagði Guðný B. Eydal, sem skipar annað sæti framboðs- lista Vöku til Stúdentaráðs, í spjalli við Mbl. „I jöfnu hlutfalli við fjölgun fjölbrautaskóla hefur tala stúd- enta hækkað gífurlega undan- farin ár. Lögum samkvæmt eiga allir að hafa rétt til náms og því verður Háskólinn að hafa bol- magn til að taka við þeim sem sækja um skólavist. Fjölda- takmarkanir eru ámóta viskuleg lausn á þessu máli og að Há- skólabókasafnið hætti innkaup- um á bókum um leið og hillu- pláss þryti. Það verður að gera ríkisvald- inu fjárhagsstöðu Háskólans á hverjum tíma ljósa og afleið- ingar fjárskorts. Auk þess væri nauðsynlegt að Háskólinn setti fram eðlilega stefnu til Iengri tíma en verið hefur með árlegum fjárbeiðnum. Æviráðningar prófessora verður að taka til gagngerrar endurskoðunar. Þetta er mein- semd sem verður til þess að Guðný B. Eydal Ljósm. Mbl. KEE. menn fá ekki nægilegt aðhald í starfi og komast upp með að flytja sömu fyrirlestra ár eftir ár. Til tryggingar því að sem hæfastir menn séu starfandi við skólann hverju sinni má í upp- hafi ráða til ákveðins tíma í senn, en taka síðan ráðningar til endurskoðunar með vissu milli- bili og tilliti til sérstöðu hverrar deildar. Stúdentar sem átt hafa i glímu við kerfisbáknið leita alla- jafna til skrifstofu Stúdenta- ráðs, námsráðgjafa og til full- trúa stúdenta í Háskólaráði hafa stúdentar leitað þegar þeir hafa átt í rimmu við kerfið innan Há- skólans. Réttindaskrifstofa þessi er þó oftar en ekki aðeins upp- lýsingaþjónusta og fundir Há- skólaráðs ekki alltaf hentugast- ur vettvangur til úrlausnar á málum stúdenta. Því leggjum við til að komið verði á fót sérstök- um sáttadómi sem hafi úrskurð- arvald um einstakar málaleitan- ir stúdenta innan Háskólans. Við núverandi skipulag er Lögskýringarnefnd Háskólans of nátengd yfirstjórn hans og þyrfti að breyta reglum um til- nefningu til hennar þannig að fullkomið traust skapist um hlutlægni hennar við störf. Virkni stúdentaráðs er sem stendur helst til lítil. Til að vinna þar á bót verður að rjúfa hina svokölluðu deildarmúra og koma á betra samstarfi milli deildarfélaga og Stúdentaráðs. Stúdentaráð ætti fyrst og fremst að vera framkvæmdaafl, en deildarfélögin að miklu leyti að ráða ferðinni. í síðustu kosningum gáfu vinstrimenn loforð um að koma reglulega út fréttabréfi. Fram- kvæmd þess hefur verið helst til ábótavant því að hingað til hefur aðeins komið út eitt fréttabréf vegna yfirvofandi kosninga. Við hyggjumst vinna bót á þessu máli því að nauðsynlegt er að stöðugt upplýsingastreymi sé til stúdenta. Að lokum þetta: Vaka er eini raunhæfi kosturinn." Tap á matsölu stúdenta 400.000 kr. þegar í desember „Helsta baráttumál Vöku er að reisa nýja hjónagarða," sagði Gunnar Jóhann Birgisson í við- tali við blm. Mbl. „Drög að þessum görðum liggja þegar fyrir og það er brýnt að þetta mál komist á skrið sem fyrst, því að sam- kvæmt könnun sem Leigjenda- samtökin hafa gert, búa um 700 stúdentar í sambúð við slæm kjör, en á hjónagörðum eru að- eins 55 íbúðir. Við stefnum að því að reisa 150 íbúðir á 3 árum. Vinsti meirihluti stúdentaráðs hefur látið mál þetta reka á reið- anum í stjórnartíð sinni og slík- ur sofandaháttur kemur stúd- entum mjög illa. Frumvarp til laga um Hús- næðisstofnun ríkisins hefur litið dagsins Ijós og er nú í deiglunni á Alþingi. Frumvarp þetta verð- ur að afgreiða sem fyrst og það með eftirfarandi breytingum: Að lán til stúdentaíbúða verði miðuð við byggingarkostnað staðalíbúða. Að raunvextir lánsins verði sem lægstir. Að eðlilegast væri að miða lánstíma við fyrningartíma fast- eigna í stað 31 árs eins og ákveð- ið er í frumvarpinu og lengja lánið í allt að 50 ár. Við viljum leggja áherslu á að það eru stjórnvöld sem bera ábyrgð á menntastefnu sl. ára- tugar og örri fjölgun stúdenta, sem henni hefur verið samfara. Það er því skylda stjórnvalda að sjá FS fyrir nægjanlegu fjár- magni til nýframkvæmda og fyrst og fremst til byggingar hjónagarða. í síðustu kosningum höfnuðu vinstri menn þessum hugmynd- um sem óraunhæfum. Nú kveður aftur á móti við nýjan tón og þeir hafa gert þær að sínum. Markmið Félagsstofnunar stúdenta á að vera að veita sem besta og fjölbreytilegasta þjón- ustu á sem lægstu verði. Með þetta að leiðarljósi ber að leitast við að reka FS á sem hagkvæm- astan hátt og jafnan leita nýrra leiða til að mæta kröfum stúd- enta. Þegar samsteypustjórn Vöku og Félags umbótasinna tók við völdum fyrir 3 árum voru öll mál Félagsstofnunar í miklum ólestri. Þau tvö ár, sem við sát- um við stjórnvölinn, reistum við fyrirtækið úr bullandi tapi og Gunnar Jóhann Birgisson Ljósm. Mbl. KEE. rákum það hallalaust í tvö ár. Nú er 1 ár síðan vinstri menn komust aftur til valda og virðist það hafa verið þeirra eina keppi- kefli að koma á ófremdarástandi fyrri stjórnartíðar sinnar á nýj- an leik. Matsala stúdenta var til dæm- is rekin hallalaust í 2 ár, en var þegar í desember komin í 400.000 kr. halia. Það eru ekki nema 4% stúdenta sem borða í matsöl- unni, en tap sem þetta bitnar á heildinni og slíkt er ótækt. Því þarf að taka rekstur matsölunn- ar til gagngerrar endurskoðunar og nýta allar leiðir til að auka fjölbreytni og lækka vöruverð. Hafa bera hugfast að matsalan er hvorki góðgerðarstofnun né gróðafyrirtæki og því ber að stefna að hallalausum rekstri. Vaka er þeirrar skoðunar að breyta þurfi stjórnun Bóksölu stúdenta þannig að þjónusta hennar batni til muna. Bóksalan er mest notaða deild FS. Því ætti að selja bækur eins ódýrt og mögulegt er og taka upp afborg- unarskilmála. Stútendablaðið hefur verið fyrir neðan allar hellur undan- farið. Við núverandi aðstæður býr ritstjórn þess engan veginn við æskilegt aðhald. Því teljum við Vökumenn að taka skuli upp frjálsa áskrift að blaðinu þannig að stúdentar dæmi sjálfir um ágæti blaðsins og um leið er tryggt að forsvarsmenn þess leggi sig fram. Vil ég að lokum minna á orð breska sagnfræðingsins Arnold Toynbee: „Örlög þeirra sem ekki skipta sér af pólitík, eru þau að þeim verður stjórnað af þeim sem skipta sér af pólitík." Stjórn er betri en óstjórn. Veljið rétt, kjósið Vöku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.