Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Prír leikir við heims- meistara Sovétmanna — sá fyrsti í Laugardalshöll annað kvöld kl. 21.45 Heimsmei8tarar Sovétmanna í handknattleik koma hingaö til lands á morgun eins og óöur hef- ur komið fram í Mbl. og leikur þrjá landsleiki hér á landi. Sá fyrsti verður strax annaö kvöld í Laugardalshöll. Sovétmenn koma ekki til landsins fyrr en um kvöld- matarleytiö þannig að leikurinn getur ekki hafist fyrr en kl. 21.45. Þrátt fyrir aö leikurinn fari fram Forsala á landsleikina Forsala fyrir landsleikina viö Rússa veröur í Turninum á Lækjartorgi. Hún hefst í dag og verður einnig á morgun og föstudag. i dag og á morgun verður selt á leikinn annað kvöld — og á föstudag á laugardagsleikinn í Höllinni. Forsala stendur yfir kl. 2—6 alla dagana. — SH. seint og Sovétmenn veröi eflaust þreyttir eftir feröalagiö munu áhorfendur sem leggja leiö sína i Höllina eflaust ekki veröa sviknir. Þjálfari Sovétmanna segist ánægöur meö þetta stranga „prógram" — segir leikmenn sína veröa aö venjast slíku fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles í sumar. Sovétmenn urðu heimsmeistar- ar 1982 — í vetur sigruðu þeir í „World-Cup“-mótinu í Svíþjóö. Liöiö þótti leika frábæran hand- knattleik og engum blandast hugur um aö hér er á feröinni besta liö heims í dag. Islenska landsliöið hefur verið á erfiöu keppnisferöalagi um Frakk- land og Sviss undanfarnar tvær vikur. ísland vann Sviss tvívegis og Frakkland einu sinni — en tapaöi öðrum leiknum viö Frakka. Liöiö ætti því aö vera nokkuö vel í stakk búiö til aö takast á viö Rússana. Fyrsti leikurinn veröur í Laug- ardalshöll, eins og áöur segir, ann- Einar hafði betur aö kvöld kl. 21.45. Annar leikurinn veröur á föstudagskvöld á Akur- eyri og hefst hann kl. 20. Þriöji og stöasti leikurinn veröur svo í Laug- ardalshöll á laugardag. ___SH Landsleikir án „útlendinga" Enginn „útlendinganna" þriggja veröa meö íslenska landsliöinu í leikjunum gegn Sovétmönnum. Alfreð Gísla- son, Sigurður Sveinsson og Bjarni Guðmundsson eru allir aö leika með liöum sínum í Þýskalandi um helgina og geta því ekki komið til lands- ins. „Rússarnir hafa verið á feröalagi hér í Þýskalandi aö undanförnu og leikið viö félags- liö. Þeir eru nú aö hefja loka- törnina í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana og eru því örugglega mjög góöir. Þaö veröur eflaust mjög erfitt fyrir okkur aö eiga við þá,“ sagöi Bjarni Guömundsson í samtali viö Mbl. í gær. — SH. • Atli Hilmarsson stóö sig mjög vel í ferö landslíösins til Frakklands og Sviss á dögunum. Hann mun leika stórt hlutverk hjá landsliðinu gegn Sovétmönnum. í göngueinvíginu ÓLYMPÍUMÓTIÐ á skíöum fór fram á ísafiröi síðastliöna helgi. Allt mótið fór fram á sunnudegi. Færi var gott og brautarlagning til fyrirmyndar. Gott veður var á meðan á keppni stóð. Keppnin í göngunni var æsispennandi, sér- staklega í 30 km göngunni á milli Einars Ólafssonar og Gottliebs Konráössonar. Jafnframt böröust þeir Finnur Ólafsson og Haukur • Einar Ólafsson Corrigan „einhentur“ JOE Corrigan, gamla kempan sem lék meö Manchester City í mörg ár, stendur nú í mark- inu hjá Brighton í annarri deild. í leiknum gegn sínu gamla félagi á laugardag meiddist Corrigan strax á 10. mín. leiksins en neitaöi engu aö síöur aö fara af velli. Menn óttuöust jafnvel aö hann væri handleggsbrotinn. Hann lék „einhentur" í 80 mín- útur — en þrátt fyrir þaö náöi Brighton jafntefli. Á laugar- dagskvöld kom i Ijós, eftir aö Corrigan haföi fariö í rannsókn, aö hann var ekki handleggs- brotinn, en haföi tognaö mjög illa á hendi. Eiríksson haröri baráttu í 15 km göngunni í flokki 17 til 19 ára. í svigi karla hættu báöir ólymp- íufararnir í fyrri feröinni en Guö- mundur Jóhannsson bætti þaö upp og sigraöi í stórsviginu og Árni Þór varö í 3. sæti. Ungur og efni- legur skíðamaöur, Atli Einarsson sem sigraöi í sviginu, varð annar í stórsviginu. Aö móti loknu bauð bæjarstjórn ísafjarðar keppendum og starfs- mönnum til kaffidrykkju og þar af- henti formaöur Ólympíunefndar ís- lands, Gísli Halldórsson, verölaun sem nefndin gaf. Úrslitin uröu sem hér segir: 30 km ganga 20 ára og aldri: 1. Einar Ólafsson, j 86,19 2. Gottlieb Konráösson, Ó 87,22 3. Þröstur Jóhannesson, I 95,57 15 km ganga 17—19 ára: 1. Finnur Gunnarsson, ó 45,09 2. Haukur Eiríksson, A 45,39 3. Guöm. R. Kristjánsson, j 48,50 7,5 km ganga 15—16 ára: 1. Ingvar Óskarsson, Ó 22,34 2. Ólafur Valsson, S 22,38 3. Ðaldvin Kárason, S 23,08 5 km ganga 13—14 ára: 1. Magnús Erlendsson, S 16,40 2. Óskar Einarsson, S 17,31 Ganga stúlkna 16—18 ára, 5 km: 1. Stella Hjaltadóttír, í 15.25 Svanhildur Garöarsdóttir, í 17,50 Ganga stúlkna 13—15 ára, 2,5 km: 1. Ósk Ebenezardóttir, í 8,34 2. Auöur Ebenezardóttir, í 8,37 3. Eyrún Ingólfsdóttir, í 10,09 Svig karla: 1. Atli Einarsson, í 97,19 2. Ólafur Haröarson. A 99.46 3. Tryggvi Þorsteinsson, R 99,73 4. Guöjón Ólafsson, í 102,28 Stóravig karla: 1. Guömundur Jóhannsson, í 101,36 2. Atli Einarsson, í 102,60 3. Árni Þór Árnason, R 103,29 4. Ólafur Haröarson, A 103,99 Keppni i kvennaflokki var frestaö. Duffield til KA MARK Duffield, sem leikiö hefur undanfarin ár meö Siglfirðingum í knattspyrnu viö góðan oröstír hefur tilkynnt félagaskipti yfir í 1. deildarlið KA. Hann veröur KA eflaust góöur styrkur þar sem Haraldur Har- aldsson hefur skipt yfir í KR. Mark leikur einmitt í stööu miövarðar eins og Haraldur. Mark er aðeins tvítugur að aldri. Þess má geta aö hann var kjörinn íþróttamadjur Siglufjarðar í haust. — SH. • Martina, eiginkona knattspymukappans Karls-Heinz Rummen- igge, snyrtir eiginmann sinn áöur en hann fer í sjónvarpsviötal. Rummenigge hefur veriö mikið í sviösljósinu aö undanförnu vegna þess aö hann er á förum til Ítalíu. Rummenigge fer til Inter: Hæsta sala knattspyrnumanns innan Evrópu AP-Milan: Karl Heinz Rummenigge mun í lok vikunnar skrifa undir 3 ára samning hjá Inter Milan. Félagiö kaupir hann fyrir sex billjónir líra. Það samsvarar 4,2 milljón- um dollara. Eöa 120 milljónum íslenskra króna. Þetta er hæsta kaupverð sem um getur á knattspyrnumanni í sögu Evr- ópu. Aö vísu greiddi Barcelona hærri upphæð fyrir Maradona en hann kom frá Argentínu. Aöeins á eftir aö ganga frá ymsum smáatriöum varðandi samninginn viö Karl. Félag hans mun fá 10 milljónir þýskra marka kassann. Sjálfur fær Rummen- igge 2 milljónir marka fyrir hvert keppnistímabil. Hann fær stóra villu til umráöa, lífveröi, barn- fóstrur, bíl og bílstjóra, og jafn- framt fær hann aö halda auglýs- ingasamningum sínum sem hann haföi fyrir í V-Þýskalandi. Rummenigge sagöi viö frétta- menn aö þaö heföi veriö útilokaö fyrir sig aö hafna þessu tilboöi. Jafnframt væri þaö gott fyrir sig aö breyta til. Hann væri oröinn 28 ára gamall og myndi varla leika mikiö meira en þrjú ár til viöbótar af fullum krafti. Félag Rummenigge, Bayern, sá sér ekki annaö fært en aö til- kynna að gengiö heföi verið aö tilboöi Inter Milan þar sem slíkur fjöldi fréttamanna var saman- kominn í bækistöövum félagsins aö varla var hægt orðiö aö reka starfsemina á eðlilegan hátt. Þórsararfara tjl West Ham FJÓRIR leikmenn 1. deildarliös Þórs á Akureyri í knattspyrnu fara á næstunni til Englands þar sem þeir munu dvelja viö æfingar um tíma hjá 1. deildarliði West Ham. Þorsteinn Ólafsson, þjálfari liösins, veröur meö í förinni. Bjarni Sveinbjörnsson og Jónas Róbertsson fara ásamt Þorsteini utan 22. mars — á fimmtudag eftir viku — og dvelja ytra í tíu daga. Nói Björnsson og Óli Þór Magn- ússon fara síöan til London er Jón- as og Bjarni koma heim og veröa einnig í tíu daga hjá West Ham. Þess má geta aö einn Þórsari hef- ur dvalið viö æfingar hjá West Ham áöur, unglingalandsliðsmaö- urinn, Halldór Áskelsson. Þaö var voriö 1982. — SH. Úrslitakeppn- irnar að hef jast Úrslitakeppni efri liða í 1. deild- inni í handknattleik hefst föstu- daginn 23. mars í íþróttahúsi Seljaskóla. Leíkin veröur ein um- ferö þá helgi. Sömu helgi veröur fyrsta umferö úrslitakeppni efri liöa 2. deildar í Vestmannaeyjum og einnig byrja liö úr neöri hluta 1. deildarinnar sína úrslitakeppni þessa helgi. Hún fer fram á Akureyri. Úrslitakeppni 3. deildar hefst næsta föstudag á Akureyri — og hefst fyrsti leikurinn í henni strax aö landsleik íslands og Sovétrikjanna loknum. _ Vel heppnuð fjölskylduganga skíðafélagsins SKÍÐAFÉLAG Reykjavíkur er 70 ára um þessar mundir og í tilefni afmælisins gekkst félagiö fyrir fjölskyldugöngu viö skíðaskála félagsins í Hveradölum um síö- ustu helgi. Talsveröur fjöldi fólks tók þátt í göngunni og heppnaðist hún mjög vel. í ráöi er aö endurtaka fjöl- skyldugönguna aftur viö fyrsta tækifæri. Sá yngsli sem tók þátt í fjölskyldugöngunni var sjö ára — sá elsti 70 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.