Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 ferðin hjálpar líka veiðimönnum að skilja betur veiðihæfileika votflugunnar en þar er hraðinn jú ekki síður mikilvægur. í báðum tilfellum þarf að gæta þess vel að flugan drattist ekki og sífelld ægi- stjórn gerir hana skæðari. Það sem gefur gáruhnútnum kannski meira gildi fram yfir hefðbundnar votfluguaðferðir er að tæla þarf laxinn alla leið upp í yfirborðið til þess að taka fluguna. Þannig verður takan sjálf oft að stórkostlegri leiksýningu með miklum tilþrifum. Laxinn á það stundum til að þurrka sig upp úr vatninu og dengja sér síðan niður á fluguna með miklum bægsla- gangi eins og til að kaffæra þetta aðskotadýr. Gáruverkið nær há- marki sínu þarna og veiðimaður- inn sem nær fullkomnun í þessari grein hverfur vart af þessari braut. Þurrfluga eða gáruhnútur Að nokkru er veiði með gáru- hnút svipuð veiði á þurrflugu. Mismunurinn er fyrst og fremst fólginn í skaranum og hraðinn á gáruhnútnum er yfirleitt miklu meiri. Þá er þurrflugan ekki fýsi- leg nema hitastig sé þokkalegt og straumurinn ekki of stríður. Þessi atriði hafa miklu minni áhrif á gáruhnútinn en hæfileikasvið hans er hartnær hið sama og vot- flugunnar. Nautabaninn lætur nautið hlaupa hálfan hring og skoðar vandlega hegðan þess áður en hann vogar sér inn í hringinn að egna það með veronikunni með til- liti til vinda, sólar og skugga- myndana. Hershöfðingjar í dag nota tölvur til að reikna út ótelj- andi atriði áður en þeir leggja til orrustu á vígvellinum. Listmálar- inn skoðar myndefnið frá hinum furðulegustu sjónarhornum. Veiðimenn eru í svipaðri aðstöðu þegar þeir völunda saman atriðum í herkænsku sinni. Þeir læra fljótt að bregðast við mismunandi að- stæðum og haga ferðum sínum með tilliti til veðurfars, hitastigs og vinda. Talsverður munur er á hvort kastað er á lax sem er ný- runninn eða kannski fisk sem kominn er í hrygningarklæði. Fara ber að varfærni að öllum veiðistöðum og taka tillit til skuggamyndana og helzt alltaf að kasta á móti birtunni. Nauðsyn- legt er að gera sér grein fvrir hvar laxinn er niðurkominn. I miklum strengjum leynast oft grjót og pollar þar sem laxinn hefur at- hvarf, og í furðulegustu lygnum eru oft súrefnismyndanir sem lax- inn kann vel að meta. Lesning á vatn er alltaf ótrúlega erfið og hreinn utanbókarlærdómur í hverri á. Kasthornið þarf að velja vandlega Þegar gáruhnúturinn er haminn ber að færa sér í nyt sjálfan strauminn og vindinn og nota þessi öfl ásamt drættinum til að „krækir" fyrr, en þessi aðferð með einkrækjur er mjög góð, sérstak- lega í minni ám eða þegar hyljir eru þröngir. Gáran má ekki frussa Veiðiaðferðin er að flugan, þannig dregin eftir vatnsfletinum, myndar rák í yfirborðinu. Mikil- vægt er að dráttarhraðinn sé hæfilegur þannig að gárumyndun- in sé sem mest án þess að frussa, því þá missir athöfnin allt veiði- gildi sitt. Þá sekkur flugan auðvit- að ef dregið er of hægt. Þegar straumur er mikill skal setja hestbragðið tæpt upp á fluguháls- inn en því lengra upp á búkinn sem lygnara er. Þessi veiðiaðferð, að teikna í vatnsflötinn, gerir menn miklu næmari fyrir hæfilegum hraða, því flugan sést allan tímann. Að- Veiðimaður teiknar í vatnsflötinn. Teikning: Hulda Sigurðardóttir. Gáruverk list eða íþrótt Eftir Orra Vigfússon Hvenær verður tómstundaiðja að íþrótt og hvenær verður hún svo blæbrigðarík að fara megi að kalla hana list? Erfitt er að greina þarna á milli. Ljóst er að stór hóp- ur manna hér á landi stundar lax- veiðar af iistrænum áhuga ásamtj þránni að njóta útiverunnar. Veiðimenn eru sífeilt að finna nýjan stíl til að veiða laxinn í stað j aflamennskunnar áður. Þekking á hegðun laxins eykst stöðugt enj hátterni hans er það fiókið og að- stæður margbreytilegar að sjaldn- ast verða menn sammála um réttu veiðiaðferðina hverju sinni. Veð- urfar, hitastig, straumrennsli, fiugustærð og gerð, umhverfi lax- ins, val á línum eru nokkur af mörgum atriðum sem skipta máli. Framsetning veiði- mannsins skiptir öllu máli Veiðimaður sem kastar fyrir lax þarf að meta ótal aðstæður sem hafa áhrif á ákvörðun hans. Hann þarf að kasta agninu fyrir laxinn, helzt á það spennandi hátt, að lax- inn standist ekki mátið heldur bíti á, helzt kokgleypi. Framsetning veiðimannsins skiptir öllu máli og þarf að vera breytileg við mis- munandi aðstæður. Stundum tæl- andi, stundum fruntaleg, veik- geðja eða hreint ögrandi. Ex- pressjónisminn getur verið ansi fjölbreytilegur. Veiðimaðurinn á kost á mismunandi línum, hæg- sökkvandi eða hraðsökkvandi, hann getur teiknað í vatnsflötinn með hefðbundnum fjaðraflugum, hárflugum eða túbuflugum. Hann getur kastað þvert eða skáhallt, dregið hratt eða hægt, látið flug- una berast beint að laxinum, niður til hans eða upp til hans. Margar fleiri leiðir eru opnar veiðimann- inum og fjölbreytileikinn í veiði- tækjum er hreint ótrúlegur. Miklu máli skiptir að flugan berist á réttan hátt inn í sjónsvið laxins sem er mismunandi og fer eftir hitastigi vatnsins og legu fisksins. Hraðinn á flugunni (agn- inu) þarf að vera réttur svo og staðsetning hennar í vatninu, á yf- irborðinu eða á hæfilegu dýpi. Stundum þarf að prófa mismun- andi aðferðir til að finna þá réttu hverju sinni. Margir flugumenn hamast oft við að skipta um flugur í stað þess að breyta framsetning- unni sem skiptir þó öllu máli. Fengsælast er að sjálfsögðu að finna strax réttu aðferðina og það áður en laxinn fær leið á of mikl- um hamagangi. Þá ber að varast að taka sjálfan sig of hátíðlega en setja sig frekar inn í þróttmikið fjör og skemmtiskap laxins. Stór hluti laxa veið- ist fyrir slysni Ótrúlega stór hluti laxa sem veiðast, er fyrir slysni eingöngu. Það þarf ekki að hlusta á margar veiðisögur til að gera sér þetta ljóst. Aðalástæðan fyrir þessu er auðvitað sú, að laxinn er misjafn- lega gráðugur að taka. Þetta rugl- ar allt dæmið fyrir veiðimannin- um og á ekkert skylt við her- kænsku eða listfengi. Laxinn var jú kannski einfaldlega ekki í töku- skapi fyrr. Þá eru laxar auðvitað misvel úr garði gerðir eins og flest önnur dýr og hver lax hefur sitt séreinkenni rétt eins og veiði- mennirnir. Flestir nýgengnir lax- ar eru nautheimskir og bíta á hvað sem er. Aðrir eru varkárari svo ekki sé talað um laxa sem hafa verið styggðir. Laxinn gengur í ána til að hrygna og auka kyn sitt. Kynhvötin hefur því mikil áhrif á hegðan hans og getur útskýrt furðulegar óargatökur og ósiðleg- an hugsanahátt. Gáruhnúturinn Ein af seinni tíma aðferðum við að egna fyrir lax er svokallaður gáruhnútur (gáruverk) eða „Port- land hitch (riffling hitch)" á ensku. Þessi veiðiaðferð er upp- runnin í Portland Creek í Norður Ameríku. í stuttu máli er veiðiaðferðin sú að bregða hestahnút, helzt tvö- földum, yfir háls flugunnar. Þegar flugunni er þannig kastað með flotlínu og hún dregin, myndar flugan v-laga gáru á vatnsfletin- um. Reyndar gerir flugan öllu meira, hún sker og umbreytir öll- um vatnsfletinum og á ögrandi hátt rastar hún því sjónsviði lax- ins, þessum sífellda straumi sem hann fylgist svo vel með. — í þess- ari afstöðu er veiðimaðurinn eins og listmálari sem dregur upp myndefnið sem hann vill tjá og sýna. Gáruhnúturinn varð upphaflega til í önglahallæri. Hér áður fyrr var notuð sterk lykkja úr náttúru- legum efnum í stað auga eins og nú tíðkast á flugum. Þessar lykkj- ur fúnuðu með aldrinum og í neyð- inni settu menn á umrætt bragð til öryggis. Að sjálfsögðu er heppilegast að nota flotlínu þegar veitt er á gáru- hnút. Taumarnir skulu vera hæfi- lega þjálir, 2—3 metrar á lengd. Kónískir taumar eru ekkert nauð- synlegir en viðkvæmar aðstæður krefjast nettari veiðarfæra. Bezt er að hnýta fluguna á tauminn með venjulegum blóðhnút. Sökk- hnútur eða „turtle knot“, sem allir ættu að nota við hefðbundna vot- fluguveiði er óþjálli í notkun. Mið- að við venjulega laxakróka með uppsnúnu auga má setja bragðið á háls flugunnar þannig að það sé undir uppsnúningnum eða hrein- lega á hlið flugunnar. Fluga sem dregin er í fyrra tilfellinu ristir rétt en í seinna tilfellinu er flugan á hvolfi, vængurinn snýr þá niður en búkurinn og skeggið upp. Þá þarf að gæta að því að bragðið vísi að bakkanum sem kastað er frá og krókbroddurinn vísi niður straum- inn. Flugan þannig öfug í vatninu Taumurinn til vinstri á flugunni er línan og flugan þannig dregin mynd- ar gáruna, því að hún legst þvert í strauminn. Teikning: Bragi Magn- ússon. Fluguveiðimaður. Teikning: Eydís Lúðvíksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.