Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 43 Minning: Margrét Ingiríð- ur Jónsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham I kröggum Sú var tíðin, að hagur okkar var með miklum blóma. En síðan hefur margt farið úr böndunum, og nú erum við naumast bjarg- álna. Ég er orðinn bitur og kvíði komandi dögum. Ég freistast til að grípa til örþrifaráða til að afla mér fjár. Væri nokkuð athuga- vert við það, þar sem við erum í fjárþröng? Já, það væri rangt, og þér ættuð ekki einu sinni að láta það hvarfla að yður. Það væri ekki aðeins rangt, heldur mættuð þér búast við því á hverri stundu, að allt kæmist upp, og þá færuð þér úr öskunni í eldinn. Ég veit að þetta er yður erfiður tími, en ég hygg að þessar aðstæður gætu orðið yður til blessunar ef þér snerust við þeim á réttan hátt. Guð gæti notað þessar kringumstæður í lífi yðar til þess að draga yður nær sér. Ef þér fynduð Guð og lærðuð að treysta honum yrði það mesta uppgötvun lífs yðar. Hugsið um líf yðar stundarkorn. Alla daga hafið þér reitt yður á ytri aðstæður, að þær veittu yður hamingju og heill. Þér hafið verið glaður og sæll ef allt hefur gengið í haginn. Nú hallar undan fæti, og þér eruð vansæll. En Guð vill sýna yður að sönn gleði og tilgangur í lífinu eru ekki háð ytri aðstæðum. Einu sinni sagði Páll postuli, þegar hann var í rómversku fangelsi — og það var áreiðanlega enginn sælustaður: „Ég hef lært að vera ánægður með það, sem ég á við að búa; ég kann að búa við lítinn kost; ég kann einnig að hafa allsnægtir; hvar- vetna og í öllum hlutum hef ég lært þann leyndardóm, bæði að vera mettur og að vera hungraður, bæði að hafa allsnægtir og líða skort.“ (Fil. 4,11—12). Hver var leyndardómur Páls? Leyndardómurinn var að hann vissi að Jesús Kristur var persónulegur drott- inn hans og frelsari. Páll hafði lært að treysta Kristi, ekki aðeins að hann frelsaði sál hans, heldur bætti líka úr sérhverri þörf. Guð elskar yður og ber umhyggju fyrir yður núna. Hann vill afmá beiskju og vanlíðan úr huga yðar — ef til vill ekki með því að breyta aðstæðunum heldur með því að gefa yður styrk til að bera þær og sjá hve hið andlega skiptir miklu máli. Snúið yður til Krists! Hann gefur yður algjörlega nýtt viðhorf til lífsins þegar þér treystið honum. Ólafur Þorsteins- son — Kveðjuorð Fædd 20. ágúst 1909 Dáin 4. mars 1984 Við fráfall Margrétar Jónsdótt- ur setti okkur félagana hljóða, þótt vel hefðum við vitað að hverju stefndi eftir langvarandi alvarleg veikindi hennar. Dauð- ann virðist alltaf bera þannig að garði. Við kynntumst Margréti á menntaskólaárum okkar, vorum sessunautar ísaks sonar hennar. Á þessum glaðværu æskudögum stóð Vesturvallagata 6a okkur alltaf opin sem annað heimili. Kynntumst við þá eðliskostum Margrétar, umburðarlyndi og for- dómaleysi. Hún sýndi breyskleika okkar félaganna einstakan skiln- ing, kom enda ávallt til dyranna eins og hún var klædd og fór ekki í manngreinarálit. Það voru margar stundirnar sem við eyddum á heimili Mar- grétar. Við hana ræddum við einkamál okkar og hún kom fram við okkur eins og móðir. Við þökkum Margréti allar sam- verustundirnar á þessum glöðu dögum okkar félaganna og kveðj- um hana með söknuði. ísaki, Kristínu, Jóni Þorgeiri og fjölskyldum sendum við samúð- arkveðjur. Gottskálk Björnsson, Ólafur Björgúlfsson. Hún fæddist í Lindarbrekku við Vesturvallagötu, dóttir hjónanna Ingibjargar ísaksdóttur og Jóns Magnússonar yfirfiskmatsmanns sem ólu hana upp við allsnægtir og eftirlæti. Hún lærði píanóleik og tungumál hjá einkakennurum, ferðaðist vítt um lönd sem túlkur í viðskiptaerindum föður síns. Þessi þokkafulla glæsikona vakti hvarvetna athygli og að- dáun. Stórstirni í kvikmynda- heiminum" gerðu hosur sínar grænar fyrir henni, en hún hafn- aði heimsins vellystingum og glæstum hallarsölum og hvarf ætíð aftur til síns heima. Ekki er vitað að hún hafi iðrast þess. Margrét var gædd flestum þeim eðliskostum sem eina manneskju mega prýða, hún var kona í þess orðs fyllstu merkingu. Það sópaði að henni eins og sagt er, hvar sem var. Fas hennar var þrungið djúpstæðum persónutöfrum og úr augnaráði hennar skein kærleik- ur. Hún unni öllu fögru, áþreifan- legu og huglægu. Sjálf var hún mjög listræn, málaði gjarnan og lék á píanó svo unun var á að hlýða og horfa. Fagurlagaðar hendur hennar svifu eftir nótna- borðinu í kvenlegum yndisþokka, um leið varð til tónaröð, sem fyllti loftið ljúfum ómum. í matargerð- arlist stóð Margrét flestum fram- ar, það skipti naumast máli, hvaða hráefni var notað til matarins, allt varð að ljúffengum réttum, sem voru fagurlega framreiddir. Um nokkurt skeið tók hún að sér að annast um viðhafnarveislur, sá þá um matseld og frágang, einnig þar fékk listfengi hennar notið sín. Árið 1931 giftist Margrét Tóm- asi Hallgrímssyni bankaritara, sem er látinn fyrir allmörgum ár- um. Á tuttugasta og þriðja afmæl- isdegi sínum ól hún frumburðinn, Jón Þorgeir, sem nú er læknir, kvæntur Steingerði Þórisdóttur. Fjórum árum síðar fæddist annar sonur, sem skírður var ísak Guð- mundur, en hann er einnig læknir, giftur Margréti ódu Ingimars- dóttur. Yngsta barn þeirra hjóna er Kristín Ingiríður, sem gift er Kristjáni Guðmundssyni lyfja- fræðingi. Öll þrjú systkinin eru mikið mannkostafólk, sem rækir störf sín og skyldur af alúð og ein- lægni. Tómas sýktist af berklum árið 1935, var lagður inn á hæli og átti þaðan naumast afturkvæmt, nema þá aðeins stutta stund hverju sinni. Þegar hér var komið sögu, höfðu þau hjón orðið fyrir miklum fjárhagsáföllum vegna sölu á húsi sínu, Breiðabólstað, sem stóð í Skerjafirði, en þurfti að víkja fyrir flugvallargerð. Á bak við Lindarbrekku stóð útihús, sem þau hjón létu með aðstoð Jóns, föður Margrétar, innrétta og fljótt var þar komið yndislegt lítið heimili, sem húsfreyjan dyttaði að, skreytti og annaðist um af móðurlegri umhyggju. Lítt studd annaðist hún nú um uppeldi og forsjá barnanna, gerði þeim kleift að menntast. Við kröppum kjörum brást Margrét af manndómi og einbeitni. Nýtti listhæfni sína, saumaði, málaði, bakaði og seldi í hús og hermannaskála borð- skraut, dúka og kökur. Þetta, auk áðurnefndra veislugjörða, nægði til að bægja frá yfirvofandi skorti. Eitt af öðru yfirgáfu börnin húsið við Vesturvallagötu 6a og gengu fáguð og full þróttar út í lífið til að takast á við það á eigin spýtur. Um síðir sat hún ein eftir, það hægðist um á yfirborðinu. Um nokkurra ára bil vann hún hjá Landsíma íslands á talsambandi við útlönd. Þar nýttist málakunn- átta hennar vel en einnig var ljúf- mennska hennar rómuð bæði hér og erlendis. Geðstillingin og gæskan til alls og allra fylgdu henni alla tíð. Hún lagði aldrei stein í nokkurs manns götu, sagði aldrei styggðaryrði um einn né neinn, fyrirgaf allt og um- bar allt. Göfugur höfðingi, sem barðist hetjulega og möglunar- laust er nú fallinn. Okkur setur hljóð um stund. Þessi glæsikona, sem aldrei ætlaðist til athygli en gekk fram í látlausri tign er horf- in. Það er mikill sjónarsviptir. Frá Vesturvallagötu 6a á ég minningar, sem mér eru öllum öðrum ljúfari. Þangað kom ég snauður, varð heimagangur og var miðlað þrótti, visku og kærleika, sem endast mun mér öll ókomin ár. Margréti og hennar fjölskyldu á ég meira að þakka en nokkrum öðrum vandalausum. Margrét Ingiríður Jónsdóttir átti engan sinn líka, allir sem henni kynntust eru ríkari vegna minningarinnar um hetjuna og ljúfmennið og sá auður verður aldrei frá þeim tekinn. Megi sál hennar á Guðs vegum ganga, hér eftir sem hingað til. Haraldur Jóhannsson Stórbrotin kona hefur kvatt okkur eftirlifendur. Margrét í Lindarbrekku, ein af yngismeyj- um gömlu Reykjavíkur, er látin eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Margrét var alin upp við öryggi og allsnægtir á þeirra tíma vísu og hlaut ágæta menntun miðað við aðstæður á hennar æskuárum. Ung að árum giftist hún sóma- manninum Tómasi Hallgrímssyni bankaritara. Þau áttu nokkur ljúf ár að Breiðabólstað í Skerjafirði, eignuðust tvo syni, Jón og ísak, og eina dóttur, Kristínu. Samt bar skugga á. Tómas sýktist af tær- ingu og varð að dveljast langtím- um saman á berklahælum. Líf Margrétar á þessum árum sem móðir og forsjá þriggja barna þeirra var enginn dans á rósum. Uppeldi og menntun barna þeirra hjóna leið ekki önn þrátt fyrir þessar örðugu aðstæður. Margrét var þannig að innri gerð og auk þess hafði hún gott vega- nesti frá foreldrahúsum, að hún gat miðlað börnum sínum frá sjálfri sér þekkingu og metnaði til að takast á við gátur lífsins. Líf Margrétar mótaðist löngum af venjulegum húsmóðurstörfum, en hún vann einnig störf, þar sem málakunnátta hennar kom að góð- um notum. Maður þurfti ekki lengi að þekkja Margréti til að finna, að hún var listrænum hæfileikum gædd. Munu margir kunningjar og vinir hennar eiga ljúfar minn- ingar þess, er hún settist við flyg- ilinn og spilaði af næmri tilfinn- ingu verk eftir Chopin, Schubert og Liszt að ógleymdum Sprengi- sandi Kaldalóns leiknum fjórhent með öðrum hvorum syninum. Við viljum að lokum þakka Margréti tengdamóður okkar samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Steingerður, Margrét Oda og Kristján Kveðja frá vini Laugardagsmorguninn 21. janú- ar er hringt til mín að heiman frá Reyðarfirði og mér sögð þau sorg- legu tíðindi að óli vinur minn sé látinn. Ég skildi þetta ekki, vildi ekki skilja það, þetta var svo ótrúlegt, svo óréttlátt. Af hverju Óli? Af hverju einmitt hann? Við svona spurningum fær maður eng- in svör, finnur bara fyrir sorginni og sínum eigin vanmætti gegn dauðanum. Við Óli vorum góðir vinir og það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það verður að koma heim og geta ekki farið niður á stöð til að spjalla um heima og geima við Óla, en svona er lífið, er okkur sagt, einn kemur þá annar fer. Nú eru það minn- ingarnar um hressan og góðan vin sem fylla huga minn og þær ætla ég að varðveita, þær getur enginn tekið frá mér. Elsku Kolfinna, Þorsteinn, systkini og aðrir vandamenn. Óli verður alltaf til í hugum okkar og það ásamt bless- un Guðs mun veita ykkur og okkur vinum hans styrk til að halda áfram. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem cg má næðis njóta Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur hugga mig.“ Oli Sigmars t Þökkum auösýnda samúð viö andlát og jaröarför GUÐNÝJAR GUNNARSDÓTTUR frá Fossvöllum. Hormann Ragnarsson og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR THORSTEINSSON, Hringbraut 105, Reykjavík. Þórunn Thorsteinsson, Guðrún Thorsteinsson, Gyða Thorsteinsson, Halldór J. Jónsson, Stefán Sch. Thorsteinsson, Erna Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.