Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Yfirvinnubannið í Eyjum: Ef ekki semst í dag loka húsin sjálfkrafa — segir formaður útvegsbændafélagsins Vestmannaeyjum, 13. mars. Frá Ómari Valdimarssyni, blm. MorjninblaAsins. UGGS gætir meðal riskvinnslufólks og atvinnurekenda í Eyjum vegna yfirvof- andi yfirvinnubanns í fiskiðjuverunum hér. Takist ekki samningar fellur bannið á næstkomandi fdstudag. Samningafundi verkalýðsfélaganna og Vinnuveitenda- félags Vestmannaeyja, sem hófst í dag, lauk um kvöldmatarleytið án þess að verulega hefði þokast í samkomulagsátt, að sögn Jóns Kjartanssonar formanns Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 á morgun. „Báðir aðilað hafa heilmikið til að sofa á í nótt,“ sagði Jón í samtali við blaðamann Mbl. að loknum fundinum. Kristinn Pálsson, formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja, sagði væntanlegt yfirvinnubann „ruddalegar aðfarir". Verkalýðsfor- ystan hér stendur með allt öðrum hætti að málum en annars staðar á landinu. Það hlýtur að vera mjög alvarlegt mál að þetta gerist á sama tíma og samningar ASf og VSÍ eru samþykktir víðast um landið. Kristinn sagði að ef svo héldi fram sem horfði yrði útgerðarmenn í Eyjum að fara að hugsa sinn gang þótt þeir ættu ekki beina aðild að deilunni. „Ef ekki næst samkomulag í dag eða á morgun lokast húsin „Náði að halda höku og nefi upp úr ísköldu vatninu“ „ÉG ÞOKÐI ekki að henda mér út úr vélskóflunni þegar hún var að velta, því ég óttaðist að lenda undir henni. Eg kastaði mér því á gólfið og lenti á kafi í ísköldu vatni. Ég náði að halda höku og nefi upp úr vatninu svo að ég gat andað, en ég gat gat mig hvergi hreyft utan aðra höndina fítil- lega. Aðstoð barst fljótlega en lít- ið var hægt að gera. Um stund- arfjórðungi síðar var ég farinn að hríðskjálfa enda uppsprettuvatn- ið ekki nema fjögurra til fimm gráðu heitt. Því bað ég um að heitu vatni yrði dæit á mig. Það var borið úr Hraunsbænum í föt- um og sett í tunnu og síðan leitt í slöngu inn á mig. Þannig hafðist ég við í um tvo klukkutíma," sagði Guðmundur Ingi Karlsson, 32 ára gamall Hafnfirðingur, sem í gærmorgun bjargaðist á ótrúlegan hátt eftir að 12—14 tonna vélskóifa, sem hann ók, valt niður 3 til 4 metra háan veg- arkant við Hraun í Ölfusi. Húsið á vélskóflunni lagðist alveg saman þegar hún valt og Guðmundur gat sig hvergi hreyft og má telja mikla mildi að hann skuli ekki hafa klemmst eða drukknað. Þegar var hafist handa um að bjarga honum úr prísundinni. Stærsti kraninn, sem finnanlegur var á Selfossi, var sóttur og með honum var véiskóflan hífð upp úr vatninu. „Þegar það hafði tekist var hafist handa um að ná mér út. Þeim tókst að rjúfa gat á þakið með tjökkum og ná mér út um 20 mínútum síðar. Það var ánægjuleg tilfinning að losna úr prísundinni," sagði Guðmundur Ingi Karlsson. sjálfkrafa," sagði hann. „Það gengur ekki upp í fiskverkun að ekki megi jafnóðum vinna þann afla sem berst að landi. Það er einfaldlega ekki hægt að hætta klukkan fimm á dag- inn og byrja ekki aftur fyrr en klukkan átta næsta morgun." Nokkrir Vestmannaeyjatogar- anna hafa þegar landað afla sínum á fastalandinu og landar til dæmis Klakkur VE i Hafnarfiði árdegis á morgun, miðvikudag. Sindri landaði á Hornafirði í gær. Tveir togarar útgerðar Kristins Pálssonar Bergs — Hugins sf. munu landa á næstu dögum utan Vestmannaeyja, Berg- eyin strax á morgun. „Þeir höfðu verið að reyna að fá löndun hér í Eyjum en húsin ekki treyst sér til að gefa ákveðin svör," sagði Kristinn. „Þetta er vissulega mjög alvarlegt ástand," sagði hann. „Á meðan verið er að skammta fisk um allt landið yfir hávertíðina er skellt á yfir- vinnubanni hér. Þetta er pólitík meira og minna.“ Af samtölum blaðamanns Mbl. við fiskvinnslufólk hér í Eyjum að dæma eru skoðanir nokkuð skiptar um fyrirhugað yfirvinnubann. f dag hafa verið nokkuð háværar raddir þeirra, sem telja óráðlegt að verka- fólk í Eyjum standi eitt í kjaradeilu, jafn alvarlegri og hér er í uppsigl- ingu. Búferlaflutningar 1983: 2.154 fluttu til lands- ins, en 1.924 fóru ALLS fluttu 2.154 menn til íslands á síðasta ári, en frá landinu fluttu hins vegar 1.924, eða 230 færri, samkvæmt upplýsingum, sem birtar eru í febrú- arhefti Hagtíðinda, sem Hagstofa íslands gefur út. Alls fluttu 1.552 íslenzkir ríkisborgarar til landsins, en frá landinu fluttu 1.487, eða 65 færri. Ef litið er á búferlaflutningana samkvæmt kynskiptingu, kemur í ljós, að á síðasta ári fluttu samtals 1.003 karlar til landsins og 1.151 kona. Frá landinu fluttu hins veg- ar 939 karlar og 985 konur. Flestir fluttu hingað frá Svíþjóð á síðasta ári, eða 551 talsins, þar af 257 karlar og 294 konur. Frá Danmörku fluttu hingað til lands 519, þar af 252 karlar og 267 kon- ur. Þessi tvö lönd skáru sig nokkuð úr því næst í röðinni kemur Noregur með 287, þar af 145 karla og 142 konur. Þá koma Bandaríkin með 237, þar af 99 karla og 138 konur. Það vekur athygli, að hingað til lands fluttu samtals 59 frá Asíu og síðan 68 frá Eyjaálfu eða Ástralíu. Ef litið er á brottflutta kemur í Ijós, að til Danmerkur fluttu alls 646, þar af 330 karlar og 316 kon- ur. Til Noregs fluttu 330, þar af 164 karlar og 166 konur. Til Sví- þjóðar fluttu 285, þar af 149 karlar og 136 konur. Þá fluttu til Banda- ríkjanna 246, þar af 106 karlar og 140 konur. Til Asíu fluttu 16 og til Eyjaálfu, eða Ástralíu fluttu 64. Gunnhildur Friðgeirsdóttir í miöasölu Kegnbogans í gærkvöldi eftir að gert hafði verið að meiðslum hennar á Slysavarðstofunni. Morgunblaðið/RAX „Komdu með peningana“ sagði árásarmaður sem í gærkvöldi réðst á afgreiðslustúlku Regnbogans „MAÐURINN kippti hendinni út um lúguna, snéri upp á og sagði: „komdu með peningana". Ég hrópaði á hjálp þvi ég vissi að fólk var ekki langt undan. Þá snéri hann meira upp á hendina. Eg hrópaði aftur, fjórum, fimm sinnum og mig verkjaði ákaflega í handlegginn. Maðurinn forðaði sér á hlaupum þegar fólk kom mér til aðstoðar," sagði Gunnhildur Friðgeirsdótt- ir, 23 ára gömul afgreiðslustúlka við kvikmyndahúsið Regnbogann, í samtali við Mbl. í gærkvöldi, eftir að ungur maður hafði reynt að ræna hana er hún var að afgreiða aðgöngumiða laust fyrir klukkan sjö. Gunnhildur var flutt í slysadeild eftir atburðinn þar sem gert var að meiðslum sem hún hlaut. „Maðurinn var óvopnaður, hafði hvorki hníf né byssu og því kallaði ég á hjálp. Það kom ekki til greina að láta féð af hendi. Lögreglan kom strax á staðinn, bókstaflega áður en ég hafði snúið mér við og ég var flutt í slysadeild. Ég marð- ist á hendi og bólgnaði en verð fljótlega jafngóð," sagði Gunn- hildur. Hún telur að árásarmað- urinn sé um 25 ára gamall, dökkur yfirlitum og með yfirvaraskegg. „Ég geri mér ekki glögga grein fyrir útliti mannsins. Þetta gerð- ist ákaflega snöggt og sársaukinn gerði það að verkum að ég gerði mér litla grein fyrir atburða- rásinni," sagði Gunnhildur. Þrátt fyrir að mikið lið lögreglu hefði þegar drifið að, var árásar- maðurinn ófundinn seint í gær- kvöldi. Sókn felldi samningana með 246 atkvæðum gegn 177 Ný samninganefnd kjörin á félagsfundi í gærkvöldi „ÉG LÍT ekki á þessi úrslit sem vantraust á mig. Ég barðist lengst af fyrir 15 þúsund króna lágmarkslaunum og var ekki al- hlynnt þessum samningum,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir, formaður Starfsmannafélags- ins Sóknar, í samtali við Mbl. í gærkvöldi eftir að félagsfundur hafði fellt kjarasamninga ASÍ og VSÍ með 246 atkvæðum gegn 177, en 30 atkvæðaseðlar skil- uðu sér ekki. Að atkvæðagreiðsl- unni lokinni lagði Aðalheiður til að ný samninganefnd yrði kjörin og stakk upp á fimm manns, sem samþykktir voru með lófa- taki. „Mér fannst rétt, þegar úr- slitin lágu fyrir, að þeir, sem harðast höfðu barist gegn Frá félagsfundi Starfsmannafélagsins Sóknar í gærkvöldi. MorP,nbl»4i*/R«*- samningunum tækju að sér framhaldið," sagði Aðalheiður í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Félagsfundur Sóknar hófst klukkan 20.30 í gærkvöldi í Hreyfilshúsinu og mættu um 450 manns á fundinn. Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir talaði fyrst og mælti með samþykkt samningsins og síðan útskýrði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, samningana. Síðan var mælendaskrá opnuð. Ellefu manns tóku til máls um samn- ingana og mæltu þrír með samþykkt, en hinir voru á móti. Helztu gagnrýnisatriði þeirra voru, að launahækkun- in væri of lítil og mótmæltu sérstökum unglingatöxtum fyrir 16 og 17 ára unglinga. í nýrri samninganefnd Sóknar eru: Óttar Magni Jónsson, Guðlaug Pétursdótt- ir, Súsanna Torfadóttir, Harpa Sigfúsdóttir og ólafur Gísli Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.