Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Blóð og ást
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Jonas Kristjánsson: ELDVIGSLAN.
Söguleg skáldsaga. 324 bls. Bókakl.
Arnar og Örlygs. Rvík, 1983.
Jónas Kristjánsson er doktor í
bókmenntum. Hann er líka hand-
ritafræðingur og forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar.
Þegar slíkur maður sendir frá sér
skáldsögu og kallar hana auk þess
»sögulega« býst maður við miklum
lærdómi en minni skáldskap. En
við lestur bókarinnar kemst mað-
ur að raun um hið gagnstæða. Eld-
vígslan er að vísu söguleg skáld-
saga, reist á víðtækri þekkingu og
þess konar innlifun sem aðeins
næst með langri yfirlegu. En að
meirihluta er þetta skáldskapur.
Þetta er ekki blóðlaust eins og
lærðra manna skáldskapur hefur
oft orðið. Þetta er afar líflegur
skáldskapur — og að mínum dómi
hinn prýðilegasti skemmtilestur
— sem undirritaður skoðar hreint
ekki sem neikvæða umsögn, öðru
nær. Húsakynni, fatnaður, trú,
lífsbarátta og hugsunarháttur —
allt hefur þetta breyst síðan á vík-
ingaöld. En eitt hefur ekki breyst,
og það er mannlegt eðli. Það
hvorki víxlast né umbreytist á
neinn handa máta þó aldir renni,
því er óhætt að treysta. Að þekkja
þær hliðar málanna og fara rétt
með ræður alltaf úrslitum þegar
metið er raunverulegt gildi og var-
anleiki skáldskapar. Hér er það
allt í stakasta lagi. Sögupersón-
urnar í Eldvígslunni eru hvorki
betur né verr innrættar en við.
Þær eru haldnar nákvæmlega
sams konar kenndum og leita
þeim útrásar með sama hætti og
nú gerist. Hins vegar ráða aðstæð-
urnar jafnan miklu um það hvaða
þættir í mannlegu eðli njóta sín
helst. Kannski hefur það aldrei
sannast betur en á okkar dögum
— þó við teljum að við séum nú
búin að venja okkur af umgengn-
isháttum víkinga!
Eldvígslan er víkingaaldarsaga.
Ekki gerist hún þó hérlendis held-
ur segir hún frá Dönum. Þar hefur
þungamiðja norrænnar sögu jafn-
an legið, þar hafa frá fyrstu tíð
legið krossgötur evrópskrar menn-
ingar og norrænnar. Straumar
þeir, sem borist hafa til Norður-
landa frá meginlandi Evrópu, hafa
jafnan skollið fyrst á Danmörku.
Svo er í Eldvígslunni. Víkinga-
öldin er að ná hámarki. »Ut-
þenslustefna« er slíkt kallað nú á
dögum. Ríki tekur skyndilega að
herja á nágranna, heimta gögn og
gæði af landi þeirra og hneppa
sjálfa þá í fjötra, gera þá sér und-
irgefna, láta þá hlýða eða hafa
verrá af ella. Víkingarnir í Eld-
vígslunni herja á alla nágranna —
nema síst önnur Norðurlönd!
Englendinga og íra skelfa þeir
sem mest má verða. Og Frakkar
verða að lúta í lægra haldi. Og það
voru engin tilfallandi strandhögg
sem höggvin voru á þessum slóð-
um. Sex ti! sjö þvsund manna her
stefndi á skipum upp Signu og
kúgaði kóng og prest jafnt sem al-
þýðu. Slíkir leiðangrar voru ekki
undirbúnir og farnir af ævintýra-
þrá einni saman. Ábatavonin var
jafnan mikil. Þetta var heims-
valdastefna í orðsins fyllsta skiln-
ingi.
Um sama leyti var kristnin að
berast að sunnan til Danmerkur.
Hún fór hægar en víkingaskipin á
Norðursjónum, en hvikaði ekki frá
settu marki og kæfði að lokum
framaþrá víkinga. Ekki munu vík-
ingakonungar hafa óttast þessa
nýbylgju né hugsað sér að svo
ókarlmannlegur boðskapur ætti
eftir að höfða til Dana og annarra
norrænna manna. En þar sannað-
ist sem oftar að skyggir Skuld
fyrir sjón.
Jónas Kristjánsson
Aðalsöguhetjan í Eldvígslunni
er Ubbi í Hleiðru, sonur Ragnars
loðbrókar. Hann er að því leyti
dæmigerður fyrir sinn tíma að
hann kynnist flestu sem ungum
manni stendur til boða á sínum
tíma. Bardagar og annars konar
mannraunir eru þá ekki undan
skildar. Hann fer til nágranna-
landa og er þá oft og víða í háska
staddur. Vegna heppni og eigin at-
gervis lifir hann að verða gamall
maður. En slíku var hreint ekki að
heilsa um alla víkinga. Hann
kynnist kristninni og ákveður að
taka trú — ungur maður — og
hverfur ekki frá henni er árin fær-
ast yfir. Eigi að síður átti hann
eftir að fara í víking með bræðr-
um og félögum og fremja allan
þann venjulega dólgskap sem tíðk-
aðist hjá framandi og undirokuðu
fólki. Hvarvetna var barist upp á
líf og dauða.
Þegar dregur að sögulokum
verður Ubbi innlyksa í klaustri á
írlandi, gamall maður, og hafði
hann þá bragðað á flestum þeim
ávöxtum sem nægtaborð víkinga-
aldar hafði að bjóða, forboðnum
sem leyfilegum. Hann tekur þá að
rekja sögu sína fyrir klaustur-
bræðrum og síðan að skrá hana,
og er það form haft á Eldvígslunni
sem sögð er í fyrstu persónu, lögð
Ubba í munn. »Já, Ubbi Austmað-
ur, skrifaðu sögu þína. Lýstu
óhæfuverkum þinna kynsmanna
til viðvörunar öllum góðum lýð-
um,« segir Kristófórus ábóti við
hann.
Það er bæði til glöggvunar — og
skemmtunar þeim sem sögufróðir
eru — að ártöl eru sums staðar
prentuð úti á spássíum þannig að
lesandi veit hvar hann er staddur
á rás tímans. Síðast í bókinni er
prentað á spássíu ártalið 874 sem
kemur okkur íslendingum auðvit-
að kunnuglega fyrir sjónir. Látið
er sem sagan sé skráð hér um bil
hálfum öðrum áratug síðar.
Þá er víkingaöldin nær há-
marki. Víkingar fóru um allar
jarðir. Og þá hlaut einnig að draga
að því að þeir rækust á ísland og
byggðu það. Og það var ekki að-
eins að víkingar settust hér að.
Hingað fluttu þeir með sér vík-
ingaaldarhugsunarhátt, skáldskap
og trú — að ógleymdri sinni nor-
rænu tungu. Allt þetta varð líf-
seigara hér en annars staðar á
Norðurlöndum. Fyrir bragðið
skiljum vid nú Eldvígsluna betur
en aðrir þó svo að hún gerist ekki
hér heldur i því norrænu landi
sem í sumum greinum stendur
okkur fjærst. Var að furða þó
norskur menntaskólakennari legði
fyrir nemendur sína ritgerðar-
verkefnið/ »Hvers vegna náðu
norskar bókmenntir mestum
blóma á íslandi?*
Saga vikingaaldarinnar minnir
okkur á að ekkert er varanlegt,
hversu sterkt og áleitið sem það
kann að sýnast í andartakinu. Mér
hefur þótt vera hljótt um þessa
bók. Svo virðist sem sumir leggi
ekki lengur óskorað gæðamat á
skáldskap; meti hann fremur sam-
kvæmt mismunandi dulbúnum
pólitískum boðskap. Ég óttast að
það sé forboði hnignandi bók-
menningar. Slíkt hefur áður gerst.
Minnumst þess að tveim öldum
eftir að Njála var skrifuð voru
skinnhandrit skorin niður í skó-
bætur og fatasnið!
Eldvígslan er að mínum dómi
gagnmerkur Skáldskapur því þar
fer saman þekking á efninu,
ástríðuhiti og listatök á stíl og
máli.
Þess má að lokum geta að bók
þessi er mun meiri að lesmáli en
blaðsíðutalið bendir til. Brotið er
stórt. Letrið fremur smátt. Og yfir
fjörutíu línur á síðu.
Iðnaðaruppbygging
á Stykkishólmi
Stykkishólmi, 13. mars.
UM SEINUSTU helgi fóru héðan
til Þýskalands menn frá fyrir-
tækjum hér í bænum á iðnaðar-
sýningu og um leið til að kynna
sér smáiðnað með hugmynd um
að geta nýtt það í framtíðinni
hér í Stykkishólmni.
Fyrirtækin sem að þessari ferð
standa eru Trésmiðjan Ösp, Tré-
smiðja Stykkishólms og Skipa-
smíðastöðin Skipavík. Trésmiðj-
urnar hafa haft ærin verkefni
hér í vetur. Trésmiðjan Ösp hefir
framleitt hér mörg hús (eining-
arhús) og þrátt fyrir erfiða tíð
hafa húsin risið upp hér hvert af
öðru, auk þess sem hús eru seld
til Reykjavíkur og verða þar sett
á grunn mjög bráðlega. Ég held
að á næstunni verði þar reist
minnsta kosti tíu einingarhús.
Þá er Trésmiðja Stykkishólms
með raðhús í byggingu með fimm
íbúðum og eru tvær þegar seldar.
Þrátt fyrir hversu mikið hefir
verið byggt hér virðast enn vand-
ræði með húsnæði.
Fréttaritari
í Laugardalshöll í dag (laugardag) kl. 13.30.