Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Egilsstaðir:
Hreppsnefndin gef-
ur út fréttabréf
KgiUMtöðum. 7. mars.
SKÖMMU eftir síðustu
sveitarstjórnarkosningar
ákvað hin nýkjörna hrepps-
nefnd Egilsstaðahrepps að
gefa út sérstakt fréttablað —
er fjalla skyldi um hin helstu
mál er þar væru á döfinni
hverju sinni, almenningi til
kynningar.
Nýlega kom út 1. tbl.
þessa árs og er þar m.a. fjall-
að um fjáhagsáætlun; sam-
þykkt um stjórn hreppsmál-
efna, iðngarða o.m.fl. Rit-
nefnd fréttablaösins skipa
hreppsnefndarmennirnir
Helgi Halldórsson, Vigdís
Sveinbjörnsdóttir og Laufey
Eiríksdóttir.
Til að forvitnast um aðdraganda
að útgáfu þessa fréttablaðs sneri
tíðindamaður Mbl. sér til Helga
Halldórssonar, hreppsnefndar-
manns.
„Það var í upphafi kosningabar-
áttunnar 1982 að sú hugmynd kom
fram meðal stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins að sveitarfé-
lagið gæfi út fréttabréf. Fram-
bjóðendur flokksins vöktu athygli
á þessu bæði í ræðu og riti. Undir-
tektir á framboðsfundum voru
svona upp og ofan. Sumir and-
stæðingarnir töldu óþarfa að gefa
út fréttabréf er segði frá hlutum
sem búið væri að ákveða í sveitar-
stjórn. Þegar við fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins i hreppsnefnd
fluttum svo tillögu um að sveitar-
stjórn gæfi út fréttabréf var sú
tillaga samþykkt samhljóða. Síð-
an þá hafa verið gefin út um 8
fréttabréf og ríkir almenn ánægja
með það.“
Hafið þið fitjað upp á fleiri nýj-
ungum til að auðvelda fólki að
fylgjast með gangi hreppsmála?
„Við fluttum einnig tillögu um
fasta viðtalstíma hreppsnefndar-
fulltrúa og var sú tillaga einnig
Helgi Halldórsson, hreppsnefndar-
maður.
samþykkt samhljóða en þegar á
reyndi virtust bæjarbúar ekki
hafa áhuga á að tala við okkur,
hver sem skýnngm kann að vera á
því. Því má bæta við að þeir flokk-
ar er eiga fulltrúa í hreppsnefnd
hafa fundi með stuðningsmönnum
sínum og þeim er áhuga hafa á
hreppsmálum fyrir hvern hrepps-
nefndarfund. Að mínu mati eru
það mikilvægir fundir og okkur til
styrktar er störfum í hreppsnefnd.
Við lögðum þunga áherslu á
gerð samþykktar fyrir stjórn mál-
efna sveitarfélagsins í kosninga-
baráttunni. Enda töldum við slíka
samþykkt gera öll störf hrepps-
nefndar markvissari. í haust lögð-
um við fulitrúar Sjálfstæðis-
flokksins í hreppsnefnd svo fram
tillögu að þessari samþykkt. Þessi
tillaga var síðan samþykkt end-
anlega í febrúar siðastliðnum með
áorðnum breytingum frá nefnd er
fjallaði sérstaklega um málið.
Hefur samþykktin nú verið send
til staðfestingar félagsmálaráð-
herra.“
- Ólafur.
Greiðslur ríkisins
fyrir afnot af
starfsmannabílum
I FRÉTT sem Mbl. hefur
borist frá fjárlaga- og hag-
sýslustofnun Fjármálaráðu-
neytisins segir eftirfarandi:
„Undanfarið hefur nokk-
uð verið fjallað m.a. í fjöl-
miðlum um kostnað ríkis-
sjóðs af starfsmannabílum
og nefna ýmsir þessar
greiðslur bílastyrki og álíta
að um sé að ræða styrki til
einstakra ríkisstarfs-
manna. Hér er um mis-
skilning að ræða.
Samkvæmt 5. gr. reglu-
gerðar nr. 6 frá 1970 „er
heimilt að leigja bifreiðir í
eigu starfsmanna til notk-
unar í þágu ríkisins. Fjár-
málaráðuneytið, fjárlaga-
og hagsýslustofnun, metur
akstursþörf einstakra
starfsmanna að höfðu sam-
ráði við forstöðumenn við-
komandi ríkisstofnana og
ráðuneyti," eins og segir í
greininni. Bíla- og véla-
nefnd er ráðuneytinu til að-
stoðar og ráðuneytis um
þetta og fleiri atriði, er
varða framkvæmd reglu-
gerðarinnar. Það er því al-
rangt, sem oft er haldið
fram, að einstakir ríkis-
starfsmenn njóti bíla-
styrkja, heldur er um að
ræða greiðslu fyrir þjón-
ustu sem tilteknir starfs-
menn inna af hendi sam-
kvæmt áður gerðum samn-
ingum. Það eru greiðslur af
þessu tagi sem gjarnan eru
nefndar greiðslur fyrir
starfsmannabíla, og eru
grreiddar samkvæmt svo
nefndu km-gjaldi, sem er
ákveðið af sérstakri nefnd,
ferðakostnaðarnefnd.
í einu undantekningar-
tilfelli eru greiðslur til rík-
isstarfsmanna fyrir bíla-
afnot greiddar samkvæmt
kjarasamningum, en það
eru greiðslur til tiltekinna
lækna sem ákveðnar voru í
kjarasamningum við þá í
júní 1981. Um þessar
greiðslur hafa heldur ekki
verið gerðir aksturssamn-
ingar eins og um getur í
reglugerðinni frá 1970 og
áður er nefnd."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SIGURÐ SVERRISSON
Styrjöldin við Persaflóa geisar enn af krafti:
Þar nota íranir
börn sem brynvörn
Hann er ungur og dreymandi og að því er virðist gersamlega óhræddur
við ógnarafl óvinarins. Honum hefur verið sagt að dauðinn sé æðsta
viðurkenningin í lífi hvers manns því þar með opnist honum leið inn í
Paradís. Hann og þúsundir jafnaldra hans eru taldar hafa horfið spor-
laust í styrjöldinni á milli írana og íraka, sem geisað hefur í hálft fjórða
ár.
Lýsingin á unglingnum hér að ofan er byggð á framburði vitna, sem
hittu íranska unglinga að máli í fangabúðum íraka, svo og skýrslum
Sameinuðu þjóðanna og fréttamanna, sem fylgst hafa með gangi mála við
Persaflóa.
aðir með öllu í fremstu víglínu.
Hafa borist af því óstaðfestar
fréttir, að íranir beiti ungling-
unum fyrir sig sem eins konar
brynvörn fyrir herliðið, sem
fylgir á eftir grátt fyrir járnum.
„Eins og nærri má geta er
mannfallið gífurlegt í slíkri
framrás," segir Rode.
Irönsk kona, sem ekki vill láta
Einn unglinganna, sem tekinn hefur verið til fanga af frökum.
Neita ásökunum
Til þessa eru það aðeins íran-
ir, sem borið hafa á móti því að
þeir hafi beitt börnum og ungl-
ingum fyrir sig í fremstu víg-
línu. Segja íranskir ráðamenn
yfirlýsingar sínar hafa verið
mistúlkaðar og fréttamenn og
aðra dregið af þeim rangar
ályktanir. íranir segja ennfrem-
ur, að írönsk börn, sem írakar
segjast hafa tekið til fanga í
styrjöldinni, séu ekkert annað en
íranir, sem gerðir voru brott-
rækir frá írak fljótlega eftir að
styrjöldin hófst.
Ekkert alþjóðlegt samkomu-
lag er til sem bannar að börnum
sé beitt í hernaði. íranir hafa
reyndar skrifað undir, en ekki
fyllilega viðurkennt þann hluta
mannréttindasáttmála Samein-
uðu þjóðanna, þar sem segir að
„öllum tiltækum ráðum skuli
beitt til þess að koma í veg fyrir
að börnum innan 15 ára aldurs
sé att út í hernaðarátök“.
Teikning sem skyrir sig sjálf.
Til þessa hefur reynst ógern-
ingur að fá upplýsingar um þann
fjölda barna, sem íranir nota í
her sínum. Skýrt var frá því
fyrir tæpum tveimur árum, að
um 400.000 sjálfboðaliðar hefðu
gefið sig fram. íranskur flótta-
maður hefur upplýst að her-
skylda hefjist í landinu við 18
ára aldur og því sé eðlilegt að
álykta að meginþorri „sjálfboða-
liðanna" sé yngri en það.
írakar halda um 300 ungling-
um í sérstökum fangabúðum við
Al-Ramadi, um 100 km vestur af
Bagdad. Fulltrúum frá alþjóð-
lega Rauða krossinum í Sviss
hefur ítrekað verið leyft að
heimsækja unglingana til þess
að kanna líkamlegt og andlegt
ástand þeirra. Hafa þeir gefið út
þá yfirlýsingu, að aðbúnaður sé
góður, en segja ekkert frekar í
samræmi við alþjóðasáttmála
um þagmælsku.
„Sorglegt“
Þótt fulltrúum Rauöa krossins
hafi þótt ástandið viðunandi eru
ekki allir á sama máli. Sviss-
lendingurinn Michel Rode, sem
vinnur hjá alþjóðlegri hjálpar-
stofnun, fékk að heimsækja Al-
Ramadi-búðirnar í desember og
segir ástandið þar vera „sorg-
legt“. Hann segir unglingana
helst ekki segja til um aldur þeg-
ar þeir eru spurðir, þar sem þeir
vilji láta líta á sig sem fullorðna.
„Ég kom að máli við 78 unglinga
í búðunum. Sumir höfðu ekki
enn farið í mútur en stóðu á því
fastar en fótunum að þeir væru
orðnir tvítugir. Ég tel að þeir
yngstu í búðunum séu ekki nema
12 ára. Því má svo heldur ekki
gleyma, að sumir þeirra hafa
verið í búðunum í meira en tvö
ár,“ segir Rode.
Hann heldur áfram: „Sumir
drengjanna sögðu mér að þeir
ættu þann draum æðstan að
deyja sem píslarvottar. Flestir
þeirra litu á það sem hræðileg
mistök að láta taka sig til fanga.
Þeir sögðu ennfremur, að ef þeir
gætu, sneru þeir heim til þess að
fá ný vopn og tækju þátt í styrj-
öldinni á ný.“
Að því er best verður séð njóta
unglingarnir lítillar þjálfunar
áður en þeir eru sendir út á víg-
völlinn. Það er í mesta lagi, að
þeim sé kennt hvernig með-
höndla á byssur og einföldustu
vopn, en sumir eru sendir óvopn-
nafns síns getið af öryggisástæð-
um, segist einnig hafa heimsótt
unglingana í búðunum. „Sumir
þeirra brustu í grát er þeir sáu
mig og kölluðu mig rnörnmu,"
segir hún. „Það var eins og grát-
urinn ryddi leiðina fyrir frekari
tjáningu þeirra því sumir sögðu
mér eftir á, að þeir hefðu ekki
haft annað í höndunum en stein-
völu eða spýtukubb til þess að
grýta í óvininn. Þessir unglingar
sögðust ekki hafa fengið neina
herbúninga, aðeins þunnar
skyrtur, þar sem orðið „píslar-
vottur" var letrað á bakið. Þann-
ig átti leiðin í Paradís að vera
greið, var þeim sagt.“
Talið er að um 99% þeirra
unglinga, sem att er út á vígvöll-
inn, eigi ekki afturkvæmt úr
hildarleiknum. Stöðugt berast
fregnir af fjölda látinna ír-
anskra unglinga á vígvöllunum
þótt þarlend yfirvöld neiti statt
og stöðugt að unglingum sé yfir-
leitt beitt gegn Irökum. Fransk-
ur ljósmyndari frá Gamma-
fréttastofunni fékk nýverið að
fara um vígstöðvarnar. Sagðist
hann hafa séð fjöldamörg börn,
vart eldri en 12—14 ára, á meðal
þúsunda fórnarlamba.
Skýrsla SÞ
Sameinuðu þjóðirnar hafa
tekið saman skýrslu um styrjöld
Irana og íraka og er hún byggð á
nýjustu upplýsingum frá víg-
stöðvunum. í skýrslunni er einn-
ig að finna mjög merka frásögn
fulltrúa írönsku stjórnarinnar á
fundi, sem hann átti með mann-
réttindanefnd SÞ í ágúst í fyrra.
„Hetjudáðir þeirra (ungl-
inganna) og eldmóður byggðist á
hugsjóninni um píslarvættið,
sem lífsgæðasinnar eiga erfitt
með að skilja. Hver einasti múh-
ameðstrúarmaður hafði þá trú-
arlegu skyldu að verja heiður og
virðingu mannsins væri hann
áreittur... börnin voru að
hjálpa foreldrum sínum í barátt-
unni fyrir frelsi landsins, í bar-
áttunni fyrir þeim verðmætum,
sem þau trúðu á, og í vörn þeirra
fyrir byltinguna."
(Ileimildir: Al’, Obaerver.The
Times, Loh Angeles Times ojj
New York Times.)