Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK ovjjimXiIníiiti STOFNAÐ 1913 64. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaósins Amin Gemayel forseti Líbanon: Sögulegt samkomu- lag kann að nást á næstu klukkutímum Lausanne og Beirut, 16. mars. AP. HLÉ VAK á störfum þjóðarsáttar- fundarins í Lausanne í dag til að heiðra minningu Kamals Jumblatt, föður Walids Jumblatt drúsaleiðtoga, en fyrir 7 árum féll hann í Líbanon. Fundir hefjast á ný á morgun, laug- EVRÓPUÞINGIÐ komst að þeirri niðurstöðu í dag, að vaxandi umsvif spænskra veiðiskipa á hafsvæðum Efnahagsbandalags Evrópu stofnuðu í hættu fiskiðnaði bandalagslandanna. Atburðurinn 7. mars síðastliðinn, er franskt varðskip skaut á spænskan tog- ara með þeim afleiðingum að níu skipverjar særðust, var tilefni umfjöll- unar þingsins. I ályktun þingsins kom lítil samúö fram í garð skipverjanna spænsku, en á hinn bóginn var samþykkt að hjálpa bæri Spánverjum, annað hvort við að minnka fiskiskipaflota ardag, en Amin Gemayel forseti sagði í sjónvarpsviðtali í Sviss, að á „næstu klukkustundum kynni svo að fara að sögulegu samkomulagi yrði náð“. Jumblatt, sem jafnan er svartsýnn og vantrúaður á árangur fundarins, lét hafa eftir sér að „nokkur árangur" sinn eða að afla þeim nýrra veiði svæða úti fyrir ströndum Afríku. Floti Spánverja er talinn helmingi stærri en floti EBE-landanna sam- anlagður. frski fulltrúinn á þinginu, Mark Clinton, reyndi að fá þingið til að samþykkja tillögu sem fól í sér verndun írskra fiskimanna fyrir kafbátaferðum á veiðisvæðum þeirra. Ekki tókst það, en Clinton sagði fimm irska fiskibáta hafa sokkið, þar af þrjá á þessu ári, eftir að kafbátar höfðu flækst í netum þeirra og fært þá í kaf. hefði náðst og má af því ætla að vel miði í samkomulagsátt. Lokaðir einkafundir voru margir í Lausanne í dag, sýrlenski vara- forsetinn, Abdul Halim Khaddam, ræddi til skiptis við stjórnarand- stöðuleiðtoga og ræddi jafnharðan við Gemayel forseta. í kvöld sagði einn stjórnarsinni, ónafngreindur, að einungis fá mál væru óútkljáð og þess væri vart langt að bíða að skipan mála í „Líbanon framtíðar- innar“ yrði birt. Bandarískur diplómat, starfs- maður við sendiráð Bandaríkjanna í Beirut, var numinn á brott af þremur vopnuðum mönnum fyrir utan heimili sitt í vesturhluta Beir- ut. Siðast er fréttist vissi enginn um afdrif William Buckley, en svo heitir sendiráðsmaðurinn, en talið er víst að öfgasinnaðir shitar hafi rænt honum. Þrátt fyrir bjartsýni fundar- manna í Lausanne, var barist af talsverðum krafti í Beirut og stjórnarhermenn og stjórnarand- stæðingar skiptust á skotum og fleygðu handsprengjum hvorir að öðrum. Tveir menn særðust að minnsta kosti, en vopnaskakið var alvarlegasta brotið á hinu þriggja daga gamla vopnahléi til þessa. Ályktun Evrópuþingsins: Veiðar Spánverja hættulegar EBE Strasbourg, Frakklandi. 16. mars. AP. Meðlimur í nefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna tekur mynd af sprengju sem varpað var úr íraskri flugvél að írönskum hermönnum en sprakk ekki. íranir segja þetta vera eiturgassprengju og eru allir nálægir útbúnir með tilliti til þess. Símamynd AP íranir hrundu gagnsókn Iraka Nikósíu, 16. mars. AP. Heræfingar NATO: 25.000 hermenn takast á í norðurhluta Noregs Setermoen, Noregi, 16. mars. Frá Rirni Biarnaítvni. blaðamanni Mhl. Setermoen, Noregi, 16. mars. Frá Birni Bjarna.syni, f NOTT og í morgun hafa 15 þúsund hermenn frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Hollandi gengið á land í Norður-Noregi og sækja nú auk norskra hersveita upp snæviþaktar fjallshlíðarnar í átökum við fjölþjóð- legt herlið NATO og norskar sveitir. Þar með hófst lokaþátturinn í þessum mestu flota- og heræfingum Atlants- hafsbandalagsins á norðurslóðum í um 500 km fjarlægð frá sovésku landa- mærunum og tæplega 300 km fyrir norðan heimskautsbaug. Alis 25.000 hermenn takast nú á hér allt um kring. Um miðnætti héldu fyrstu banda- rísku landgönguliðarnir af stað frá skipum sínum. f fjörðunum í nánd við Tromsö er krökkt af herskipum, þyrlur svífa yfir trjátoppunum, gnýr frá orrustuþotum fyllir íoftið og vart er hægt að komast áfram eftir þjóð- vegunum fyrir herflutningalestum. í morgun fórst ein Sea Harrier- orrustuþota frá bresku sveitunum en mannbjörg varð. Þegar ég yfirgaf landgönguskipið í dagrenningu með þyrlu voru prammar og þyrlur að flytja þungavopn og farartæki í land. Tilgangur æfinganna fyrir utan að þjálfa hermennina í vetrarhörkum er í stórum dráttum tvíþættur. í fyrsta lagi hefur hraðlið NATO verið hér í eina viku og barist gegn „óvina- blaðamanni Mbl. sveitum“. Liðið hélt ekki út og þess vegna var liðsauki sendur sjóleiðis yfir Atlantshafið og það er hann, sem nú sækir upp frá ströndinni. Sovétmenn hafa sýnt þessum æf- ingum mikinn áhuga. Þeir hafa sent fjölmargar fiugvélar yfir sóknarflot- ann á leið hans norður með strönd Noregs og nú eru sex sovésk njósna- skip hér fyrir utan. Á fundi með fréttamönnum um borð í skipi sínu sagði Joseph Metcalf, aðmíráll, yfir- maður sóknarflotans, að væru sov- ésku kafbátarnir fleiri umhverfis flotann gætu landgönguliðarnir næstum stiklað á þeim í land. Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af vígbúnaði Sovétmanna á norður- slóðum, ekki síst kjarnorkuvígbún- aði. ÍRANIR GRKINDU frá því í dag, að írakar hefðu gert gerræðislegar og vanhugsaðar tilraunir til að endur- heimta Majnoon-evju og gert hvert áhlaupið af öðru, en öllum hefði ver- ið hrundið. „Við brytjuðum þá niður og þeir sem uppi stóðu áttu ekki annarra kosta völ en að flýja eða gefast upp,“ sagði IRNA, stjórnar- fréttastofa írana. írakar hafa hvatt Bandarikin og þau lönd sem hliðholl þeim eru, að selja ekki vopn til írana og í Bandaríkjunum er stjórnskipuð nefnd tekin til starfa sem hefur það verkefni að finna út hvaða að- ilar selja írönum vopn og fá þá ofan af því. Ónafngreindur tals- maður nefndarinnar sagði að Bandaríkin vildu helst að vopna- sala til beggja aðila væri stöðvuð, Tveir norskir hermenn við bækistöð sína ( Norður-Noregi. Slmamynd AP en úr því að íranir virtust vera að ná yfirhöndinni, þætti þeim rétt að einbeita sér að þeim. Fæddi lif- andi barn eft- ir 20 vikna meðgöngu New York, 16. mars. AP. SÁ ÓVENJl'LEGI atburður átti sér stað í New York í dag, að ung kona fæddi son eftir aðeins 5 mán- aða meðgöngu. í fyrstu reiknuðu allir með að barnið fæddist lífvana, en það reyndist á lífi er það kom í heiminn. „Líðan barnsins er eftir atvik- um,“ sagði hjúkrunarkona á Mis- ericordia-fæðingardeildinni. Hún bætti við að það væri afar óvenjulegt að börn sem fæddust svo snemma lifðu það af. „Móðir- in var himinlifandi er hún heyrði tíðindin," sagði konan. Barnið, drengurinn Luther Raymond Noble, var aðeins 23 sentimetrar á lengd og 397 grömm nýfætt. Luther litli er í öndunarvél og verður þar fyrst um sinn. Biðskák Vilnius, Litháen. 16. mars. AP. FJÓRÐA skák þeirra Smyslovs og Kasparovs í undanúrsiitum áskor- endaeinvígisins fór í bið í kvöld eftir 41 leik. Kasparov, sem hafði svart, er talinn með miklu betri stöðu, nánast unn- ið tafl. Kasparov hefur 1 Vi vinning, Smyslov 1 vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.