Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
23
Grænland:
Áfengisólga í
Egedesminde
tr- V _ -é-a—
■'sAv4 -
<§h*.
■ í- -
ii - - . -/* ‘ <»- ,í'
.-.i. >•„ *'<»■
gfr, . •• :
■ 1 j
Kaupmannahöfn, 16. rnars. Krá NJ. Bruun, (.ra nlamisfrHlarilara Mhl
í BÆNIIM Kgedesminde á Nord-
vestur-Grænlandi er áfengisdrykkj-
an svo óskapleg, að bæjarstjórn og
lögregla hafa ákveðiö að loka fjórum
veitingahúsum bæjarins í þrjá mán-
uði.
Áfengisneyslan í Grænlandi er
með hreinum ólíkindum og í þeim
í stuttu máli
Skæruliðum vex
ásmegin
W*.shington, 16. mans. AP.
BANDARÍSKA leyniþjónustan
tclur, að skæruliðum, sem Jberj-
ast gegn sandinistum í Nicar-
agua, muni brátt fjölga í 18.000
en þeir eru nú taldir vera 15.000
talsins.
Heimildamenn innan CIA,
bandarisku leyniþjónustunnar,
segja, að það færist mjög í vöxt,
að hermenn sandinista gangi til
liðs við skæruliða auk þess sem
hændafólk og indiánar veiti
þeim æ meiri stuðning. Segja
þeir einnig, að hernaður skæru-
liða sé nú árangursríkari en áð-
ur var. Birgðamál þeirra eru nú
i betra horfi og þeim hefur tek-
ist að einangra tvær hafnir,
Corinto og E1 Bluff, með tund-
urduflum.
Mótmæli í
Dóminikanska
lýðveldinu
Santo Domingo, 16. mars. Al’.
TIL átaka kom i gær milli
námsmanna og lögregíu í Dóm-
inikanska lýðveldinu, þriðja
daginn í röð.
Námsmennirnir hafa verið að
mótmæla dýrtíð í landinu og
samningaviðræðum stjórnvalda
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
um 599 milljón dollara lán. Set-
ur sjóðurinn ýmis ströng skil-
yrði fyrir lánveitingunni, sem
stjórnin hefur enn ekki getað
samþykkt. Vegna mótmælanna
hefur ýmsum skólum verið lok-
að en heldur virðist þó vera far-
ið að kyrrast.
efnum eru íbúarnir í Egedesminde
engir eftirbátar annarra. Það, sem
nú fyllti þó mælinn, voru mikil
slagsmál á tveimur veitingahús-
anna í bænum. í þeim slasaðist
einn maður alvarlega og þegar
lögreglan ætlaði að handtaka
ofbeldismanninn, sem hafði flúið í
félagsheimilið, réðust félagsheim-
ilisgestirnir á lögreglumennina.
Á páskum verður haldið í Ege-
desminde Grænlandsmeistaramót
í skíðagöngu og vegna þess hefur
bæjarstjórnin ákveðið að banna
alla áfengissölu þann tíma, jafnt
bjór sem brennivín. „Foreldrar
eiga ekki að þurfa að óttast að
senda börnin sín í keppnina," segir
bæjarstjórinn.
Vinnuveitendur héldu nýlega
aðalfund sinn í Syðri-Straumfirði
og þar samþykktu þeir að taka
upp harða baráttu gegn drykkju-
skap á vinnustöðum, sem verið
hefur umtalsverður.
Julianeháb í Grænlandi
Kosningar verða á
Grænlandi 6. júní
lf •■■nmannaltAfn I C mapu L'„n M I Dpiiiin f IpnnlpnilijfpÁllppítppp Mkl
Kaupmannahöfn, 16. mar.s. Krá NJ. Bruun, (>rænlandsfréttaritara Mbl.
GRÆNLENSKA landsþingið
samþykkti í dag einróma að
kosningar færu fram 6. júní
nk.
Samkomulag varð einnig um
þær lagabreytingar, sem nauð-
synlegar eru til að unnt sé að
fella stjórn og efna til kosninga
þótt kjörtímabili sé ekki lokið.
Það var ekki hægt samkvæmt
þeim lögum, sem giltu áður. Si-
umut-flokkurinn mun sitja
áfram fram til kosninga.
Grænland:
Engin ein-
ing í stjórn-
málunum
Kaupmannahöfn. 16. mars. Krá N. J. Hruun.
(jrænlandsfréttaritara Mbl.
Samningur Grænlendinga
og Efnahagsbandalagsins var
undirritaður í dag í lands-
þingssalnum í Nuuk og kom
þá vel í ljós það sundurlyndi,
sem nú ríkir í grænlenskum
stjórnmálum.
Þegar formaður landsstjórnar-
innar, Jonathan Motzfeldt, skrif-
aði undir samninginn risu hinir 11
fulltrúar Siumut-flokksins úr sæt-
um. Tólf fulltrúar Atassut-
flokksins sátu hins vegar sem
fastast og tveir fulltrúar vinstri-
flokksins Inuit Ataqatigiit gengu
út.
Upphaflega hafði verið ráðgert,
að Motzfeldt færi til Brússel til að
skrifa undir samninginn en
vonskuveður kom í veg fyrir það
ferðalag. Þess vegna var samning-
urinn sendur til Nuuk.
Súdan:
Loftárás á
Khartoum
Kairó, 16. mars. AP.
FIMM sprengjum var í dag varpað
úr flugvél á Khartoum, höfuðborg
Súdans, og ollu þær nokkrum
skemmdum á tveimur húsum og út-
varpsstöð. Ekki er vitað hvaðan vél-
in kom eða hvert hún fór en að sögn
egypsku fréttastofunnar var hún af
sovéskri gerð.
Flugvélin var af gerðinni TU-22,
sprengjuflugvél, sem ekki er til í
súdanska flughernum, en Líbýu-
menn ráða hins vegar yfir vélum
af þessari tegund. Fyrir ári rauf
TU-22-flugvél lofthelgi Súdans en
sneri síðan til Líbýu. Nokkrir
menn særðust í árásinni í dag og
var hernum skipað að vera við öllu
búinn.
Gaafar Nimeiri, Súdanforseti,
hefur lengi átt í höggi við skæru-
liða í landinu, sem nióta stuðnings
Eþíópíu og Líbýu. I fyrra komst
upp um ráðagerðir Líbýumanna
um innrás í Súdan að sögn ráða-
manna þar.
Þaö skiptir máli hvernig þú feröast
Nútímatækni og þekking
okkar í þína þágu
Sérfræðingar í
sérfargjöldum
_ ____ /\
Tæknivæddasta feröaskrifstofa landsins með
sérhæft starfsfólk þér til aðstoðar
LONDON
Heimsborgin - miðstöð
viðskipta og listalífs Evrópu
Farþegar ÚTSÝNAR ferðast á lægstu fargjöldum, búa á völd-
um hótelum á beztu stööum í borginni fyrir stórlækkað verð,
t.d. CUMBERLAND á horni HYDE PARK og OXFORD-
STRÆTIS — í HJARTA TÍZKUHEIMSINS — ÚTSÝN hefur ein
ísl. ferðaskrifstofa sérsamning við CUMBERLAND.
Reynsla farþeganna:
„Við hjónin höfum í 6 skipti ferðast á
vegum Útsýnar, og getum ekki hugsað
okkur betri þjónustu^la staði, bæði
heima og erlendis."
VERÐ FRA:
vikuferð kr. 14.505.-
helgarferð kr. 9.810,-
í kaupbæti:
Tekið á móti þér um leiö og þú kemur úr flug-
vélinni á Lundúnaflugvelli. Flutningur frá og til
flugvelli, innritun á hótel, dagleg aðstoð þaul-
kunnugs fararstjóra meðan á dvölinni stendur.
Allt svo auðvelt og öruggt með Eyrúnu farar-
stjóra. Lundúnaferðin sem borgar sig.
W0T
Eyrún fararstj.
SKEMMTILEGT —ODYRT — ORUGGT
Páskaferð:
18.—25. apríl — uppselt
16.—23. apríl — fá sæti laus
Reykjavík: Austurstræti 17,
sími 26611.
Akureyri: Hafnarstræti 98,
simi 22911.
Feróaskrifstofan
ÚTSÝN