Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984
Yfirlýsing frá Heilsu
ræktinni í Glæsibæ
Dagblöðin Tíminn og Morgun-
blaðið greindu frá því þann 11. og
12. janúar sl. að Borgarráð
Reykjavíkur hefði ákveðið að
greiða ekki reikninga frá Heilsu-
ræktinni í Glæsibæ vegna þjón-
ustu við aldraða árið 1983, að upp-
hæð kr. 229 þúsund. í Morgun-
blaðsgreininni er það haft eftir
skrifstofustjóra borgarinnar að
ástæða þess að borgaryfirvöld
vildu ekki greiða umrædda reikn-
inga væri sú „að Heilsuræktin
hefði ekki staðið við samkomulag
sem gert var við Reykjavíkur-
borg“. í greininni segir ennfremur
orðrétt:
„Þjónustu Heilsuræktarinnar
við aldraða átti borgin að greiða
samkvæmt þessum samningi, en
borgaryfirvöld telja að Heilsu-
ræktin hafi ekki staðið við það
ákvæði hans að ráða til starfa sér-
stakan sjúkraþjálfara. — í grein-
argerð Heilsuræktarinnar til
borgarráðs var á hinn bóginn bent
á, að ástæða þess að sjúkraþjálfari
hefði ekki verið ráðinn væri sú, að
mjög mikil óvissa hefði ríkt um
reksturinn um tíma vegna deilna
um húsnæði fyrirtækisins í Glæsi-
bæ.“
í grein um málið í Tímanum
sem birtist á forsíðu blaðsins 11.
jan. sl. gætir nokkurs misskiln-
ings og vill stjórnarformaður
Heilsuræktarinnar leiðrétta þenn-
an misskilning jafnframt því að
skýra málin frá sjónarhóli Heilsu-
ræktarinnar.
Fyrirsögnin í Tímanum hljóðar
svo: „Reykjavíkurborg neitar að
greiða umsaminn kostnað og rift-
ar samningum við Heilsuræktina í
Glæsibæ: Telur heilsuræktina ekki
hafa staðið við samninga".
Það er ekki rétt að borgaryfir-
völd hafi riftað samningi þeim er
gerður var við Heilsuræktina
þann 15. mars 1976 um að Reykja-
víkurborg greiddi 40% af kostnaði
við heimsóknir aldraðra og ör-
yrkja i endurhæfingarstöð Heilsu-
ræktarinnar. Samningurinn var
Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason
endurnýjaður þann 23. janúar
1980 og er enn í gildi.
í Tímagreininni segir orðrétt:
„Ástæðan fyrir neitun borgarinn-
ar er sú að Heilsuræktin hefur
ekki staðið við sinn hluta samn-
ingsins, en í honum fólst m.a. að
sjúkraþjálfarar skyldu vera starf-
andi við Heilsuræktina."
Þarna er að finna orsökina fyrir
ákvörðun borgarráðs og þarna er
líka að finna frumorsök þeirra
erfiðleika sem Heilsuræktin á nú í
og vill stjórnarformaður hennar
taka eftirfarandi fram, nauðugur
þó:
Árið 1976 gerði Heilsuræktin
fimm ára samning við Félag
danskra yfirsjúkraþjálfara um
samstarf. Samninginn eyðilagði
stjórn Félags íslenskra sjúkra-
þjálfara, þótt ekki væri félagið af-
lögufært um þjálfara handa
okkur. Hafði þá danskur sjúkra-
þjálfari starfað hjá okkur í hálft
ár. Þann 1. október 1978 fengum
við svo ráðinn sjúkraþjálfara frá
Englandi. Starfaði hann hjá okkur
Leiðrétting
NOKKRAR villur slæddust inn í
bréf Guðmundar Sigurðssonar, Ás-
landi um skuldbreytingu bænda,
sem birt var í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag. Um leið og beðið er
velvirðingar á þessu birtast hér aftur
nokkrar setningar úr bréfinu og eru
feitletruð þau orð, sem ýmist féllu
alveg niður eða misrituðust:
„1.—5. gr. hafa eingöngu að
geyma tæknileg ákvæði og sjálf
framkvæmdin er öll geymd til 6.
gr. þar sem hún er falin ráðherra f
samráði við veðdeild Búnaðarbank-
ans, fulltrúa Búnaðarbankans,
fulltrúa búnaðarfélagsins og
Stéttarsambands bænda.“
„Þótt það hafi gengið við síðustu
skuldbreytingu að hafa slík bréf
vaxtalaus hafa ávöxtunarkröfur á
fjármagnsmarkaðinum breyst á
undanförnum árum á þann veg að
erfitt. vefður fyrir bændur að
sannfæra lánardrottna sína um að
taka við vaxtalausum bréfum til
í hálft ár en sá sem átti að taka
við af honum hætti við að koma á
síðustu stundu og tókst Heilsu-
ræktinni með hjálp Rannsóknar-
lögreglu ríkisins að ná heim skjöl-
um sem benda til saknæms athæf-
is. Hefur stjórn Féiags sjúkra-
þjálfara verið stefnt vegna þessa
máls. Árið 1980 stóð okkur til boða
að fá sjúkraþjálfara frá Banda-
ríkjunum. Hafði sjúkraþjálfari
þar lýst sig reiðubúinn til starfa
fyrir Heilsuræktina en einhver
hefur kippt í einhvern spotta því
hún hætti við á síðustu stundu.
Fyrir tilstuðlan yfirmanns Al-
þjóða endurhæfingarsjóðsins
(World Rehabilitation Organiza-
tion Fund) tókst okkur að komast
í samband við frábært fólk sem
sendi hingað tvo sjúkraþjálfara
þann 1. október 1982. Skyldu þeir
kynna sér rekstur stöðvarinnar og
gefa yfirmönnum sínum vitnis-
burð um hann. Var vitnisburður
þeirra okkur mjög hagstæður. Á
Heilsuræktin öldrunarnefnd þjóð-
kirkjunnar, sr. Ólafi Skúlasyni og
sr. Pétri Sigurgeirssyni biskupi,
það að þakka að Félag íslenskra
sjúkraþjálfara féllst á að við
fengjum þessa þjálfara til starfa.
Afráðið hafði verið að tveir aðrir
sjúkraþjálfarar, erlendir, tækju
við af þeim fyrri um áramót
’82—’83 en þá kom heldur betur
babb í bátinn þar sem eru hús-
næðismái stofnunarinnar. Hefur
Heilsuræktin verið starfrækt í
Glæsibæ að Álfheimum 74 frá ár-
inu 1972.
í fógetarétti Reykjavíkur var
þann 20. október árið 1982 gerð
eftirfarandi sátt:
„Gerðarþoli, Heilsuræktin,
skuldbindur sig til að hafa rýmt
leiguhúsnæði sitt í Glæsibæ,
þ.e.a.s. húsnæði það sem Heilsu-
ræktin hefur á leigu frá gerðar-
beiðanda, í síðasta lagi þann 5.
janúar 1983. Gerðarbeiðandi fellur
frá kröfu um málskostnað. Gerðar-
beiðandi skuldbindur sig að ganga
margra ára upp í lausaskuldir.“
„Þetta kemur svo aftur niður á
bændum, sem frekar skulda við-
skiptabönkunum og stærri spari-
sjóðunum."
„Legg ég til að bætt verði við
viðbótargrein á þann veg að inn-
lánsstofnunum verði gert skylt að
taka við yeðdeildarbréfum upp í
lausaskuldir, en þær eiga rétt til
endursölu á bréfunum til Seðla-
bankáns í sömu hlutföllum og nú
gilda fyrir afurðalán."
nú þegar til samninga við gerðarþola
um húsnæði það, sem gerðarþoli hef-
ur í Glæsibæ, um kaup gerðarþola á
húsnæðinu, enda verði samningum
lokið fyrir 1. desember 1982. Heilsu-
ræktin skal hafa forkaupsrétt á hús-
næðinu til 5. janúar 1983. Verði ekki
af kaupum og gerðarbeiðandi vill
leigja húsnæðið skal gerðarþoli hafa
forleigurétt.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson (sign)
Jóhanna Tryggvadóttir (sign)
Ingi R. Helgason (sign)“
Guðmundur Ingvi Sigurðsson
hrl. skiptaforstjóri dánarbús
Helgu Jónsdóttur, ekkju Sigurliða
Kristjánssonar, gekk aldrei til
samninga við Heilsuræktina í sam-
ræmi við sáttina í fógetarétti. Fékk
stjórn Heilsuræktarinnar eitt
sölutilboð frá honum í húsnæði
það sem hún hafi haft á leigu á
jarðhæð og miðhæð (endur-
hæfingarstöð) en aldrei neitt tilboð
um kaup á húsnæðinu sem Heilsu-
ræktin hafði haft á leigu á efstu
hæðinni (heilsuræktardeildin) en
sú deild hafði staðið undir þeim
hluta kostnaðar við endurhæfingu
aldraðra sem Heilsuræktin bar,
19,88%, á móti 40,12% framlagi
Tryggingastofnunar ríkisins og 40%
framlagi Reykjavíkurborgar eins og
að framan greinir. Hefur Heilsu-
ræktin nú því miður verið svipt
umráðum yfir húsnæði þessu.
í skiptaforstjórann náðist ekki
fyrr en í janúar 1983 eftir að frestur
sá er fógetaréttur hafði sett, var út-
runninn. Komst ég að því sl. haust
að hann hafði verið að ganga frá
skiptum dánarbúsins ásamt
Sveini Snorrasyni, hrl. og Jóhanni
Níelssyni, hrl. í stað þess að ganga
til samninga við Heilsuræktina
eins og hann hafði skuldbundið sig
til í fógetarétti. Skiluðu þeir af sér
til fógeta þann 30. nóvember 1982.
Hefur þetta háttarlag lögmanns-
ins bitnað harkalega á líknar-
stofnun vorri og ellilífeyrisþegum
þeim er læknar senda í stofnunina
og er bein ástæða þess að sjúkra-
þjálfarar voru ekki ráðnir um ára-
mótin ’82—’83 sem aftur er
ástæða þess að borgarráð svipti
Heilsuræktina umræddum styrk,
eins og að framan greinir. Er
átakanlegt að þær menningar-
stofnanir sem húsið erfðu, ís-
lenska óperan, Listasafn íslands,
Leikfélag Reykjavíkur og tveir
sjóðir við Háskóla íslands, skuli
hafa leyft þetta gerræði skiptafor-
stjórans. Mun Heilsuræktin leita
réttar síns í þessu máli. Með dyggi-
legri hjálp ráðamanna tókst
Heilsuræktinni að ná kaupum á
húsnæðinu á jarðhæð og miðhæð í
Glæsibæ þann 9. júní 1983.
í Tímagreininni segir ennfrem-
ur: „Svipuð staða kom upp við síð-
ustu áramót en þá var ákveðið að
sjá í gegnum fingur við eiganda
Heilsuræktarinnar, Jóhönnu
Tryggvadóttir, og greiða kostnað
vegna aldraðra ...“
Það er alrangt að undirrituð sé
eigandi Heilsuræktarinnar. Ég er
reyndar stofnandi og frumkvöðull
hennar og leyfi mér að vitna í eft-
irfarandi ummæli Þórðar Gunn-
arssonar, hrl. (greinargerð):
Noregur:
Anders er viss um, að orrustan,
sem átti sér stað árið 986, hafi
verið í Hjörundfirði en ekki í
Hjörungavogi en þá sukku þar tvö
skip með miklu gulli, sem átt hafði
Búi digri. Anders hefur leitað
nokkuð með landi í firðinum en
hyggst nú færa sig út á djúpið.
Ymsir fornleifafræðingar hafa
tekið þátt í leitinni að gulllnu en
þeir segjast engin merki hafa
fundið um víkinga við Hjörund-
„Heilsuræktin, Reykjavík var
stofnuð þann 10. maí 1969. Til-
gangur félagsins var að stuðla að
aukinni heilsurækt meðal almenn-
ings. Stofnendur Heilsuræktar-
innar voru í upphafi 18 en er
stofnunin flutti starfsemi sína að
Álfheimum 74, á árinu 1972, urðu
félagar á milli 30—40. Heilsurækt-
in hefur frá upphafi verið rekin í
formi sjálfseignarstofnunar, sbr. 5.
gr. laga stofnunarinnar. í því sam-
bandi er á því vakin sérstök at-
hygii að Heilsuræktin hefur frá
byrjun verið rekin fyrir framlög
stofnenda og félaga, bæði framlög
og endurgjaldslausa vinnu og að
tekjum og eignum stofnunarinnar
hefur eingöngu verið varið til að
styrkja í samræmi við 5. gr. laga
stofnunarinnar. Ábyrgð stofnenda
er því takmörkuð samkvæmt al-
mennum lagasjónarmiðum og
ákvæðum í stofnskrá. í þessu sam-
bandi skiptir engu máli þótt ekki
hafi verið leitað staðfestingar á
stofnskrá enda hefur slík staðfest-
ing aðrar réttarverkanir. Heilsu-
ræktin er ekki skráningarskyld
samkvæmt 1. mgr. 8. gr.l.
42/1903 ... Heilsuræktin lýtur
sérstakri stjórn og var aðalfundur
stofnunarinnar síðast haldinn í
september 1982. Ársuppgjör stofn-
unarinnar er í höndum löggilts
endurskoðanda."
Enn leyfi ég mér að vitna í
Tímagreinina, máli mínu til
glöggvunar, en þar segir ennfrem-
ur: „Fjárhagur Heilsuræktarinnar
stendur afar tæpt en tap á rekstrin-
um á tímabilinu 1. janúar til 31.
október sl. nam 737.776 krónum.“
Forráðamenn Heilsuræktarinn-
ar hafa ekki viljað loka á gamla
fólkið sem hefur sótt sér heilsu- og
kjarabót og andlega hressingu í
heimsóknum sínum í stöðina en
þjónustu hefur gamla fólkið og ör-
yrkjar fengið ókeypis frá 15. mars
1976 er samningurinn við Reykja-
víkurborg var gerður. Þjónustan
sem veitt er er þessi: Steypiböð,
afnot af hveralaugum sem hægt er
að gera æfingar í, gufubað fyrir þá
sem það mega stunda, fullkomin
solarium-ljós með gigtarlömpum,
hárrúllur og hitarúllur fyrir kon-
urnar, afnot af þjálfúnartækjum,
vibrabekkjum, rimlum, aðstaða til
æfinga í rúmgóðum þjálfunarsal
og aðstaða til hvíldar. Svo er
þarna setustofa þar sem fólki
býðst heilsudrykkur, vatn með
eplaediki og hunangi. Stórlega dró
úr aðsókn á síðasta ári vegna þess
að sjúkraþjálfara vantaði en þó
komu 2.691 manns í endurhæf-
ingardeildina.
í lok þessarar greinar vil ég
vitna í ummæli endurskoðanda
Heilsuræktarinnar, Jóns Ólafs-
sonar: „... hefur rekstur þessi ein-
göngu tekist vegna óþrjótandi elju
og fórnfýsi stjórnenda, en þeir hafa
lagt allt í sölurnar svo takast mætti
að halda a.m.k. hluta starfseminnar
gangandi."
Vænti ég þess að háttvirt borg-
arráð muni breyta afstöðu sinni í
ljósi framangreindra upplýsinga.
Hafnarfirði, 15. mars 1984,
Jóhanna Tryggvadóttir.
fjörð. Anders reiðir sig hins vegar
meira á skyggnt fólk og það sem
sér í gegnum holt og hæðir, en það
hefur sagt honum að skipin séu í
heilu líki á botni fjarðarins.
Dvergkafbáturinn, sem Anders
ætlar að leigja, kostar rúmlega
100.000 kr. ísl. á dag en fólk á þess-
um slóðum hefur áhuga á fyrir-
tækinu og er fúst til að leggja sitt
af mörkum.
Leitað með kafbát
að gulli Búa digra
Ósló. Frá Jan-Erik Laure, frétlaritara Mbl.
ANDER8 Hustadnes, sagnfræðingur frá Hjörundfirði í Noregi, ætlar nú að
verða sér úti um dvergkafbát til að finna tvö víkingaskip, sem sagan segir að
hafi sokkið í orrustunni í Hjörungavogi á Sunnmæri fyrir þúsund árum.