Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 „ EP pu parfb erid'tleQG. ai klægija., Werra^ irt'mn, i/er& ég alS biðja, þig ai> lésa. iViim' l 6krýtlu<de.tldiiriJ\i■" Ast er ... ... að hugsa hlýtt til hans TM Rta. U.S. Pal Off.-all rights reserved «1983 Los *r>9ttes Times Syndicale Hann telur sig fæddan til stórræða. Með morgunkaffinu ný? HÖGNI HREKKVÍSI Ælíl ,FYiZI?-MANÚ-ALDem&VERA FNVKúZinn!'' Jón Gröndal kennari skrifar: Kennarar, segið nú já sagt að ekki komi til mála að semja um samræmingu kennslu- skyldunnar — hann hefur fyrr breytt um skoðun. Auk heldur er þetta hreint réttlætismál, og í slíkum málum rennur Albert blóð- ið til skyldunnar, eða hvað. Kennsluskyldan á heima í sér- kjarasamningi en ekki aðalkjara- samningi. Því er ekki kosið um hana. Það er í raun kosið um stuðning við ríkisstjórnina og áframhaldandi jafnvægi í efna- hagsmálum. Eg heiti á hinn þögla meirihluta kennara, þá þrjá fjórðu hluta sem ekki voru á fundinum í Sigtúni — skoðið atkvæðagreiðsluna í víðu þjóðfélagslegu samhengi. Segjum já strax í dag.“ Gott námskeið fyrir ellilífeyrisþega Jón Gröndal kennari í Grindavík skrifar: „Til Velvakanda. Sem kennari get ég ekki orða bundist vegna þess moldviðris sem kollegar mínir eru að þyrla upp í tengslum við aðalkjarasamning BSRB og ríkisins. Ég geri það á þessum vettvangi vegna þess að ég vil að þessi orð komist á prent áð- ur en frestur til að greiða atkvæði rennur út. Þetta er ekki sérlega góður samningur, satt er það. En ég held þó að þetta sé skásti ábyrgi árangur sem við náum í erfiðri stöðu. Við verðum að vera raunsæ og ábyrg. Þó að byrjunarlaun kennara séu lág eftir þriggja ára háskólanám, sé ég ekki eftir 10 ára kennslu að afkoma okkar kennara sé áber- andi verri en annarra hópa í þjóð- félaginu. Eða hvenær hefur ríkið metið háskólanám að verðleikum. Staða okkar er ekki verri en margra þeirra hópa sem samþykkt hafa samninginn. Kjör okkar réttlæta ekki fellingu þessa samn- ings — afleiðingar þess, verkföll og upplausn. Hvar hefur forysta okkar samtaka verið síðustu ár? Hefur hún skilað árangri í við- skiptum sínum við ríkisstjórnir launamanna síðustu ár? Ég segi nei við því, og ég get ekki borið traust til þessara manna. Við höf- um heyrt og séð hvaða stjórn- málaöfl það eru sem „harma" að ekki skuli hafa verið gripið til „harðra aðgerða". Við vitum hvaða fólk það er sem kyndir undir óánægju með samn- ingana vítt og breitt í verka- lýðshrevfingunni. Þetta fólk er fjölmennt í kennarastétt. Það hef- ur notað síðustu ár til að koma sér fyrir í lykilstöðum. Sumir nei- menn segja okkur að okkar at- kvæði skipti ekki sköpum um út- komu atkvæðagreiðslunnar og því sé okkur óhætt að mótmæla. Þetta er hreint rugl að mínu mati. Kennarar eru liðlega þrjú þúsund og ef við viljum samþykkja samn- inginn, þurfum við á hverju já- atkvæði að halda. Albert hefur Kæri Velvakandi. Ég tók nýlega þátt í námskeiði, sem Starfsmannafélag ríkisstofn- ana hélt fyrir ellilífeyrisþega inn- an sinna vébanda. Pór þetta að öllu leyti vel og skemmtilega fram undir handleiðslu tveggja félags- fræðinga, Sigrúnar Júlíusdóttur og Nönnu Sigurðardóttur. Hrifnust var ég þó af þætti Margrétar Thoroddsen um rétt- indi okkar hjá Almannatrygging- um. Hvílíkur hafsjór af fróðleik þessi kona er. Mér finnst að kynn- ing á þessum málum ætti að kom- ast inn í skólakerfið og væri þá ekki bagalegt að hafa Margréti fyrir leiðbeinanda. ^ Þessir hringdu . . . Dallas heim- ilislegur og skemmtilegur framhaldsþáttur JS.Þ. hringdi: — Ég vil eindreg- ið hvetja sjónvarpið til að halda áfram að sýna Dallas. Ég er orð- in fullorðin kona og kemst lítið út, og hef ég mjög gaman af þessum þætti. Það er auðvitað margt gott í sjónvarpinu en mér finnst Dallas svo heimilislegur og skemmtilegur þáttur, sem sýnir manni ýmsar hliðar á mannlífinu — það má segja að þar sé svo margt eins og gengur og gerist á heimilum. Duran Duran á Listahátíð Kata hringdi og mótmælti því sem Police-aðdáandi hélt fram í Velvakanda sl. miðvikudag, að hljómsveitin Duran Duran væri tískufyrirbæri. Mælti hún ein- dregið með því að Duran Duran yrði fengin á Listahátíð. Skömmu síðar hringdi Sóley og tók mjög í sama streng, sgði Duran Duran örugglega vinsæl- ustu hljómsveitina hér á landi og einnig út í hinum stóra heimi. Kvaðst hún þekkja fjölmarga sem vilja fá Duran Duran hingað til lands, og vildi beina því til Listahátíðarnefndar að hún verði fengin hingað á Lista- hátíð ’84. Ástæðulaust að ráðast á skepn- urnar — erum ekki betri sjálf 1934-0223 hringdi: — Ég hef ekki hringt til Velvakanda áður en nú get ég ekki lengur orða bundist. Hundaskítur og katta- er ofarlega á baugi hjá sumu fólki hér í bæ og sýnir vel hvað það hatar þessi dýr. En það er eitt dýr enn sem hefur haft gagn af sandkössunum, og er ég sam- mála konunni sem vill byrgja þá að næturlagi. En það er munur á þessum skepnum — hundur og köttur reyna að klóra yfir en þriðja dýrið skemmir bekkina og húsin sem konurnar hafa til um- ráða. Þetta er víst mannlegt og kannski lítið við því að segja en er þá ekki ástæðulaust að ráðast svona á blessaðar skepnurnar ef við erum ekki betri en þetta sjálf. Alltaf troðfullt þegar Dallas er á skjánum S.M. hringdi: — Ég er búin að vera dvalargestur á Heilsuhæl- inu í Hveragerði að undanförnu — þessu dásamlega heilsuhæli þar sem svo gott er að vera. Langaði mig að segja nokkur orð varðandi sjónvarpsmyndina Dallas. Á miðvikudögum heyrir maður fólkið oft segja hvert við annað við hádegisverðarborðið: „í kvöld er það Dallas." Hér eru tveir salir þar sem hægt er að horfa á sjónvarpið og eru þeir alltaf troðfullir þegar Dallas er á skjánum. Svona vinsæll er þessi þáttur og vona ég að sjón- varpið sjái sér fært að sýna hann áfram. Bara ljón — gott leikrit Móðir hringdi: — Mig langar til að vekja athygli á athyglis- verðu barnaleikriti, „Bara ljón“, sem leiklistarskólanemar hafa nú sýningar á í Kramhúsinu við Bergstaðastræti. Þetta er fjör- ugt og skemmtilegt leikrit með söngvum sem ég held að allir krakkar hljóti að hafa gaman af. Vil ég hvetja sem flesta til að sjá „Bara ljón“ áður en sýningum líkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.