Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1984 Sæmundur Valdimarsson hjá verkum sínum á sýningunni á Kjarvals- stöðum. Ljósm. Mbl./KEE. Kjarvalsstaðir: Verk Sæmundar Valdimars- sonar úr steinum og rekavið SÆMUNDUR Vaidimarsson, lista- maður, opnar sýningu á verkum sín- um á Kjarvalsstöðum kl. 14.00 í dag. Verkin, sem eru 18 talsins, hefur Sæmundur unnið úr rekavið og steinum á síðastliðnum tíu árum. Sæmundur er fæddur á Krossi á Barðaströnd 2. ágúst 1918 og bjó hann þar til ársins 1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann starfaði lengi jafnt til sjós og lands og síðustu 30 árin hefur hann unnið í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi. Um 1970 hóf Sæmundur að setja saman myndir úr steinum og rekavið og fjórum árum síðar sýndi hann verk sín á alþýðulistarsýningu í Gallerí SUM. Um svipað leyti hóf hann að gera höggmyndir úr rekavið og sýndi tvær slíkar myndir á Kjarvalsstöðum 1982. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmundur sl. haust, þegar nýr matsalur var tekinn í notkun í Áburðarverk- smiðjunni. Talía: „Aðlaðandi er veröldin ánægð“ TALÍA, leiklistarsvið Menntaskól- ans við Sund, sýnir um þessar mund- ir gamanleik Antons Helga Jónsson- ar „Aðlaðandi er veröldin ánægð“. Leikritið skrifaði Anton Helgi f sam- vinnu við leikhópinn og leikstjórann, Hlín Agnarsdóttur. Verður næsta sýning í kvöld í MS. Talía hefur áður unnið undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur, en hún leikstýrði uppfærslu hópsins á Galdra-Lofti á liðnum vetri. Sýningum á „Aðlaðandi er veröld- in ánægð" fer nú fækkandi, en auk sýningarinnar í kvöld verður leik- ritið sýnt á morgun, sunnudag og á mánudagskvöld. „Vorkonuru Alþýðuleikhússins: „Undir tepp- inu hennar ömmu“ — nýtt verk eftir Nfnu Björk * Arnadóttur „Vorkonur“ Aiþýðuleikhúss- ins frumsýna nýtt verk, „Undir teppinu hennar ömmu“, eftir Nínu Björk Árnadóttur, á Hót- el Loftleiðum þriðjudaginn 20. mars. Þetta er fjórða frumsýn- ing Alþýðuleikhússins í vetur en leikhúsið hefur starfað á þremur stöðum í bænum auk þess sem ferðast hefur verið með eina sýningu í skóla. Hóp- urinn Vorkonur var stofnaður síðastliðið vor og skrifaði Nína Björk verkið í sumar, sérstak- lega fyrir hópinn. „Þetta er þrískipt leikhús- verk,“ sagði Nína Björk á blaðamannafundi sem Vor- konur boðuðu til í tilefni frumsýningarinnar. „Inn- gangurinn er eintal konu úr fortíðinni, síðan hefst ein- þáttungur um konur dagsins í dag og verkið endar á ljóða- flokki sem allur er eintal kvenna eða samtöl tveggja kvenna." En hversvegna aðeins kon- ur? Inga Bjarnason, sem er fremst í flokki Vorkvenna og jafnframt leikstjóri verksins, svarar því: „Meirihluti leik- rita er skrifaður af karl- mönnum og 80% hlutverka í leikritum eru skrifuð fyrir karlmenn. Þessvegna langaði mig að gera þessa tilraun, setja upp leikrit eftir konu og leikið af konum, til að sjá hvernig kona upplifir sjálfa sig, tilveru sína og aðrar kon- ur. Því þó karlmenn skrifi vel fyrir konur þá eru hlutverkin samt sem áður alltaf túlkun karlmanns á konu.“ Vorkonurnar sem taka þátt í sýningunni eru Kristín Bjarnadóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Anna Einars- dóttir, Margrét Ákadóttir og Sólveg Haldórsdóttir. Karlraddir af böndum túlka Hákon Leifsson, Guðmundur Ólafsson og Þórhallur Sig- urðsson. Tónlist við leik- verkið samdi Mist Þorkels- dóttir, leikmynd og búninga Inga Bjarnason og Nína Björk Árnadóttir glað- hannaði Guðrún Svava Svav- beittar úti í vorinu sem er að koma. arsdóttir og lýsingu annast Ljósmynd Mbi./KOE. Árni Baldvinsson. Sdladtí í Hafnarstraeti VIÐ HJÁ SÓLBAÐSTOFUNNI SÆLAN í Ingólfsstræti tókum okkur til og fluttum okkur um set, í nýtt og glæsilegt húsnæöi Hafnarstræti 7, 2 hæö. Aö auki breyttum viö nafninu SÆLAN í SÓL og SÆLU. Við hjá SÓL og SÆLU munum reyna aö bjóöa sömu góöu þjónustuna og áður, takmarkið er: Meira rými Aukin þægindi Ánægjuleg viðskipti. Sjálfstæðisfélagid Njarðvíkingur 30 ára SJÁLFHTÆÐISFÉLAGIÐ Njarðvíkingur er 30 ára um þessar mundir. Hinn 8. febrúar 1954 komu átta menn saman á fund og ákváðu að stofna félag sjálfstæðismanna í Njarðvíkum. Stofnfundurinn var haldinn 7. mars sama ár, en þá hafði 161 maður skráð sig í félagið. Þennan dag var félagið formlega stofnað og lög voru samþykkt. Fyrsti formaður og helsti hvatamaður að stofnun félagsins var Karvel Ögmundsson. Félagar Njarðvíkings eru nú um 250 manns, en félag ungra sjálf- stæðismanna er nú einnig starf- andi í bænum. Þessara tímamóta verður minnst í húsi félagsins á morgun, sunnudag, og hefst kaffisamsæti þar kl. 15. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að á boðstólum verði vandaðar veitingar og sitt- hvað til skemmtunar. Þar segir og að félagar og allt stuðningsfólk sé hvatt til að sækja afmælishófið. Héraðsbókasafn Borgarfjarðar: 35 þúsund útlán á árinu 1983 Borgarnegi, 15. mars. ÚR HÉRAÐSBOKASAFNI Borgarfjarðar voru á síöastliðnu ári lánaðar rúm- lega 35 þúsund bækur, sem samsvarar 16,72 bindum á íbúa þeirra hreppa héraðsins sem í safninu eru. Er þetta hlutfall með því allra hæsta sem gerist á landinu. I ársskýrslu Héraðsbókasafns- ins fyrir árið 1983 sem nýlega kom út kemur einnig fram að bókaeign safnsins í árslok var 21.563 bækur og hafði fjölgað um 761 bók á ár- inu, þar af voru 368 bækur gefnar safninu. Stærstu bókagjöfina færði Ragnar Pálsson í Árbæ í Álfta- neshreppi safninu, 326 bækur. Skráðir lánþegar í safnið eru 586 og á síðasta ári komu lánþegar alls 8.970 sinnum í safnið. í skýrslu Bjarna Bachmann safn- varðar kemur einnig fram að mik- ið er um fyrirspurnir og fyrir- greiðslu við ýmsa aðila og sér- staklega hefur fyrirgreiðsla við skóla aukist á undanförnum árum. Héraðsbókasafnið er í Safna- húsinu í Borgarnesi ásamt skjala- safni, byggðasafni, náttúrugripa- safni og listasafni. Unnið hefur verið að undirbúningi byggingar nýs safnahúss og er hönnunar- vinnu nú lokið að mestu. f skýrslu bygginga- og samráðsnefndar safnahúss segir m.a.: „Bygging safnahúss mun taka langan tíma, og í ljósi þess, að söfnin búa nú þegar við of lítið húsrými og hafa þess vegna enga vaxtarmöguleika er brýnt að hefja byggingarfram- kvæmdir hið fyrsta, enda er al- kunna, að hálfnað er verk þá hafið er.“ — HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.