Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984 Víglundur Þorsteinsson: Opinberir aðilar ryðja fyrirtækjum út af lánamörkuðum VÍGLUNDUR l*or.steinsson, formað- ur Félags ísl. idnrekenda, sagði á ársþingi iðnrekenda í gær, að hlutur ríkis og sveitarfélaga í innlendum og erlendum lánum hefði vaxið úr rúm- lega 20% árið 1968 í yfir 35% í árslok 1982. Á sama tíma hefði hlutur at- vinnuveganna minnkað úr 57% í 46%. Víglundur Þorsteinsson sagði, að aukinn hlutur hins opinbera kæmi fyrst og fremst fram í er- lendum lánum. Nú væri svo komið að nær tveir þriðju hlutar allra erlendra skulda væru á vegum opinberra aðila. Aðgangur at- vinnufyrirtækja að erlendu lánsfé hefði hins vegar verið takmarkað- ur með opinberu skömmtunar- kerfi. Þegar í óefni væri komið í erlendum skuldum leitaði hið opinbera í vaxandi mæli á inn- lendan lánamarkað og væri veru- leg hætta á því að opinberir aðilar ryðji fyrirtækjunum út af lána- markaðnum með þeirri miðstýr- ingu fjármagns, sem hér hefði ríkt um árabil. Sjá ræðu Víglundar Þor- steinssonar á ársþingi FÍI á bls. 18. Geir Magnússon banka- stjóri Samvinnubankans BANKARÁÐ Samvinnu- hankans hefir ráðið Geir Magnússon, framkvæmda- stjóra fjármáladeildar Sam- bands íslenskra samvinnufé- laga, sem bankastjóra Sam- vinnubankans. Kristleifur Jónsson, sem ver- ið hefur bankastjóri sl. 16 ár, mun láta af störfum vegna ald- urs við lok yfirstandandi árs. Geir Magnússon fæddist í Reykjavík 11. fbrúar 1942. Hann stundaði nám í Sam- vinnuskólanum 1959—1961. Geir hóf störf í fjármáladeild Sambandsins í ársbyrjun 1962. Hann var einnig um hríð við nám í Englandi og starfaði hjá Hambros Bank í London. Geir varð framkvæmdastjóri fjármáladeildar Sambandsins hinn 1. október 1976 og hefir Þyrluflugvöllur á Akranesi Akranesi, 19. mars. SL. LAUGARDAG var formlega tekinn í notkun þyrlu- flugvöllur á Akranesi og er hann staðsettur á íþrótta- vallarsvæðinu á Jaðarsbökkum. Þyrlur frá Landhelg- isgæslunni og varnarliðinu lentu á vellinum og reynd- ist hann í alla staði vel. Aðdragandi þess að komið var fyrir þyrluflug- velli á Akranesi var nauðsyn þess að flytja mætti sjúkt fólk og slasað til og frá staðnum, en flugvöll- ur hefur ekki verið í kaupstaðnum undanfarih ár og aðstaða fyrir þyrlur til að lenda ófullnægjandi. Það var björgunarsveit slysavarnadeildarinnar Hjálpin á Akranesi sem öðrum fremur beitti sér fyrir þessari framkvæmd og var bæjartæknifræð- ingi falið að finna hentugt svæði. Nokkrir staðir komu til greina, en þó þótti enginn betri en olíu- malarvöllur sem staðsettur er innan íþróttasvæð- isins við Jaðarsbakka. Að fengnu leyfi íþróttaráðs og bæjaryfirvalda var vellinum komið í eðlilegt horf og nú sl. laugardag var æfing þar sem þyrl- urnar reyndu aðflug, lendingu og flugtak. Gekk það allt mjög vel. Að sögn flugmanna beggja þyrlanna reyndist þessi völlur mjög vel og er aðstaða óvíða betri hér á landi. Aðflug er mjög gott og nánast hægt að ienda í hvaða veðri sem er. Þyrlurnar höfðu um klukkustundarviðdvöl á Akranesi og gafst fólki kostur á að skoða þær og notfærði sér það mikill fjöldi fólks. Þótti yngri kynslóðinni það mjög til- komumikið. Sérstök ástæða er til að þakka þeim slysavarna- mönnum frumkvæði þeirra í þessari framkvæmd sem mjög getur varðað öryggi bæjarbúa. Starfsemi þeirra hefur verið mjög öflug á undanförnum árum og er full þörf að bæjarbúar veiti þeim og öðrum sem starfa að slíkum málum stuðning. J.G. Mistök, sem verður að lagfæra, hafi það gerzt Geir Magnússon — segir Halldór Asgrímsson aðspurður um hvort farið sé að meta fisk eftir nýjum reglum hann átt sæti í framkvæmda- stjórn Sambandsins frá þeim tíma. Hann á sæti í bankaráði Seðlabanka íslands og einnig í stjórn Lífeyrissjóðs SÍS og Iðnrekstrarsjóðs. Eiginkona Geirs er Kristín Björnsdóttir og eiga þau 3 börn. „Ég skal ekki um það full- yrða, en hafi það gerzt er þar um mistök að ræða, sem verður að lagfæra. Það verður að vera öll- um Ijóst, að ekki er hægt að taka upp algjörlega nýtt mat nema það liggi fyrir áhrif þess í verði. Þess vegna var ákveðið að þetta tilraunamat ætti sér stað samhliða gildandi matsreglum og það var fullt samkomulag um Gísli Ólafsson lœknir látinn GÍSLI (Hafs.son, læknir, er látinn í Reykjavík, 65 ára að aldri. Gísli fædd- ist 20. júlí 1918, sonur hjónanna Olafs Agústs Gíslasonar, stórkaupmanns, og Ágústu Þorsteinsdóttur. llann varð stúdent frá Menntaskólanum í Rcykja- vfk árið 1938 og hóf nám í læknisfræði við Háskóla íslands. Þaðan lauk hann prófi árið 1946 og stundaði fram- haldsnám ■ Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. Gísli fékk almennt lækningaleyfi í maí 1949 og var sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Hann var fæðingarlæknir á Lands- pítalanum, en starfaði síðustu árin sem röntgenlæknir. Eftirlifandi kona Gísla heitins er Erla Haraldsdóttir. Þau eiga þrjú börn, öll uppkomin. Dr. Jóhannes Nordal um Blönduvirkjun: Engin áhrif á virkjunina — þótt ósamið sé um vatnsréttindi „ÞAÐ HEFUR engin áhrif á framkvæmdir við Blönduvirkjun þótt ekki hafi verið samið við landeigendur um þau vatnsréttindi, sem ekki eru þegar í eigu ríkisins," sagði dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar, er blaðamaður Mbl. spurði hann hvernig hægt væri að hefjast handa við virkjunarframkvæmdir án þess að gengið hefði verið frá samningum um vatnsréttindin. Frá þessu sagði í Mbl. sl. sunnudag og þriðjudag. Landsvirkjun tók við málinu þegar það var komið talsvert áleiðis," sagði dr. Jóhannes. „Ríkið á hluta af vatnsréttindum þarna, t.d. alveg tvímælalaust Auðkúluafrétt, og það er ekki óalgengt að ákveðið sé að ráðast í mannvirkjagerð af þessu tagi þótt ekki hafi verið gengið frá öllum samningum. Lög gera m.a. ráð fyrir, að virkjunaraðili geti eignast þessi réttindi, ef ekki með mati, þá með samningum. Það er því engin óvissa ríkj- andi í þessu máli. Það hefur ver- ið vitað frá upphafi að þarna þyrfti að semja, þótt það geti tekið langan tíma. Það er hægt að hefja framkvæmdir, eins og nú stendur til, og ef samningar takast ekki er hægt að vísa deil- unni í gerðardóm,“ sagði Jó- hannes Nordal. Engar eiginlegar virkjunar- framkvæmdir eru enn hafnar við Blönduvirkjun. Á svæðinu er nú unnið við vegagerð og „aðstöðu- sköpun“, eins og það heitir. Vinna við jarðgöng og stöðvar- hús hefst á næstunni. það milli hagsmunaaðila," sagði sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, er Morgunblaðið innti hann eftir því, hvort farið væri aö meta ferskan fisk eftir nýjum reglum. „Þegar fiskverð var ákveðið í febrúar, var jafnframt ákveðið að taka ekki upp nýjar matsreglur, heldur að framkvæma tilrauna- mat við hlið hins. Hins vegar er búið vinna mikið starf, sem meðal annars felur í sér samræmingu á vinnubrögðum, en það þótti nauð- synlegt áður en nýjar reglur yrðu teknar upp, að gera sér grein fyrir því hvaða áhrif þær hefðu á fisk- verðið. Þar af leiðandi var það ákveðið að láta það bíða þar til fiskverð yrði ákveðið næst. Hitt er svo annað mál, að það hefur marg- oft komið fram á undanförnum árum, að það hefur verið misræmi í vinnubrögðum á hinum ýmsu stöðum á landinu og það er nátt- úrlega hlutur líka, sem ekki má eiga sér stað. Sjómenn og útgerð- armenn verða að geta treyst því, að það sé sama hvar landað er,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Jöfnun gjalda á drykkjarvörum RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sín- um í gærmorgun að heimila fjármála ráðherra, Albert Guðmundssyni, að jafna gjöld á drykkjarvörum. Aðspurð- ur sagði fjármálaráðherra að útreikn- ingum á því hvað gjaldjöfnunin myndi þýða í útsöluverði fyrir hverja drykkj- artegund, gosdrykki, ávaxtasafa o.fl. tegundir væri ekki lokið, en með því að jafna gjöld á drykkjarvörum myndu allir, innflytjendur sem framleiðendur, sitja við sama borð. Fjármálaráðherra kvað það einnig í athugun hvort mjólkurdrykkir þyldu gjaldheimtu ríkissjóðs, þ.e. með söluskatti, án þess að útsöluverð þeirra hækkaði. Sagðist hann vænta þess að taka ákvörðun um gjaldjöfn- unina á næstu dögum. Alþjóðlega skákmótið í Neskaupstaö: Fimm keppendur með 1,5 vinninga AÐEINS einni skák lauk með vinningi á alþjóðlega skákmótinu í Neskaupstað í gær, Lombardy vann Dan Hanson. Skák Wedbergs og Benónýs fór í bið, en örðum lauk með jafntefli. Eftir tvær umferðir eru fimm keppendur efstir og jafnir með \'/i vinning. Jafntefli gerðu Knezevic og Rób- ert, Margeir og Schussler, Jóhann og McCambridge og Guðmundur og Helgi. Skák Guðmundar og Helga þótti mjög spennandi. Strax í 9. leik fórnaði Guðmundur manni og virtist við það ná frumkvæðinu, ep þegar leið á skákina fórnaði Helgi drottn- ingunni og náði við það gagnfærum, sem nægðu til jafnteflis. I biðskák Benónýs og Wedbergs eiga báðir keppendur eftir fimm peð og tvo riddara, en þó það sé óskastaða Ben- ónýs í endatafli er staða hans talin lakari. Eftirtaldir keppendur hafa 1V2 vinning; Helgi, Margeir, Jóhann, Schussler og Lombardy. Þriðja um- ferð verður tefld í dag, miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.