Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Tíu ár frá afhendingu undirskrifta Varins lands:
Hinn þögli meirihluti sagði álit sitt
— þegar 55.522 kjósendur skoruðu á ríkisstjórn og
Alþingi „að leggja á hilluna ótímabær áform um upp-
sögn varnarsamningsins og brottvísun varnarliðsins"
„Fallegur er kassinn, en ekki veit
ég um innihaldiö," varð Olafi Jó-
hannessyni forsætisráðherra að orði
í anddyri Alþingishússins fyrir ná-
kvæmlega tíu árum, þ.e. 21. marz
1974. Tilefnið var að Olafur tók þá,
ásamt forseta sameinaðs Alþingis,
Eysteini Jónssyni, á móti undir-
skriftalistum frá 55.522 íslending-
um, eða um helmingi atkvæðisbærra
manna. llndirskriftalistarnir fólu í
sér áskorun á ríkisstjórn og Alþingi
að standa vörð um öryggi og sjálf-
stæði íslensku þjóðarinnar en leggja
á hilluna „ótímabær áform um upp-
sögn varnarsamningsins við Banda-
ríkin og brottvísun varnarliðsins".
Söfnunin fór fram undir kjörorðinu
„Varið land“, en fyrir henni stóð
hópur 14 manna, sem að eigin sögn
ofbauð vaxandi undanlátssemi
stjórnmálamanna, utan ríkisstjórnar
og innan, við áróðri herstöðvaand-
stæðinga. Var svo komið, er Varið
land var stofnað, að menn úr öllum
flokkum virtust vera farnir að trúa
því að meirihluti þjóðarinnar vildi
varnarliðið á brott.
Verður hér á eftir rakinn í
stuttu máli aðdragandi þess að
þessi umfangsmesta undirskrifta-
söfnun í sögu lýðveldisins fór af
stað. Upprifjunin er byggð á við-
tali blaðamanns Mbl. við Þorstein
Sæmundsson stjörnufræðing, Þor-
vald Búason eðlisfræðing og
Ragnar Ingimarsson prófessor.
Þessir þrír menn áttu frumkvæðið
að undirskriftasöfnuninni, en
fljótlega bættust fleiri í hópinn
þannig að alls urðu forvígismenn-
irnir 14 talsins.
„Okkar tillaga aö
herinn fari,“ sagði
utanríkisráðherra
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar
Ólafs Jóhannessonar, sem sat við
völd á þessum tíma, var að kröfu
Alþýðubandalagsins ákvæði um
endurskoðun varnarsamningsins
við Bandaríkin og brottför varn-
arliðsins á kjörtímabilinu. Mikil
átök voru innan Framsóknar-
flokksins árið 1973 vegna varn-
armála. Bæði forsætisráðherra og
utanríkisráðherra voru úr Fram-
sóknarflokknum. Af viðtölum við
utanríkisráðherra, Einar Ágústs-
son, í dagblöðum frá þessum tíma,
kemur fram, að hann telur það
vilja íslensku þjóðarinnar og rík-
isstjórnarinnar að endurskoðun
varnarsamningsins fari fram í
þeim tilgangi að stefna að brottför
hersins. Utanríkisráðherra á við-
ræður við Bandaríkjamenn um
varnarsamninginn í Washington í
byrjun október. f viðtali við blaða-
mann Mbl. í Washington, sem birt
er 5. október segir Einar: „Okkar
tillaga er sú að herinn fari.“ Um
miðjan nóvember kemur viðræðu-
nefnd frá Bandaríkjunum til ís-
lands og er Einar þá spurður í
Mbl. 13. nóvember hvort hann sé
persónulega á því að herinn fari.
Hann svarar: „Já, ég hef viljað
stefna að því, en það er Alþingi,
sem hefur úrslitavaldið um upp-
sögn samningsins, eins og ég hef
alltaf sagt.“
Eins og fyrr greinir er krafan
um endurskoðun samningsins
komin frá Alþýðubandalaginu,
sem sæti á í ríkisstjórninni. Innan
Framsóknarflokksins eru harðar
deilur um afstöðuna til varnar-
liðsins og veru okkar í NATO. Á
Alþingi kemur um haustið fram
þingsályktunartillaga frá Alþýðu-
flokknum, sem varla verður túlkuð
á annan veg en þann, að Alþýðu-
flokkurinn vilji herinn á brott. Þá
höfðu einnig nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins látið frá sér
fara yfirlýsingar, sem fylgismenn
veru varnarliðsins túlkuðu sem
svo, að þeir væru orðnir „vakl-
andi“ í afstöðu sinni.
Efasemdir vakna um
meirihluta á Alþingi
Þetta allt varð til þess að menn
fóru að efast um að meirihluti al-
þingismanna væri fylgjandi því að
varnarliðið yrði hér áfram. Þá
kom fleira til, sem áhrif hafði á
skoðanir stjórnmálamanna. Land-
helgisdeilan við Breta varð til þess
að menn ræddu mjög hvaða gagn
við hefðum af verunni í NATÓ,
afstöðu NATO til deilna tveggja
aðildarþjóða o.s.frv. Að sögn þre-
menninganna voru atburðir þessir
keðjuverkandi og áberandi hversu
herstöðvaandstæðingar nýttu sér
atburðarásina. Nefndu þeir sem
dæmi að í tilefni af fundi Nixons
og Pompidou í Reykjavík sumarið
1973 voru herstöðvaandstæðingar
mjög háværir, fjöldaganga var
farin í kringum Miklatún, en
fundur þjóðhöfðingjanna var
haldinn á Kjarvalsstöðum. Þá
kom og fram á fullveldisdaginn 1.
desember áskorun frá 60 mönnum
þar sem þeir lýsa stuðningi við
„það stefnumark ríkisstjórnarinn-
ar að taka herstöðvarsamninginn
frá 1951 til endurskoðunar eða
uppsagnar í því skyni að banda-
ríski herinn fari úr landinu á kjör-
tímabilinu". Segir þar einnig að
formlegum endurskoðunartíma
ljúki 25. desember 1973 og ef ekki
liggi þá fyrir samningur um
brottflutning hersins, „beri að
segja samningnum upp einhliða".
„Tími til kominn, að lýð-
ræðisöflin spyrni við fótum“
í þjóðfélagsumræðunni á þess-
um tíma-sjást þess merki. að fvlg-
Dr. Þorsteinn Sæmundsson afhendir undirskriftalistana í anddyri Alþingis-
hússins 21. marz 1974. Við þeim tóku forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson,
og forseti Sameinaðs Alþingis, Eysteinn Jónsson.
um
anna
ismenn óbreyttrar stefnu í varn-
ar- og öryggismálum íslands eru
farnir að gera sér grein fyrir
þróun mála. í leiðara Mbl. 2.
október 1973, sem ber heitið „Ein-
angrun frá vestrænum vinaþjóð-
i’“ segir m.a. vegna umræðn-
um endurskoðun varnar-
samningsins: „Það er alkunna, að
kommúnistar hafa náð mikilli
leikni í því víða um heim, þar sem
þeir hafa komizt í samvinnu við
lýðræðisöfl um ríkisstjórn að
teyma lýðræðisflokkana smátt og
smátt, stig af stigi, þrep fyrir þrep
í þá átt, sem kommúnistar helst
óska. Líklega hefur almenningur
ekki gert sér grein fyrir því, hvað
þessi þróun er komin langt hér á
íslandi." Lokaorð leiðarans eru:
„Tími er til kominn, að lýðræðis-
öflin spyrni við fótum og stöðvi
þessa uggvænlegu framvindu
mála.“
Ragnar, Þorsteinn og Þorvaldur
hafa rætt mál þessi í sínum hópi
og meðal kunningja meginhluta
ársins 1973, og eftir því sem líður
á árið sjá þeir að við svo búið megi
ekki standa. Þeir ganga í Samtök-
in um vestræna samvinnu um
sumarið og hyggjast fyrst reyna
að ná til almennings í gegnum
þau. Aðalfundur sem halda átti
um haustið, er haldinn 28. nóvem-
ber. Þar leggja þeir þremenningar
fram ályktunartillögu þar sem
þeir vara stjórnvöld við því að
„láta blekkjast af síendurteknum
yfirlýsingum þeirra þjartsýnis-
manna, sem telja hag Islendinga
best borgið með því að land þeirra
verði varnarlaust", og „SVS telja
fullvíst, að meirihluti íslensku
þjóðarinnar sé þeirrar skoðunar
að reynsla fslendinga af fram-
kvæmd varnarsamningsins hafi
verið hin ákjósanlegasta“.
Áskorun 60-menning-
anna gerði útslagið
Tillagan fékkst ekki samþykkt á
fundinum og segja þremenn-
ingarnir að ástæðan hafi verið
hótanir Framsóknarmanna um að
rjúfa samtökin, ef af þessu yrði,
en eins og komið hefur fram var
Framsókn þá þegar klofin í mál-
inu og deilur hvað harðastar með-
al ungra framsóknarmanna. Þeir
þremenningar sögðu sig þá þegar
úr samtökunum (SVS) og í fram-
haldi af áskorun 60-menninganna
1. desember hófu þeir í fullri al-
vöru að ræða framkvæmd undir-
skriftasöfnunar. Fljótlega urðu
þeir ásáttir um, að undirskrifa-
söfnunin ætti ekki að takmarkast
við fámennan hóp, heldur þyrfti
hún að ná til þjóðarinnar allrar.
Áður höfðu þeir rætt aðrar leiðir,
svo sem fundaferðir um landið
o.fl.
Upphafleg lágmarkstala
5 þúsund undirskriftir
í lok ársins stækkaði hópurinn
dag frá degi og þegar komnir voru
14 manns var ákveðið að láta stað-
ar numið. Forgöngumennirnir
áttu það allir sameiginlegt að telja
að stjórnvöld væru ranglega að
túlka skoðanir þjóðarinnar í mál-
inu, og undirbúningur var hafinn
að undirskriftasöfnun meðal „hins
þögla meirihluta". í upphafi gerðu
menn sér ljóst að ef ákveðinn
fjöldi undirskrifta næðist ekki
væri verr af stað farið en heima
ist. Aðspurðir um viðmiðun sögðu
þeir að slík söfnun hefði aðeins
einu sinni farið fram áður, en það
var í kringum 1960, þegar her-
stöðvaandstæðingar efndu til und-
irskriftasöfnunar gegn veru varn-
arliðs. Árangur þeirrar söfnunar
varð svo rýr, að undirskriftalist-
arnir voru aldrei lagðir fram, né
niðurstöðutölur birtar. Þegar
Ragnar Arnalds var spurður um
þessa lista í sjónvarpsviðtali,
svaraði hann því einu til, að þeir
væru vel geymdir.
Hugmyndina að nafninu „Varið
land“ átti Þór Vilhjálmsson, nú
forseti Hæstaréttar. Mikil vinna
var lögð í allan undirbúning,
ákveðið var að taka á móti fjár-
framlögum en halda nákvæmt
bókhald og taka ekki á móti neinu
fé, án þess að gefa númeraðar
greiðslukvittanir. Undirskrifta-
listarnir voru númeraðir og ekki
látnir af hendi nema á persónu-
lega ábyrgð þeirra sem höfðu þá
undir höndum. Öll þessi ná-
kvæmni kom sér vel síðar, því að
eins og mönnum er í fersku minni
ÁSKORUN UM UPPSOGN
HERSTÖÐVARSAMNINGSINS
A SAMKOMU stiident* I
Háskólabfóé a.1 laugarda* I"
Margrét Guðnadóttir prófestor
eftirfarandl ávarp. sem 60 ein-
■taklingar h«8u rttafl undir:
Við undirritufl lysum
stuflningi vtð Það at«fnu««t
rlkiasOórnarinnar að talu her
stöflvasamninginn frá 1951 tll
endurskoflunar eða uppsagnar I
þvf skyni. að bandarlski hennn
fari ilr landinu á kjörtlirubilinu
Formlegum endurskoðunar-
tlma lýkur 25. desember 1973
Liggi þá ekki f yrir samnmgur •••"
brottflutning hersins,
form. Lands-
varafor-
ber að
einhliða
, segjasamningnumupp
Við skorum þvf á rfkisatjómina
að afla sér heimildar til uppsagn
i ar herstöðvasamningsins I árs-
byrjun 1974. þinnig að brottför
, hersins sé t^ygg, * kjörtlma-
bilinu.”
Undir ávarpið rita
Adda Bira SigfOsdóttir
AlfreðGíslason. læknir
Andrés Kristjánason
Atll HeimirSvemsson
Baldur Odtarsson
Baldur Pálmason
Baldvin lfalldórsson.
Benedikt Davlðsson.
BJörn BJamaaon,
sambands iðnverkafólks
Bjöm BJamason, rektor
Eðvarfl Sigurðaaon
Eggert Jóhannesson,
maflur S.U.F.
F.llas Snæland Jónsson
Gestur Jónsson. varaformaður
Stúdentaráfls
Gfsli B BJömsson
Guflmundur Danlelsson.
Gunnlaugur Stefánsson.
Ilafsteinn Þorvaldsson.
Ilalldór Kristjánsson. Kiritjubóli
llallgrlmur Guðmundsson. form
seskulýðsnefndar S.F.V *
Haraldur Henrýsson.
Helgi Sæmundsson
llerdfs Ölafsdóttir. form verka-
kvennafélagstns Akranesl
Hermóður Guðmundsson
HJörleifur Sigurðsson
lljörtur E. Þórarinsson. TJöm
Hörður Zophónlasson. ytir-
kennari.
Inga Bima Jónsdóttir.
Ingólfur A. Þnrkelsson
Jakob BJömsson. orkumálastjóri.
jakob Jónæwn. Dr theol
Jóhann S Hannesson. mennta-
skólakénnari.
Jón Asgeirsson, form Alþýöu-
sambands Norðurlands
form.
Jón Sigurðsson. form. SJómanna-
sambands Islands.
jónas Kristjánsson. forstöðumað-
ur Amastofnunar.
Kristinn Kristmundsson.
skólameistari
Kristján Ingólfsson
Kriatján Thorlacius
NJörður P NJarðvlk.
Ölafur Olafsson. landlæknir
Olafur Jóhann Sigurðsaon
Olafur Þ. Kristjánsson
Páll A Pálsson. yílrdýralækmr
Sigurður A Magnússon
Sigurður Einarsson.
Alþýðusambands Suðurlands
Sigurður Guðgeirsson
Sigurjón Rist
Slgurvin Einarason
Snorri Jónaaon, forsetl ASI.
Stefán ögmundsson.
Sveinn Skorri Höakuldsson
Tryggvi Gfslaaon. skólameistari
V aldimar Jóhannsson
Vigdfs Finnbogadóttir.
Þórbergur Þórðarson
Þorbjöm Guðmundsson. form.
Iðnnemasambands Islands
Þorleifur Einarsson
Þarsteinn öl Stephensen
Þorvaldur Skúlason.
Þorvarður ömólfsson.
Frétt Mbl. þriðjudaginn 4. desember 1973 um áksorun 60-menninganna, sem
ýtti undirskriftasöfnuninni af staö.
setið. Lágmarkstala var mjög til
umræðu í ljósi þess, að margir
þeir sem væru sömu skoðunar og
þeir, fengjust þó aldrei til að
skrifa nafn sitt á slíka lista. Talan
5.000 var upphafleg lágmarkstala,
sem menn komu sér saman um að
ekki yrði unnt að forsmá af
stjórnmálamönnum, ef hún næð-
átti Varið land eftir að verða mjög
til umfjöllunar í dómssölum, en sú
saga verður ekki rakin að sinni.
Beinskeyttur og
ákvedinn texti
Varið land böðaði til biaða-
mannafundar 15. janúar 1974 þar
sem undirskriftarsöfnunin var
Hvað segja þeir í dag?
HÉR Á EFTIR og í blaöinu á morgun fara viötöl við nokkra af forvígismönnunum fjórtán sem stofnuðu Variö land.
Þeir voru spuröir hvaö þeim væri eftirminnilegast frá þeim tíma sem söfnunin stóö yfir. Þá er einnig rætt við Ólaf
Jóhannesson sem var forsætisráöherra á þeim sama tíma og tók hann ásamt Eysteini Jónssyni þáverandi forseta
Sameinaðs Alþingis á móti undirskriftalistunum.
Hreggviður Jónsson framkvæmdastjóri:
Eins og fargi
af mörgum létt
„MÉR VERÐIJR þaö minnisstæö-
ast, hve fólkið var ánægt og glatt.
Það var eins og létt hefði verið
fargi af fjölmörgum," sagöi Hregg-
viður Jónsson framkvæmdastjóri,
en Hreggviöur starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Varins lands á
skrifstofu þess í Reykjavík á meö-
an á söfnuninni stóð.
Hann sagði ennfremur: „Með
þessari söfnun var fólki gefið
tækifæri til að láta hug sinn í
ljós í þessu máli og það gerðu
menn óspart. Almenningur sá
vel hvað tréholtarnir voru að
gera og studdi því af alhug við
bakið á okkur, sem fyrir þessari
„þjóðaratkvæðagreiðslu“ stóð-
um.
Sá hlýhugur og hvatning, sem
mér mætti frá fjölda karla og
kvenna meðan á söfnuninni stóð
verður mér þegar litið er til baka
hvað ógleymanlegast. Það er ein-
stætt að hafa talað persónulega
við þúsundir einstaklinga í síma
eða á skrifstofu Varins lands á
jafnskömmum tíma og raun ber
vitni og finna þann eldhug, sem
bjó í öllu þessu fólki."