Morgunblaðið - 21.03.1984, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
Ráðstefna kvenna um ör-
yggis- og afvopnunarmál:
Skólinn sem gleymdist
— eftir Stefán
Thors
1 húsi númer 23 við Öldugötu
hefur aðsetur einn af 22 grunn-
skólum Reykjavíkur, Vesturbæj-
arskólinn. Húsið stendur fallega
við enda Stýrimannastígs á lóð
sem er álíka stór og einbýlishúsa-
lóð. Það var byggt fyrir 86 árum
fyrir Stýrimannaskólann og þjón-
aði því hlutverki dyggilega í 60 ár
eða þar til það var dæmt ónothæft
sem kennsluhúsnæði.
Eftir að Stýrimannaskólinn
flutti í hentugra húsnæði tók
Reykjavíkurborg það á leigu til að
reka þar barnaskóla. Ekki hafa þó
fræðsluyfirvöld verið alls kostar
ánægð með þá lausn, því árið 1967
voru gerðar teikningar að nýjum
skóla sem átti að byggja á mótum
Vesturvallagötu og Hringbrautar.
Ekkert varð samt úr fram-
kvæmdum og málið var sett í
biðstöðu. Á síðasta ári hélt skól-
inn svo upp á 25 ára afmæli sitt í
húsinu.
Húsið er byggt úr timbri, báru-
járnsklætt, tvær hæðir og ris og
um 300 fermetrar að stærð. Um
hús af þessari gerð gildir það, að
ef þau eiga ekki að skemmast af
völdum veðurs og vinda þarf að
halda þeim við. Húsinu við Öldu-
götu 23 var lengst af vel við hald-
ið, þ.e. á meðan Stýrimannaskól-
inn var þar til húsa en eftir að
hann flutti hefur heldur sigið á
ógæfuhliðina. Skólinn hefur einu
sinni verið málaður að utan á
þessum 26 árum, bárujárnsklæðn-
ing er að gefa sig og gluggar eru
fúnir. Ástæðan fyrir þessu ásig-
komulagi er óþekkt en giskað er á
að borgaryfirvöld telji það ekki í
sínum verkahring að halda við
húsi í eigu ríkisins og að ríkið sjái
ekki ástæðu til að lagfæra hús
sem borgin er með á ieigu og á
meðan grotnar húsið niður.
Þetta er sú hlið sem snýr að
vegfarendum, unnendum og and-
stæðingum gamalla húsa og við-
iialdi þeirra. Þetta er ófögur
mynd, sem er þó eins og hugljúft
ljóð miðað við þá hlið sem snýr að
nemendum skólans og starfsfólki,
þ.e. notendum hússins.
Nemendur í skólanum eru núna
282 á aldrinum 6 til 12 ára og hef-
ur fjölgað um 57% á undanförnum
5 árum og allt útlit er fyrir að
þeim haldi áfram að fjölga.
Árið 1979 var meðalfermetra-
fjöldi skólahúsnæðis í Reykjavík 5
fermetrar fyrir hvern nemanda.
Sama ár voru 2 fermetrar á nem-
anda í Vesturbæjarskóla.
Árið 1983 var meðaltalið í
Reykjavík komið upp í 6 fermetra
en í Vesturbæjarskóla voru ennþá
2 fermetrar á nemanda þrátt fyrir
að bætt hafði verið við skólann 3
færanlegum kennslustofum á lóð-
ina, sem var lítil fyrir.
Nemendur í Vesturbæjarskóla
verða þannig að láta sér nægja
þriðjung af því rými sem gerist og
gengur í borginni. Af þessum sök-
um hafa börnin þurft að þeytast á
milli Hagaskóla, Melaskóla og
Hallveigarstaða til að sækja
kennslu í hinum ýmsu greinum.
Þessi hlaup hafa staðið öllu
kennslustarfi mjög fyrir þrifum
og aukið verulega slysahættu af
völdum umferðar.
Árið 1979 var stofnað Foreldra-
og kennarafélag Vesturbæjar-
skóla, sem frá upphafi hefur reynt
að vekja athygli borgaryfirvalda á
þessu ófremdarástandi. Einhver
árangur hefur skilað sér af öllu
því nöldri, en þó ekki meiri en svo
að Vesturbæjarskóli, sem var
verst setti grunnskóli í landinu
hvað húsnæði snertir árið 1979, er
núna sá allra verst setti.
Því hefur ætíð verið borið við að
borgaryfirvöld þurfi að sinna
brýnni verkefnum í nýjum hverf-
um, sem þó hafa verið margfalt
betur sett.
Við gerð síðustu fjárhagsáætl-
unar keyrði þó um þverbak, þegar
bygging nýs skóla í óbyggðu hverfi
er settur ofar Vesturbæjarskóla í
forgangsröðun.
í opnu bréfi dagsettu 14. febrúar
síðastliðinn, sem foreldra- og
kennarafélagið sendi borgarstjór-
anum í Reykjavik, rakti félagið
raunasögu skólans og lýsti
áhyggjum sínum vegna núverandi
ástands. í bréfinu var m.a. bent á
að skólinn verður óstarfhæfur
næsta haust, ef ekki verður bætt
við tveimur kennslustofum.
Að fenginni reynslu telur félag-
ið að hefjast verði handa strax, ef
leysa á vandann fyrir haustið, þvi
ekki er víst að hentugt húsnæði sé
alltaf á lausu. f bréfinu óskaði fé-
lagið kurteislega eftir svörum við
tveimur spurningum. f fyrsta lagi
hvernig borgaryfirvöld hafa hugs-
að sér að leysa vanda skólans
„Nemendur í Vestur-
bæjarskóla verða þann-
ig að láta sér nægja
þriðjung af því rými
sem gerist og gengur í
borginni. Af þessum
sökum hafa börnin
þurft að þeytast á milli
Hagaskóla, Melaskóla
og Hallveigarstaða til
að sækja kennslu í hin-
um ýmsu greinum.“
næsta haust og í öðru lagi hvort
breyta megi verkefnaröðun þannig
að bygging nýs Vesturbæjarskóla
verði í hópi forgangsverkefna.
Þar sem sól fer hækkandi og
skólaári lýkur senn óskaði félagið
eftir svari fyrir 8. mars eða rúm-
lega þremur vikum eftir að bréfið
var afhent borgarstjóra. Félaginu
hefur ekkert svar borist ennþá.
Á fundi borgarstjórnar, 15.
mars síðastliðinn, lögðu fulltrúar
Alþýðubandalagsins fram fyrir-
spurn til borgarstjóra um það
hvort bréfinu hefði verið svarað
og þá hvernig.
f svari borgarstjóra á fundinum
kom fram, að hann hefði svarað
bréfinu í fréttatíma sjónvarpsins
sama dag og hann fékk það af-
hent.
Hann taldi það viðurkennda
reglu, sem öllum ætti að vera
kunnugt um, að opnum bréfum er
svarað í fjölmiðlum og öðruvísi
ekki.
Félaginu var ekki áður kunnugt
um þessa reglu eða hvaðan hún er
komin og á erfitt með að sætta sig
við að þurfa að skrifa niður svar
við bréflegri fyrirspurn í frétta-
tíma sjónvarpsins.
Þar við bætist að í sjónvarps-
svarinu kom ekkert fram um það
hvernig húsnæðisvandi skólans
yrði leystur næsta vetur og
áhyggjur foreldra og starfsfólks,
vegna þess hve seint ætti að hefja
framkvæmdir við byggingu nýs
skóla, taldi hann á misskiiningi
byggðar, þrátt fyrir ótvíræða
stefnumörkun fræðsluráðs í þeim
efnum.
Framkoma borgarstjóra í þessu
máli er því ekki beinlínis til þess
fallin að hvetja foreldra til að
starfa í þágu skólanna. Foreldrar
barna í Vesturbæjarskóla eru
enda orðnir langþreyttir á því að
þurfa sífellt að vera að benda
borgaryfirvöldum á augljósa
skyldu þeirra í þessu máli og telja
sig hafa öðrum og mikilvægari
hlutverkum að gegna í samskipt-
um heimila og skóla.
í Vesturbæjarskóla er unnið
markvisst að þróun nýrra
kennsluaðferða, sem skilað hafa
góðum árangri þrátt fyrir erfið
skilyrði. Að fylgjast með þessum
kennsluaðferðum og líðan barn-
anna í skólanum eru málefni, sem
varða alla foreldra, en sem lítill
tími hefur verið til að sinna vegna
stöðugra fundahalda um húsnæð-
ismálin. Þessu skólastarfi stafar
mikil hætta af andvaraleysi borg-
aryfirvalda og er nú svo komið að
öryggisleysi hefur gripið um sig
meðal starfsfólks og nemenda
vegna óvissu um framtíð skólans.
Af þem ástæðum telur félagið
nauðsynlegt að strax verði hafist
handa við að tryggja viðbótar-
húsnæði næsta vetur og ákvörðun
verði tekin um að byggingu nýs
skóla verði lokið haustið 1986.
Loðin svör um það að bygging
geti hafist þegar og ef eitthvað
verður eftir þegar búið er að gera
allt hitt eru allsendis ófullnægj-
andi.
Vissulega væri það óskandi að
skólar séu byggðir í nýjum hverf-
um um leið og fyrstu íbúarnir
flytja inn í þau. En það má ekki
gerast á kostnað verkefna, sem
átti að vera búið að leysa fyrir 10
árum. Núverandi ástand í hús-
næðismálum Vesturbæjarskóla,
þar sem rými á nemanda er þriðj-
ungur af því sem annars gerist í
Reykjavík, brunavarnir eru í lág-
marki og hreinlætisaðstaða afleit,
er óverjandi.
Vesturbæjarskóli á að hafa for-
gang. Ef ekki er til nægjanlegt
fjármagn verður annað að bíða.
Gamli Vesturbærinn er innan
borgarmarkanna, þótt það virðist
stundum gleymast sumum borg-
arfulltrúum, og börn í því hverfi
hljóta að eiga kröfu á því að njóta
sambærilegrar aðstöðu og börn í
öðrum hverfum borgarinnar.
Stefán Thors er arkitekt og for-
maAur Foreldra- og kennarafélags
Vesturhæjarskóla.
Alyktun sam-
þykkt um að
stefna beri
að alhliða
afvopnun
„ÞAÐ voru samþykktar tvær
ályktanir á ráðstefnunni, ein til að
senda kvennahreyfmgunni í lönd-
um þátttakenda og önnur til ríkis-
stjórna ('SCE-landanna og Stokk-
hólmsráðstefnunnar, sem nú ræðir
um öryggis og afvopnunarmál. í
ályktunum láta konur í Ijós áhyggj-
ur vegna vaxandi vígbúnaðar, bæði
hvað snertir hefðbundin vopn og
kjarnorkuvopn. Það er lögð
áhersla á að Stokkhólmsráðstefn-
an og ríkisstjórnir viðkomandi
ríkja stefni að alhliða afvopnun,"
sögðu þær llalldóra Rafnar, for-
maður Landssambands sjálfstæð-
iskvenna, og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir frá Sambandi alþýðuflokks-
kvenna, en þær sóttu ráðstefnu í
Helsinki dagana 3. og 4. mars sl.,
þar sem 78 konur frá 43 kvenna-
hreyfingum og 17 þjóðlöndum
ræddu og ályktuðu um öryggis- og
afvopnunarmál.
Ráðstefnan var boðuð af
kvennahreyfingum þeirra
stjórnmálaflokka, sem eiga sæti
á finnska þjóðþinginu. Þessir að-
ilar hafa áður haldið svipaðar
ráðstefnur, árið 1973 fyrir Hels-
inkifundinn (CSCE — The Con-
ference on Security and Cooper-
ation in Europe) og 1980 fyrir
Madridráðstefnuna. Er þetta í
fyrsta skipti sem fulltrúar frá
íslandi sækja slíka ráðstefnu.
Þær Halldóra og Sjöfn sögðu
að töluvert hefði borið á konum
frá austantjaldslöndunum í upp-
hafi ráðstefnunnar, sem vildu
ganga langt í því að álykta um
nauðsyn á afvopnun Vestur-
landa, án þess að ræða mikið um
friðar- og afvopnunarmál aust-
antjalds. „En það var tekið
hraustlega á móti þeim og undir
lokin tókst að sameinast um
ályktun sem allir gátu sætt sig
við,“ sagði Halldóra.
Halldóra og Sjöfn sögðu að
megininntak þeirrar ályktunar
sem Stokkhólmsráðstefnan færa
í hendur sé eftirfarandi: í fyrsta
lagi, að stefna beri að alhliða af-
vopnun með því að taka afstöðu
gegn notkun kjarnorkuvopna. í
öðru lagi, að styðja að komið
verði á kjarnorkuvopnalausum
svæðum þegar og þar sem við-
komandi ríki hafa orðið sam-
mála um slíkt. I þriðja lagi, að
einsetja sér að ekki verði nein
kjarnorkuvopn í Evrópu, né
verði þeim beint að Evrópu, og .
loks í fjórða lagi, að fram fari
„frysting" kjarnorkuvopna, sem
skref í átt til alhliða afvopnunar,
og verði það gert á jafnréttis-
grundvelli með tilliti til öryggis
allra aðila.
„Orð eru til alls fyrst og það er
mikilvægt að tala saman um frið
og afvopnun, þó ekki sé nema til
að eyða þeirri tortryggni sem
hefur ríkt á milli austurs og
vesturs í þessum efnum,“ sagði
Sjöfn. „Og það sem eftir situr í
huganum að lokinni þessari
ráðstefnu er einkum það, að það
er fleira sem sameinar okkur en
sundrar. Það kom fram að kon-
ur, hvort heldur austantjalds
eða vestan, eru að miklu leyti
sammála um markmiðin, en
greinir nokkuð á um leiðirnar.
Konur, hvar sem er í heiminum,
líta gjarnan öðrum augum á ör-
yggis- og afvopnunarmál en
karlmenn. Við erum mæður og
uppalendur og sem slíkar tölum
við sama mál.“