Morgunblaðið - 21.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
35
Frá keppni í kvennaflokki.
MorKunblaöið/Arnór.
Islandsmót kvenna og yngri spilara:
jr
Ovænt úrslit í
unglingaflokki
Bridge
Arnór Ragnarsson
Um helgina var haldið íslands-
mót kvenna og yngri spilara í
sveitakcppni að Hótel Ilofi.
í kvennaflokki spiluðu 11
sveitir og spiluðu allar sveitir
saman 8 spila leiki. Tvær sveitir
skáru sig nokkuð úr í kvenna-
flokknum. Þegar 3 umferðum
var ólokið var sveit Esterar
Jakobsdóttur með 134 stig, sveit
Öldu Hansen með 125 stig og
sveit Erlu Sigurjónsdóttur með
93 stig. Þessi röð hélst til loka og
urðu lokatölur þessar:
Ester Jakobsdóttir 174
Alda Hansen 160
Erla Sigurjónsdóttir 131
Guðrún Bergs 123
Með Ester spiluðu í sveitinni
Valgerður Kristjónsdóttir,
Ragna Ólafsdóttir, Halla Berg-
þórsdóttir og Kristjána Stein-
grímsdóttir.
Unglingakeppnin
Tíu sveitir mættu í unglinga-
keppnina og var spiluð undan-
og úrslitakeppni, átta spila leik-
ir. Sveit Antons Reynis Gunn-
arssonar sigraði nokkuð óvænt í
undankeppninni með 140 stig en
röð næstu sveita varð þessi:
Runólfur Pálsson 129
Valgarð Blóndal 114
Jakob Kristinsson 111
Árni K. Bjarnason 99
Ingvaldur Gústafsson 77
Marinó Guðmundsson 61
Fjórar efstu sveitirnar spiluðu
síðan til úrslita í 8 spila leikjum
og tóku með sér stigin úr undan-
keppninni. Þetta 11 stiga forskot
dugði sveit Antons sem sigraði
með 5 stiga mun.
Lokastaðan:
Anton Reynir Gunnarsson 183
Runólfur Pálsson 178
Valgarð Blöndal 130
Jakob Kristinsson 123
Með Anton spiluðu í sveitinni
Svavar Björnsson, Guðmundur
Auðunsson, Ragnar Ragnarsson
og Stefán Oddsson.
Keppnisstjóri var Agnar Jörg-
ensson.
Bridgespilarar framtíðarinnar.
Bandalag kvenna:
Skortir fræðslu um neytenda-
mál í útvarpi og sjónvarpi
AAalfundur Bandalags kvenna í
Rcykjavík haldinn 25. og 26. febrúar
1984:
1. Leggur áherzlu á við stjórnvöld
að hverskonar aðflutningsgjöld og
tollar af hráefnum til innlendrar
framleiðslu verði afnumdir til efl-
ingar atvinnulífi í landinu.
2. Aðalfundurinn beinir þeim til-
mælum til hljóðvarps og sjónvarps,
að séð verði fyrir fræðslu til al-
mennings um neytendamál, sem svo
mjög hefur skort á.
3. Aðalfundurinn hvetur Verð-
lagsstofnun til að halda áfram verð-
könnunum, svo að hinn almenni
neytandi fái sem bestar upplýsingar
um verð og vörugæði á hverjum
tíma.
4. Aðalfundurinn skorar á stjórn-
völd að standa vörð um neytendur
og hvetur til góðs stuðnings við
Neytendasamtökin í landinu og
Leiðbeiningastöð húsmæðra.
SILJAN KR. 8.67
4
nr»t.
VörumarkaDurinn hf.
Sími 86112.
heit og mjúk
i morni,nc»,riA
Opnum kl.7
Komióog kaupió sjóóandi
heit og mjúk brauó meó
morgunkaffinu
Opnum kl. 7.00 alla
virka daga
Opnum kl. 8.00 laugardaga
Opnum kl. 9.00 sunnudaga.
Bjóöum öllum morgunbrauö meö 50% afslætti
fyrir þá sem verzla fyrir kl. 10.00.