Morgunblaðið - 21.03.1984, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1984
43
Minning:
IngunnJZyjólfs-
dóttir ísafirði
Kædd 27. maí 1890
Iláin 12. febrúar 1984
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þin, Drottinn, hlifi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína’ eg glaður kyssi.
Dauðans strið af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta’ eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna’ eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson)
Þann 18. febrúar var til moldar
borin hér á ísafirði öldruð vinkona
mín, Ingunn Eyjólfsdóttir. Mig
langar því að minnast hennar með
þessum síðbúnu orðum. Ingunn
var fædd í Smiðjuvík á Ströndum.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur
Guðmundsson og Mildfríður Bær-
ingsdóttir. Ingunni varð tveggja
barna auðið, þau eru Eyjólfur G.
Ólafsson og Anna Maríanusdóttir.
Kynni mín af Ingunni hófust er
við bjuggum báðar í Túngötu 22,
öðru nafni Vallaborg. Ég þá í for-
eldrahúsum en hún í sambúð með
Ágústi Valdemarssyni. Það var oft
glatt á hjalla í Vallaborg, enda
bjuggu þar margar fjölskyldur. Ég
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
fá að vinna með Ingunni í nokkur
ár. Var hún mesti dugnaðarforkur
og hlífði sér í engu. Vann hún úti
langt fram á sína löngu ævi, en
hefði hún lifað hefði hún orðið 94
ára nú í sumar. Og það er ekki
lengra síðan en í fyrrasumar, að
maður rakst oft á Ingunni, þegar
hún var að ganga sér til hress-
ingar alla leið ofan af Hlíðarvegi,
þar sem hún bjó nú síðustu árin
hjá syni sínum, og alla leið niður á
eyri. Þó sjónin væri farin að dapr-
ast var þessi óbifandi dugnaður
enn á sama stað. Ingunn var góð-
hjörtuð kona og mátti ekkert
aumt sjá, hún vildi gera allt sem
hún gat fyrir alla. Sérstaklega
minnist ég á þessari stundu hvað
vel hún reyndist einum systursyni
mínum og lét hún sér annt um
velferð hans allt til þess dags er
hún kvaddi þennan heim. Kunni
hann vel að meta þessa umhyggju
fyrir sér og hélt tryggð alla tíð við
gömlu konuna. Og nú þegar ævi-
skeið þessarar öldruðu vinkonu
minnar er á enda hugsar maður
með aðdáun til þess, hvernig þetta
fólk, sem nú er óðum að hverfa af
sjónarsviðinu, komst með dugnaði
og harðfylgi gegnum öll erfiðu ár-
in hér fyrr á tímum. Því þá var
ekki vottur af þessum lífsgæðum
sem nú eru og lífið örugglega eng-
inn dans á rósum. Ingunn hafði
munað tímana tvenna og þurft oft
að basla fyrir sínu. Síðustu árin
var hún sem fyrr sagði á heimili
sonar síns, og efalaust hefur
gömiu konunni líkað vel að geta
fylgst með ömmu og langömmu-
börnum í uppvextinum. Að lokum
þakka ég Ingunni samfylgdina, bið
henni Guðs blessunar í hinum
nýju heimkynnum. Ættingjum
hennar og öllum ástvinum votta
ég mína dýpstu samúð. Megi
minningin um þessa góðu konu
geymast í hugum okkar um alla
tíð og verða okkur að leiðarljósi.
I.S.
Kveðjuorð:
Steinunn Björg
Júlíusardóttir
Fædd 20. mars 1895
Dáin 13. febrúar 1984
Það var morguninn 13. febrúar
sem við fréttum að Steinunn
amma okkar væri dáin. Þessi frétt
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti, þrátt fyrir það að við höfðum
gert okkur í hugarlund að það
væru farin að styttast æviárin hjá
afa og ömmu.
Þegar við systkinin vorum öll
heima í jólafríinu var amma svo
andlega hress og kát og engu
okkar hefði dottið það í hug þá að
hún yrði ekki meðal okkar næst
þegar við yrðum öll saman.
Seinustu mánuðina sem amma
lifði var hún farin að þjást af
hósta sem ágerðist alltaf meir og
meir og í von þeirri að hægt væri
að lækna þennan hósta fór hún á
sjúkrahús Patreksfjarðar með þá
ósk í huga að fá að koma heim
aftur.
En þetta fór allt á annan veg. í
staðinn fyrir að koma heim aftur
tók Guð hana til sín nóttina eftir
að hún var flutt á Patreksfjörð.
Sem betur fer fékk amma hægt
andlát og við stöndum í þeirri trú
að henni líði vel þar sem hún er
núna.
Með þessum fáu orðum ætlum
við systkinin að þakka henni fyrir
allt sem hún hefur gert fyrir
okkur þessi ár sem við höfum ver-
ið með henni. Hún hefur kennt
okkur margt af sinni lífsreynslu
og er það okkur mikils virði.
Þó stundum hafi kastast í kekki
með okkur og henni, því það fara
stundum ekki saman skoðanir
þeirra sem yngri eru og þeirra
sem eldri eru, var það alltaf fyrir-
gefið af okkar hálfu og hennar.
Þegar þau elstu af okkur fóru að
fara að heiman út áJand í skóla
vitum við að hún sakrtaði þeirra og
gladdist alltaf þegar komið var
heim í fríin. En nú er engin amma
til að gleðjast yfir heimkomu
okkar og kveöja okkur með tár í
auga þegar fríi er lokið.
Með þessum fáu orðum viljum
við líka biðja Guð að styrkja afa
okkar sem fylgdi ömmu á sjúkra-
húsið en er þar ennþá í sorg sinni
og gefa að hann geti hresst svo að
hann fái að koma heim aftur.
Við ætlum að enda þessa grein á
hluta úr sálmi eftir Sigurð Kr.
Pétursson, sem amma var búin að
biðja að yrði sunginn þegar hún
yrði jörðuð.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.»
Drottinn læknar, — Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér.
Þökk fyrir allt.
Systkinin Innri-Múla
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUORÍÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Vesturbrún 8.
Hólmfriöur Kristjánsdóttir, Þorkell Nikulásson,
Erla Kristjónsdóttir, Árni Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
móöur okkar,
SESILÍU JÓSAFATSDÓTTUR,
Austurbrún 6.
Sórstakar þakkir færum viö starfsfólki á deildum A-2 og A-5
Borgarspítalans.
Elisabet Eygló Jónsdóttir,
Jóna Gréta Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu, viö andlát og
útför eiginmanns míns, fósturfööur, tengdafööur og afa,
DANÍELS Ó. EGGERTSSONAR
frá Hvallátrum.
Anna Jónsdóttir,
Gyða Guðmundsdóttir,
Marías Sveinsson,
Anna Guðrún Mariasdóttir,
Svanhildur Ósk Maríasdóttir.
+
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og
hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, fööur, afa og langafa,
JÓNS ÞORBERG ÓLAFSSONAR,
yfirverkstjóra,
Laugarnesvegi 96, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til húsfólksins aö Laugarnesvegi 96—102 og
fyrrverandi samstarfsfólks á Gatnadeild borgarinnar.
Kristjana S. Guðlaugsdóttir,
Stefán Ó. Jónsson,
Ólafur H. Jónsson, Elín Þórarins,
Þórdís Jónsdóttir, Brynjólfur Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför fööur okkar, tengdaföður og afa,
BALDURS KRISTJÁNSSONAR,
pianóleikara.
Sórstakar þakkir flytjum viö starfsfólki á Laugarásvegi 71 og
deildar A-6 Borgarspítala.
Kristján S. Baldursson, Soffia U. Björnsdóttir,
Elsa Baldursdóttir, Kristján Guömundsson,
Guöjón Baldursson, Kristín Blöndal,
Birgir Bragi Baldursson
og barnabörn.
Sparneytnir bílar þurfa
ekki að vera þröngir
og óþægilegir. Það
sannar MAZDA 323
MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytinn
alvörubíll á smábílaverði.
Þú fórnar allt of miklu í rými og
þægindum, ef þú kaupir suma af þessum
„smábílum" sem eru á markaðnum og
endar með að borga allt of mikið fyrir
allt of lítið.
Hugsaðu þig því tvisvar um, því að
MAZDA 323 kostar aðeins
Kr. 273.000 i Deluxe útgáfu,
með ryðvörn
og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
MAZDA 323
Sættu þig ekki við neitt
minna!
mazoa BÍLABORGHF. Smlðshöföa 23. sími 812 99