Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Valtýr Pétursson sýnir gamlar „geometrískar“ myndir: Vorum kallaðir reglustikumeist- ararnir og það var ekki hrósyrði — segir listamaðurinn í stuttu spjalli Valtýr Pétursson tekur því rólega innan um verk sín. Morftunbiaaið/KÖE „Þú getur rétt ímyndað þér hvaða áhrif þessar myndir höfðu á íslendinga á sínum tíma, sem voru vanir því að myndir væru af ein- hverju, landslagi eða fólki. Nei, það var enginn barnaleikur að koma heim með þessar myndir á þeim árum,“ sagði Valtýr Péturs- son við blaðamann Morgunblaðs- ins, en Valtýr opnar í dag kl. 14.00 í Listmunahúsinu sýningu á 66 rayndum sem hann gerði á tíma- bilinu frá 1951—57, allt myndir af engu, ef svo má segja, þar sem form og litir eru látin standa fyrir sínu. Sem sagt, afstrakt eða óhlutbundin list. Myndirnar á sýningunni nú eru flestar frá sýningu Valtýs í Listvinasalnum árið 1952, en sú sýning var fíaskó, eins og það heitir, því aðeins seldust þrjár myndir. „Ragnar í Smára keypti þessar þrjár til að bjarga mér frá gjaldþroti," útskýrir Valtýr og glottir við tönn. „Geometrísk málaralist átti svo sannarlega ekki upp á pallborðið hjá íslend- ingum á þessum tíma. Jónas frá Hriflu kallaði okkur sem vorum að fást við þetta reglustiku- meistarana, og ég held að það hafi taeplega verið hrósyrði. Svona dæmalaust slæm við- brögð hefðu auðvitað getað brot- ið mann niður, en þau virkuðu öfugt á mig. Ég harnaði og var ákveðnari en nokkru sinni fyrr að halda áfram á sömu braut. Það jaðraði við að maður væri fanatíker, nei annars, það jaðr- aði ekkert við það, maður var fanatíker. Þetta var listin! Og ég hélt mig við þessa tegund mynda í tíu ár, en þá fór smám saman að losna um hlutina og það kom fram hjá mér önnur tegund af afstraktsjón, meira figúratíf. Eftir á að hyggja held ég að mótlætið hafi verið manni hollt. Það þarf mikið úthald og hörku „Georaetrískar myndir áttu ekki upp á pallborðiö hjá fólki fyrir þrjátíu árum,“ segir listamaðurinn í viðtalinu. til að stunda hvaða kúnst sem er og það ætti enginn að standa í því sem lætur bugast við minnsta mótbyr. Ég held að það sé of mikið dekrað við myndlist- armenn í dag, það er allt hafið upp til skýjanna, sama hvaða endemis hégómi er á ferðinni." — Það var töluvert um það á þessum tíma að myndlistarmenn máluðu afstrakt myndir. Hvers vegna heldurðu að það hafi ver- ið? „Myndlist er ákaflega mikiil partur af samtíð hvers og eins ef hún er einhvers virði. Myndlistin speglar alltaf að einhverju leyti hugarfarið í samtímanum. Það er til dæmis mikið los og órói í myndlist nú á dögum, sem er í samræmi við ástandið í heimin- um. Ég hugsa að geometríulistin hafi átt uppruna sinn í ósk- hyggju um að veröldin fengi á sig ákveðnari svip, meiri festu. Evrópa var í sárum eftir stríðið og það var verið að koma skipu- lagi og reglu á hlutina. Menn þráðu að binda enda á óróann og óvissuna. Og geometrískar myndir eru skipulagið uppmál- að! Þær gefa tilfinningu fyrir að allt sé í röð og reglu. í rauninni er geometrísk list mjög mikil harðlínustefna. Það er ekki við annað að styðjast en liti og form og því þarf að skipu- leggja uppbygginguna og litaval- ið mjög vel. Þetta er hreint mál- verk, eins hreint og það getur orðið. Það er kannski best að líkja geometrískri málaralist við tónlist, til dæmis fúgur. Þetta er spurning um uppbyggingu, construktsjón, og ber auk þess enga merkingu." — Áttu von á betri viðtökum nú en á sýningunni forðum? „Ætli það ekki. Það fólk sem hefur rekið hér inn nefið rekur í rogastans. Enda er það viðtekin regla að það tekur oft 20 til 30 ár að melta nýjungar í myndlist. Þessi geometría er orðin antík nú á dögum, menn mála ekki lengur í þessum stíl. Já, ég hugsa að það verði margir hissa þegar þeir sjá þessar myndir." — Ertu ánægður með mynd- irnar sjálfur? „Já, satt að segja er ég dálítið montinn af þessum myndum. Ég hef yngst um 20 ár við að festa þær upp á veggina hér í List- munahúsinu undanfarna daga. Það er varla að ég tími að láta þær frá mér. En ætli maður verði ekki að selja það sem menn vilja kaupa, ég hef lagt í svo mikil útgjöld fyrir römmum að það er ekki stætt á öðru,“ sagði Valtýr íbygginn þegar hann kvaddi blaðamanninn. Þetta er fyrsta einkasýning Valtýs í Reykjavík um langt skeið, en hann hefur á hverju ári tekið þátt í samsýningum víða um land. Sýningin nú er haldin í tilefni af 65 ára afmæli lista- mannsins og stendur til 8. apríl. Það er opið í Listmunahúsinu frá klukkan 10.00 til 18.00 á virk- um dögum, en frá 14.00 til 18.00 um helgar. Lokað er á mánudög- um. Blómlegt starf Hjálparsveitar skáta í Hafnar- firði í fyrra ÁRSRIT lljálparsveitar skáta í Hafnarfirði fyrir starfsárið 1983—1984 er nú komið út. Þar er að finna upplýsingar um skipulag sveitarinnar og uppbyggingu, búnað og aðstöðu sem hún hefur komið upp á liðnum árum með aðstoð félaga og velunnara. Þar eru einnig upplýs- ingar um útköll, leitir og önnur björgunarstörf sem sveitin hefur unnið að á síðastliðnu starfsári. í fréttatilkynningu frá hjálpar- sveitinni segir að nú séu liðin 33 ár frá stofnun hennar. Starf sveit- arinnar síðastliðið ár hafi verið öflugt og starfið hafi aldrei legið niðri á þessu þrjátíu og þriggja ára tímabili. Þar segir ennfremur að aðalmarkmið sveitarinnar hafi frá upphafi verið að vinna að al- mennum björgunarstörfum, leita að týndu fólki og aðstoða almenn- ing á neyðartímum. Hárgreiðslusýn- ing á Hótel Sögu SEXTÁN íslenskar hárgreiðslu- dömur fóru nýlega á námskeið hjá Stúhr í Kaupmannahöfn, þar sem þær lærðu allt það nýjasta í klipp- ingu og litun hársins. Þessi hópur efnir til sýningar á Hótel Sögu annað kvöld, sunnudagskvöld, og verða hársnyrtivörur frá L’Oreal einnig kynntar. Sýningin hefst kl. 20.30. Rithöfundur í klóm næturdrottningar Leiklist Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpið: Tveir einþáttungar eftir Odd Björnsson. Sarma og Söngur næturdrottn- ingarinnar. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Leikendur: Margrét Ákadóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Helga Jónsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Ketill Lar- sen og Herdís Þorvaldsdóttir. Tæknimenn: Hreinn Valdimarsson og Friðrik Stefánsson. Oddur Björnsson heldur sig á kunnuglegum slóðum í einþátt- ungum sínum. Hann er enn á snærum absúrdleikritunar sem hann blandar með hæfilegum skammti raunsæis, auk þess sem hann er ekki langt frá aðferðum þrillersins sem nefndur hefur verið tryllir á íslensku. Hvað sem um einþáttungana hans Sörmu og Söng næturdrottn- ingarlnnar má segja að þeir eru báðir áheyrileg og vel byggð verk innan sinna takmarka. Það er orðið vinsælt hjá leik- ritaskáldum að láta rithöfunda aka út í buskann og rekast á ein- mana konu við vegarbrún, bjóða henni far og síðan hefst fléttan. Oddur Björnsson tekur mið af þessu í Söng næturdrottningar- innar. Rithöfundur hans hafnar í bústað við Þingvallavatn þar sem næturdrottning ræður ríkj- um ásamt köttum sínum. Það kemur á daginn að drottningin þekkir rithöfundinn vel, leiðir hann til fundar við fortíðina um leið og hún hefur í hótunum við hann. Hún vill hafa af honum gaman, en hann virðist ekki reiðubúinn og grípur til örþrifa- ráða. Það er líka alltof mikið af fortíð sem vesalings rithöfund- urinn fær í einum skammti. Inn í þetta vefst söngferill og ópera og getur varla talist gæfulegt eins og það er túlkað í verkinu. Frægðin alræmda er líka á dagskrá. Það er vægast sagt upphafinn texti sem næturdrottningunni er lagður í munn. Brot verður að nægja. Þannig talar hún m.a. við rithöfundinn: Oddur Björnsson „... ó manstekki þegar við gengum vesturmeð sólarlaginu ljúflingur og stráðum orðum einsog næturfiðrildum útí kyrrð- ina sem var roðagull og það blæddi úr kvöldsárinu og við kysstumst og þegar kossinn var búinn stóð Næturdrottningin yf- ir okkur í þrumuskýi með dem- antakórónu og veldissprota úr hvítagulli og demöntum og söng uns við gátum vaðið vatn og eld og eldingu laust niður því til staðfestingar..." Það var með ólíkindum hve Herdís Þorvaldsdóttir náði góð- um tökum á hlutverki nætur- drottningarinnar; að hlusta á hana var eins og martröð og þannig vildi leikstjórinn eflaust hafa það. í einræðum hennar fólst ris verksins. Sarma er dálítil mynd af ást- inni og frelsinu og þeim hug- myndum sem við gerum okkur um aðra. Oftast höfum við rangt fyrirokkur. Niðurstaða beggja einþáttung- anna er í anda tryllisins, kemur ekki beinlíns á óvart, en er stefnt gegn hinu viðtekna. Einþáttungar Odds Björns- sonar held ég að séu til marks um aukin tök hans á leikritun fyrir útvarp. Ekki verður kvarað yfir flutningnum. Hann var í alla staði vel leystur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.