Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
31
Guðmundur Þórar-
insson — sextugur
Einhver ósérhlífnasti og óeigin-
gjarnasti maður sem ég hef
kynnst um dagana, Guðmundur
Þórarinsson þjálfari og íþrótta-
frömuður með meiru, er sextugur í
dag. Ymsum kann að finnast það
hár aldur, en Guðmundur er sem
betur fer yngri í anda en flestir
jafnaldrar hans, enda lífsglaður
maður og jafnan hrókur alls fagn-
aðar í vina hópi.
Guðmundur hefur í tæpa fjóra
áratugi helgað íþróttum tóm-
stundir sínar, og ef gera ætti upp
þá verðmætasköpun í þágu þjóð-
arinnar, sem hann hefur beint og
óbeint stuðlað að á þeim tíma með
liðsinni við æskufólk, yrðu vand-
fundnar þær mælistikur sem
dygðu til slíkrar úttektar.
Og þrátt fyrir að árin séu farin
að færast yfir lætur Guðmundur
engan bilbug á sér finna, heldur
sýnir nýliðum þeim sem á æfingar
mæta alltaf sama brennandi
áhugann. Og það kunna ungmenn-
in að meta og búa að síðar meir.
Guðmundur tekur þeim jafnan
föðurlega og er það meira virði að
ungviðið þroskist og dafni og verði
að nýtum þegnum en miklum af-
reksmönnum. Ekki má skilja þetta
svo að Guðmundur ráðleggi gegn
ströngum æfingum og afreksund-
irbúningi, síður en svo, aðeins
áherzlurnar eru aðrar, mannkost-
irnir varða hann meiru en glæstir
sigrar, sem jafnan vilja falla fljótt
í gleymsku.
Guðmundur kom til starfa hjá
ÍR upp úr 1950, og hefur frá upp-
hafi haft einna mestan áhuga
fyrir ungviðinu sem kemur til fé-
lagsins. Líklega hefur hann orðið
fyrir áhrifum af verkum frum-
kvöðlanna, Andreas J. Bertelsen,
Benedikts G. Waage, Haraldar Jo-
hannessen, Helga frá Brennu og
ýmissa fleiri, sem jafnan störfuðu
með heill æskunnar að leiðarljósi
og voru öllum stundum vakandi
yfir velferð félagsins. Voru þessir
menn orðlagðir fyrir drifkraft
sinn og fórnfýsi, en með starfi
sínu hefur Guðmundur einnig
unnið slíkt stórvirki að seint fellur
í gleymsku.
Auk þess sem Guðmundur hefur
unnið ómetanlegt starf hjá ÍR,
hefur hann aldrei legið á liði sínu
þegar utanfélagsmenn hafa leitað
eftir tilsögn hans. Hefur hann
sýnt þann félagslega þroska að
krefjast þess aldrei að viðkomandi
gengju í raðir ÍR-inga. Jafnframt
hefur hann reynst betri en enginn
þegar úrvalshópar eða landslið
hafa verið send til keppni í útlönd-
um. Hin síðari ár hefur Guðmund-
llr Dúfnaveislunni
„Helgarpakkar“ í Borgarnesi:
Dúfnaveislan í
„Nýlagaðri borg-
fírskri blöndu44
Horgarnesi, 21. mars.
LEIKDEILD UMFN Skallagríms hefur sýnt skemmtunarleikinn Dúfnaveisl-
una eftir Halldór Laxness 9 sinnum við góða aðsókn og hafa viðtökur
áhorfenda sjaldan verið betri að sögn Theódórs Þórðarsonar formanns
leikdeildarinnar. í samvinnu við Hótel Borgarnes og fleiri aðila býður leik-
deildin höfuðborgarbúum nú upp á „helgarpakka" í Borgarnesi sem nefndur
hefur verið „Nýlöguð borgfirsk blanda".
Blandan inniheldur ferðir upp í
Borgarnes á laugardögum, mat og
gistingu á Hótel Borgarnesi,
Dúfnaveislu í samkomuhúsinu og
dansleik á Hótelinu. Síðan er farið
til baka síðdegis á sunnudegi.
Áhugi hefur verið fyrir því hjá
ýmsum klúbbum og starfsmanna-
félögum að bregða sér saman í
slíka menningar- og skemmtiferð
upp í Borgarnes að sögn Theódórs
en það er Ferðaskrifstofa ríkisins
sem annast sölu á þessum ferðum.
Theódór sagði að sýningum færi
nú að fækka en áformað væri að
sýna verkið út marsmánuð. Bætti
Theódór því við að uppfærsla þessi
væri sú metnaðarfyllsta hjá leik-
deildinni til þessa.
- HBj.
Brenglun í grein Hardar Bergmann
f grein Harðar Bergmann um
höfundarrétt og ljósritun, sem
birtist hér í blaðinu í gær, féll
hluti málsgreina brott á tveimur
stöðum. Umræddar málsgreinar
eru svona í heild sinni ásamt
næstu málsgrein á undan:
„Ný lagaákvæði og samningar,
sem gerðir hafa verið til að koma í
veg fyrir hömlulausan hugverka-
þjófnað, hafa' jafnan dugað illa
hér á landi. Mikið skortir hér á að
virðing manna fyrir höfundarrétti
vtrði jafn-rík og virðingin fyrir öðr-
um tegundum eignarréttar."
„Með tilkomu ljósritunarvéla í
flestum skólum varð mikil um-
breyting á stöðu og möguleikum
útgefenda og höfunda þeirra verka
sem einkum er seilst til á þessum
vettvangi. Stórlega dró úr sölu á
ýmsum kennslugögnum sem notuð
eru í 9. bekk og framhaldsskólum,
einkum verkefna- og æfingabókum
og ýmiss konar textasöfnum fyrir
móðurmáls- og málakennslu."
ur einnig gengið til liðs við lyft-
ingamenn og reynst þeim drjúgur
í starfi. Það er því stór hópur
manna sem stendur í þakkarskuld
við Guðmund Þórarinsson á þess-
um tímamótum.
Og það er einmitt þess vegna
sem ég drep niður penna að þessu
sinni, til að auðsýna þakklæti
fyrir góða viðkynningu og þann
óbilandi áhuga sem hann hefur
sýnt okkur íþróttamönnunum alla
tíð. Ég veit að ég mæli fyrir munn
margra félaga minna er ég læt þá
ósk í ljós að Guðmundur eigi enn
eftir að veita íþróttahreyfingunni
af kröftum sínum, af þeim óbil-
andi áhuga sem alla tíð hefur ein-
kennt hans starf.
Lifðu heill, góði vin._
Agúst Asgeirsson
Kvedja frá frjáls-
íþróttadeild ÍK
Guðmundur Þórarinsson þjálf-
ari frjálsíþróttamanna ÍR í rúm
30 ár er sextugur í dag. Guðmund-
ur kom til starfa hjá ÍR 1952 og
hefur alla tíð síðan starfað hjá fé-
laginu af miklum krafti. Ilefur
hann unnið ómetanlegt starf, sem
seint verður fullþakkað.
Auk þess að vera þjálfari
keppnismanna var Guðmundur og
um skeið einn helsti leiðtogi deild-
arinnar, og enn i dag tekur hann
virkan þátt í félagsstarfinu, þann-
ig að hann hefur brúað bilið milli
nýrra kynslóða í íþróttastarfinu.
Guðmundur er enn mikilvirkur í
starfi frjálsíþróttadeildarinnar,
og er það ósk stjórnar deildarinn-
ar, að ÍR-ingar eigi eftir að njóta
krafta hans áfram um ókomna
framtíð.
Á þessari stundu vill stjórn
frjálsíþróttadeildarinnar koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
Guðmundar fyrir hans fórnfúsa
starf í þágu þúsunda æskumanna
og kvenna innan vébanda félags-
ins frá 1952.
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Bestu verðin!
Nýslátrað svínakjöt:
Víkingasteik Bógur
l HDuin i orninn ^
I95.00 129<!g
Ekta Sunnudagssteik! Kótilettur
Kynff 220-SS
r , Unghænur
'J'^nýreykt /TC.00
Foldala J Svínalæri
-|48^ 14^.00
Beinlausbiti.
Kjúklingar
F8889S125S
Opið til kl.4
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2