Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Minning: Hólmfríður Ásgríms- dóttir — Akranesi í dag er til moldar borin frá Akraneskirkju amma mín, Hólm- fríður Ásgrímsdóttir, og lögð til hinstu hvílu í kirkjugarðinum að Görðum við hlið maka síns, Guð- mundar Jónssonar. Fríða, eins og hún var jafnan nefnd, en hún hét fullu nafni Hólmfríður Kristín Amalía, var í þennan heim borin fyrir rúmum 77 árum, eða þann 8. ágúst 1906. Foreldrar hennar voru Ásgrím- ur Stefánsson frá Stórubrekku í Fljótum í Skagafirði, fæddur árið 1893 og Sigmunda Skúladóttir frá Ýsta-Mó í Fljótum, fædd 1880. Þau Ásgrímur og Sigmunda settust að búi í Efra-Ási í Hjalta- dal, Skagafirði. Eignuðustu þau fjögur börn og var Fríða þeirra elst. Eru systur hennar tvær, Helga og Guðrún. Sveinbarn hjón- anna í Efra-Ási dó í frumbernsku. Fríða fór fljótlega eftir ferm- ingu að vinna fyrir sér með vinn- umennsku á ýmsum bæjum, því faðir hennar var snemma heilsu- veill og lést er hún var enn á ungl- ingsaldri. Næstu árin lá leiðin í margar verstöðvar, í síld á Siglu- fjörð, á vertíðir í Vestmannaeyj- um og víðar. Lífsförunautur Fríðu var Guð- mundur Jónsson, fæddur 29. júní 1908. Sonur Jóns Guðmundssonar, formanns frá Gamla-Hrauni við Eyrarbakka, og konu hans, Ingi- bjargar Jónsdóttur frá Miðhúsum í Stokkseyrarhreppi. Starfsvett- vangur mestan hluta ævi Guð- mundar var sjórinn. Hóf hann á unga aldri sjóróðra, var vélstjóri og síðar skipstjóri um áraraðir, lengst af á Sigrúnu AK-71. Þótti hann aflamaður góður. Þá er frægt er hann á árinu 1952 skilaði skipi og skipshöfn heim eftir mikla hrakningar í aftakaveðri um hávetur. Síðustu árin stundaði Guðmundur veiðar á báti sínum með annarri vinnu. Hann lést við störf sín þann 22. ágúst 1972. Þeim Guðmundi og Fríður varð sex barna auðið og þau eru: Sævar, fæddur 1932, maki Gréta Gunn- arsdóttir. Ingibjörg Gíslína, fædd 1933, maki Davíð Friðriksson, nú látinn, sambýlismaður Árni Brynjólfsson. Sigmunda Kolbrún, fædd 1935, maki Guðmundur Bernharð Sveinsson. Ásgrímur Þór, fæddur 1940, maki Ingibjörg Guðmundsdóttir. Barði Erling, fæddur 1944, maki Eirný Vals- dóttir. Jónína Lilja, fædd 1946, maki Björgólfur Einarsson. Fyrir átti Fríða dóttur, Ásfríði Guð- rúnu, fædd 1927, en hún lést fyrir aldur fram árið 1956. Barnabörnin eru 26 og barnabarnabörnin eru orðin 24. í byrjun fjórða áratugarins hófu þau búskap sinn, fyrst í Reykjavík um skeið en síðan á Akranesi alla tíð eftir það. Fyrstu sambýlisár þeirra hafa án efa ver- ið erfið, heimskreppan mikla í al- gleymingi og alþýðufólki þröngur stakkur skorinn. Hlutverk Fríðu sem sjómannskonu hlýtur á tíðum að hafa verið vandasamt, þótt ekki væri um það fengist, enda byggð- ist afkoma fólks við sjávarsíðuna á sjósókn og gerir enn þótt að- Margrét Jóns- dóttir - Minning Fædd 19. október 1907 Dáin 15. mars 1984 „Lát mig starfa, lát mig vaka lifa meðan dagur er.“ (Margrét Jónsdóttir) Þessar ljóðlínur komu í hug mér nú þegar kvödd er Margrét föður- systir mín. Hún var ein af þessum sívinnandi alþýðukonum sem háðu sína lífsbaráttu án þess að gleði og sorgir væru nokkurn tíma á torg bornar. Fáir held ég að hafi þekkt þessa frænku mína mjög náið, því að jafnaði var hún hvorki marg- mál né mikið gefin fyrir heimsins lystisemdir. Hún var þó sannur vinur vina sinna, en fáum hleypti hún inn fyrir þá skel sem lífið og tilveran höfðu hlaðið utan um hana og hélt fólki gjarnan í hæfi- legri fjarlægð frá henni. Guðrún Margrét, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Fagra- dal í Vopnafirði, yngst fjögurra systkina. Foreldrar hennar voru Jón Hannesson og Sigríður Jónas- dóttir. Aðeins lifir nú yngsti bróð- irinn, Hannes, en þeir Magnús og Jörgen eru báðir horfnir. Margrét ólst upp í foreldrahús- um og fylgdi foreldrum sínum fyrst inn í kauptúnið á Vopnafirði, síðan að Krossi á Berufjarðar- strönd og loks til Svínafells í Hornafirði. Allt frá því að fært var, mátti Margrét vinna hörðum höndum fyrir sínu lifibrauði og á yngri árum fór hún víða í atvinnu- leit og vann oftast í kaupavinnu eða þá sem ráðskona á vertfð. Árið 1929—1930 var hún í Húsmæðra- skólanum á ísafirði og eftir það vann hún m.a. við saumaskap, enda mjög handlagin og vandvirk. Árið 1943 eignaðist hún Lilly, einkadóttur sína, sem eflaust varð hennar mesti gleðigjafi í lífinu. Enn eru mér minnisstæðar mynd- irnar sem við fengum austur á Seyðisfjörð af þessari litlu, fallegu frænku sem alltaf virtist vera í svo glæsilegum kjólum að fátt stóðst samanburð. Alla tíð hafa þær mæðgur fylgst að, og þegar Lilly giftist og stofnaði sitt eigið heimili átti Margrét alltaf sama- stað hjá henni og frá glæsilegu heimili hennar og manns hennar, Þorleifs Sigurðssonar, í Hafnar- firði, flutti Margrét á sjúkrahúsið í sína hinstu för. Það er ekki ætlunin í þessari stuttu kveðju að reka í smáatrið- um lífshlaup þessarar frænku minnar, enda skortir mig alla þekkingu til þess. Hún var uppalin í þvf umhverfi sem gerði vinnuna á lífsstíl, vinnan var henni lífs- nauðsyn, andleg ekki síður en efnaleg. Jafnvel eftir að lögboðn- um ellilífeyrisaldri var náð hélt hún áfram að vinna og gladdi sig yfir prjónaskap og því að geta haldið áfram að vera sjálfri sér nóg en ekki byrði á umhverfi sfnu. Forsjónin leyfði henni líka að njóta starfskrafta sinna allt til hins síðasta. Að lokum vil ég senda Lilly, Þorleifi, Stefáni, Margréti yngri og Erlu á Víðivangi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Öll eigum við sameiginlega minninguna um þessa kraftmiklu kjarnakonu og kveðjum hana að leiðarlokum með þökk og virðingu. Sigrún Klara Hannesdóttir stæður allar hafi breyst. Héldu þau Fríða og Guðmundur heimili fyrst í leiguhúsnæði víða á Akra- nesi, en festu síðar kaup á húsinu „Laufási“. Um árið 1950 var síðan flutt í hið reisulega hús að Kirkju- braut 21 eða „Guðnabæ" eins og húsið er kallað. Þar bjuggu þau alla tíð síðan og því var „Guðna- bær“ eins konar ættaróðal okkar afkomendanna sem stóð okkur alltaf opinn. Hjá Fríðu var ávallt til á könnunni og meðlæti og um margt spjallað gegnum árin. Þá var líka spáð í bolla fyrir þá er vildu fræðast örlítið um framtíð- ina. Fríða fylgdist vel með afkom- endum sínum alla tíð. Þá voru þeir orðnir margir „málleysingjarnir" er hafa haft hana að matmóður og gilti þá einu hvort þeir voru heim- ilisfastir í „Guðnabæ" eða ekki. Það er huggun harmi gegn að amma fékk að lifa til síðasta dags í skjóli hússins síns og í návist garðsins sem henni var svo annt um. Daginn fyrir andlátið var hún að sýsla með laukana sína enda gróandinn í nánd. Fríða hafði sína 35 barnatrú sem reyndist henni gott vegarnesti. Á dánardægri Fríðu fæddist langömmubarn, sonur nöfnu hennar, og var hún þvi glöð og sæl er hún lagðist til hvílu í síðasta sinn. Fríða andaðist í svefni þann 18. marz. Hún kvaddi hljóðlega á þeim stað er henni var kærastur. Hvíli hún í friði. Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum. Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gengum. Það hressir hug i neyð, það huggar sál í deyð. Lát börn vor eftir oss það erfa blessað hnoss. 0, gef það glatist engum. (Helgi H.) Jóhann Davíðsson, Guðbjörg Sig. Guð- mundsdóttir. Hér færð ÞU svarið Daglega þarf fjöldi fólks að leita upplýsinga um ís- lensk fyrirtæki, starfsemi þeirra og starfsmenn bæði vegna viðskiptaerinda og annars. Slíkt er oft tímafrekt og fyrirhafnarsamt. í bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1 984 er að finna svör við flestum spurningum um íslensk fyrirtæki og eru upplýsingarnar settarfram á aðgengilegan hátt, þannig að auðvelt á að vera að finna það sem leitað er aö. (SLENSK FYRIRTÆKI er ekki bók sem menn grípa með sér í rúmið til skemmtilesturs, heldur bók sem hefur margþætt notagildi og sparar tíma og fyrirhöfn. ÍSLENSK FYRIRTÆKI er handbók sem ómetanlegt er að hafa við höndina. [ bókinni ÍSLENSK FYRIRTÆKI 1984 er m.a. að finna: ★ Skrá yfir útflytjendur ★ Umboðaskrá ★ Vöru- og þjónustuskrá ★ Skrá yfir íslensk fyrir- tæki og helstu starfsmenn þeirra ★ Skipaskrá. Hafðu ÍSLENSK FYRIRTÆK11984 við höndina ÍSLCNSK FVRIRTfEKI Ármúla 18-105 Reykjavík - ísland - Sími 82300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.