Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 c im miirifii1 prt»» bsLorrxO^>uriir\r\ { ggeLudýrabáfrmni höiiitt \>\JrPt\ rnciVi hreyPíngU." ... að gera hvem dag að hennar degi. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved °1984 Los Angetes Times Syndteale Éf> hafði glcymt lyklinum, svo ég klifraði inn um gluggann, væna mín! Með morgunkaffinu Upp med þig eins og skot. Ég í nú að fá að komast í skugg- ann! HÖGNI HREKKVÍSI Nokkur orð til Hildar Dagsdóttur: „Sá guli hefur lyft Grettistakinu“ Valtýr Guðmundsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Einhver Hildur Dagsdóttir sendi mér tóninn í blaðinu hinn 9. þessa mánaðar og lét móðan mása — af hverju vissi ég nú ekki. Grein hennar var nú frem- ur lítið málefnaleg. Samt kom það ótvírætt í ljós hjá frúnni að hún trúir á drauga, tröll og aft- urgöngur. Hélt ég að slíkur barnaskapur væri horfinn með öllu úr vitund núlifandi manna, en því miður er það nú ekki svo gott að því er virðist. Auðvitað hefur hinn svokallaði Glámur, sem á að hafa riðið hús- um á Þórhallsstöðum í Forsælu- dal aldrei verið til, og þess vegna ekki heldur gætt fjár á þeim bæ. Það er tóm vitleysa að halda slíku fram. Leikaraskapur ein- hvers konar mun þarna hafa verið um hönd hafður eins og svo oft kom fyrir á landi hér — jafn- vel allt fram á vora daga. Menn sem látnir eru ganga aftur til- heyra bara skröksögum og engu öðru. Liggur því beinast við að trúa Gretti Ásmundarsyni fyrir því að hafa gætt sauða nokkra daga inn í Forsæludal og þegið matbjörg að launum, enda hefur hann verið vanur því starfi líkt og gefur að skilja. Allir íslenzkir bændasynir hafa einhvern tíma gert þetta frá upphafi vega. Þessi ágæti fornkappi hafði áður skipt um nafn oggefist vel. Vissulega hafa aðrir svona í og með komið þar við sögu, því fleiri en Grettir þurftu oft að bjarga lífi sínu þegar harðnaði á dalnum. Þessi ályktun mín er ekki byggð á neinni vanþekk- ingu, heldur þveröfugt. Nafn þessa örlaga-hrjáða manns lét ég fylgja grein minni í sam- bandi við þorskinn, vegna þess að sá „guli“ hefur lyft Grettis- taki varðandi fjárhag þjóðarinn- ar, og þess vegna á hann allt gott skilið. Hefði engar hártoganir þurft að eiga sér stað þess vegna að mínum dómi. Undir lokin í sinni kvenlegu ritsmíð var Hildur eitthvað að nefna ullarkamba. Það atriði út- af fyrir sig er nú ekki svaravert. En þetta eru góðir hlutir og sjálfsagt fyrir konuna að hafa þá með sér ef henni dytti í hug að ferðast út á land með vorinu — og þakka fyrir sig á verðskuldað- an hátt ef henni yrði boðinn kaffisopi með nýbakaðri hjóna- bandssæluköku í ofanálag — annað eins hefur áður gerst eins og það að taka vel á móti góðum gesti.“ Málvöndunarþankar — og fyrirspurn um vísur Þórunn Guðmundsdóttir skrif- ar: Góði Velvakandi. Mér er fjarska hlýtt til veður- fræðinga, en vænna þætti mér um þá ef þeir hættu að hafa enskan framburð á orðum, sem tákna veðurfar. Ég hefi bent á þetta áður, en fyrir blindum augum að því er virðist. Nú er „veðurfregnatíminn" kominn i þennan hóp. Sumir leggja áherzlu á „veður“ sem rétt er, en aðrir geyma hana handa síðari hluta orðsins. Veðurfregnir ymja svo oft í eyrum manna að þessi annarlegi framburður hef- ur áhrif, þó fólk hlusti ekki beint. Ég heyrði nýlega konu, vel mælta á íslenzku, segja suðaust- ur með áherzlu á „austur" að hætti veðurfræðinga. Ég tel að öðru leyti gott málfar á veður- lýsingum. Eitt sinn þótti mér ágætur veðurfræðingur nota orðið „magn“ alveg að óþörfu, en það orð hefir vaðið uppi í máli manna mjög til óþurftar. Varð þá til þess baga: Illra veöra magnast magn hjá mögnuðum veðurfræðingum, þjóð þeir magna magnað gagn með mögnuðum veðurlýsingum. Mér finnst ánægjulegt að menn eru samkvæmt útvarpinu almennt farnir að opna verzlanir og aðra staði og þeir hættir að opna sig sjálfir eins og tíðkast hefur. Ég hefi líka orðið þess vör að „ársgrundvöllurinn" hefur látið undan síga. Tel ég það virð- ingarvert. Mér dettur í hug, hvort ekki væri hægt að fá fjöl- miðlamenn til að segja: „Að minnsta kosti" í stað „allavega" eða „allavegana", sem hver gleypir nú eftir öðrum í gríð og ergi. Þetta er uppsuða úr „any- way“ sem enskir nota í tíma og Snilldarþættir Til Velvakanda. „Ég vil eindregið benda fólki á miðvikudagsþættina í morgun- útvarpinu um íslenskar konur, sem Björg Einarsdóttir hefur verið með í vetur. Björg setur efnið fram á ein- falda og skemmtilega vísu og á mjög góðri íslensku. Mér finnst margt lakara hafa komið á prenti en þetta efni. Ég vil þakka fyrir alla þættina en nefni sérstaklega frásögnina um dr. Björgu Þorláksson, eina mætustu dóttur minnar sýslu. Ég tel að minning hennar hafi legið um of í láginni. Hún var vel menntuð og vísindamaður. Ilúnvetningur." ótíma. Ég skora á fjölmiðlana að þegar þeir hugsa „anyway" þá skipti þeir yfir á okkar íslenzka orðtæki „að minnsta kosti". Margir þeir sem tala og skrifa fyrir almenning eru mjög rugl- aðir í notkun forsetninga. Eg stundaði dálítið málanám áður fyrr og var þá mikið lagt upp úr réttri notkun forsetninga, þótt það kostaði nokkurt erfiði. Tókst mér allvel að ná tökum á þessu. Þætti mér því ekki ólíklegt að allt þetta velgefna, sem lætur ljós sitt skína yfir alþjóð, gæti með lítilli fyrirhöfn lært þennan þátt móðurmálsins, nema svo sé eins og Helgi Hálfdanarson sagði, að íslendingar virtust geta lært öll mál nema íslenzku. Ég skora á aðstandendur útvarps og sjónvarps að halda námskeið til að kenna þessu fólki þessi atriði og önnur, sem eru nauðsynleg góðu málfari og þá ekki sízt að beita lýsingarhætti, sem margir virðast alls ekki kunna, en er þó eitt aðalatriði fagurs máls. Velvakandi góður. Þú ert mjög naskur og natinn við að hafa upp á ýmsum kveðskap fyrir fólk. Nú langar mig að biðja þig að at- huga um tvo bragi, sem ég kann að vísu ekki nema smáglefsur úr. Annar er svona: „... átjan bændur í Kjósinni, á sama máli var Merar-Gróa og Magnús karl- inn í Bráðræði". Hinn hljóðar svo: „Svo var mikill satans kraft- ur/ að saltaðir gengu þorskar aftur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.