Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 70. tbl. 71. árg.____________________________________LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kaupmannahnfn. 23. marz. Krá frélla- rilara Morgunhladsins. Ib Björnhak. KNUD B. Anderson, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, lézt í dag eftir langvarandi veik- indi. Hann var í hópi kunnustu fnrystumanna danskra jafnaiV armanna og um langt skeið einn af áhrifamestu stjórnmála- mönnum Danmerkur. K.B. Andersen var mikill ís- landsvinur. Hann fékk því framgengt er hann var menntamálaráðherra Dan- merkur, að handritin voru af- hent íslendingum. Höfðu þeir fengið slæm brunasár á augum, svo að tvísýnt þótti um sjón þeirra. Aðrir skipverjar urðu um kyrrt um borð í skipinu og hugðust sigla því til Borgundar- hólms. Ekki leið samt nema skammur tími þangað til þeir höfðu einnig fengið slæm sjúk- dómseinkenni og það svo, að þeir misstu sjónina. Læknar á sjúkra- húsinu í Visby í Gautlandi sögðu í dag, að enginn þessara manna gæti enn séð, en vonir stæðu samt til að unnt yrði að bjarga sjón þeirra. E1 Salvador: Kaupmannahöfn, 23. marz. Frá frcttaritara Morgunhlaösins, Ih Björnhak og AP. SJÖ færeyskir sjómenn hafa misst sjónina vegna slæmra brunasára af völdum sinnepsgass í Eystrasalti. Er gas þetta komið frá miklum birgðum af sinnepsgasi, sem l'jóðverjar vörpuðu í Eystrasalt í lok heimsstvrjaldarinnar síðari. Færeyska togskipið Heldarstindur frá Sandavogi er þriðja skipið í þessari viku, sem verður fyrir því að fá hylki með þessu hættulega gasi í vörpuna. Gerðist þetta á hafsvæðinu milli Borgundarhólms og Svíþjóðar. Frá áramótum hafa áhafnir á meira en 30 togskipum orðið fyrir sinnepsgasi á þessu svæði og er það meira en nokkru sinni á þeim 35 árum, sem liðin eru frá því að Þjóðverjar vörpuðu eiturefninu í sjóinn. Það voru bandamenn, sem eftir sigur sinn yfir Þjóðverjum skipuðu þeim að kasta að minnsta kosti 100.000 tonnum af sinneps- gasi í sjóinn í grennd við Borgund- arhólm. Var þetta gert til þess að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar gætu ráðið yfir slíkum efnavopn- um í framtíðinni. Næstu ár á eftir hlutu margir danskir sjómenn áverka af völdum sinnepsgass, er skip þeirra fengu sprengihylki með eiturgasinu í vörpuna. En frá því í kringum 1960 hafa ekki orðið nein meiri háttar slys af þessum sökum. Það gerðist svo í síðustu viku, að fjórir menn á danska skipinu Pernille Michael urðu fyrir gaseitrun og hlutu þrír þeirra svo slæma áverka, að flytja varð þá á ríkis- sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Börge Eilhorn, 37 ára gamall sjómaður af togskipinu „Pernillé Michael" hlaut m ikil brunasár á andliti og fótum af völdum sinnepsgass, er skip hans fékk hylki með sinnepsgasi í vörpuna við veiðar á Eystrasalti. Mitterrand vill fara til Moskvu Sl. þriðjudag var svo skipverji á danska togaranum Vibeke Foldag- er fluttur á sjúkrahús á Borgund- arhólmi. Hafði hann hlotið mikil brunasár á andliti af völdum sinn- epsgass. Alvarlegasta slysið átti sér þó stað á fimmtudagsmorgun um borð í færeyska togaranum Heldarstindur, sem sendi út neyð- arkall eftir að fengið í vörpuna sprengikúlu, er lak sinnepsgasi út um allt skipið. Þrír af skipverjunum voru flutt- ir flugleiðis á sjúkrahús í Sviþjóð. San Salvador, 23. marz. AP. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar í El Salvador vörpuðu í dag sprengjum í höfuðborginni San Salvador og í Santa Ana, næststærstu borg landsins, gerðu þeir árás á herlið stjórnarinnar. Hefur stjórnarherinn fengið fyrirmæli um að vera í viðbragðsstöðu, þar til forsetakosningunum er lokið, sem fram eiga að fara í landinu á sunnudag. Einn óbreyttur borgari var drepinn og annar særðist hættu- lega í árás skæruliða í Santa Ana siðdegis í gær. Þá sprungu einnig tvær sprengjur í bænum San Jac- into í suðurhluta landsins með þeim afleiðingum að tveir vörubíl- ar eyðilögðust. Sex sprengjur fundust ennfremur í grennd við flugvöllinn í Ilopango, en þær voru eyðilagðar af stjórnarhermönnum áður en þær sprungu. Átta frambjóðendur eru í kjöri í forsetakosningunum. Ekki er gert ráð fyrir, að úrslit liggi fyrir fyrr en þremur sólarhringum eftir að kosningunum líkur. Telur grundvöll fyrir afvopnunarviðræöum Wa-shington, 23. marz. Al’. Krancois Mitt- errand Frakk- iandsforseti sagði í dag, að sennilega færi hann til Moskvu fyrir lok þessa árs til viðræðna við ráðamenn þar. Þá spáði hann því, að viðræður milli Mitterrand Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um eftirlit með vígbúnaði myndu hefjast að nýju, áður en langt um liði. Mitterrand skýrði frá þessu að loknum tveggja daga við- ræðum hans og Reagans Bandaríkjaforseta í Washing- ton. Sagði franski forsetinn, að uppsetning nýrra bandarískra eldflauga í Evrópu hefði verið mikill hnekkir fyrir Sovétmenn og þeim væri því erfitt um vik að láta eins og ekkert hefði gerzt. Mitterrand, sem var ein- dreginn stuðningsmaður þess, að eldflaugunum væri komið upp til þess að draga úr yfir- burðum Sovétmanna á þessu sviði, sagði ennfremur: „Nú er það mikilvægt að gera ekkert, sem geti orðið til þess að skapa nýjar deilur. Það er hægt að taka upp við- ræður að nýju, en það verður að gerast á réttum tíma,“ sagði Mitterrand. Hann bætti því við, að ekki væri unnt að full- yrða, hvort hann færi til Moskvu. „En það er mjög sennilegt að ég fari slíka ferð í lok þessa árs.“ íleit að skæruliðum Stjórnarhermenn í El Salvador sjást hér í leit að skæruliðum í bænum La Palma til þess að tryggja öryggi þar og koma í veg fyrir hugsanleg hryðjuverk er forsetakosningarnar fara fram á sunnudag. A undanförnum tveimur árum hafa skæruliðar hvað eftir annað hernumið þennan bæ. Sjá erlendan vettvang á bls. 20. K.B. Ander- sen látinn Stórslys á Eystrasalti af yöldum sinnepsgass Herinn í við- bragðsstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.