Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 34 Minning: Jóna E. Jóhannes- dóttir frá Horni Fædd 1. september 1892 Dáin 15. mars 1984 Lit ég liðin árin langa farna braut. Gleði, sorg og sárin, sigur, tap og þraut. Brosir myndin bjarta, besta drottins gjöf, móðurhönd og hjarta, helgar líf og gröf. (M.M.: Til móður minnar) Þann 15. mars sl. lést í Sjúkra- húsi ísafjarðar tengdamóðir mín, Jóna, eftir erfiða sjúkdómslegu. Er ég lít yfir þau liðnu ár sem ég hefi átt því láni að fagna, að þekkja og eiga samvistir við þessa elskulegu konu, koma ótal minn- ingar upp í hugann. Frá því ég, sem ung stúlka, tengdist fjölskyldu hennar, hefur mér þótt vænt um hana sem hún væri mín eigin móðir, enda hefur hún reynst mér þannig alla tíð. Ég minnist hve gott var að koma í Krókinn til Jónu og Stígs fyrstu árin eftir að við Arnór gift- um okkur og hve elstu börnin, sem báru nöfn þeirra beggja, nutu þess að vera hjá afa og ömmu, sem allt- af voru jafn mild og hlý. Á heimili þeirra ríkti góðvild og glaðværð, sem alltaf fylgdi þeim hjónum hvar sem þau komu. Oft var mannmargt í Króknum, því mörg voru bðrnin sem sóttu til þeirra og mörg töluðu um Jónu ömmu, þó þau væru ekkert skyld. Sum þeirra hafa alla tíð haldið tryggð við hana síðan. Sýnir það best persónuleika Jónu, hve hún laðaði börn að sér og vakti með þeim virðingu og ást, sem ávallt hélst. —lengdafaðir minn lést 8. sept- ember 1954, þá aðeins rúmlega sextugur, og harmaði Jóna hann mikið eins og við öll. Eftir lát hans bjó hún með börnum sínum, Helgu og Stíg, að Hnífsdalsvegi 10, eða Króknum eins og það er kallað, eða þar til hún flutti með syni sínum, Stíg, að Hlíðarvegi 32. Er Stígur giftist, var hún áfram á heimili hans og Halldóru þar til hún fór á Sjúkra- hús ísafjarðar, þar sem hún var að mestu leyti síðan. Ég man vel hve ég var kvíðin fyrir því að okkur mundi nú ekki semja eins vel er við værum í svo nánu sambýli. En sá kvíði reyndist ástæðulaus, og hefi ég oft þakkað guði fyrir að hafa átt þess kost að njóta samvista við hana öll þessi ár, án þess að nokkurn tíma bæri skugga á okkar kynni. Verður aldrei fullþökkuð sú ást og um- hyggja sem hún sýndi okkur, og ekki síst börnunum, sem voru svo gæfusöm að hafa ömmu svo ná- lægt sér. Hún hafði alltaf nógan tíma til þess að sinna þeim og taldi ekki eftir sér sporin niður stóran stiga, þegar hún heyrði barnsrödd kalla á ömmu, eða löngu, eins og langömmubörnin kölluðu hana. Þá var farið í svuntuvasann og vissu þau alltaf hvað þar var geymt. Ef vantaði plástur, var hann alltaf betri hjá Jónu ömmu. Enn koma minningar; börnin okkar biðu alltaf í ofvæni eftir því að heyra hreyfingu á efri hæðinni, svo þau gætu farið að bjóða góðan dag. Ég man einn morgun, er ég hafði bannað litlu orðhvötu stúlk- unni minni að fara of snemma upp, að hún sagði: „Hún amma mín er víst farin að skrölta" og hve Jóna hló dátt, þegar henni var sagt frá þessu, enda hafði hún ríkt skopskyn. Er. stundum komu erf- iðar stundir. Lát tveggja barna- barna sinna tók Jóna mjög nærri sér, hafði hana dreymt fyrir láti þeirra, og sýnir það hið nána sam- band hennar við þau. Okkur í þeim fjölskyldum seip um sárt áttu að binda, reyndist hún stoð og stytta og var það mikill styrkur fyrir okkur öll. Jóna var fædd að Dynjanda í Grunnavíkurhreppi 1. september 1892. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Helgadóttur og Jóhann- esar Ámundasonar, sem þar voru í húsmennsku. Bróðir Jónu, Guð- mundur, og hálfsystir, María að nafni, eru nú bæði látin. Jóna bjó með móður sinni, þar til hún fór til Ragnheiðar Jóns- dóttur og Guðbjarts Kristjánsson- ar á Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi og ólst upp hjá þeim þar til hún fór að Horni 19 ára gömul. Þar kynntist hún manni sínum, Stíg Haraldssyni, og hófu þau búskap þar. Þá tóku þau til sín móður Jónu, Guðríði, og bjó hún á heimili þeirra til dauðadags. Jóna og Stígur eignuðust 10 börn. Eitt barnanna misstu þau nýfætt, en dóttir þeirra, Guðný, dó 8. mars 1972, aðeins rúmlega fer- tug. Hún var gift Benedikt Dav- íðssyni og áttu þau fjögur börn. Börn Jónu og Stígs eru: Harald- ur, sem giftur var Elínu Guð- mundsdóttur, sem nú er látin, áttu þau tvær dætur. Hann býr með Bjarnveigu Jakobsdóttur, búa þau í Kópavogi. Bergmundur, giftur Jónu Guðmundsdóttur, þau eru búsett á Akranesi. Eiga þau tvö börn. Sigrún, gift Herði Davíðs- syni, þau eiga þrjár dætur og búa í Kópavogi. Arnór, giftur Málfríði Halldórsdóttur, búsett á ísafirði. Þau eiga þrjú börn. Rebekka, gift Sturlu Halldórssyni, þau eiga fimm börn og búa á ísafirði. Helga, gift Ragúel Hagalínssyni, búa á ísafirði og eiga fjögur börn. Anna, býr í Reykjavík, hún á eina dóttir. Stígur, giftur Halldóru Daníelsdóttur, þau búa á ísafirði. Á heimili Jónu og Stígs dvöldu oft börn um lengri eða skemmri tíma og var þeim sýnd sama ástúð og eigin börnum Það er augljóst að margt hefur hvílt á herðum húsmóðurinnar á Horni með þetta stóra heimili. Þau hjónin voru mjög gestrisin og hjálpsöm, og dvaldi oft fjöldi r manns hjá þeim, sérstaklega á vorin, yfir bjargtímann. Einnig hef ég heyrt af einstæðingum, sem alltaf áttu þar athvarf hvenær sem þeir þurftu með. Ef einhver veikindi eða erfiðleikar steðjuðu að var Jóna sótt, sérstaklega ef ekki náðist í lækni, sem þurfti að sækja til Hesteyrar eða jafnvel til Isafjarðar. Var Jónu alltaf trúað fyrir meðölum og umbúðum, sem hægt var að grípa til í neyð. Hún var snyrtimenni svo af bar og vel verki farin, ákveðin ef því var að skipta, en umfram allt sú sem hægt var að treysta. Mikillar forsjálni varð að gæta í öflun og geymslu matvæla fyrir svo stórt heimili, því samgöngur voru mjög strjálar, oft engin skipsferð allan veturinn. Má nærri geta, að ekki var sótt til annarra sem til þurfti, urðu börnin því snemma að taka til hendi. Þau hafa sýnt það síðar, að sú leiðsögn sem þau hlutu í foreldrahúsum hefur reynstJ)eim gott veganesti á lifsleiðinni. Á heimilinu var mikið lesið, bæði ljóð og sagnir og öll höfðu þau gaman af söng. Síðustu árin sem barnakennsla var á Horni, var skólinn til húsa hjá þeim. Einnig voru þar oft aðr- ar samkomur, svo sem framboðs- fundir og messur. Finnst okkur nú, er við komum í Stígshúsið á Horni, ótrúlegt að allur þessi fjöldi hafi dvalið í þessu litla húsi sem enn er haldið vel við, þó staðurinn sé kominn í eyði. En ég segi eins og mætur maður ritaði í gestabókina á Horni, er hann var á ferð um Hornstrandir: „í Stígshúsi ríkir góður andi“ og má það með sanni segja, að svo hafi verið og sé enn. Jóna og Stígur fluttu til ísa- fjarðar í september 1946, vegna veikinda Stígs og fór þá Horn í eyði, þar sem þau voru síðustu ábúendur þar. Tengdamóðir min var heilsu- hraust mestan hluta ævi sinnar og var vel ern, en fyrir rúmlega tveim árum brotnaði hún á mjöðm og varð að flytja hana til Reykjavík- ur í aðgerð. Náði hún sér nokkuð vel en varð þó að mestu að dvelja á sjúkrahúsinu hér. í janúar sl. datt hún og mjaðmarbrotnaði á ný og var þá flutt aftur til Reykjavíkur í aðgerð. Mun mér alltaf verða minnis- stætt hve dugmikil og kjarkgóð þessi aldna kona var í bæði skipt- in, bæði í flugvélinni og eins er komið var á sjúkrahús. Á leiðinni heim nú síðast reyndi hún að glettast, þó líðanin væri ekki góð eftir svona stóra aðgerð. Sú að- gerð virtist takást vel, en Jónu hrakaði upp frá því og lést eftir erfitt sjúkdómsstríð þann 15. mars sl. Þó söknuður okkar, sem eftir lifum, sé mikill, erum við þakklát fyrir að hún hefur nú fengið þá hvíld sem hún þráði. Jóna naut ástar og virðingar barna sinna og ástvina allra til hinstu stundar og munum við ávallt minnast hennar með þakk- látum huga. Guð blessi hana. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Hvíl, þín braut er búin, burt með hryggð og tár. Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi, friðarsunna skín. Hlý að hinsta blundi, helgast minning þín. (M.M.: Til móður minnar.) Málfríúur Halldórsdóttir, ísafirði. Minning: Guðbergur Már Reynisson Fæddur 1. september 1961. Dáinn 17. mars 1984. Á björtum vetrardegi, með hækkandi sól á lofti og fólk farið að búa sig undir vorkomuna, og allt virtist leika í lyndi, var eins og allt í einu yrði myrkur um stund og tíminn stæði í stað, þegar sú harmafregn barst um okkar litla byggðarlag að Guðbergur væri látinn. Maður hugsaði ósjálfrátt: Þetta getur ekki verið. Þó var þetta staðreynd sem ekki verður breytt. Hann hefur verið tekinn frá okkur alltof snemma. Það er erfitt að sætta sig við slíkt, þegar ungir drengir í bióma lífsins eru teknir burtu, svona allt í einu og fyrirvaralaust. Það er átakanlegt að sjá á bak jafn dugmiklum og góðum dreng og Guðbergi svo snemma á lífsleiðinni. Þegar maður stendur frammi fyrir því að samband við vin og samferðamann er á enda, leita minningarnar á hugann ein af annarri, og verður mér þá hugsað til okkar- fyrstu kynna, þegar ég kenndi honum í skóla. Þó hann væri stundum svolítið baldinn á sínum yngri árum, gat ég alltaf komist að samkomulagi við Guð- berg og hef ég ævinlega metið það. Það var alltaf Ijóst í mínum huga að hann var vel greindur, og átti auðvelt með nám, enda ræddi hann það við mig nú seinni árin að halda áfram í skóla og ná sér í einhver starfsréttindi, til þess að búa sig betur undir lífsbaráttuna. Okkar kynni héldu svo áfram eftir að skóla lauk, er við vorum saman til sjós eina loðnuvertíð, og dáðist ég þá oft aö því hve harðskeyttur og ósérhlífinn hann var til vinnu, og snöggur að átta sig á hlutunum. Það kom oft fram er við Guð- bergur ræddum málin að hann var raunsær maður í skoðunum og fyrirleit allt fals og hræsni. Hann vænti þess jafnan að fólk kæmi til dyranna eins og það var klætt. Hann hafði ákveðnar skoðanir og sagði þær umbúðalaust, hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Hann var vinur vina sinna, þó hann bæri ekkí tilfinningar sínar á torg, þá var hann alltaf mið- punkturinri í vinahópnum. Það var ekki ósjaldan að Guð- bergur gladdi hug og hjörtu þeirra Reyðfirðinga er lögðu leið sína á völlinn, þegar voru knattspyrnu- leikir, þar var hann oft og einatt besti maðurinn. Guðbergur skilur eftir sig mikio skarð, hjá fjöl- skyldu, vinum og í okkar litla samfélagi sem ekki verður fyllt, og söknuðuriníi er mikill, en samt skulum vió lfta björtum augum til framtíðarinnar. Ég hefði ekki trú- að því er ég átti tal við Guðberg vin minn þessa örlagaríku nótt, að ég ætti aldrei eftir að sjá hann framar, og að þetta væri hinsta kveðja er við kvöddumst þá. Að lokum viljum við hjónin votta foreldrum, þeim Guðríði og Birni, og systkinunum Skúla, Guð- björgu og Þórdísi, og öðrum ást- vinum og vandamönnum samúð og hluttekningu i þeirra þungu sorg, og ljúka mínum fátæklegu orðum með þessum ljóðlínum: Er við missurr. okkar drengi, öll með trega syrgjum þá. En við grátum ekki lengi, því öll við mætumst himnum á. („Kristur Konungur vor“) Einar Baldursson. Það getur ekki verið satt. Það má ekki vera satt. Þetta voru mín- ar fyrstu hugsanir, er ég frétti lát vinar míns, Guðbergs Márs Reyn- issonar, eða Guja, eins og hann var alltaf kallaður. Hve örlögin geta verið grimm og miskunnar- laus. Loksins þegar farið er að birta og hlýna, standa aðstand- endur og vinir skyndilega í myrkri og kulda við þessi hörmulegu tíð- indi. Hvernig verður að koma heim á komandi sumri og eiga ekki von á að hitta Guja, kátan og hressan? Að sjá hann ekki á fót- boltavellinum í harðri baráttu, því að Guji var alltaf með okkar fremstu mönnum á vellinum. Veit ég að það mun reynast okkur öll- um erfitt. Því að það kemur eng- inn í staðinn. Hver gæti bætt upp kátínu hans og glettin tilsvör, er hann hafði alltaf á hraðbergi? Við gátum alltaf vitatr hvar Guji var, ef verið var í margmenni. Við þurftum ekki annaö en að leggja við hlustir andartak, og ef við heyrðum gjallandí hlátur, vissum við að Guji var nálægt Hann var sá maður sem gat komið öllum til að hlæja. Oft fyrtist maður við til- svör hans, en gleymdi þeim um leið og hann byrjaði að hlæja. Maður gat ekki annað en hlegið með. F?n á bak við hláturinn og al- vöruleysi æskunnar voru góðar gáfur og mikil hlýja. Það var fyrst sumarið 1982 að ég kynntist vel þessum eiginleikum Guja. Þá töl- uðum við stundum um lífsins gát- ur og lausnir mála, bæði lands og þjóðar. Þó að oft væru skoðanir okkar ólíkar, hafði ég alltaf gam- an af þessum samtölum og vona að það hafi verið gagnkvæmt. I minningunni mun ég geyma glettni hans og hlátur og veit ég að hann mun enduróma í eyrum allra vina hans. Ég bið Guð að styrkja Gurru og fjölskyldu hennar í þessari miklu sorg. Með þessum fátæklegu og einskis nýtu orðum kveð ég Guja vin minn, og bið góðan Guð að geyma hann. Anna Árdís Helgadóttir. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Laugardagsmorguninn 17. mars rennur upp bjartur og stilltur, samt virðist einhver órói vera í þorpinu, bifreiðir þjóta fram og aftur, og allir virðast eiga erindi niður á höfnina. Það er greinilegt á öllu að eitthvað hefur komið fyrir, en það getur ekki verið neitt alvarlegt, hugsar maður og reynir að losna við óþægilegar grun- semdir sem leita á mann. Um hádegið er hringt og okkur færðar þær fréttir að Guðbergur, vinur minn og frændi, sé látinn. Þessu var erfitt að trúa, það gat ekki verið að þessi lífsglaði dreng- ur væri horfinn okkur. Fyrir rúmum tveimur árum vann Guðbergur hjá mér sem handlangari, hann var sérstaklega duglegur verkmaður og ósérhlíf- inn með afbrigðum, skapmikill var hann en bjó yfir mikilli kimnigáfu og var oft glatt á hjalla hjá okkur í vinnunni. Þegar maður lætur hugann reika til liðins tíma, sér maður Guðberg fyrir sér skelli- hlæjandi, að segja brandara um leið og hann vinnur af fullum krafti. Guðbergur lék knattspyrnu með meistaraflokki Vals á Reyð- arfiði og var þjálfari þeirra sumarið 1982. Undir stjórn hans það sumar fór liðið úr fjórðu deild upp í þá þriðju. Hann var skemmtilegur leikmaður, baráttu- þrekið og leikgleðin lýstu af hon- um og hann var óspar á að hvetja félaga sína í leik eða skamma þá, er honum þurfa þótti. Á keppnis- ferðalögum var hann hrókur alls fagnaðar, svo sem alls staðar þar sem hann var. Skarð það, sem eft- ir er, verður vandfyllt, en minn- ingarnar um góðan og skemmti- legan félaga verða varðveittar um ókomin ár. Við hjónin sendum aðstandend- um Guðbergs okkar innilegustu samúðarkveðjur, sérstaklega for- eldrum hans, Guðríði og Birni, og afa hans, Ingibergi. Megi góður guð gefa þeim styrk og þor á þess- um erfiðu tímum. Bænin má aldrei bresta þig. Búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Þorgrímur og Ásta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.