Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Loðnan í „töfrahattinum“ — eftir Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- frœðing Líklega er borin von að ætla sér þá dul að „heilaþvo" Halldór Her- mannsson skipstjóra frá ísafirði, sem ritar mikla grein í Morgun- blaðið þann 17. þ.m. um fiskrann- sóknir og stjórnun fiskveiða og kemur víða við. Hér á eftir munu hins vegar rakin nokkur þau atriði sem hafa orðið til þess að við rannsóknamenn höfum farið að taka svolítið mark á þeim mæling- um sem við höfum sjálfir verið að gera á stærð fiskstofna á undan- förnum árum. Raunar er vont að sjá tilganginn með slíkum skrifum svo oft sem flest þetta hefur verið rakið áður í „skýrslum, ritgerðum og greinum milli þess sem skotist var í viðtöl í útvarp og sjónvarp". Eins og flestum er sennilega þrátt fyrir allt kunnugt hefur stærð hins veiðanlega eða kyn- þroska hluta loðnustofnsins verið mæld með svokallaðri bergmáls- tækni frá 1978. Um aðferðina verður ekki fjölyrt hér að öðru leyti en því að auk hæfilegs bún- aðar er útkoman eða öllu heldur áreiðanleiki niðurstaðna háður umhverfisaðstæðum og sérstak- lega því að fyrir liggi staðgóð þekking á líffræði og hegðun teg- undarinnar, þ.e. á hvaða árstíma eða jafnvel tíma sólarhringsins tækifæri gefast. Raunar á það síðasttalda einkum við um síldina sem einnig er mæld á sama hátt en aðeins að næturlagi. Óþarft ætti að vera að taka fram að í báðum ofangreindum tilvikum liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um hegðunarmunstur tegundanna sem fengnar voru í hinum fjölmörgu leitarleiðöngrum fyrri ára. En ef til vill er mönnum ókunnugt um það að venja er að endurtaka mælingar eða bíða átekta ef aðstæður sýnast óhent- ugar með tilliti til hegðunar fisks- ins, veðurfars eða ísreks. Þá hafa oft gefist tækifæri til þess að endurtaka mælingar á stærð loðnu- og síldarstofnanna með mjög skömmu millibili og við áþekkar aðstæður. Þegar þetta hefur verið gert hafa niðurstöður jafnan orðið nær ótrúlega svipað- ar. Einnig hafa frávik milli haust- mælinga á loðnustofninum og mælinga á sama hluta stofnsins í janúar/febrúar árið eftir oftast legið á bilinu 5—15% þegar tekið hefur verið tillit til veiða og nátt- úrulegra affalla í millitíðinni. Getur það varla talist stórvægi- legt í þessum bransa. Vitanlega hefur komið fyrir að leiðangrar hafi mistekist, en niðurstöður slíkra kannana hafa aldrei verið notaðar við stjórnun síldar- né loðnuveiða hingað til. Seinni hluta ársins 1981 lét LÍÚ gera úttekt á bergmáismælingum Hafrannsóknastofnunarinnar á íslenska loðnustofninum. Var fall- ist á þær niðurstöður sem þá höfðu verið lagðar fram og liggur fyrir skýrsla þar að lútandi. En það er sitthvað fleira sem aukið hefur starfsmönnum Haf- rannsóknastofnunarinnar ef ekki öðrum tiltrú varðandi bergmáls- mælingar á stærð fiskstofna. Haustið 1978 sýndu mælingar á hinum kynþroska hluta loðnu- stofnsins að stærð hans væri þá um 1,5 millj. tonna. Þetta þótti góð latína enda nóg til skiptanna. Veturinn eftir skipaðist svo að h.u.b. helmingur þess sem eftir var af þessari loðnu gekk inn til Að fiska í friði — við náttúruna — eftir Ólaf Karvel Pálsson fiskifræðing Aflabrögð og ástand fiskstofna hafa verið ofarlega á baugi síðustu misserin og mánuðina. Síst er það að undra, þegar haft er í huga að ástand þorskstofnsins, okkar meg- inauðlindar, hefur versnað veru- lega síðustu árin, eins og ört minnkandi þorskafli ber órækast vitni. Halldór Hermannsson, skip- stjóri á ísafirði, Ieggur orð í belg, í framboðsfundarstíl, um þessi mál í Morgunblaðinu 17. mars sl. Hall- dór tekur m.a. aðferðir, útreikn- inga og spádóma fiskifræðinga til lauslegrar athugunar og finnur þessu flest til foráttu. Að greinar- lokum sér hann íslenskan sjávar- útveg fyrir sér sem rjúkandi rúst og stóran hluta íslensku þjóðar- innar heilaþveginn af spádómum fiskifræðinga og annarri óáran. Nú má ekki minna vera en ríkis- launaðir fræðingar freisti að svara spurningum og athuga- semdum skattborgaranna og mun ég gera tilraun til þess f þessum pistli. Það hlýtur að örva ritgleði mína, að hér á í hlut þjóðkunn fjölmiðlavera, sem steig dans frammi fyrir alþjóð eina bjarta sumarnótt vestra, leiðandi enn þá kunnari fjölmiðla- og fegurðardís sér við hönd. Augljós fimi Hall- dórs til handa og fóta hlýtur enn- fremur að verða fiskifræðingum til verulegs léttis, þegar í ljós kemur að hann dvaldi á Hafrann- sóknastofnun fyrir nokkrum árum „að mestu á hnjánum linnulaust í þrjá daga“ (sbr. Mbl. 17. mars) og virðist ekki hafa hlotið varanleg, líkamleg örkuml í þeirri píslar- göngu. Fiskstofnar og stjórn veiða Hrun síldarstofnanna hér við land á 7. áratugnum og geigvæn- leg þróun loðnustofnsins allra síð- ustu árin, færði flestum heim sanninn um, aö sá tími er liðinn að hægt sé að fiska í friði. í þessum efnum gætir umtalsverðra mót- sagna í máli Halldórs. Fyrst kvartar hann um, að „aidrei sé friður til að fiska". Segir síðan réttilega, að „ef menn ætla að stjórna fiskveiðum af einhverju viti, verður að gera það í takt við náttúruöflin í sjónum". Síldveiðarnar voru nánast al- gjörlega óhindraðar veiðar. Menn höfðu m.ö.o. góðan frið til að fiska. Veiðarnar voru hins vegar í engu samræmi við „náttúruöflin í sjón- um“, þ.e. stærð og afrakstursgetu síldarstofnanna á þessum tíma. Afleiðingin var hrun þessara fisk- stofna. Loðnuveiðarnar eru vissulega mikið ævintýri, ekki síst fyrir þá sök að endurreisn loðnustofnsins hefur verið meiri og skjótari en menn þorðu að vona. Loðnan er kjörfæða þorskstofnsins og er því líklega einnig nokkurt ævintýri í augum þorsksins. Með loðnuveið- unum höfum við óhjákvæmilega gripið inn í náttúrulegt samspil þessara fiskstofna, og raunar margra annarra fiska, sem lifa á loðnu. „Skynsamleg" nýting ioðnu- stofnsins og stjórn loðnuveiða er því ekki aðeins spurning um af- komu loðnustofnsins, heldur einnig, og ekki síður, um afkomu þorskstofnsins og ýmissa annarra mikilvægra nytjastofna. Skyndilokanir og möskvastærð Veiðieftirlit og skyndilokanir var tekið upp hér við land árið 1976 að frumkvæði togarasjó- manna. Eftirlitið hefur verið í stöðugri þróun allar götur síðan og tekið talsverðum breytingum, m.a. í samráði við sjómenn. Víst hafa togarasjómenn oft verið óhressir með framkvæmd eftir- litsins og þær reglur sem farið er eftir við skyndilokun svæða, enda hafa þeir orðið fyrir mestum truflunum við veiðar vegna þess- ara aðgerða. Þrátt fyrir það þykist ég vita að mikill meirihluti togar- asjómanna vilji fremur eftirlit af þessu tagi heldur en frjálst smá- fiskadráp. I þessu efni gildir að fiska í friði við þorskinn. Árið 1976 var möskvi togveiðar- færa stækkaður úr 120 mm í 135 mm og árið 1977 í 155 mm. Að sögn Halldórs hefur þetta „orðið þess valdandi að engin ýsa fiskast í neinum mæli“. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar, „Ástand nytjastofna á fslandsmiðum og aflahorfur 1984“ (Hafrannsóknir, 28. hefti), má finna aflatölur hinna ýmsu fiskstofna (bls. 58—67). Þar má sjá að árlegur ýsuafli á íslandsmiðum var um 100 þús. tonn árin 1963—65, en 40—45 þús. tonn árin 1972—78. Síðan hefur ýsuafli aukist talsvert og var um 65 þús. tonn árið 1983. Vaxandi ýsuafla síðustu árin má rekja til betri nýtingar stofnsins í kjölfar stærri möskva og einnig til góðrar nýliðunar árin 1973 og 1976. Um göngur hrygningarþorsks Á árunum 1924—35 var gerð ein umfangsmesta og þekktasta merk- ingartilraun á þorski í NA- Atlantshafi, þegar merktir voru hrygningar við suðurströndina af Austfjarðamiðum en afgangurinn að vestan. Veiðarnar hófust upp úr áramótum út af Austfjörðum og héldu menn sig við þann hluta stofnsins þar til seint á vertíðinni enda aðstæður betri þar en vestur- frá. Þegar austangangan var kom- in vestur í Meðallandsbug þótti ljóst að ekki væru þarna eftir nema um eða rúmlega 200 þús. tonn af þessari göngu, enda mikið búið að veiða. Þá vildi svo til að lokað var 4 sjómílna breiðri ræmu frá fjöruborði að telja í vestan- verðum Meðallandsbug. Þrátt fyrir stór orð margra sjómanna um óhemju loðnu tók nær alveg fyrir veiðar meðan ofangreind lok- un gilti. Um miðjan október 1980 mældu íslendingar og Norðmenn m.a. loðnugengdina á þáverandi veiði- svæði norður af Horni. Aðspurður kvað leiðangursstjóri á íslenska rannsóknaskipinu heldur lítið af loðnu á þessum slóðum og myndi veiði vart standa þarna nema fáa daga með sama áframhaldi enda afli góður. Þetta þótti vægt sagt ekki viturlega mælt, en á þriðja degi var kallað í íslenska rann- sóknaskipið með þær fréttir að nú væri ekki meiri loðnu að hafa norður af Horni og spurt hvert menn ættu nú að halda. Veturinn 1981 voru loðnuveiðar stöðvaðar um tíma í febrúarmán- uði til þess að tryggja að eitthvað yrði eftir til hrognatöku síðar á vertíðinni. Þá var verið að veiðum tiltölulega grunnt út af Langanesi og máttu þeir sem á veiðunum voru eða á leið þangað fylla skip sín áður en þeir hættu. Almennt mæltist þessi stöðvun ekki vel fyrir. Töldu margir miklu meiri loðnu á ferðinni en mælingar segðu til um enda veiðar gengið vel frá því þær hófust út af Norð- urlandi seint í janúar. Ef til vill muna einhverjir hvernig gekk að fylla seinustu skipin út af Langa- nesi í febrúar 1981. í október haustið eftir mældist afar lítið af loðnu í sameiginlegum leiðangri íslendinga og Norð- manna. Aðstæður til stofnstærð- armælinga voru hins vegar ekki upp á það besta og því lagt til að mælt yrði aftur en veiðar stöðvað- ar á meðan til vonar og vara. I nóvember var stærð stofnsins svo mæld tvívegis en veiðar héldu hins rúmlega 13 þúsund þorskar við Grænland og Island. Endurheimt- ur úr þessum merkingum sýndu að þorskur gengur i talsverðum mæli frá Grænlandi til íslands til hrygningar. Á hrygningartíman- um á vorin endurheimtist bæði grænlenski og íslenski þorskurinn að mestu leyti á hrygningarstöðv- unum fyrir suðvestanverðu land- inu. Síðari helming ársins endur- heimtist fiskurinn hins vegar aðallega fyrir norðanverðu land- inu. Af þessu leiðir, sem vel er kunnugt, að fiskurinn heldur norður fyrir land að lokinni hrygningu, og þaðan kemur hann væntanlega næsta vor, að öllu óbreyttu. Hrygningarfiskur merktur fyrir suðvestanverðu landinu hefur endurheimst við V-Grænland. Því má ætla að hrygningarfiskur gangi ítrekað frá Grænlandi til ís- lands til hrygningar. Einstaka fiskur merktur við ísland hefur jafnvel endurheimst við Færeyjar, Noreg og Nýfundnaland. Auk endurheimtra merkja, liggja fyrir ýmis atriði, sem túlka má sem vísbendingar og hníga í sömu átt og niðurstöður merk- inga. Þannig þekkja sjómenn á Vestfjarðarmiðum, og e.t.v. víðar, göngur stórþorsks síðla vors eða í byrjun sumars með augljósum netaförum. Slíkur göngufiskur er væntanlega á leið frá hrygn- ingarstöðvunum til sumarætis- svæða fyrir norðanverðu landinu, eða jafnvel til Grænlands. Enn- fremur fæst oft stórþorskur að sumar- og haustlagi víða á djúp- slóð umhverfis landið, t.d. fyrir norðaustanverðu landinu, við Kolbeinsey eða í kantinum vestan við Hala. Þessi atriði, hvort heldur er beinar sannanir í formi endur- heimtra merkja eða vísbendingar veiðanna, benda til þess að svo- kallaður vertíðarfiskur haldi sig fyrir norðanverðu landinu, bæði djúpt og grunnt, utan hrygn- ingartímans. Á þessum tíma er fiskurinn að líkindum mun dreifð- ari en ella. Þar við bætist að hrygningarstofn þorsksins er nú mun minni en dæmi eru um fram til þess. Um „spádóma“ fiskifræðinga Hlutverk fiskifræðinga í ís- lenskum sjávarútvegi má segja að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.