Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Hert eftirlit með starfsmannaráðningum hins opinbera: Ábyrgð stofnana og ráðuneyta aukin FJÁRLAGA- og hagsýslustofnun sendi nýverid út bréf með tilskipun varð- andi starfsmannaráðningar hjá hinu opinbera. I»ar er ríkisstofnunum og ráðuneytum gert að skyldu að láta fylgja launagögnum nýrráðinna ríkis- starfsmanna til launadeildar fjármálaráðuneytis staðfestar yfirlýsingar þess efnis að gengið hafi verið úr skugga um að fé til greiðslu launa viðkomandi starfsmanns sé fyrir hendi á fjárlögum ársins. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, sagði í viðtali við blaðamann Mbl. í gær, að hann hefði þegar orðið var við, eftir að bréfin voru send út, að betur væri fylgst með stöðu mála af hálfu forstöðumanna þeirra stofnana sem heyrðu undir fjármálaráðuneytið. Hann kvaðst ekkert geta sagt um beinan fjár- hagslegan ávinning á þessu stigi, en ákvörðun hefði verið tekin með það í huga og væri hún byggð á heimildum í fjárlögum. Höskuldur sagði að samkvæmt fjárlögum þessa árs væri gert ráð fyrir að dregið yrði saman í launagreiðsl- um á föstu verðlagi um 2,5%. Þá sagði Höskuldur að þrátt fyrir þá staðreynd, að eftir- og næturvinna hjá hinu opinbera hefði oft eytt upp fjárlagafénu og því ekki verið mögulegt að ráða menn til sumarafleysinga eða til ákveðinna verkefna, þá væri oft ódýrara að greiða eftir- og næt- urvinnu en ráða viðbótarstarfs- menn. Því fylgdi ýmiss aukakostn- aður, svo sem launatengd gjöld, veikindafrí og margskonar leyfi o.fl. Þá væri í mörgum tilvikum ódýrara að hafa vant fólk í vinnu. Hann sagði því skilin á miili yfir- og eftirvinnu og nýráðninga vera óljós og yrði að líta á launagreiðsl- ur opinberra starfsmanna í heild út frá þessu sjónarmiði. Mikill áhugi fyrir tónleikum Mezzoforte í Kaupmannahöfn: Allir miðar seldust upp á tveim tímum Svo mikil ásókn var í miða á tónleika með Mezzoforte, sem fram eiga að fara í hinu virta Jazzhus Montmartre í Kaupmannahöfn í síðari hluta apríl- mánaðar, að þeir seldust upp tæpum tveimur klukkustundum eftir að forsala hófst. Hafa aðrir tónleikar verið ákveðnir í Montmartre til þess að fullnægja eftirspurn eftir miöum. Tónleikarnir í Kaupmannahöfn eru liður í tónleikaferð Mezzoforte um Norðurlöndin, sem hefjast á þann 15. apríl. Hefst sú ferð að- Skákmótið Neskaupstað: Helgi efstur með 3V4 vinning HELGI Ólafsson heldur forustunni á alþjóðalega skákmótinu í Neskaup- stað. Hann sigraði Milorad Knezevic f gærkvöldi og er því efstur með 3Vt vinning. Af öðrum úrslitum í gærkvöldi er þetta að segja: Margeir vann Róbert Harðarson, Harry Zchussler vann Dan Hansson. Jóhann Hjartarson og Tom Wedberg gerðu jafntefli, skák Lombardys og McCambridge fór í bið en skák Guðmundur Sigurjóns- sonar og Benónýs Benediktssonar var frestað. Staðan er því sú, að Helgi heldur forustunni með 3'k vinning. í 2.-3. sæti eru Margeir og Zchussler með 3 vinninga hvor. Næsta umferð verður í dag, laugardag, og hefst hún kl. 13.30. eins rúmri viku eftir að yfirreið hljómsveitarinnar um Þýskaland lýkur. Tónleikaferðin um Þýska- land stendur nú sem hæst. Hún hófst 17. mars. Svipaða sögu er að segja þaðan. Þar seldust miðarnir á flesta tónleikana upp löngu fyrirfram. Tónleikaferðir Mezzoforte um Þýskaland og Norðurlöndin fylgja í kjölfar styttri yfirferðar hljóm- sveitarinnar fyrr á þessu ári. Snemma í febrúar hélt Mezzoforte ferna tónleika í Japan og ferðaðist síðan um Bretland. Morgunblaöiö/ KÖE. Einn slasaðra „farþega" Fokker-vélarinnar lítur bænaraugum á lögreglumanninn, þar sem björgunarmenn bera hann frá vélinni. Hafþór Jónsson hjá Almannavörnum ríkisins; Ánægöir með hvern- ig æfingin tókst“ „A HEILDINA litið erum við ánægðir með hvernig æfingin tókst,“ sagði Hafþór Jónsson, full- trúi hjá Almannavörnum ríkisins, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær um stórslysaæfinguna, sem svið- sett var á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld. „Við höfum enn ekki rætt æfinguna í smáatriðum, en þeir aðilar, sem tóku þátt í henni, munu bera saman bækur sínar eftir helgina." Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, var það slys sviðsett, að árekstur hefði orðið á milli Fokker-flugvélar í innanlands- flugi með 54 farþega innanborðs, og iítillar einkaflugvélar með þrjá farþega innanborðs, rétt áð- ur en Fokkerinn átti að lenda. Brotlenti Fokker-vélin á braut- arenda við Öskjuhlíðina, en litla vélin þeyttist við höggið út í Skerjafjörð. Æfingin á fimmtudagskvöld var víðtæk og tóku björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins, Hjálparsveitar skáta og Flug- björgunarsveitarinnar þátt í henni, auk lögreglu, slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar og bogar- innar. Björgunaraðgerðir voru skipulagðar í samvinnu við Al- mannavarnir ríkisins, Almanna- varnanefnd Reykjavíkur og flug- umferðarstjórn. Þá tóku sjúkra- hús borgarinnar þátt í æfing- unni með því að senda grein- ingarflokka, og einhver þeirra tóku „slasaða" farþega inn til meðferðar. „Reynslan hefur sýnt,“ sagði Hafþór, „að þótt eitthvert smá- atriði kunni að hafa farið úr- skeiðis á æfingunum og virst við fyrstu sýn hafa skipt litlu, gæti það hafa verið afdrifaríkt. Hvort eitthvað slíkt kemur í ljós núna verður ekki ljóst fyrr en menn hafa borið saman bækur sínar. Æfingin á fimmtudag var nokk- uð erfið og fjölþætt, því björgun- araðgerðir stóðu í raun yfir á nokkrum svæðum í einu.“ Aðspurður hvort erlend þota, sem lenti á Reykjavíkurflugvelii rétt í þann mund er æfingin átti að hefjast, hefði sett æfinguna úr skorðum, svaraði Hafþór því til að svo hefði ekki verið. „Æfingin átti að hefjast kl. 22.03, en seinkaði um 12 mínútur vegna þessa. Gekk að öðru leyti fyrir sig samkvæmt áætlun." Tillögur bankamálanefndar: Seðlabankinn greiði 50% af hreinum arði í ríkissjóð Bókagerð- armenn semja Bókagerðarmenn og Félag prentiðnaóarins undirrituðu samninga í hádeginu í gær eftir næstum sólarhringslangan fund hjá ríkissáttasemjara með fyrir- vara um samþykki félagsfunda. Samningurinn felur í sér tveggja launaflokka hækkun eftir 15 ára starf, ákvæði um lægri lágmarkslaun til handa 16—18 ára fólki er ekki í samn- ingnum oggildir samningurinn frá 10. mars. Að öðru leyti byggir samningurinn á samn- ingi ASÍ og VSI. Trúnaðarmannaráðsfundur hefur verið boðaður kl. 12.30 í dag og félagsfundur verður að honum loknum kl. 14.00 á Hót- ei Borg, þar sem greidd verða atkvæði um samninginn. Samráð viðskiptabanka um ákvörðun vaxta bannað Bankamálanefnd hefur nú lagt til að Seðlabankinn greiði því sem næst 50% af hreinum arði til ríkissjóðs, en það hefur ekki tíðkast hingað til. Ennfremur leggur nefndin til, að ákvörðun um inn- og útlánsvexti verði færð úr höndum Seðlabankans og í hendur viðskiptabankanna sjálfra. Jafnframt verði samráð viðskiptabankanna um ákvörðun vaxta bannað. Gert verði ráð fyrir að Seðlabankinn ákveði vexti af við- skiptum sínum við banka og há- marksvaxtatímabil inn- og útlána. Bankamálanefnd hefur nú starfað í rúmlega tvö og hálft ár og á föstudag bárust viðskipta- ráðuneyíinu tillögur hennar til breytinga á lögum um Seðlabanka íslands og lögum um einstaka viðskiptabanka. Auk áðurgreindra tillagna eru þessar helstar: Bankaeftirlitið verði fært undn- an bankastjórum Seðlabankans og heyri framvegis beint undir bankaráð og viðskiptaráðherra. Æviráðning bankastjóra Seðla- bankans og ríkisviðskiptabanka verði afnumin. Heimild banka- stjóra til að gegna öðrum störfum verði þrengd mjög verulega. Heimilt verði að setja á stofn hér á landi umboðsskrifstofur fyrir erlenda banka að fengnu leyfi ráðherra. Heimilt verði að stofna hlutafé- lagsbanka með 100 milljóna króna lágmarkshlutafé, sem sé allt inn- borgað við upphaf starfsemi. Hluthafar skulu eigi vera færri en 50 og má enginn þeirra fara með meira en 1/5 hluta atkvæða í fé- laginu. Engar hömlur má setja á meðferð hlutabréfa. Starfandi hlutafélagsbankar skulu aðlaga sig þessum skilyrðum innan þriggja ára. Viðskipti Seðlabankans við pen- ingastofnanir verði takmarkaðri en verið hefur og Seðlabankanum einungis heimilt að endurkaupa afurðalán af viðskiptabönkunum, en ekki skylt eins og verið hefur. Er það í samræmi við það sem segir um endurkaup afurðalána í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Lögum um einstaka ríkisvið- skiptabanka verði steypt saman í einn lagabálk og starfsheimildir þessara banka samræmdar eftir því sem unnt er. Sett verði ákvæði um lágmarks eigið fé viðskiptabanka, en þau ákvæði skortir í gildandi löggjöf. Jafnframt verði óheimilt að þær fasteignir, er viðskiptabanki notar til starfsemi sinnar, nemi að verð- mæti meira en 65% af eigin fé banka. Með þessu telur nefndin að unnt sé að stemma að nokkru leyti stigu við fjölgun bankaútibúa. Auk þessara tillagna hefur bankamálanefnd lagt til að ráð- herra hefði nú forgöngu um tæknilega útfærslu á sameiningu og fækkun ríkisviðskiptabanka. Tekið skal fram, að einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að skila séráliti. Tillögur þessar munu nú teknar til meðferðar og athugunar hjá viðskiptaráðuneyt- inu og samin frumvörp á grund- velli tillagna nefndarinnar. Stjórnarráðið: Tilfærslur í hæstu stöðum NOKKRAR tilfærslur hafa nýlega átt sér stað í æðstu embættum tveggja ráðuncyta, fjármálaráðu- neytisins og sjávarútvegsráðuneyt- isins, skv. upplýsingum Mbl. Þorsteinn Geirsson, skrif- stofustjóri fjármálaráðuneytis- ins, tók við stöðu ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu 1. mars sl„ en Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri, fer í liðlega eins árs leyfi 1. maí nk. Verður Jón áfram í ráðuneytinu næstu vikur á meðan Þorsteinn tileink- ar sér starfið. Við starfi Þorsteins í fjár- málaráðuneytinu hefur tekið Árni Kolbeinsson, deildarstjóri tekjudeildar ráðuneytisins. Gegnir hann báðum störfunum sem stendur en ekki mun end- anlega afráðið hver tekur við starfi hans í tekjudeildinni. Til- færslur þessar eru tímabundnar og er gert ráð fyrir, að menn taki við fyrri störfum sínum á miðju næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.