Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
Titillinn
í höfn
mi
T"
•>
• Liverpool sigraöi sem kunnugt er portúgalska liðiö Benfica 4:1 á útivelli á miðvikudag og komst þar meö í undanúrslitin. Ronnie Whelan
skoraöi tvö mörk í leiknum — fyrsta og síðasta markiö. Hér hefur Whelan (lengst til vinstri) skallað knöttinn í mark Benfica. Örin bendir á
knöttinn sem fór milli fóta markvaróarins. Staðan orðin 1:0.
Morgunblaöiö/Símamynd AP
Dregið í Evrópukeppninni í knattspyrnu:
Bresk lið gætu mæst í úr-
slitum keppnanna þriggja
Genf, Manchtittr og DundM. Fré fréttamönnum AP.
ENN er möguleiki á því að bresk
lið mætist í úrslitaleikjum Evr-
ópukeppninnar — keppni meist-
araliða, keppni bikarhafa og
UEFA-keppninni. Dregiö var í
keppninni í gær í Genf í Sviss og
þau sex bresku lið sem eftir eru
— tvö í hverri keppni — lentu
ekki saman.
Drátturinn var sem hér segir —
það lið sem talið er á undan á
heimaleikinn fyrst:
Evrópukeppni meistaralióa:
Dundee Utd. — Roma
Liverpool — Dynamo Bukarest
Evrópukeppni bikarhafa:
Manchester United — Juventus
Porto — Aberdeen
UEFA-keppnin:
Nottingham Forest — Anderlecht
Hajduk Split — Tottenham
Fyrri leikir undanúrslitanna fara
fram 11. apríl og þeir seinni 25.
apríl. Úrslit UEFA-keppninnar
verða svo 9. og 23. maí — heima
og heiman aö vejnu, úrslitaleikur í
keppni bikarhafa veröur 16. maí
og í keppni meistaraliöa verður
miövikudaginn 30. maí á Ólympíu-
leikvanginum í Róm.
Liverpool, sigursælasta breska
liðiö í Evrópukeppninni fyrr og síð-
ar, mætir rúmanska liöinu Dynamo
Búkarest, en Rúmenarnir hafa
staöið sig mjög vel í vetur. Liöiö
sló Evrópumeistara Hamburger SV
úr keppninni og í síöustu umferð
sigraöi liöiö Dynamo Minsk frá
Sovétríkjunum. En Liverpool
burstaöi Benfica fá Portúgal á úti-
velli i siöustu umferö og er til alls
líklegt. Þetta verður örugglega
skemmtileg viöureign. Roma mæt-
ir Dundee United. „Þetta var mjög
góöur dráttur fyrir okkur,“ sagöi
Ricardo Viola, einn stjórnarmanna
Roma, í gær. „Ég á von á því að
Liverpool gangi vel gegn Búka-
rest,“ sagöi hann. Forráöamenn
Dundee sögöust einnig ánægöir.
„Með þaö í huga aö úrslitaleikurinn
fer fram á heimavelli AS Roma í
Róm var þetta þaö besta sem gat
gerst. Þaö er betra að mæta þeim
heima og heiman en einungis á
þeirra eigin heimavelli,“ sagöi
hann.
Ron Atkinson, framkvæmda-
stjóri Man. Utd., sagöist „öruggur
um sigur“ á Juventus eftir aö lið
hans haföi slegiö Barcelona úr
keppninni. „Ef þetta á að vera erf-
itt fyrir okkur — er þetta alveg eins
Meistarafagnaður
liði IBK
hjá
Knattspyrnuráð Keflavíkur efn-
ir til „meistarafagnaöar" í dag.
Kallar saman alla þá leikmenn,
sem hafa orðið íslandsmeistarar
undir merki ÍBK. Það eru nú liðin
20 ár síðan Keflvíkingar tryggöu
sér fyrst íslandsmeistaratitilinn í
knattspyrnu — 1964, en alls hefur
meistaratitillinn hafnað fjórum
sinnum í Keflavík — 1964, 1969,
1971 og 1973. Þá urðu Keflvík-
ingar bikarmeistarar 1975.
„Meistarafagnaðurinn" er hald-
inn í tilefni þess aö nú eru 20 ár
síðan Högni Gunnlaugsson, fyrrum
fyrirliöi Keflavíkurliösins, hampaöi
Islandsbikarnum á Laugardalsvell-
inum. Allir þeir leikmenn, sem hafa
leikiö í meistaraliöum ÍBK, mæta til
leiks i hófiö, sem veröur haldiö í
Stapanum laugardagskvöldiö 24.
mars. Sérstakir heiöursgestir
verða þjálfararnir sem stjórnuöu
Keflvíkingum til sigurs: Óli B.
Jónsson (1964), Hólmbert Friö-
jónsson (1969), Einar Helgason
(1971) og þeir Jón Jóhannsson og
Guöni Kjartansson (1975). Eng-
lendingurinn Joe Hooley (1973)
kemst ekki til landsins.
í tilefni fagnaöarins hefur
Knattspyrnuráö Keflavíkur gefiö út
vandaö „Meistarablaö". í blaöinu
er sagt frá meistaralíöunum og
ýmsum sögulegum atburöum — í
máli og myndum. Blaöiö er 80
blaösíöur og er þaö aöeins gefiö út
í 2.000 eintökum. Leikmenn Kefla-
víkurliösins, sem nú eru á förum til
Englands, þar sem þeir veröa í æf-
ingabúðum hjá Tottenham, munu
ganga í hús i Keflavík og selja
blaöíö.
erfitt fyrir Juventus. Ég fann þaö á
mér aö viö myndum lenda gegn
þeim nú, einfaldlega vegna þess
aö viö viröumst ekki geta dregist
gegn auöveldum mótherjum í vet-
ur,“ sagöi Atkinson.
hjá Fram
Þrátt fyrir aö heil umferö sé eft-
ir í 1. deild kvenna í handbolta
hefur Fram tryggt sér íslands-
meistaratitilinn. Liðiö sigraöi KR
24:16 í vikunni og þar með komst
titillinn í höfn. Leikur þessi átti að
vera skömmu áður en landsliðið
fór til Bandaríkjanna á dögunum
— en var þá frestaö skyndilega
án þess aö það væri tilkynnt, og
nú í vikunni fór hann fram jafn
skyndilega og honum var frestað
áöur.
Guöríöur Guöjónsdóttir og Sig-
rún Blomsterberg skoruóu sex
mörk hvor fyrir Fram, Guóríóur tvö
úr víti, Oddný Sigsteinsdóttir geröi
fimm, Hanna Leifsdóttir þrjú,
Margrét Blöndal þrjú, og Kolbrún
markmaöur geröi eitt úr vitakasti.
Valdís Hallgrímsdóttir, Sigur-
björg Sigþórsdóttir, Jóhanna Ás-
mundsdóttir og Karolína Jónsdótt-
ir geröu allar þrjú mörk fyrir KR —
Karolína tvö úr vítum, Arna Garö-
arsdóttir geröi tvö og Hjördís Ás-
grímsdóttir og Bryndís Pétursdótt-
ir eitt hvor. KR-stúlkurnar höföu
yfir, 10:8, í leikhléi, en i siðari hálf-
leik haföi Fram yfirburöi og sigraöi
örugglega.
Tveir aörir leikir fóru fram í vik-
unni: ÍR sigraöi Fylki 32:20 og Val-
ur lagöi ÍA 14:10. Staöan i 1. deild-
inni fyrir síöustu umferöina er
þannig:
Fram
FH
ÍR
Valur
ÍA
Víkingur
KR
Fylkir
Spilaðir verða 200 leikir:
97 taka þátt í íslands-
mótinu í borðtennis
íslandsmótið í borötennis í
flokkum fulloröinna verður haldið
í Laugardalshöll 24. og 25. mars
nk. Tímaseöillinn er þannig:
Laugardagur 24. mars:
kl. 12.50 Húsið opnað.
kl. 14.00 Keppni hefst í tvíliöa-
leik karla og tvíliðaleik
kvenna.
kl. 15.00 Einliðaleikur í 2. flokki
karla.
kl. 17.00 Tvenndarkeppni.
Sunnudagur 25. mars:
kl. 12.00 Húsið opnað.
kl. 13.00 Keppni hefst í einliða-
leik í 1. flokki kvenna og
í meistaraflokki kvenna.
Úrslit í flokkakeppni
unglinga.
kl. 16.30 Keppni hefst í einliða-
leik í 1. flokki karla og í
meistaraflokki karla.
Skráöir keppendur eru 97 tals-
ins frá 5 félögum í Reykjavík og 6
félögum og héraössamböndum
utan af landi. Alls veröa leiknir yfir
200 leikir á mótinu, þannig aö
borötennisunnendur ættu aö geta
skemmt sér vel, enda veröa oft
óvænt úrslit á íslandsmótum.
Allir bestu borötennismenn
landsins eru skráöir til keppni. I
meistaraflokki karla er Islands-
meistarinn Tómas Guöjónsson
skráöur, en hann hefur aöeins tap-
aö einu móti í vetur, sem hann hef-
ur tekiö þátt í. Þó eru margir sem
hafa áhuga á aö ná titlinum af
Tómasi, svo sem Tómas Sölvason,
• Það veröa spilaðir 200 leikir á borðtennismótinu um helgina. Allt
besta borðtennisfólk landsins keppir þar.
sem er punktahæstur, og Gunnar
Finnbjörnsson, sem sigraöi í Vík-
ingsmótinu um síöustu helgi, en þá
tapaöi Tómas fyrir Stefáni Kon-
ráössyni, sem vafalaust blandar
sér í toppbaráttuna.
í meistaraflokki kvenna munu
þær líklega berjast í úrsiitum þær
Ragnhildur Siguröardóttir og Ásta
Urbancic, en þær hafa leikiö alla
úrslitaleiki frá 1977 aö undan-
skildu 1979, þegar Ásta var ekki
meö. Ragnhildur hefur sigraö 5
sinnum á íslandsmóti en Ásta 4
sinnum.
I tvíliöaleik karla ætla Tómas
Guöjónsson og Hjálmtýr Haf-
steinsson aö verja titil sinn, en þeir
hafa sigraö 5 sinnum. Líklegt er aö
helstu keppinautar þeirra veröi
Gunnar Finnbjörnsson/ Tómas
Sölvason, Hilmar Konráösson/
Kristján Jónasson, en þeir unnu þá
Tómas og Hjálmtý í 1. deildinni um
daginn. Einnig er líklegt aö Stefán
Konráösson/ Friðrik Berndsen og
Jóhannes Hauksson/ Kristinn Már
Emilsson blandi sér í baráttuna.
í tvíliöaleik kvenna er líklegt aö
baráttan standi á milli islands-
meistaranna í fyrra, Ragnhildar
Siguröardóttur/ Kristínar Njáls-
dóttur og meistaranna í hitteö-
fyrra, Ástu Urbancic/ Hafdísar
Ásgeirsdóttur.
I tvenndarkeppni munu þau lík-
lega berjast um titilinn þau Ásta
Urbancic og Tómas Guöjónsson
annars vegar, en þau hafa sigraö
síöustu 3 ár, hins vegar eru Ragn-
hildur Siguröardóttir og Hjálmtýr
Hafsteinsson sem unnu næstu 2 ár
þar á undan.