Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984 Víkingssigur VÍKINGAR sigruöu Stjörnuna í fyrsta leik úrslitakeppni elri liöa 1. deildar í handbolta í gærkvöldi í íþróttahúsi Seljaskóla 23:20. Staöan i hálfleik var 14:12 fyrir Víkinga. Leikurirth var mjög jafn fyrstu min. — eftir tíu mín. leik var staö- an 4:4 en Víkingar komust svo yfir 7:5, síöan 9:6 og breyttu stööunni svo í 14:7. Á þeim tíma gekk ekk- ert upp hjá Stjörnunni, en hún skein skært á ný þaö sem eftir var hálfleiksins og minnkaöi muninn niöur í 14:12 — skoraöi fimm siö- ustu mörkin. Hilmar Sigurgíslason, Víkingur, fékk rautt spjald og fór af velli snemma í seinni hálfleik — fékk þá sína þriöju áminningu, en Víkingar komust engu aö síöur i 16:12 og haföi forystu eftir það. Stjörnunni tókst aö minnka muninn niður í eitt1 mark á tímabili, 20:19, en eftir það keyröu Víkingar aftur lengra fram úr og tryggöu sér sigur. Viggó Sigurösson var marka- hæstur Víkinga ásamt Siguröi Gunnarssyni meö 6 mörk, 1 gerði hvor þeirra úr viti, Steinar Birgis- son, sem lék sinn 100. leik fyrir Víking, skoraði 5/1, Karl Þráinsson 3, Guðmundur B. Guömundsson 1, Guömundur Guömundsson 1 og Hilmar Sigurgíslason 1. Gunnar Einarsson skoraöi 8/1 fyrir Stjörn- una, Eyjólfur Bragason 7, Magnús Teitsson 2, Guömundur Þórðarson 2 og Gunnlaugur Jónsson 1. Úrslitakeppnin heldur áfram í dag: kl. 14. leika FH og Stjarnan og strax á eftir, kl. 15.15, Valur og Víkingur. Á morgun leika svo Vík- ingur—FH kl. 20 og Stjarnan— Valur kl. 21.15. Allir leikirnir veröa í íþróttahúsi Seljaskóla. —BJ/SH. Svipmyndir frá úrslitaleik Vals og UMFN • íslandsmeistarar Njarövíkur. • Vonsviknir Valsmenn. • Ha, upp á 101 þúsundl • Þjálfararnir Torfi og Gunnar í leikslok. • Ekkert gefið eftir. • Hreiöar og Kristján berjast. • Barátta í algleymingi. • Sigurdansinn stiginn. • Einar afhendir Júlíusi bikarinn. Gífurleg barátta — er FH-ingar sigruðu Valsara FH sigraöi Val í úrslitakeppn- inni í handbolta 24:21 í gærkvöldi í æsispennandi og vel leiknum leik. Mjög mikil barátta einkenndí leikinn. Jafnt var á flest öllum tölum þar til tíu min. voru til leiksloka — er FH-ingar sigu fram úr. Þeir komust þá í þriggja marka mun, 19:16, og var þaö mesti munur i leiknum. Hjá FH var Kristján Arason bestur — skoraöi níu mörk þó aö henn væri tekinn úr umferö allan leikinn. Atli Hilmarsson var einnig tekinn úr umferö allan tímann. Hann skoraði samt sem áöur fimm mörk. Einar Þorvarðarson var lang bestur leikmanna Vals og Stefán Halldórsson var einnig góöur. Þor- björn Jensson og Jón Pétur Jóns- son voru góöir framan af í sókninni og Þorbjörn var einnig góöur í vörn. Ólafur H. Jónsson lék meö Val aö nýju eftir langa fjarveru og stóö sig prýðilega í vörninni. Mörkin. FH: Kristján Arason 9/2, Atli Hilmarsson 5, Hans Guö- mundsson 5, Þorgils Óttar Mathie- sen 2, Pálmi Jónsson 2 og Guö- mundur Magnússon 1. Valur: Stef- án Halldórsson 7/4, Jón Pétur Jónsson 4/1, Þorbjörn Jensson 3, i Ólafur H. Jónsson 2, Jakob Sig- urösson 2, Þorbjörn Guðmunds- son 1, Júlíus Jónsson 1 og Björn Björnsson 1. Þaö riölaöi leik FH-liðsins talsv- er aö Atli og Kristján skyldu teknir úr umferð — t.d. fékk Þorgils ekki eina einustu sendingu inn á línuna í leiknum. — BJ/SH. Þrjú jafntefli í Vestur-Þýskalandi Dússeldorf geröi 1:1 -jafnteflí í gærkvöldi á heimavelli viö Uerd- ingen í Bundesligunni. Theis skoraði mark Dússeldorf í fyrri hálfleik en Uerdingen jafnaðí í seinni hálfleik. Tveir aðrir leikir fóru fram í gærvköldi: Dort- mund-Offenbach 0:0 og Werder Bremen-Kaiserslautern 1:1. Liverpool gegn Everton: Bein útsending frá Wembley Á MORGUN veröur bein útsend- ing frá Wembley-leikvanginum í London er Liverpool og Everton leika í úrslitum mjólkurbikarsins. Sjónvarp hefst kl. 13.15 en beina útsendingin hefst kl. 13.25. Það er ávallt mikill viðburður þegar úr- slitaleikir í bikarleikjum fara fram á Wembley og mikil verður stemmningin að þessu sinni vegna þess aö þaö eru tvö lið frá Liverpool sem mætast. Þaö eru sjálfir risarnir í ensku knattspyrnunni, Liverpool, og nágrannar þeirra, Everton, sem mætast í þessum úrslitaleik. Liv- erpool hefur unniö þessa keppni þrjú síöustu ár og stefnir nú aö fjóröa sigri sínum. Everton hefur hinsvegar ekki leikiö á Wembley síöan 1977 en þá lék liðiö til úrslita gegn Aston Villa í mjólkurbikarn- um. Þá var keppni þessi kölluó deildarbikarinn, en nafninu hefur nú veriö breytt. Framkvæmdastjóri Everton hef- ur gert góölátlegt grín aö því aó Liverpool leiki á morgun á heima- velli. Og má segja aö þaö sé nokk- ur sannleikur í því, svo oft hefur Liverpool-liðiö leikiö á Wembley á undanförnum árum. Leikur lióanna á án efa eftir aö veröa æsispennandi og tvísýnn og sjálfsagt veröur barist af meiri hörku fyrir þaö aö um nágrannaliö er aö ræöa. Meö öllu er ógerlegt aö spá um úrslit í svona leik. Leikmenn Everton munu leggja allt í sölurnar til þess aö stööva sigur- göngu Liverpool í þessari keppni. — ÞR. Leikur Vals og UMFN sýndur í sjónvarpinu Urslitaleikur Vals og UMFN í ís- landsmótinu í körfuknattleik verður á dagskrá íþróttaþáttarins í dag. Leikur liðanna var mjög góður og æsispennandi allt fram á síöustu sekúndur leiksins. Körfuboltaáhugamenn fá því gott efni i dag. Hér til hliöar má sjá svipmyndir sem Friöþjófur Helga- son Ijósmyndari Mbl. tók á leiknum í fyrrakvöld. Njarövikingar voru vel aö Islandsmeistaratitlinum komnir í ár. Liöiö haföi misst tvo af sínum sterkustu leikmönnum vegna meiðsla áöur en lokakeppnin hófst en þrátt fyrir þaö tókst UMFN aö sigra. Viö óskum liöinu til ham- ingju. — ÞR. Sjá íþróttir á bls. 32 Fyrirtækjakeppni Fram í innanhússknattspyrnu veröur haldin laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. apríl. Þátttökugjald krónur 1800.-. Tilkynning um þátttöku skal berast í síma 34792 milli kl. 13 og 15 alla virka daga, eigi síöar en miövikudaginn 28. mars. Knattspyrnudeild Fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.