Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
11
Kvenfélagasamband Islands:
Vorvaka 1984 haldin að
Gerðubergi um helgina
„Kvenfélagasamband fslands
gengst fyrir tveggja daga Vorvöku í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
um helgina 7.—8. apríl. Á dagskrá er
erindaflutningur um efnið „Konur í
nýju landnámi", heimsókn á Kjar-
valsstaði, menningardagskrá og
leikhúsferð.
Aðildarfélög Kvenfélagasam-
bands íslands eru 250 talsins og
dreifast um allt landið. Félags-
formenn eða fulltrúar þeirra eru
þátttakendur á vökunni og er full-
bókað í hana. Tilgangur vökunnar
Kökubasar Fóst-
bræðrakvenna
HINN árlegi kökubazar Fóst-
bræðrakvenna verður haldinn í
Félagsheimili Fóstbræðra við
Langholtsveg í dag, laugardaginn
7. apríl, kl. 2 e.h.
er að kynna starfsemi KÍ og efla
innbyrðis tengsl milli félaganna,
samhliða því að fjalla um dagleg-
an starfsvettvang kvenna og þátt
þeirra í listum,“ segir í frétt frá
KÍ.
„Vorvaka 1984 hefst laugardag-
inn 7. apríl kl. 10.00 í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi og þann
dag munu 20 konur segja frá
störfum sínum í stjórnsýslu, vís-
indum, menntum, atvinnuvegum
og listum. Árdegis sunnudaginn 8.
apríl er heimsókn á Kjarvalsstaði
og síðdegis þann dag er sérstök
menningardagskrá í Gerðubergi.
Vorkonur Alþýðuleikhússins efna
til sérstakrar sýningar fyrir gesti
vökunnar og í boði forseta íslands
verður farið að Bessastöðum.
Fundarhald sem þetta er nýlunda
í starfsemi Kvenfélagasambands-
ins. Af því tilefni er gefið út sér-
stakt kynningarrit um sambandið
og veggspjald."
Breiðholtsskóli:
15 ára aftnælishátíð í dag
AFMÆLISHÁTÍÐ Beiðholtsskóla
er í dag, laugardag, en á þessu ári
eru 15 ár liðin frá því skólinn hóf
starfrækslu.
Þessa viku hefur staðið yfir sér-
stök verkefnavika hjá skólanum
undir heitinu: „Við og umhverfið".
Brugðið hefur verið út af hefð-
bundnu kennsluformi og nemend-
um gefinn kostur á valfrelsi í
starfi.
í dag, laugardag, er síðan sér-
stök afmælis- og lokahátíð, ætluð
nemendum, foreldrum og kennur-
um. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur
til kl. 17. Á dagskrá verður: Lúðra-
sveit leikur, útitónleikar,
skemmtiatriði, kaffisala á vegum
foreldrafélagsins og fleira.
HRAUNHAMAR
FASTEIGNASALA 54511
HAFNARFIRÐI
Opið í dag frá kl. 1—3
4RA—5 HERB.
Mánastígur
Ca. 100 fm íbúð með sórinng.,
stórar svalir, blómaskáli. Verð
1850 þús.
Herjólfsgata
Ca. 100 fm efri hæð í tvíbýlis-
húsi. Bílskúr. Verð 2,3 millj.
Reykjavíkurvegur
Ca. 96 fm kjallaraíbuð í þribýl-
ishúsi. Sórinng. Verð 1650 þús.
Kelduhvammur
137 fm hæð í þvíbýli. Sérinn-
gangur. Bílskúr. Verð 2,3 millj.
3JA HERB.
Brattakinn
Ca. 80 fm risíb. Sérinngangur.
Laufvangur
Ca. 90 fm góð íbúð á 2. hæð.
Þvottahús innaf eldhúsi. Góðar
innr. Verð 1,5 millj.
Lyngmóar Gb.
Ca. 90 fm vönduð íbúð á 2.
hæð. Bílskúr. Verð 1,9 millj.
Tjarnarbraut
Ca. 78 fm jarðhæð í þríbýlis-
húsi. Sérinngangur. Laus 1. júli
nk. Verð 800—900 þús.
Móabarð
Góð 90 fm neðri hæð í tvíbýlish.
Bílsk.réttur. Verð 1,5 millj.
Álfaskeið
100 fm íbúö á 1. hæð. Bilskúr.
Verð 1,8 millj.
VJÐ ERUMÁ REYKJAVÍKURVEGI72, HAFNARFIRÐI,
Bergur A HÆÐINNIFYRIS OFAN KOSTAKAUP
Magnús S.
Oliversaon
hdl.
áá
RBKHRAUNHAMAR
■ ■ FASTEIGNASALA
■t'dunnamaf hf Reykiavhurveqi 72 Hafnarfiföi S 5451
Fjeldsled.
Hs. 74807.
Ragnhildur Helgadóttir tekur við veggspjaldi „Vorvöku 1984", úr hendi
Maríu Pétursdóttur formanns Kvenfélagasambands íslands.
Tónleikar
í Grinda-
víkurkirkju
í DAG, laugardag 7. apríl, gengst
Tónlistarskólinn í Grindavík fyrir
tónleikum í Grindavíkurkirkju.
Laufey Siguröardóttir, fiðluleik-
ari og Selma Guðmundsdóttir, pí-
anóleikari flytja þar fiðlusónötur
eftir W.A. Mozart og Edvard
Grieg og Fjögur lög op. 17 eftir
Josef Suk. Tónleikarnir hefjast kl.
17.00.
Videóvæddur
sýningar-
salur
Þetta eru tilboð helgarinnar frá Daihatsu Opió laugardag frá kl. 10—17
Daihatsu Charmant LC Daihatsu Charmant LE sjálfsk. Daihatsu Charmant 1400 4ra dyra Árg. Litur 83 Silfurblár ’82 Gullbronz 79 Blár Km. 11 þús. 19 þús. 30 þús. Verð 290 þús. 290 þús. 140 þús.
Daihatsu Charade 4ra dyra XTE Daihatsu Charade 4ra dyra XTE Daihatsu Charade 4ra dyra XTE '81 Vínrauður ’80 Rauður '80 Kremgulur 19 þús. 31 þús. 43 þús. 190 þús. 160 þús. 150 þús.
Daihatsu Runabout 2ja dyra Autom. Daihatsu Runabout 2ja dyra XTE Daihatsu Runabout 2ja dyra XTE ’82 Gullbrons ’81 Blár Met. ’80 Kremgulur 30 þús. 30 þús. 42 þús. 230 þús. 185 þús. 160 þús.
Mazda 626 2000 4ra dyra Mazda 626 2000 4ra dyra Mazda 323 Station 5 dyra Honda Accord EX sjálfsk. vökvast. ’82 Blár Met. 79 Silfurgrár ’80 Hvítur ’82 Blár Met. 35 þús. 73 þús. 57 þús. 30 þús. 285 þús. 185 þús. 160 þús. 390 þús.
Höfum góða kaupendur aó Daihatsu árg. 1980 og 1981.
Daihatsuumboðið, Ármúla 23,85870 — 81733
Fkigleiðir fliúga
með farþega Ferðamiðstöðvarinnar
til Fjondon
Kynnið ykkur ferðatilboð Ferðamiðstöðvarinnar