Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Seladráp
— og Júdasar-
peningar að launum
A.T. skrifar:
„Manni einum, er Júdas hét, var
heitið silfurpeningum til að svíkja
meistara sinn og vin í hendur
óvina hans og böðla sem píndu
hann til dauða á hryllilegasta
hátt. En er til kom, hafði Júdas
ekki skap til að nota sér fenginn
auð. Hann skilaði því aftur silfur-
peningunum illa fengnu. Þeir
samrýmdust ekki sálarástandi
hans, því iðrunin gagntók hann og
samviskukvalir. En skömm hans
hefur verið uppi æ síðan.
Á Islandi var skorin upp herör
gegn vinum okkar og sambýling-
um, selunum. Silfurpeningum var
heitið fyrir dráp á hverjum þeirra.
Og viti menn, nógir voru Júdas-
arnir, sem hirða vildu peningana
sem lagðir voru til höfuðs þessum
fallegu og meinlausu dýrum. Æði
greip um sig meðal hundraða
manna. Nú átti drápseðlinu og
morðfýsninni að verða svalað
hömlulaust. Þar sem áður voru
friðsælar víkur og vogar, kváðu nú
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
— eða hringja milli kl.
11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og
orðaskipti, fyrirspurnir
og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrit-
uð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
við dauðahljóð úr byssum þessara
skotóðu manna. Selirnir, sem áður
voru vinir okkar og augnayndi,
hnigu í valinn, (dauðir eða e.t.v.
særðir sem er enn svívirðilegra)
og lituðu sjóinn lífsblóði sínu. En
ómennin, sem óhæfuna frömdu,
fóru stoltir á annan vettvang til
að sækja sigurlaunin, Júdasarpen-
ingana. Og hér var ekki um neina
iðrun að ræða eins og hjá Júdasi
forðum. Hinir skotóðu menn voru
upp með sér af afrekum sínum í
þágu dauðans og mannúðarleysis-
ins.
Seladrápin illræmdu eru eitt af
einkennum hinnar illu stefnu, sem
heltekur hugi manna, svo þeir
gera sér lítt grein fyrir því hvað er
rétt og hvað er rangt. Hvenær
mun skörin færast upp í bekkinn,
svo að menn eða hópar manna
verði ekki lengur óhultir?
Á sínum tíma réð ein Evrópu-
þjóð yfir landsvæði í Afríku sem
byggt var búskmönnum. Þeir voru
litlir vexti og varnarlausir og
hröktust út á eyðimerkur þar sem
erfitt var að afla sér matbjargar.
En ein af aðalskemmtunum herra-
þjóðarinnar var að fara á búsk-
mannaveiðar. Evrópumennirnir
voru vel búnir byssum og höfðu
góða hesta. Hvar sem búskmenn
sáust á ferli, þóttu þeir ákjósanleg
skotmörk. Enginn sagði neitt við
þessari óhæfu. Þess vegna var
þessi ljóti leikur iðkaður á líkan
hátt og seladrápar okkar hafa gert
hér.
Athafnir manna koma upp um
innræti þeirra. Sá sem gengur
með innilokaða drápsfýsn, getur
þá fyrst notið sín að fullu, er hann
fær henni svalað án ámælis. Þegar
opinbert leyfi er gefið til óhæfu-
verka kemur í ljós sú níðingslund
margra, er beið bundin í leyndum
hins innra manns.
Mengun hugans er allri mengun
verri. Því skyldi hver einstakling-
ur líta í eigin barm og berjast
gegn henni í stað þess að greiða
henni leið.“
Þessir hringdu . . .
Burt Reynolds
— Dallas
og hundahald
Laufey hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — I þættinum „Fólk
í fréttum" í Morgunblaðinu nú
fyrir skemmstu, var meðal annars
sagt frá því að Burt Reynolds væri
önnum kafinn við upptökur á
myndinni „Maðurinn sem elskaði
konur". Það getur þó varla verið
að hann sé önnum kafinn við upp-
tökur því þegar ég var í Banda-
ríkjunum um jólin og í byrjun des-
ember var þessi mynd frumsýnd
þar.
Eins og fleiri vil ég endilega að
sjónvarpið haldi áfram syningum
á Dallas.
Að lokum vil ég fagna því að
borgarstjórinn okkar, Davíð
Oddsson, hefur lýst yfir áhuga á
Gullkornið
I>eir vilja vera frjálsir og
hafa þó ekki vit á aó vera
réttlátir.
Sieyés (1748—1836)
var franskur ábóti.
því að hundahald verði leyft í
Reykjavík með ákveðnum reglum
og skilyrðum.
Bílastæðin við
Seðlabankann
Bergþóra Jóhannsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Ég hef lesið í dálkum þinum
hversu ósáttir menn eru um nafn
á bílastæðin við nýju Seðlabanka-
bygginguna. Kolaport skal það
heita og verum þess -minnug að
þar á bak við er merkileg saga í
þjóðlífi okkar. Við getum ekki leitt
hugann frá því að við borgarbúar
fáum ekki hitaveitu fyrr en eftir
1940 og þar áður voru hús hituð
upp með kolakyndingu.
Þess vegna er Kolaport rétt-
nefni.
avena
— fimleikafatnaður
FIMLEIKAR
Unglingameistaramót í frjálsum æfingum pilta og
stúlkna verður haldiö í Laugardalshöll sunnudaginn 8.
mars og hefst kl. 14.15.
Keppnisskapið í hámarki. Ungt fólk á uppleiö.
KOMIÐ í HÖLLINA.
Fimleikasamband
íslands
ALLTAF Á SUMMUDÖGUM
_ eœiííÉfi .
SlÆRRA
OG EFMISMEIRA BLAÐ!
EGILL SKALLA-GRÍMSSON
í JÓRVÍK
VIÐ GÆTUM ORÐIÐ 23
FUGLATEGUNDUM FÁTÆKARI
SYNIR OG ELSKHUGAR
SALVADOR DALI
FRUMHEILSUGÆZLA
í REYKJAVÍK
— Raett viö Ólaf Mixa læknl
NÓRA FÓR AFTUR HEIM
TIL MANNS OG BARNS
RÁÐIZT INN í NORÐUR-NOREG
— Björn Bjarnason skrifar um
flota- og heræfingar NATO
FINNLANDSPUNKTAR
JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
FLUGELDAMÚSÍK HÁNDELS
— SÍGILDAR SKÍFUR
VANTAR MEIRA LÍF
í ÍSLENZKA TÓNLIST
— það segir Marokkóbúinn Abdou
NIKULÁS NICLEBY
Sunnitdagurirm byrjar á sídum Moggans
II