Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 17 Blíndni og fegurð Leíklíst Jóhann Hjálmarsson Ríkisútvarpid: Brunnur dýrlinganna eftir John M. Synge. Þýðandi: Geir Kristjánsson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Helgi Skúlason, I»óra Frióriksdóttir, Sigurður Karlsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Lilja Þóris- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Edda Heiðrún Backmann, Jóhann Sigurö- arson og Pálmi Gestsson. Tæknim.: Friðrik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson. Helgi Skúlason Johp M. Synge valdi þann kost að semja leikrit um írskt alþýðu- fólk, leita á slóðir upprunans í staðinn fyrir að freista þess að skrifa alþjóðlega eins og margir aðrir höfundar. En með því að ein- beita sér að lýsingu Irlands sagði hann heiminum mikilvæg sann- indi. Leikrit eins og Brunnur dýrl- inganna er í senn ákaflega írskt og á sér hliðstæður hvar sem er í táknrænu líkingamáli sínu. Vissu- lega eru hinir blindu betlarar af holdi og blóði, fulltrúar mannlegs breyskleika, en dæmi þeirra má skoða í öðru samhengi. Þeir eru dæmisaga um blindni og fegurð, um það að ekki er alltaf best fyrir fólk að augu þess opnist. Villan getur þrátt fyrir allt verið leið- arljós og eini valkostur. Dýrlingurinn sem kemur til að frelsa hjónin blindu, betlarana raunamæddu, talar um að þau Þóra Friðriksdóttir hafi átt dapra ævi. Hann gefur þeim sjónina með helgu vatni. En það verður til þess að við þeim blasir gömul og visin norn og af- styrmi í karlmannsliki. Karlinn gerir hosur sínar grænar fyrir ungri stúlku og verður við það skáldlegur, talar eins og maður sem er að missa vitið, eins og stúlkan segir. Óguðlegt tal þeirra hjóna og framkoma verður til þess að þau glata sjóninni aftur. Þau eru þrátt fyrir allt aðeins „blint hyski“ og vilja vera það áfram. Þegar dýrlingurinn birtist í annað sinn til að reyna að lækna þau kjósa þau að fá að vera í friði með ógæfu sína, þannig geta þau verið hamingjusöm að eigin mati. Karl- Pétur Önundur Andrésson: Skýjað með köflum. Skákprent 1983. Eftir Pétur Önund Andrésson hafa komið út ljóðabækurnar Næturfrost (1976) og Hlustað á vorið (1978). Nú sendir hann frá sér Skýjað með köflum. Það er fyrirferðarlítil og fremur hljóðlát ljóðagerð sem Pétur Ön- undur stundar. Hann leitast við að segja sem mest í fáum orðum og gerir ráð fyrir að lesið sé milli lína. Það sem lífvænlegast er í Skýjað með köflum eru myndir úr borg og af skólalífi. Hnitmiðuð ljóð eins og Sumar leyna á sér: Það er morgunn eftir fróstnótt örþunnt skænið á pollunum speglar nakta runna, þú og sólin breytið þessari mynd úr svarthvítu í lit það er sumar. inn segist hafa séð nóg af „undr- um“ heimsins. Heimurinn er þeim enn fjandsamlegri sjáandi. Helgi Skúlason og Þóra Frið- riksdóttir léku blindu hjónin, þau Martin og Mary Doul. Leikur þeirra var kraftmikill, fullur skaphita og í anda hins irska mál- æðis sem er líklega alveg sér á parti. Sigurður Karisson var járnsmiðurinn Timmi, erfiðismað- ur í einfaldara lagi, og gerði hon- um góð skil. Hin fagra ljóska Molly Byrne var í höndum Tinnu Gunnlaugsdóttur, hún fékk betlar- ann til að tala eins og skáld. Túlk- un Tinnu var áferðarfalleg, ef I ljóðum sem fjalla um tilveru ungs drengs er höfundinum meira niðri fyrir. Hann segir okkur til dæmis frá strangri lífsbaráttu í ljóðinu. Það verður að reka þenn- an dreng: Þú býður blöðin kuldabláum vörum lítill drengur að hjálpa mömmu hún berst í bökkum með barnafjölda í litlu húsi þú mætir illa í skólatíma færð skammir í morgunkveðju og stríðni í nesti heim flest geturðu þolað bara ef mamma yrði glöð þú ert að safna svo hún eignist kápu seinna í vetur hæfir að segja slíkt um útvarps- leik. Róbert Arnfinnsson flutti texta dýrlingsins, en þessi persóna er gufuleg saman borið við hið kjarnmikla írska alþýðufólk. Önn- ur hlutverk voru smá, en yfir leik verður ekki kvartað. Brunnur dýrlinganna naut sín vel í leikstjórn Þorsteins Gunn- arssonar, góðri þýðingu Geirs Kristjánssonar og með öruggri tæknimennsku þeirra Friðriks Stefánssonar og Hreins Valdi- marssonar. Það var þess virði að leggja við hlustir þetta fimmtu- dagskvöld. Jóhann Hjálmarsson þú bölvar og berð frá þér þessa leiðu krakka og kennarinn má éta skít það stendur til að reka þig og koma þér í sveit en hver hjálpar þá mömmu að spjara sig? Yfirleitt er orðalagið í Skýjað með köflum hversdagslegt án þess að vera óvandað. Myndbeiting er víða slöpp og líkingar alltof veikar til að grípa hug lesandans. Að tala um að nóttin „komi með áfengi/í þrýstnum brjóstum" og „að tína rósir/af vörum þínum“ er löngu orðið slitið. Fjölmörg álíka dæmi mætti nefna. Pétur Önundur And- résson þarf að skoða hug sinn og gera meiri kröfur til sjálfs sín ef hann vill kallast gildur fulltrúi nýrrar skáldakynslóðar. En eins og sakir standa nær hann athygl- isverðum árangri í ljóðum með raunsæislegu svipmóti. Þau ljóð eru bara of fá í Skýjað með köfl- um. Jóhann Hjálmarsson Skænið á pollunum KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT mest selda bílategundin í Evrópu RENAULT 25 GLÆSIVAGMNN RENAULT 25 kom á götuna í Frakklandi fyrir réttum mánuði síðan, og er nú kominn hingað. Pað er verulega forvitnilegt að kynnast RENAULT 25, enda er mikils vænst af þessum bíl og á hann örugglega eftir að ylja mörgum um hjartarætur. RENAULT 25 er fimm dyra, rúmgóður bíll, með sportlegt útlit. Innréttingar eru mjög vandaðar, rafdrifnar læsingar, rúður og fleira. RENAULT 25 er kraftmikill fram- hjóladrifinn bíll, sem unun er að aka. •RENAULT 25 er „Lordinn" í RENAULT fjölskyldunni, og er þeim kostum búinn sem RENAULT bifreiðar hafa verið þekktar fyrir. Kynntu þér kosti RENAULT bifreiða, áður en þú ákveður annað. tt. 11 u n jiibv ii( ji“ tuo'ij n ’n u. 85ih| *Hii it.'J mi i*hji i> i Cít i;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.