Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
19
„Tel sjálfsagt að athuga
hvað þarna fór fram“
— segir Jón R. Hjálmarsson, fræöslustjóri á Suðurlandi
„Upphaf málsins hvað mig
snertir má rekja til þess að
skólastjórinn á Hvolsvelli
hringdi og tjáði mér að þeim
hefði borist tilboð um land-
fræðilega kynningu á Sovét-
ríkjunum í framhaldi af sýn-
ingu sem verið hefði á bóka-
safninu. Unglingarnir myndu
keppa um hvað þau vissu um
hitt og annað og verðlaun
yrðu ferð til Sovétríkjanna,“
sagði Jón K. Hjálmarsson,
fræðslustjóri í Suðurlands-
umdæmi í samtali við blm.
Morgunblaðsins um kynn-
ingu þá sem fram fór í
grunnskólanum á Hvolsvelli
á Sovétríkjunum.
„Nú, ég sá ekkert sem mælti á
móti þessu, því ég álít að heim-
sóknir sem þessar lífgi mikið upp
á skólastarfið og séu áhugavekj-
andi fyrir nemendur. Ég tæki
svona tilboði frá hvaða landi sem
það kæmi, en því miður hafa ekki
verið mikil brögð af tilboðum sem
þessum. Heimsóknir heyra ekki
undir skólastarfið sem slíkt og ég
er illa settur ef ég á að fylgjast
með hvað þeir gestir kunna að
segja í heimsóknum sínum, sem
koma i skólana, og þó fór þessi
getraun ekki fram í skólanum
sjálfum eftir því sem ég best veit,
heldur í bókasafninu," sagði Jón
R. Hjálmarsson.
Jón sagði það sínar upplýsingar
að þarna hefði eingöngu átt að
fara fram landfræðilegt próf, þar
sem nemendur yrðu spurðir um
það sem þau vissu um Sovétríkin
og hefði því átt að geta komið
þeim að gagni þekkingarlega.
Hann sagði að engin kvörtun hefði
borist frá foreldrum varðandi þá
kynningu á Sovétríkjunum, sem
þarna hefði farið fram. Fullyrð-
ingar um að ároður hefði farið
fram við þetta tækifæri hefði
hann einungis úr Morgunblaðinu
og hann teldi ótrúlegt og bágt ef
svo hefði verið.
Jón sagði aðspurður að náms-
efni væri ákveðið í öllum megin-
atriðum, en kennurum væri frjálst
að nota ýmislegt efni, sem þeir
teldu geta hjálpað við kennsluna
innan þess ramma, sem settur
væri. Skólarannsóknadeild reyndi
að sjá grunnskólum fyrir náms-
efni í meginatriðum, en alltaf
þyrfti að fylla út í rammann hvað
ýmis atriði varðaði. Það væri
gengið út frá því að kennarar
sýndu ekki hlutdrægni og hann
hefði ekki reynt þá að öðru og
aldrei fengið kvartanir þess efnis,
og foreldrar myndu trúlega
kvarta, ef um áróður væri að
ræða. Kennarar væru af öllum
mögulegum stefnum og flokkum
og skoðanir þeirra ættu ekki að
verða þeim fjötur um fót í starfi.
Jón var spurður um hver skoðun
hans væri á því, ef rétt væri að
ákveðnar hugmyndir hefðu verið
boðaðar eða áróðri dreift við
fyrrgreint tækifæri á Hvolsvelli?
„Ég er að sjálfsögðu eindregið
þeirrar skoðunar að slíkt megi
ekki eiga sér stað, því þá er um
innrætingu að ræða. Öll kennsla á
að vera hlutlæg og hlutlaus. Ég tel
alveg sjálfsagt áð athuga hvað
þarna fór fram vegna skrifa Morg-
unblaðsins um það að þarna hafi
verið dreift áróðri. Ég talaði við
skólastjórann á Hvolsvelli eftir að
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
blaðamaður Morgunblaðsins
hringdi og spurði hvort einnig
hefði verið hringt í hann. Hann
svaraði því játandi og ég sagði
honum það vera mitt sjónarmið,
að ef þetta væri upplýsingar-
starfsemi til fróðleiks, þá sæi ég
ekkert athugavert. Og ég vil taka
það skýrt fram að ég tel allar
heimsóknir í skóla geta verið til
góðs fyrir nemendur sé það
ómengað, sem er borið á borð fyrir
þá,“ sagði Jón R. Hjálmarsson að
lokum.
Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri í
Suðurlandsumdæmi.
Hafskiphf.
styðuraukíð
atakti
útflutníngs
íslenskiar
iðnaðarvöru
Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára
afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð:
1.
2.
3.
4.
Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað-
háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendur til
boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu.
Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam,
Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif-
stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu.
T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends
milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl-
un og útboð.
Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík,
Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila.
Leitið til hans með frekari fyrirspurnir.
Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst
hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar-
vöru héðan.
Aukið átak í útflutningi
er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn.
Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks.
Okkar menn,- þínir menn
HAFSKIP HF.