Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 Leikfélag Hafnarfjarðar: Leikritið Tuttugasta og önnur grein frumsýnt — spjallað við leikstjóra og aðalleikara „Ég er með nafn á SKtri stelpu ... hún heitir Luciana." Yossarian r»ðir við Wintergreen pósteftirlitsmann hersins. Lárus Vilhjálmsson og Jakob Bjarnar Grétarsson í hlutverkum sínum. LKIKFGLAG Hafnarfjarðar frum- sýndi leikrit Joseph Hellers „22. grein“ eða „Catch 22“, í Hafnar- fjarðarbíói í gærkvöldi. Leikritið gerði Heller eftir samnefndri met- sölubók sinni, sem einnig var gerð kvikmynd eftir á sínum tíma, og er þetta frumsýning á íslandi. Sögu- sviðið er seinni heimsstyrjöldin, herbúðir bandarískra sprengjuflug- hcrsmanna í Italíu. Leikarar í sýningunni eru 17 talsins og fara með 40 hlutverk. Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson, leikmynd gerði Ragnhildur Jóns- dóttir, lýsingu hannaði Egill Ingi- bergsson, búninga önnuðust Alda Sigurðardóttir og Birna Ingva- dóttir og tónlist samdi Johann Morávek. Svört kómedía Hermenn, læknar og hjúkrun- arkonur fylltu stiga og ganga Hafnarfjarðarbíós, er blaðamaður Mbl. leit inn á æfingu hjá leikfé- laginu í vikunni og inn í salnum náðist tal af leikstjóranum. „Tuttugasta og önnur grein er mjög gámansamt verk, þó með al- varlegum undirtón þar sem deilt er á misbeitingu laga og ýmsa veikleika í fari fólks sem koma hvað skýrast í Ijós þegar því er fengið vald í hendur eins og til dæmis í stríði," sagði Karl. „Það má segja að þetta sé svört kómed- ía og allt að því fáranleg á köflum, en leiðbeiningar sem höfundur gefur benda þó til þess að ætlast sé til að leikið sé á mjög raunsæj- an hátt og án þess að farið sé út í neina fáránleikastílfærslu. Það má því í raun segja að það eru ekki persónurnar sjálfar sem eru fár- ánlegar í raun, heldur eru það að- stæðurnar, stríðið, sem gera þær fáránlegar. Fjallar verkið því ekki eingöngu um her og stríð, heldur einnig um þetta fólk og vona ég að áhorfendur geti bæði lært af þessu og haft gaman af.“ Hversvegna varö þelta leikrit fyrir valinu? „Þetta var eitt af nokkrum verk- um sem ég stakk upp á við leikfé- lagið þegar ég var þeðinn að setja hér upp. Ég las það sjálfur fyrir mörgum árum og fannst það strax ansi skemmtilegt. Síðan hefur það verið uppi í hillu hjá mér og ég rekið augun í þennan kjöl öðru hverju og hugsað með mér að það væri gaman að setja þetta upp einn daginn." Og þetta verður fyrsta heils- kvöldssýningin sem þú vinnur. Gr ekki erfitt fyrir leikara að standa í sporum leikstjóra. „Það er nauðsynlegt, finnst mér fyrir leikhúsfólk að kynnast öllum þáttum leikhússtarfsins. Þetta er því viðbót við það sem ég hef lært fyrir, einn þáttur I minni reynslu." Hvernig hefur gengið? „Lengi framanaf var allt í óvissu með húsnæði til að sýna í sem skapaði vissa erfiðleika, en fyrir einstakan velvilja og liðleg- heit eiganda Hafnarfjarðarbíós fengum við hér inni. Áð vísu er húsið ekki hannað sem leikhús, og setur okkur ansi miklar skorður, sérstaklega vegna þess að hér er ekkert baksvið. Við höfum því þurft að gera ýmsar breytingar og klæðskerasauma sýninguna að verulegu leyti inn i þetta hús. Annars hefur gengið vel, enda Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri verksins. „Hlustaðu mig ..." Ilallur Helgason í hlutverki hins sjúk- dómshrædda Daneka læknis og Lárus í hlutverki Yossarians. hópurinn lífsglaður og skemmti- legur að vinna með.“ Lárus og Yossarian Aðalpersóna leikritsins er Yoss- arian og fer Lárus Vilhjálmsson með hlutverk hans. „Yossarian er flókin persóna að mörgu leyti og svo til sú eina sem er mannleg í leikritinu," sagði Lárus þegar blm. tók hann tali milli stríða. „Hann er lítilmagninn í hópnum, sá sem níðst er á, en um leið er hann ákveðinn og tekst það sem hann ætlar sér. Hann vill losna úr stríðinu hvað sem það kostar og reynir að láta dæma sig brjálaðan en allt kemur fyrir ekki og hann endar með að strjúka." Hefurðu fengist mikið við leiklist áður? „Ég starfaði í leikfélagi Flens- borgarskóla og var í stórum hlut- verkum og smáum í einum sex leikritum þar. Veturinn ’82 ákváð- um við svo nokkrir áhugaleikarar að reyna að koma Leikfélagi Hafn- arfjarðar á stað aftur en það logn- aðist útaf fyrst ’65, komst af stað aftur sem barnaleikhús ’74 en lognaðist aftur útaf eftir nokkur ár. Okkur tókst þetta og sýndum við í fyrravor leikritið „Bubbi kóngur" í Bæjarbíói og í haust hættum við fyrir fullu húsi sýn- ingum á „Þið munið hann Jörund" á Gaflinum, eftir margar auka- sýningar. Hér eftir mun aðalsvið félagsins verða í Bæjarbíói þar sem bærinn hefur gefið félaginu afnot af því, og verður verkefni næsta hausts sett þar upp. Þessi þrjú verk sem við höfum verið með eru mjög ólík og „22. grein" reynd- ar ólíkt öllu sem ég hef fengist við. En þetta er mjög skemmtilegt leikrit sem sýnir vel hvað stríð getur í raun verið brjálað." Nú var komið að rennsli og við- talstíminn því útrunninn. Drunur í trumbum, hergöngumars, gáfu til kynna að fyrsti þáttur væri að hefjast... Norræna húsið: Sjötíu sækja um starf forstjöra Sjötíu umsækjendur eru uin stöðu forstjóra Norræna hússins í Reykjavík. Hundraö og tíu sóttu um stöðu forstjóra Norræna hússins í Færeyjum. Gengiö verður frá ráóningu forstjóranna seint í maímánuði nk. Umsækjendur um stöðu forstjóra Norræna hússins í Reykjavík eru: Birger Blaksteen, Danm., cand.scient. Arne Hansen, Danm., fyrr. yfirkennari. Ole Dich, Danm., blaðam. og rithöfundur. Annemarie Balle, Danm., blaðamaður (frílans). Björn Stahre, Danm., fil.kand. Knud A. Nielsen, Danm., major. Soren Povlsen, Danm., fuldmægtig. Kerstin Johanson, Grænl., kennari. Ole Varming, Danm., kennari. Bent Bislev, Grænl., kennari, skólastj. Rolf Ákerberg, Svíþj., blaðamaður, DN. Hákan Larsson, Svíþj., förbundssekr. í Cénterns Ungdomsfb. Wilhelm Otnes, Noregi, cand.philol., lektor. Guðmundur Sæmundsson, Akureyri, cand.mag. Arne Hyldkrog, Grænl., kennari, blaðamaður. Martin Næs, Akureyri, bókavörður. Per Christiansen, Grænl., kennari. Roland Thomsen, Grænl., skrifst.maður, rekstrarstj. Sten Forselius, Svíþj., fil.dr., deildarstj. Morten Stender, Danm., cand.scient., lektor. Atli Guðmundson, ísl., fulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Ádne Svendsen, Noregi, rektor við lýðháskóla. Ulrik Schepelern, Grænl., fulltrúi Grönlands hjemmestyre. Bárdur Jákupsson, Færeyjum, listmálari. Njörður P. Njarðvík, Reykjavik, cand.mag. dósent, rithöfundur. Thor Gangnæs, Noregi, dipl.eks., skrifst.stj. Soren C. Olesen, Danm., kennari, cand.pæd.psych. Meri Helena Forsberg, Svíþj., cand.fil., skólastjóri. Nils Larsson, Svíþj., skrifst.stj., kennari. Jens Rosendal, Danm., kennari. Arne Wiirgler, Danm., kennari, listam. Iitge Kranold, Danm., blaðamaður. Erik Kranold, Danm., skrifst.stj. Oili Páwals, Finnl., lektor, fil.mag. Mikko Alameri, Finnl., Informationssekr., trafikinspektör. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, R., nám í Þýskal. Útgáfustj. ísafoldar- prentsm. Guðmundur A.S. Grenli, Noregi. Tore Stenström, Svíþj., lektor, fil.dr. Lars-Ola Borglid, Svíþj., fréttastj. sænska sjónv. Gunilla Lindberg, Svíþj., fil.kand., ritstj. o.fl. Áke Sundin, Svíþj., fil.mag., rektor. Erik Rynell, Svíþj., fil.kand., kennari. Sverker Hallen, Svíþj., fil.mag., kennari. Lars Borenius, Svíþj., listanám, margvísleg störf. Ole Krogh, Danm., cand.mag., adjunkt. Jan Magnussen, Danm., cand.scient., lektor. Jorgen Ask Pedersen, Danm., cand.phil., kennari. Flemming Behrendt, Danm., cand.mag., blaðamaður, rithöfundur. Peter Rasmussen, Danm., mag.art., fyrrv. lektor á íslandi. Knut Odegárd, Noregi, fylkeskulturchef, Ijóðskáld. Tor Stallvik, Noregi, safnvörður, rektor. Per E. Fosser, Noregi, leikstjóri, dramaturg. Christer Klintström, Svíþj., skrifst.stjóri. Jerker Engblom, Svíþj., fil.lic., lektor. Sven Poulsson, Danm., arkitekt. Viggo Thirup, Danm., lektor við kennaraskóla. Soren Sorensen, Danm., kennari. Magne Stener, Noregi., cand.philol., lektor. Pétur Pétursson, Svíþj., kennari, vinnur við norrænt verkefni. Leif Magnusson, Svíþj., fil.mag., adjunkt. Eydun Andreasen, Færeyjar, mag.art. Svein Pedersen, Noregi, cand.philol., lektor, og Tove Bull, Noregi, cand.philol., lektor sækja um saman. Per Roald Landrö, Hafnarf., cand.philol., starfar við LlN. Svein Arne Korshamn, Blönduósi, tónlistarkennari. Inger Lodrup, Noregi, lektor. 4 umsækjendur óskuðu nafnleyndar, 2 íslendingar, 1 Dani og 1 Norðmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.