Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 7. APRÍL 1984
Frá því hefur verið sagt í Morgunblaðinu að í framhaldi af kynningu á Sovétríkjunum sem fram fór í
héraðsbókasafninu á Hvolsvelli, sem jafnframt er skólabókasafn, hafi farið fram getraun í 7., 8. og 9.
bekk grunnskólans á Hvolsvelli um Sovétríkin, þar sem í boði var sem verðlaun ferð til Sovétríkjanna.
Jafnframt getrauninni var dreift bæklingi sem heitir „Sovétríkin, spurningar og svör“ og er gefin út af
MÍR, Menningartengslum íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Skil á úrlausnum voru tæplega 50% og verður
dregið úr réttum lausnum. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér til Hvolsvallar nú í vikunni til að kynna
sér málið.
Grunnskólinn á Hvolsvelli.
Tel míg hafa metið málið rétt
— segir Guðjón Arnason, skólastjóri
grunnskólans á Hvolsvelíi
B/EKLINGNUM var dreift samfara getrauninni til þess að þeir sem þátt
tóku í henni gætu leitað sér þar upplýsinga, en ýmsar upplýsingar eru í
honum, sem gátu hjálpað unglingunum til að svara getrauninni, sagði Guðjón
Árnason, skólastjóri grunnskólans á Hvolsvelli, er blm. Morgunblaðsins
ræddi við hann.
Hann sagði að MÍR hefði verið
með þessa getraun og ásamt
þremur fulitrúum MÍR hefðu
komið 2 stjórnarmenn í Sovésk-
íslenska vinafélaginu og tveir
menn frá sovéska sendiráðinu,
sem fyrst og fremst hefðu komið
sem túlkar.
Guðjón sagðist ekki hafa ætlað
að tjá sig um þetta mál frekar en
hann hefði þegar gert, sér fyndist
ekki ástæða til þess, hún væri
hlægileg þessi Rússagrýla sem
þarna væri verið að ala á. Að-
spurður kvaðst hann ekki geta
neitað því að það væri áróður í
þessum bæklingi, en enginn væri
neyddur til lesa bæklingin. Hverj-
um sem er væri heimilt að láta
það vera að taka þátt í getraun-
inni. Hann tók undir það að sú
staðreynd að verðlaun voru í boði í
getrauninni virkaði sem hvatning
til að skila úrlausnum, það færi
ekki á milli mála, en „hann liti á
svona gestakomu sem kærkomið
tækifæri til að lífga upp á skólalíf-
ið og ég myndi þiggja svona boð
frá hvaða þjóð sem er,“ sagði
hann.
Hann sagði að á umræddum
fundi hefði ekki verið dreift
áróðri. Foreldrar hefðu væntan-
lega skoðað þessi mál vel og það
hefði verið tekið skýrt fram við
unglingana að þeim væri það
frjálst hvort þau væru með í get-
rauninni eða ekki.
Hann sagði um tildrögin að
þessari getraun að ljósmynda- og
bókasýning á vegum MÍR hefði
verið í héraðsbókasafninu, sem
væri tengt skólanum og þjónaði
einnig sem skólabókasafn, en
safnið byði upp á aðstöðu til slíkra
sýninga. f því sambandi hefði ver-
ið boðið upp á þessa getraun, sem
þeir hefðu þegið. Unglingarnir
hefðu fengið að hafa getraunina í
viku áður en þau skiluðu. Hann
sagðist telja sig hafa lagt rétt mat
á málin, er hann leyfði þessa get-
raun. Ef getraunin væri skoðuð þá
varðaði hún ákveðnar staðreyndir
um Sovétríkin, fyrst og fremst
landfræðilegar og væri hægt að
finna svör við mörgum spurn-
inganna í bæklingnum, sem dreift
hefði verið. En hann ítrekaði að að
öllum hefði verið frjálst að taka
þátt í þessari getraun og lesa
bæklinginn, enginn hefði verið
neyddur til þátttöku.
„Ekki rétt að takmarka að-
gang unglinga að upplýsingum“
— segir Friðrik Guöni Þórleifsson, héraðs- og skólabókavöröur á Hvolsvelli
Friðrik Guðni Þórleifsson héraðsbókavörður í bókasafninu.
„Síðastliðið haust skemmtu hér
sovéskir listamenn í Njálsbúð í
Vestur-Iandeyjum, á vegum MÍR,
þar sem ég var staddur. I>ar sem
héraðsbókasafnið er fátækt að efni
og maður reynir að gera sitt til að
efla það á allan hugsanlegan máta,
þá skaut ég því að þeim félögum í
MÍK sem þarna voru staddir, hvort
þeir hefðu eitthvað sem hentaði sýn-
ingaraðstöðunni á héraðsbókasafn-
inu, og nefndi sem dæmi efni eins
og almenna landafræði, listir eða
jafnvel hljómplötur, en ég hafði þá
nýverið staðið fyrir sérstakri sýningu
á þýsku efni í héraðsbókasafninu
með aðstoð Karls Kortssonar, kon-
súls á Hellu,“ sagði Friðrik Guðni
Þórleifsson, héraðs- og skólabóka-
vörður á Hvolsvelli, um tildrögin að
sovésku sýningunni á héraðsbóka-
safninu á Hvolsvelli og eftirmálum
hennar sem sagt hefur verið frá í
Morgunblaðinu.
„Þeir tóku vel í þessa hugmynd
og sýningin var sett upp hér af
þeim sjálfum um miðjan janúar.
Auk þess gáfu þeir safninu bækur,
sem fyrst og fremst samanstóðu
af sovéskum fagurbókmenntum,
listaverkabókum og einnig dálítið
af bókum um samfélagsfræðileg
efni, landafræði og sögu. Sýningin
stóð frá miðjum janúar og fram í
febrúarlok, sem var lengur en ætl-
að var í byrjun, en af einhverjum
ástæðum dróst að taka hana
niður. Þá kom fram sú hugmynd
hjá einum stjórnarmanni í MÍR,
þar sem héraðsbókasafnið þjónar
einnig hér sem skólabókasafn við
grunnskólann á Hvolsvelli, að gefa
nemendum í nokkrum efstu bekkj-
unum kost á getraun í tengslum
við sýninguna, þar sem verðlaunin
yrðu ferð til Sovétríkjanna.
Ég lagði þessa hugmynd fyrir
skólastjórann hér, Guðjón Árna-
son, og hann hefur þegar lýst því í
samtali við Morgunblaðið hver
hans viðbrögð urðu. Það mun síð-
an hafa verið fimmtudaginn 22.
mars, að 3 stjórnarmenn í MÍR, 2
sovéskir sendiráðsmenn og 2 gest-
ir frá Sovésk-íslenska vinafélag-
inu komu hingað. Það var haldin
smá samkunda hér í bókasafninu,
kallað á krakkana og gestirnir
ávörpuðu þau. Þá var formlega til-
kynnt um þessa getraun og gögnin
afhent ásamt bæklingnum. Þau
fengu tíu daga til að svara spurn-
ingunum og skiluðu í gær,“ sagði
Friðrik.
— Hver er þtn skoðun á þeim
bæklingi sem dreift var með get-
rauninni við þetta tækifæri?
„Sínum augum lítur hver á silfr-
ið. Sovétmenn líta sín málefni öðr-
um augum en útlendingar. Hvort
túlkun þeirra heitir áróður eða
eitthvað annað má leggja undir
mat og ég er ekki viss um að það
sé alltaf hlutlaust. Það er mikið af
hreinum og beinum staðreyndum í
bæklingnum. Þarna eru einnig
þeirra sjónarmið hvað varðar
túlkun ýmissa félagslegra atriða.
Auðvitað gilda einnig önnur sjón-
armið hvað þá hluti varðar, en ég
minni á það sem Benjamín
Franklín sagði: „Það er ekki hægt
að taka hlutlausa afstöðu til máls,
nema þekkja allar hliðar þess,
mína hlið, þína hlið og þá réttu."
Hitt ætla ég að undirstrika að
unglingarnir eru ekki læstir inní
búri, bæði foreldrar og kennarar
skoða það sem þarna er á ferðinni
og hvað eina sem sagt er í þessum
bæklingi er lagt undir mat. Ungl-
ingunum var frjálst að svara get-
rauninni eða láta það ógert, þarna
er um að ræða tilboð, ekki próf
sem þeim var skylt að svara.
Það getur vel verið að Morgun-
blaðinu finnist voðinn vís, en þær
upplýsingar sem fólk hefur að-
gang að í fjölmiðlum hér á Vestur-
löndum hvað varðar Sovétrikin
eru mjög einhliða. Til þess að hafa
hlutlæga skoðun, þarf fólk að geta
kynnt sér báðar hliðar hvers máls.
T.a.m. fær fólk ekki fulla mynd af
ástandinu í S-Ameríku með því að
lesa einungis Þjóðviljann eða bara
Morgunblaðið.
Maður skyldi ætíð varast áróður
af hvaða tegund svo sem hann er.
Hann er í öllum tilfellum nei-
kvæður og er hindrun frjálsri
skoðanamyndun og því fáránlegt
að þyrla upp moldviðri út af því að
reynt er að bæta úr upplýsinga-
skorti. Það verður seint hægt að fá
fullnægjandi og endanlegar upp-
lýsingar og sannleika um málefni
er varða sagnfræði og samfélags-
leg efni. Jafnvel í þeim bókum sem
við fáum til kennslu er um að
ræða sögufalsanir. Sögufölsun er
ekki einungis það að segja rangt
frá, heldur ekki síður það að
sleppa mikilvægum staðreyndum
sem varpa ljósi á viðkomandi
fyrirbæri og skýra eftirkomandi
þróun.
Mér finnst ekkert athugavert
við það að þessum bæklingi skyldi
dreift vegna þess að unglingarnir
hafa aðgang að upplýsingum um
þessi efni sem sýna hina hliðina a
þessum málum og mér finnst litl-
ar líkur á því, þó að þau hafi leitað
■svara við spurningum í getraun-
inni í bæklingnum, að það sitji í
þeim einhverjar staðreyndir sem
kynnu að vera hættulegar skoðun-
um þeirra í framtíðinni. Þess utan
er þetta fólk komið á þann aldur
að það er eðlilegt að það fari að
draga ályktanir og mynda sér
sjálfstæðar skoðanir á fyrirbær-
um mannlífsins," sagði Friðrik.
Telur þú að persónulegar skoð-
anir kennara eigi að hafa áhrif á
kennslu þeirra?
»Ég væri ekki maður heldur
maskína ef skoðanir mínar á mál-
efnum hefðu ekki áhrif á það
hvernig ég ber þau fram. Ef kenn-
arar mega ekki hafa persónulegar
skoðanir, þá væru börnin betur
sett með því að setja þau fyrir
framan tölvur og láta þær troða í
þau og jafnvel það dugir ekki, því
einhver þyrfti að mata tölvurnar.
Auðvitað eiga persónulegar
skoðanir að hafa sem minnst áhrif
á kennsluna, en hins vegar á ekki
að hindra það að börn fái sem víð-
tækastar upplýsingar. Þess vegna
kennum við þeim að nota bóka-
söfn, til þess þau viti að ekki ber
öllum heimildum saman. Og það
er ekki réttmætt að takmarka að-
gang unglinga að upplýsingum,"
sagði Fririk Guðni Þórleifsson að
lokum.