Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
Gerda Schmidt
— Panknin í Bogasal
Myndlist
Bragi Asgeirsson
í Bogasal Þjóðminjasafnsins
sýnir um þessar mundir kunn
þýsk listakona, Gerda Schmidt-
Panknin 53 myndir frá Græn-
landi og íslandi. Listakonan er
fædd árið 1920 í Slésvík-Holstein
og nam við Listaháskólann í
Bremen. Sýningin er styrkt af
félaginu Germanía, mennta-
málaráðuneytinu í Slésvík-
Holstein og sendiráði Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands
hér í borg.
Langflestar myndirnar á sýn-
ingunni eru frá Grænlandi en
þar virðist hún hafa víða komið
og unnið að list sinni á árunum
1980 og ’81.
Það sem öðru fremur einkenn-
ir myndir listakonunnar er
mjúkur, þokukenndur og dökkur
myndheimur ásamt mistur-
kenndum stígandi í litablæ-
brigðum. Þetta á aðallega við í
landslagsmyndum því að
mannamyndir listakonunnar eru
iðulega öllu sterkar og skýrar
mótaðar.
Þau tæknibrögð sem Gerda
Schmidt-Panknin hefur tileink-
að sér geta á köflum minnt
sterklega á batík og hún virðist
vera mjög háð þeim hvar sem
hana ber niður í myndsköpun og
hvert sem myndefnið nú er
hverju sinni. En þetta eru mjög
þróuð og menningarleg vinnu-
brögð og er auðséð að hér fer vel
menntuð og þroskuð listakona.
Listrýnirinn hafði mesta ánægju
af myndum skýrra yfirvegaðra
forma þar sem fram kemur
hreint og mettað ljósflæði, svo
sem í myndinni „Fólk“ (10)
ásamt öllum myndunum á þeim
vegg. Aðrar myndir er ég stað-
næmdist sérstaklega við voru
myndirnar „Cap Dan“ (7), „Kona
í Cap Dan“ (11), „Eskimóa-
stúlka/ Kulusuk" (14), „Börn í
Cap Dan“ (15) og „Fiskimaður
frá Narssarssuaq" (37). Hér
þótti mér listakonunni takast
einna best upp í hinum sérkenni-
lega myndstíl sínum en hinar
misturkenndari myndir þótti
mér bera full mikinn keim af
endurtekningum.
Það er fengur að þessari sýn-
ingu og ber að þakka framtakið.
Sýning Erlu B. Axelsdóttur
í kjallarasölum Norræna
hússins sýnir Erla B. Axelsdóttir
32 málverk og 47 pastelmyndir
fram til 8. apríl. Erla hefur sótt
myndlistartíma hjá þeim Einari
Hákonarsyni og Hring Jóhann-
essyni á síðastliðnum þrem ár-
um og eru allar myndirnar á
sýningunni gerðar á þeim tíma.
Aður hefur Erla haldið tvær
myndlistarsýningar.
Skoðandinn verður næsta lítið
var við áhrif frá áðurnefndum
lærimeisturum í myndum Erlu
en þó má segja, að rétt grilli í
þau og þá aðallega í vali mynd-
efna.
Erla hefur tiieinkað sér hrað-
an og hressilegan vinnumáta og
þegar henni tekst að sameina
hann rökréttri myndhugsun
þykir mér henni takast einna
best upp. Hér nefni ég sérstak-
lega málverk eins og „Púdda
púdd" (2), „Morgunhanar" (17),
„Vorkoma" (19), „Tvær galvask-
ar“ (20) og „Sunnanvindur" (27).
Allar þessar myndir þykja mér
vera flokki ofar flestu öðru á
sýningunni. Á sama hátt má
benda á pastelmyndir svo sem
nr. 40 „óður til Esjunnar", „Sí-
gild borg“ (46), „Skilagrein um
skútu“ (51), „f klakaböndum"
(58) og „Haust á heiðinni" (66).
Þetta er að vísu fullmikil upp-
talning en mér þótti áberandi
hve þessar myndir og aðrar þeim
líkar báru af á sýningunni fyrir
öguð einföld vinnubrögð. Vinnu-
brögðum Erlu hættir nefnilega
ósjaldan til að nálgast það að
vera full yfirborðskennd ásamt
því sem litirnir höfða ekki til
dýpri kennda skoðandans. Form-
in geta verið laus og ósann-
færandi og litirnir full væmnir.
Þetta virðist vera það sem Erla
þarf helst að varast í listsköpun
sinni um leið og hún mætti að
ósekju leita meira í smiðju
hreinna, yfirvegaðra forma og
litasambanda.
Um grisjun, snyrtingu
og áburðarþörf trjáa
— eftir Hákon
Bjarnason
Sá tími árs, sem hentar best til
ofannefndra hluta, eru einmitt
þessar vikurnar fram í byrjun
maí. Meðan lauftrén eru enn nak-
in og ber er auðvelt að sjá hvernig
greinar þeirra fléttast saman og
hvar að þeim þrengir. En af því
má ráða hvaða tré verði að víkja,
hvernig grisja skuli.
Grisjun og snyrting trjáa er
sitthvað og skyldu menn ekki
rugla því saman. Markmið grisj-
unar er aðeins eitt: Að veita þeim
trjám nægilegt vaxtarrými, sem
standa eiga til frambúðar. Snyrt-
ingin er fólgin í þvf að fylgjast
með vexti trjánna frá ári til árs og
gæta þess að vaxtarlag þeirra
verði á þann veg, sem maður helst
vill, með hæfilegri klippingu eða
stýfingu.
Grisjun
Eitt af því, sem mest hefur verið
og er vanrækt í sambandi við
trjárækt í görðum landsmanna, er
grisjun trjáa á réttum tíma og í
tæka tíð. Flestum er ljóst að
planta verður trjám aliþétt við
upphaf ræktunarinnar svo að þau
megi njóta skjóls og hæfilegrar
samkeppni sín á milli á meðan þau
eru á bernskuskeiði. En þegar þau
fara að vaxa úr grasi verður að
hafa auga með þeim og þegar
greinar þeirra fara að slást saman
fer að verða tímabært að grisja.
Meðan trén eru lítil eða innan við
hæð manns er auðvelt að rótstinga
þau, sem á að taka burtu og flytja
þau til og gefa t.d. vinum eða
kunningum. En þegar þau eru
komin yfir þá hæð mun varla
borga sig að flytja þau. Þá er ekki
annað úrræði til en að fella þau
Hákon Bjarnason
„Viö grisjun eykst loft-
rými þeirra trjáa, sem
eftir standa, og þá batna
skilyröi þeirra til vaxtar
og þroska aö mun.
Sama máli gegnir um
vöxt róta. Þær fá meira
rými í jaröveginum og
því verkar grisjun sem
mild áburðargjöf.“
tré, sem standa hinum betri fyrir
þrifum. Þetta er afar einfalt at-
riði, en samt hefur það vafist fyrir
flestum þegar á hólminn er komið.
Sérhvert hik verður þó ávallt til
tjóns.
Hér áður fyrr var algengt að
gróðursetja tré í raðir á lóðamörk-
um eða meðfram götum og gang-
stígum með eins og hálfs metra
millibili. Svo hefur fólk kinokað
sér við að fækka trjánum þótt þau
hækkuðu. Fyrir bragðið standa nú
víða þéttar raðir mjósleginna
stofna krónulítilla trjáa þar sem í
raun og veru er aðeins rúm fyrir
tvö eða þrjú falleg tré.
Sem betur fer er aldrei of seint
að hafast eitthvað að og þó að tré
séu bæði há og mjóslegin er það
þjóðráð að fækka stofnum. T.d.
má taka þriðja hvern stofn til að
byrja með og síðan álíka mikið
eftir tvö eða þrjú ár. Með þessu
má oft bæta gamlar vanrækslu-
syndir að miklu leyti á nokkrum
árum. Síst af öllu ættu menn að
hafa áhyggjur þótt skörð sjáist í
laufkrónunum eftir slíka grisjun.
Þau lokast fljótt.
Við grisjun eykst loftrými
þeirra trjáa, sem eftir standa, og
þá batna skilyrði þeirra til vaxtar
og þroska að mun. Sama máli
gegnir um vöxt róta. Þær fá meira
rými í jarðveginum og þvi verkar
grisjun sem mild áburðargjöf.
Jafnframt minnka skuggaáhrifin
af trjákrónunum um skeið og
kemur það sér oft vel fyrir bæði
grös og runna.
í aðalatriðum gildir hið sama
um grisjun barrtrjáa og lauftrjáa.
Þó skyldu menn athuga, að þar
sem barr- og lauftré standa þétt
er hætt við því að lauftrén skemmi
krónur barrtjánna en aldrei á
hinn veginn þótt undarlegt kunni
að virðast.
Snyrting
Hún er fólgin í því, eins og áður
segir, að klippa eða stýfa greinar á
einstökum trjám til þess að vaxt-
arlag haldist fallegt. T.d. með því
að sjá við tvítoppum, of stórum og
þungum hliðargreinum, rótaskot-
um o.fl. Sakir þess að hver trjá-
tegund hefur sitt eigið vaxtarlag
er ekki unnt að gefa neina al-
menna reglu fyrir snyrtingu.
Menn verða helst að þekkja sín
eigin tré og vita hvað hverju kem-
ur best. Þó skal fátt eitt tekið
fram.
íslenska birkið er ákaflega
vandmeðfarið ef menn ætla að
koma upp stofnfögrum trjám. f
fyrsta lagi getur ávallt brugðið til
beggja vona með vaxtarlag þeirra
trjáplantna, sem menn fá í hend-
ur. Af útliti þeirra verður ekkert
ráðið um eðli þeirra, en mikill
hluti íslenska birkisins hefur til-
hneigingu til bæklaðs vaxtar, sem
aldrei verður bætt úr, hversu góða
aðhlynningu, sem plantan fær. En
jafnvel þótt menn hafi kyngóða
plöntu handa á milli verður samt
að hafa nánar gætur á henni i
mörg ár. íslenska birkinu hættir
til að verða tví- eða margstofna,
mynda alltof grófar hliðargreinar
til allra átta ásamt róta- og
stubbaskotum og vinda sig á ýmsa
lund. Menn verða að sjá við þessu
öllu með hæfilegum klippingum
annað eða þriðja hvert ár.
íslenska birkinu til afbötunar
skal þess getið að enda þótt birkið
um norðverðan Noreg sé yfirleitt
miklu stofnfallegra og beinna en
okkar birki, verða menn samt að
klippa það og laga, þegar rækta á
einstök tré í görðum. Hið sama
gildir um norðanverða Svíþjóð.
Þess vegna er það skilyrðislaus
nauðsyn hér á landi, að fylgjast
með vexti birkisins ár eftir ár og
hlynna að því með hæfilegum
skammti af áburði, ætli menn að
koma upp fallegum birkitrjám í
görðum sínum.
Svipað má segja um snyrtingu
annarra trjátegunda í görðum, en
engin þeirra er eins vangæf og
birkið. Reynir hefur t.d. tilhneig-
ingu til að verða margstofna og
standi hann í svelti vaxa upp ótal
rótaskot en trén verða þá afar
ótótleg. Hins vegar myndar reynir
sjaldan gildar og útstæðar grein-
ar. Alaskaösp hefur yfirleitt gott
vaxtarlag og þarf lítið að sinna
henni nema ef til vill að stytta
gildar hliðargreinar. Álmur og
hlynur geta orðið stór og falleg
garðtré, en þau varpa miklum
skugga og neðstu greinar þeirra
geta orðið mjög viðamiklar og til
óþæginda, ef þær eru ekki styttar
á meðan tími er til.
Barrtré þarf sjaldan að laga til
með snyrtingu, en greni má klippa
og stýfa á ýmsa vegu til að halda
því í skefjum. Erfiðara er að eiga
við furutegundirnar. Það er aðeins
á vissum tíma miðsumars, sem
stýfa má árssprotana með góðum
árangri, og yrði of langt mál að
lýsa því nanar.
Markmiðið með snyrtingu trjáa
mætti ef til vill orða á þessa leið:
Að halda skuli hverju tré innan
ákveðinna vaxtarmarka og gæta
þess að hvert tré fái þann vöxt er
því og umhverfinu hæfir.
Áburður
Reynslan hefur sýnt svo ótví-
rætt er, að í gömlum görðum
standa tré mjörg oft í svelti. Með
því að reita illgresi og hreinsa lóð-
ir berst ótrúlega mikið af mold úr
görðum eftir því sem tíminn líður.
Ennfremur síga uppfyllingar lóð-
anna í mörg ár og jarðvegurinn
þéttist. Úr þessu þarf að bæta, t.d.
með aðkeyrslu á mómold, skurða-
ruðningi og húsdýraáburði, ýmist
eitt af þessu eða saman blönduðu.
Trén verða hraustari og blaðfal-
legri í frjóum jarðvegi en ófrjóum,
og þau hrinda iíka betur frá sér
bæði möðkum, lús og sveppum
þegar þeim líður vel.
Ekki þarf annað en að skoða
nákvæmlega þroska síðustu
árssprota ofarlega í krónu
trjánna, til þess að færa nærri um
áburðargjöf. Sprotarnir eiga að
vera hæfilega gildir og langir, og
verður þá að bera þá saman við
sprota af öðrum trjám, sem eru í
góðum vexti. Með lítilli æfingu
geta allir lært þetta á örskömmum
tíma, en þeir sem læra þetta kom-
ast að raun um, að trén geta talað
við okkur á sínu eigin máli.
Eigi menn í einhverjum vand-
ræðum með að ákveða hvað gera
skuli í grisjunarmálum eða snyrt-
ingu, ættu þeir að leita til garð-
yrkjumanna og draga það ekki úr
hófi.
Ilákon Bjarnason cr fyrrrerandi
skógræktarstjóri.