Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
jy Hvení^ má (7<ab \jero~, ab 5y$t\r mín f^r
ðtór blct hyLki'^en fje hóe>tasa.fb r5"
^ísí er .. •
... aö þola hrot-
.urnar í honum
næturlangt.
TM Reg U.S. Pat Off — aN riahts reserved
•1984 Los Angeles Times Syndicate
Ég vann í t-inhverri vitleysis-get-
raun um daginn!
Ilann er ekki heima, fór út meó
hundinn!
HÖGNI HREKKVÍSI
HEFUF?e>U séo JÓLA^SkrAueSTANN
hennar brjaludu bínu ?"
Kobbavísur
— hver er höfundurinn?
5142-9184 sendi Velvakanda
þessar vísur og biður lesendur
að aðstoða sig við að finna út
hver höfundur þeirra er.
Kobbi í bobba
Orðum ég að þvi sný
eitthvað segja um Kobba.
Karlinn var kominn í
konuleysisbohba.
Inni jafnt sem úti hann
í öllu varð að djobba
slíkt vill þreyta margan mann
mest það ergði Kobba.
Svo fór hann með sjálfum sér
svolítið að grobba
og hugsar með sér: einhver er
ungfrú sem vill Kobba.
Hvert var best að horfa þá
hafð’ann staði nóga.
Þarna í næsta húsi hjá
heima átti Gróa.
I bónorðsför svo fór af stað
fljótar hljóp en tófa
heilsar fyrst en hátt svo bað:
Sjálfri þér að segja um mig
sögu hef ég nóga
ég hef alltaf elskað þig
inn að beini Gróa.
Væri ekki yndislegt
að eiga með þér króga
er það kannsi af mér frekt
— ansaðu mér Gróa.
Síst þá lengi svarið brast
sína breiðu lófa
um háls á Kobba kreisti fast
kát og rjóð hún Gróa.
Svo frá þeirri sögu sný.
En svona fór með Kobba
að nú er karlinn kominn í
konuríkisbobba.
„Björgunarsveit varnarliðsins hefur gegnt mikilvægu hlutverki hérlendis og
bjargað mörgum mannslífum.** Þessi mynd er af þyrlu varnarliðsins að
björgunarstörfum.
Frestun á þyrlukaupum:
Skortur á skilningi
l»ór Magnússon formaður björg-
unarsveitarinnar Hjálpin á Akra-
nesi skrifar:
„Stjórn björgunarsveitarinnar
Hjálpin á Akranesi lýsir furðu
sinni á vinnubrögðum og yfirlýs-
ingum ráðherra ríkisstjórnarinn-
ar um hugsanlega frestun á þyrlu-
kaupum til gæslunnar. Ráðamenn
þjóðarinnar verða að gera sér ljóst
að stór hluti björgunar- og leitar-
starfa hér á landi er unninn í
sjálfboðavinnu.
Á undanförnum árum hefur
verið unnið stórátak í samstarfi
Landhelgisgæslu, varnarliðs,
Slysavarnafélags fslands, sjúkra-
húsa og fleiri víða um land. Allir,
sem nálægt þessum málum koma,
gera sér ljóst að útilokað er að
sinna leitar- og björgunarstörfum
í algjöru fjársvelti.
f flestum nágrannalöndum
okkar sér herinn eða þjóðvarðliðið
um þessi mál. Hér eru það félög
sjálfboðaliða. Til skipa- og þyrlu-
rekstrar höfum við Landhelgis-
gæsluna. Það er skylda ráða-
manna þjóðarinnar að hún sé öfl-
ug bæði til gæslu- og björgunar-
starfa. Það er margsannað að ekki
skortir okkur hæfa starfsmenn,
heldur skortir peninga í þessi mál.
Eða réttara sagt: skilning á nauð-
synlegri þörf.
Björgunarsveit varnarliðsins
hefur gegnt mikilvægu hlutverki
hérlendis og bjargað mörgum
mannslífum. Áhafnir þeirra eru
þrautþjálfaðar en mannaskipti
eru með tveggja til þriggja ára
millibili og fer því oft dýrmæt
reynsla á staðháttum og veðri úr
landi. Þá má ekki gleyma því að
björgunarsveit varnarliðsins er
hér fyrst og fremst fyrir herstöð-
ina og þau umsvif sem henni
fylnja.
Gott samstarf Landhelgisgæslu,
Slysavarnafélags íslands, varnar-
liðs og fleiri aðila, er grundvöllur
fyrir árangri í meiriháttar leitar-
og björgunaraðgerðum. Áhafnir
gæslunnar hafa yfir mikilli þekk-
ingu og þjálfun á landinu að ráða.
Þetta er þekking sem ekki má tap-
ast. Við trúum því ekki að ríkis-
stjórnin ætli að renna á rassinn í
þessu mikilvæga öryggismáli. Það
væru svik við sjómennina og fólk-
ið í landinu.
Að lokum viljum við þakka þeim
aðilum sem aðstoðuðu okkur við
framkvæmd og merkingu þyrlu-
vallar á Akranesi, en það voru
SVFÍ, flugmálastjórn, Landhelg-
isgæslan, varnarliðið og margir
fleiri.
Fyrir hönd björgunarsveitar-
innar Hjálpin.“
Ónákvæmni
í orðabókum
Sigurjón Sigurbjörnsson skrifar:
„í orðabók Blöndals er orðið
„sjóborg“ með þeirri einu skýringu
„By ved Havet“.
1 orðabók Menningarsjóðs, sem
kom út 1963, er skýringin líka ein
og þessi: „skip sem aldrei hlekkist
á“. Þetta tel ég ófullkomna skýr-
ingu.
Sjóborgir eru þau skip og bátar
nefndir, sem verja sig afburðavel í
miklum sjógangi á rúmsjó. And-
stæður þeirra eru nefndar sjókæf-
ur. En þó þessar fleytur séu svo
góðar í sjó að leggja, að varla komi
dropi á dekk, getur þeim hlekkst á.
Strandað, lent í árekstri, fengið
óstöðvandi leka, eða brunnið svo
nokkuð sé nefnt.
Ekkert er án hættu um að
hlekkjast á í heimi hér.“