Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
Bridge
Arnór Ragnarsson
Undanúrslit ís-
landsmótsins í
sveitakeppni
Undanúrslit íslandsmótsins í
sveitakeppni fara fram helgina
6.-8. apríl á Hótel Loftleiðum.
24 lið víðsvegar af landinu taka
þátt í mótinu. Sveitunum er
skipt í 4 riðla, 6 sveitir í hverjum
riðli og komast 2 efstu sveitirnar
í hverjum riðli í úrslitakeppnina
sein f am fer um páskana S um-
ferðir, 32 spila leikir, ailir við
alla í hverjum riðli, verða spilað-
ar á eftirtoldum tímum:
2. umferð iaugardaginn 7. apr-
íl kl. 13.
3. umferð laugardaginn 7. apr-
íl kl. 20.
4. umferð sunnudaginn 8. apríl
kl. 13.
5. umferð sunnudaginn 8. apríl
kl. 20.
Bridgedeild Breið-
fírðingafélagsins
Hraðsveitakeppninni lauk með
öruggum sigri sveitar Hans
Nielsen sem hlaut 3248 stig.
Röð næstu sveita:
Ingibjörg Halldórsdóttir 3123
Kristján Ólafsson 3035
Ester Jakobsdóttir 2987
Guðlaugur Nielsen 2978
Magnús Halldórsson 2957
Sigurður Ámundason 2950
Elís R. Helgason 2928
Þórarinn Alexandersson 2905
Næsta keppni félagsins verður
Butler sem hefst fimmtudaginn
12. apríl kl. 19.30 í Hreyfilshús-
inu.
Bridgefélag
Kópavogs
Þriggja kvölda sveitakeppni,
board a match, lauk fimmtudag-
inn 5. apríl. Alfs tóku 10 sveitir
þátt í mótinu og voru 10 sjjil
spiluð á milli sveita. Sveit Ág-
ústs Helgasonar sigraði í mótinu
með 168 stigum. Auk Ágústs
voru í sveitinni þeir Gísli Haf-
liðason, Sigurður Sigurjónsson,
Júlíus Snorrason, Hörður Þórar-
insson og Jón Hilmarsson. í
næstu tveimur sætum urðu sveit
Hauks Hannessonar með 166
stig og Sigurðar Vilhjálmssonar
með 161 stig.
Næsta keppni verður eins
kvölds tvímenningur 12. apríl og
hefst keppnin kl. 19.45 stundvís-
lega. Á sumardaginn fyrsta og
skírdag 19. apríl nk. verður ekki
spilað.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Sl. miðvikudag lauk fjögurra
kvöld board a match-keppni hjá
Bridgefélagi Reykjavíkur, þar
sem 14 sveitir spiluðu. Eins og
jafnan í mótum af þessu tagi var
keppnin afar jöfn, en sveit Run-
ólfs Pálssonar, sem var í hópi
efstu sveita allt mótið, bar sigur
úr býtum eftir baráttu við sveit-
ir Úrvals og Jóns Hjaltasonar. í
sveit Runólfs spiluðu auk hans
Aðalsteinn Jörgensen, Guð-
mundur Pétursson og Sigtryggur
Sigurðsson.
Loka.staða á mótinu varð þessi:
Runólfur Pálsson 121
Úrval 118
Jón Hjaltason 115
Gestur Jónsson 110
Guðbrandur Sigurbergsson 109
Svavar Björnsson 102
Þórarinn Sigþórsson 102
Nk. miðvikudag hefst síðasta
mót á þessu keppnistímabili hjá
félaginu, en það er þriggja
kvölda tvímenningskeppni með
forgjöf með mjög glæsilegum
verðlaunum og verða fyrstu
verðlaun utanlandsferð. Vænt-
anlegir þátttakendur eru minnt-
ir á að skrá sig sem fyrst hjá
formanni i síma 72876 eða hjá
öðrum stjórnarmanni. Einnig
verður hægt að skrá sig á ís-
landsmótinu í sveitakeppni nú
um helgina.
Bridgefélag
Stykkishólms
í vetur hefir verið spilað í hót-
elinu og þátttaka verið góð.
Vetrarstarfið hófst með haust-
tvímenningi og urðu úrslit þessi:
Ellert — Kristinn 523
Kjartan — Viggó 504
Guðni — Sigfús 477
Jón Steinar — Lárentínus 477
Sjö sveitir tóku þátt í aðal-
sveitakeppninni og eftir harða
og tvísýna keppni sigruðu Ellert
Kristinsson, Kristinn Friðriks-
son, Guðni Friðriksson og Sigfús
Sigurðsson en sveitin hlaut 97
stig. í öðru sæti með 96 stig urðu
Sigurbjörg, íris, ísleifur og Hall-
dór og í þriðja sæti með 74 stig
Viggó, Kjartan, Emil, Jón B. og
Gísli.
Aðaltvímenningnum er nýlega
lokið. Spiluðu 14 pör alls 5 um-
ferðir og urðu úrslit þessi:
Ellert Kristinsson —
Kristinn Friðriksson 892
Viggó Þorvarðarson —
Már Hinriksson 890
ísleifur Jónsson —
Halidór Jónasson 819
Guðni Friðriksson —
Sigfús Sigurðsson 814
Sigurbjörg Jóhannsdóttir —
lris Jóhannsdóttir 800
Erlar Kristjánsson —
Eggert Sigurðsson 796
9. apríl nk. hefst firmakeppni
sem verður spiluð í einmenn-
ingsformi.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Síðastliðinn fimmtudag 5. apr-
íl var spilað annað kvöldið af
fimm í barómeterkeppni félags-
ins. Alls eru 36 pör með í keppn-
inni, en staðan eftir 13 umferðir
er þessi:
Anton Gunnarsson
— Friðjón Þórhallsson 180
Rafn Kristjánsson
— Þorsteinn Kristjánsson 158
Sigurður B. Þorsteinsson
— Gylfi Baldursson 104
Guðmundur Eiríksson
— Auðunn Guðmundsson 99
Orwell Utley
— Ingvar Hannesson 99
Gunnlaugur Óskarsson
— Helgi Einarsson 79
Sveinbjörn Guðmundsson
— Brynjólfur Guðmundsson 73
Jóhann Bogason
— Jóhann Gunnarsson 68
Meðalskor 0
Að vísu skal tekið fram að
staðan gæti allt eins verið tals-
vert breytt vegna útreiknings 14.
umferðar sem ekki reiknast út
strax, en þetta er staðan á papp-
írunum.
Næstkomandi fimmtudag, 12.
apríl, verður keppninni svo
áfram haldið og spilarar beðnir
að mæta stundvíslega. Byrjum
að spila kl. 19.30 í Domus Med-
ica. Keppnisstjóri er Agnar
Jörgensson.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Síðastliðinn þriðjudag hófst
fjögurra kvölda tvímenningur.
Efst urðu þessi pör:
A-riðill:
Óli Andreason —
Sigrún Pétursdóttir 139
Arnar Ingólfsson —
Magnús Eyvindsson 134
Guðmundur Ásmundsson —
Guðmundur Thorsteinsson 108
B-riöill:
Ragnar Björnsson —
Sævin Bjarnason 139
Sigmar Jónsson —
Vilhjálmur Einarsson 122
Ragnar Hjálmarsson —
Gústaf Lárusson 121
Áfram verður haldið með tvi-
menninginn þriðjudaginn 10.
apríl kl. 19.30 í Drangey, Síðu-
múla 35.
Minning:
Ólafur Jónsson
frá Brautarholti
Fæddur 12. desember 1911
Dáinn 30. marz 1984
Ólafur Jónsson lést 30. mars sl.
Sorgarfréttin barst okkur yfir
hafið og nýbyrjað vorið huldist
svörtu myrkri um stund.
Enn einni för hefur lokið í dauð-
ann. Enginn veit hvar þær hefjast
og enginn veit hvar þeim raun-
verulega lýkur. Ekkert truflar
vorið í verkefnum þess. Áfram
heggur tímans tönn.
ðli var ákveðinn, heiðarlegur og
góður maður, búinn mörgum kost-
um, er þeir þekkja, sem kynntust
honum.
Mér er minnisstætt, að hann
virtist geyma með sér bros lítils
barns, sem margir aðrir hafa týnt
á leiðinni í lífsþægindi. Bros, sem
er svo mikils virði, á tímum þegar
oft er meira metið að skapa sér
„lífsþægindi", en að efna til
mannlegra samskipta, byggð á
sakleysi lítils barns.
Við kveðjum með söknuði góðan
föður, afa og vin. Við geymum það
líf sem hann gaf okkur.
Góður Guð styrki elsku Sigrúnu
og öll systkinin.
Bergur Jón Þórðarson
og dætur
í dag verður til moldar borinn
Ólafur Jónsson frá Brautarholti,
Vestmannaeyjum.
Ólafur fæddist í Brautarholti í
Vestmannaeyjum 12. desember
1911. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og Guðríður Bjarnadóttir.
I Brautarholti ólst hann upp með
systrum sínum og hóf þar búskap
12. desember 1937 er hann gekk að
eiga unnustu sína, Sigrúnu Lúð-
víksdóttur. í Brautarholti bjuggu
þau í 14 ár, en fluttu árið 1952 að
Fífilgötu 10, í nýbyggt hús er þau
höfðu reist sér. Ólafur stundaði
sjó á yngri árum og var um skeið
formaður. Hann var einn af stofn-
endum Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Verðandi. Síðar réð hann
sig sem vélvirkja hjá Hraðfrysti-
stöð Vestmannaeyja og starfaði
þar í 27 ár. Hóf hann þá störf hjá
Vélsmiðjunni Magna, sem plötu-
smiður, og settist jafnframt á
skólabekk í Iðnskóla Vestmanna-
eyja og lauk prófi í þeirri iðn.
Fljótlega eftir að Sigrún og Óli
fluttust á Fífilgötuna tókst góð
vinátta milli okkar nágrannanna
og börnin þeirra fimm, Sjöfn,
Hildur, Eydís, Skúli og Bjarni
urðu leikfélagar barnanna á Fíf-
ilgötu 8.
Óli var ákaflega vingjarnlegur,
hispurslaus og glaðlyndur maður
sem ekki var annað hægt en að
láta sér þykja vænt um. Unun
hans af garðrækt og nærgætni við
dýr lýsa þó kannski betur lundar-
fari hans en mörg orð. Smáfugl-
arnir voru í föstu fæði hjá honum,
þar sem hann bjó þeim veisluborð
á eldhúsgluggakistunni á köldum
vetrum. Svo þröngt var oft á þingi
að stöku fugl átti það til að
smeygja sér inn í eldhús til Óla,
sem veitti þeim þó fljótt frelsið
aftur. Ekki verður Óla minnst án
þess að nefna húsgarðinn. Lóð
þeirra hjóna vakti aðdáun allra og
virðingu sökum fegurðar og
grósku, enda var margur svita-
dropinn búinn að vökva þau blóm
er þar uxu við nostur þeirra í frí-
stundum. Garðurinn var sannkall-
aður ævintýraheimur krakkanna í
hverfinu og sælureitur hinna full-
orðnu og fyrirmynd. Allur þessi
gróður iöandi af lífi var tilvalinn
Gísli Ólafsson
lœknir — Minning
Eitt og eitt bekkjarsystkinanna
úr stúdentahópnum frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1938
hverfur af sjónarsviðinu, nú síðast
Gísli Ólafsson, læknir, sem varð
bráðkvaddur aðfaranótt 17. marz
sl. og hér verður minnzt með
nokkrum orðum. — Þegar slíkt
ber að höndum reika hugir okkar,
sem eftir stöndum á ströndinni
hérna megin hafsins mikla, til
löngu liðinna daga skólaáranna,
þegar sól skein úr fullu suðri og
dagar liðu við samvistir okkar
skólasystkinanna hvert við annað,
glaðværð, áhyggjuleysi og gáska.
— Öilum er okkur ljóst, að þeir
dagar koma ekki aftur, en ljúft er
að minnast þeirra, einkum þegar
árum fjölgar og minningar eru
tengdar svo góðum dreng, vini og
félaga sem Gísli Ólafsson var alla
tíð.
Hann fæddist í Reykjavík 20.
júlí 1918, sonur hjónanna Ólafs
Gíslasonar, stórkaupmanns, sem
ættaður var frá Eyrarbakka og
látinn er fyrir allmörgum árum,
og Ágústu Þorsteinsdóttur, sem
fædd var og uppalin í Reykjavík,
en hún er látin fyrir um 30 árum.
Á rausnarheimili foreldra sinna
ólst Gísli upp við gott atlæti í hópi
mannvænna systkina, en þau voru
Ragnheiður, Þorsteinn, sem látinn
er fyrir mörgum árum, langt um
aldur fram, Ásta og Ólafur. —
Ungur var Gísli settur til mennta
og stundaði hann nám að barna-
skólanámi loknu, fyrst í Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga, en síðan
í Menntaskólanum í Reykjavík.
Sóttist honum námið vel og lauk
hann stúdentsprófi frá MR vorið
1938, svo sem fyrr segir. Þegar að
loknu stúdentsprófi innritaðist
Gísli í læknadeild Háskóla íslands
og lauk hann þaðan kandidats-
prófi veturinn 1946. Síðar stund-
aði hann framhaldsnám við er-
lenda háskóla í Bandaríkjunum,
Englandi og Noregi og hlaut við-
urkenningu sem sérfræðingur í
kvensjúkdómum og fæðingar-
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minnijigarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
vettvangur upphugsaðra bardaga
og svaðilfara enda mjög svo örv-
andi fyrir óheft ímyndunarafl
ungviðisins. Aldrei féll þó styggð-
aryrði af vörum eigandans þó ein-
hver planta yrði fyrir hnjaski í
hita og þunga leiksins. Seint munu
heldur líða úr minni hin ljúffengu
jarðarber sem þau ræktuðu og Óli
gaukaði stundum að manni.
Það er samt fleira en garðurinn
sem ber meistara sínum gott vitni,
því ÓIi var sérlega laginn í hönd-
unum og lét ekki bara plönturnar
njóta handmenntar sinnar, heldur
dundaði hann sér bæði við tré,
járn og jafnvel útsaum. Allt virt-
ist honum fara jafnvel úr hendi og
liggja margir góðir gripir eftir
hann.
Það er erfitt að hugsa sér Fífil-
götuna og nánasta umhverfi án
Óla, en hann setti sinn sérstaka
svip á það. Hans mun verða sakn-
að og viljum við þakka fyrir sam-
fylgdina og alla þá tryggð sem
hann sýndi okkur.
Sigrúnu og ættingjum hans öll-
um sendum við okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Fjölskyldan Fífilgötu 8
hjálp. Var hann um árabil starf-
andi læknir í Reykjavík, en lengst
af starfaði hann sem læknir á
Landspítalanum í Reykjavík, fyrst
á fæðingardeild; en síðan á röntg-
endeild sjúkrahússins, en í þeirri
deild vann hann til dauðadags.
Sem læknir var Gísli mjög vinsæll
sakir meðfæddrar hjartahlýju
sinnar og prúðmennsku. Til hans
munu margir hafa sótt uppörvun
og styrk, bæði sem læknis og góðs
drengs. Á yngri árum og fram eft-
ir aldri iðkaði Gísli heitinn af
kappi ýmsar íþróttir og varð hann
með tímanum einn af beztu
íþróttamönnum landsins. Beztum
árangri náði hann á yngri árum í
skíðaíþróttinni og var um langt
skeið einn af fremstu skíðamönn-
um landsins. — Síðar gerðist hann
mikill áhugamaður í golfi og vann
í þeirri íþróttagrein mörg afrek.
Var hann m.a. um árabil golf-
meistari íslands. Öllum sínum
frama og afrekum á íþróttasviðinu
tók Gísli með hógværð og yfirlæt-
isleysi, enda var hann í eðli sínu
mikill drengskaparmaður, sem
setti prúðmennsku og drengskap í
keppni öllu öðru ofar.
Gísli Ólafsson var vel á sig kom-
inn til líkama og sálar. Hann var
fríður sýnum, vel meðalmaður á
hæð, þéttur nokkuð á velli og bar
sig vel, svo sem margra íþrótta-