Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
21
• * ■■■■ *•*
Frá hópreið Hvanneyringa fyrir skeifukeppnina 1976.
Hólar og Hvanneyri:
Keppt um Morgunblaðs-
skeifuna um helgina
ÞAÐ VERÐUR í nógu að snúast
hjá hestamönnum um helgina
fyrir utan þessa venjulegu útreið-
artúra. Á bændaskólunum á
Hvanneyri og Hólum keppa nem-
endur í hinni svokölluðu skeifu-
keppni, þar sem keppt er um
Morgunblaðsskeifuna. Keppnin á
Hólum verður á laugardaginn og
hefst hún um klukkan 13.00, en
Hvanneyringar halda sína keppni
á sunnudaginn á sama tíma. Mik-
ill áhugi ríkir meðal hestamanna
um þessa keppni enda má segja að
flestir bestu tamningamenn
landsins hafi hlotið eldskírn sína
annaðhvort á Hólum eða Hvann-
eyri. Auk Morgunblaðsskeifunnar
sem veitt er á báðum stöðunum
gefur tímaritið Eiðfaxi bikar fyrir
best hirta hrossið meðal nemenda
og Félag tamningamanna veitir
viðurkenningu fyrir bestu áset-
una.
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu ber
það helst til tíðinda að félagar í
hestamannafélaginu Herði ríða
fylktu liði til Reykjavíkur og
þiggja veitingar af hlaðborði
Fákskvenna sem víðfrægt er orðið
langt út fyrir raðir hestamanna.
Stofnfundur Félags for-
ræðislausra foreldra
FORMLEGUR stofnfundur Félags
forræóislausra foreldra verður
haldinn að Fríkirkjuvegi 11, laug-
ardaginn 14. apríl kl. 15.30.
f fréttatilkynningu sem Mbl.
hefur borist um stofnfundinn segir
m.a.:
„Fyrir ári, þegar félagi þessu
var lauslega hleypt af stokkun-
um, kom í ljós, að þörfin fyrir
félag sem þetta var mun brýnni
en menn áttu von á. Víðs vegar
af landinu bárust fyrirspurnir
um félagið, ásamt óskum um
leiðbeiningar og aðstoð vegna
margs konar tilvika. Nú þegar
komin er eins árs reynsla og um-
ræða um þessi mál, er orðið ljóst
á hvaða vettvangi ög með hvaða
markmiði félagið þarf að starfa.
Á þessum fundi verður form-
lega gengið frá stofnun Félags
FÉLAG FORRÆOISLAUSRA FORELDRA
forræðislausra foreldra, stefna
þess og skipulag markað.
Ástæða er til þess að hvetja alla
þá foreldra, sem ekki hafa for-
ræði barna sinna til að mæta á
fundinn. Allar frekari upplýs-
ingar um væntanlega stofnun fé-
lagsins veita Lárus S. Guðjóns-
son og Sigmundur H. Guð-
mundsson."
Ráðstefna um friðarmál
„FRIÐARMÁL, koma þau fslend- Á ráðstefnunni fjalla for-
ingum við?“ er yfirskrift ráðstefnu svarsmenn ýmissa friðarhreyf-
sem félagsmáladeild Samhygðar inga og stjórnmálaflokka um frið-
gengst fyrir á Hótel Borg sunnudag- armál, orsakir ófriðar, lausnir og
inn 8. aprfl. hvað þessi mál komi okkur við.
o
Listakonan Monica Backström hefur hannaö þessa
fögru gripi.
Eru þeir unnir úr sýrubrenndum kristal.
En fyrirmyndina sækir hún beint út í náttúruna.
FYIRLIGGJANDI í TVEIM STÆRÐUM
Póstsendum.
kdsta)[boda
Bankastræti 10, sími 13122.
AUU>MNtiASro«NHf|
verölækkuná
ÖB og gosarykkjum
HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON