Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
25
MorgunblftAiA/Júlíus.
Frá undirskrift samninganna, frá vinstri: Hjörtur Torfason, stjórnarformaAur Járnblendiverksmiðjunnar, Gunnar
Viken frá Elkem, dr. Jóhannes Nordal, formaður samninganefndarinnar, og Kiytomo Sakuma frá Sumitomo.
Endanlegur samningur um eignaraðild Sumitomo að járnblendinu í augsýn:
Sumitomo kaupir 15%, sam-
ið um endurfjármögnun og
markaðsmálin í heila höfn
Allir samningsaðilar fagna samkomulaginu
KFTIR tveggja ára samningahríð
með ákveðnum hléum, er nú endan-
legt samkomulag um eignaraðild
Sumitomo, japanska fyrirtækisins,
að 15% eignarhluta Klkem í járn-
blendiverksmiðjunni á Grundar-
tanga í augsýn. Samkomulagsdrög
með fyrirvara um samþykktir
stjórna fyrirtækjanna og íslenskra
stjórnvalda voru undirrituð í húsa-
kynnum Landsvirkjunar síðdegis í
gær, að loknum tveggja daga samn-
ingaviöræðum.
Japanir munu nú í fyrsta sinn
vera að fjárfesta í atvinnufyrir-
tæki hér á landi, og er talið að það
sem ráði helst förinni hjá þeim sé
að tryggja sér ákveðna fram-
leiðslu á ári hverju, en samkvæmt
samningnum skuldbinda þeir sig
til að kaupa 20 þúsund tonn af
járnblendi á ári, auk þess sem þeir
vilja að sjálfsögðu notfæra sér það
lága orkuverð sem er hér á landi,
en iðnfyrirtæki loka nú í stórum
stíl i Japan sökum hás raforku-
verðs.
Allir aðilar lýstu yfir ánægju
sinni með þetta samkomulag í
gær, og í máli Sverris Hermanns-
sonar, iðnaðarráðherra, á fundi
með fréttamönnum í gær, kom
fram að hann teldi að það væru
helst Íslendingar sem mökuðu
krókinn eftir þennan samning, og
sagði hann vissulega vera ástæða
til að fagna þessu samkomulagi.
Frétt iðnaðarráðuneytisins um
þetta samkomulag er svohljóð-
andi: „Dagana 5. og 6. apríl hafa
farið fram samningaviðræður
milli fulltrúa Elkem A/S, Oslo,
Sumitomo Corp., Tokyo og Samn-
inganefndar um stóriðju, þar sem
rætt hefur verið um kaup Sumit-
omo á eignarhluta í íslenska járn-
blendifélaginu, skuldbindingu
Sumitomo á kaupum á 20 þús.
tonnum árlega af járnblendi frá
verksmiðjunni á Grundartanga
svo og fjárhagslegri endurskipu-
lagningu fyrirtækisins.
Aðilar hafa í dag undirritað
samkomulag þar sem þeir lýsa yf-
ir vilja sínum um gerð samnings
þar sem aðalatriðin munu verða
þessi:
1. Núverandi hluthafalánum verði
breytt í hlutafé.
2. Núverandi eigendur leggi fyrir-
tækinu til nýtt eigið fé að upphæð
12 millj. norskra króna m.a. með
yfirtöku skulda sem nú eru með
ábyrgð eigenda.
3. Sumitomo kaupir 15% hluta-
bréfa í fyrirtækinu af Elkem.
4. Sumitomo tekur að sér að
tryKgja sölu á 20 þúsund tonnum
af framleiðslu verksmiðjunnar
samtímis því að Elkem tryggir
sölu á 30 þús. tonnum af fram-
leiðslunni. Þannig verður samtals
tryggð árleg sala á 50 þús. tonnum
af framleiðslu verksmiðjunnar.
5. Gert er ráð fyrir sérstökum
samningi við Landsvirkjun um
viðbótargreiðslur ofan á gildandi
orkuverð þegar tiltekinni arðs- og
eignarfjárstöðu verksmiðjunnar
er náð.“
Auk þessa gerir samkomulagið
ráð fyrir auknum greiðslum Elk-
em til verksmiðjunnar í tengslum
við sérstök tækniþróunar- og
rannsóknaverkefni verksmiðjunn-
ar, og í samræmi við það mun Elk-
em nú þegar á þessu ári leggja
fram 800 þúsund norskar krónur á
þessu ári.
Á fundinum kom fram að arður
á ári þarf að nema um 50 milljón-
um norskra króna til þess að
Landsvirkjun fari að fá auknar
tekjur i sinn hlut af orkusölu til
Grundartanga, en þegar verk-
smiðjan nær því arðsemisstigi, þá
er samið um að Landsvirkjun fái
þriðjung arðsins í sinn hlut. Dr.
Jóhannes Nordal, formaður samn-
inganefndar um stóriðju, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að ráðgert væri að það tæki 4 til 5
ár fyrir verksmiðjuna að ná slíku
arðsemisstigi, miðað við horfur í
dag, og þann trausta grundvöll
rekstrarlega sem verksmiðjan
kemst á þegar hún hefur verið
endurfjármögnuð með þeim hætti
sem nú hefur verið samið um.
Útvegsbanki, Verslunarbanki og sparisjóðir bjóða spariskírteini:
Sambærileg kjör og
hjá Landsbankanum
„Sparisjóðirnir hafa að undanförnu
verið aö undirbúa útgáfu á svonefnd-
um sparisjóðsskírteinum, sem vænt-
aniega verða boðin út í næstu viku,“
sagði Baldvin Tryggvason, formaður
stjórnar Sambands íslenskra spari-
sjóða, er blm. Mbl. leitaði eftir því í
gær hver viðbrögð sparisjóðanna yrðu
við aukinni samkeppni bankanna í
kjölfar rýmkunar reglna Seðlabank-
ans á útlánsvöxtum á ákveðnum lána-
flokkum.
„Þessi nýju skírteini munu ekki
veita sparifjáreigendum lakari kjör
en nú eru boðin af öðrum innláns-
stofnunum. Hins vegar er það í
valdi hvers sparisjóðs fyrir sig að
taka endanlega ákvörðun um þetta.
Þá má líka geta þess, að sparisjóð-
irnir hafa að undanförnu verið að
athuga hvernig hægt væri að bæta
ávöxtunarkjör á öðrum innláns-
reikningum í samræmi við þær
heimildir, sem reglur Seðlabankans
veita. Það hefur verið okkur í
sparisjóðunum áhyggjuefni um
langt skeið hvernig hlutur spari-
fjáreigenda hefur verið fyrir borð
borinn í áraraðir. Það hlýtur því að
vera fagnaðarefni að geta nú boðið
sparifjáreigendum betri ávöxtun-
arkjör en tíðkast hafa. Við teljum
það ákaflcga brýnt að auka og efla
sparnað með þjóðinni. Með auknum
innlánum eykst útlánageta inn-
lánsstofnana," sagði Baldvin.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri
Verslunarbankans, sagði í gær, að
Verslunarbankinn hefði að undan-
förnu unnið að athugun á því
hvernig hægt væri að nýta heimild-
ir Seðlabankans til hækkunar inn-
lánsvaxta á meðan útlánsvextir
væru enn fastbundnir.
„Þótt þessari athugun sé ekki enn
að fullu lokið hefur bankinn nú
ákveðið vegna þróunar vaxtamála
síðustu daga að gefa út sérstök
spariskírteini Verslunarbankans,
Dr. Jóhannes Nordal,
formaður Samninga-
nefndar um stóriðju:
„Kemur
rekstri fyrir-
tækisins á
traustan
grundvöll“
„ÞAÐ á eftir að ganga frá þessu
samkomulagi þannig að það verði
formlega samþykkt, en engu að síð-
ur er hér um umtalsverðan áfanga
að ræða, og ég tel að þetta sam-
komulag í framkvæmd eigi eftir að
koma rekstri fyrirtækisins á mjög
traustan grundvöll," sagði dr. Jó-
hannes Nordal formaður samninga-
nefndar um stóriðju í samtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hann
hafði undirritað samkomulagið við
Sumitomo og Elkem.
Aðspurður um hvað hefði sam-
ist um varðandi endurfjármögnun
það er rétt að taka það fram að end-
anleg samningsgerð er enn eftir,“
sagði Gunnar Viken, framkvæmda-
stjóri járnblendideildar Elkem, í
samtali við Morgunblaðið rétt eftir
að hann hafði undirritað samkomu-
lagið um sölu 15% af eignarhluta
Elkem í Járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga til Sumitomo.
Aðspurður um hversu mikils
virði þessi 15% eignarhluti væri
svaraði Gunnar Viken einungis'
„Um það gef ég engar upplýs-
ingar."
Kiyotomo Sakurr.a,
forstjóri hráefnis-
deildar Sumitomo:
„Tryggjum
markað fyrir
a.m.k. 20 þús-
und tonn“
„í megindráttum er ég ánægður
með það samkomulag sem hér hefur
Samninganefnd um stóriðju ásamt Sverri Hermannssyni, iðnaðarráðherra,
kynnir fréttamönnum samningana í gær.
járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga sagði dr. Jóhannes
Nordal: „Það varð niðurstaðan að
auk þess að breyta hluthafalánun-
um í hlutafé þá komi til nýtt
hlutafé sem nemi 120 milljónum
norskra króna. Það hlutafé kemur
að nokkru leyti frá nýjum hlutafa,
Sumitomo, og að nokkru leyti
munu núverandi hluthafar yfir-
taka lán og breyta í hlutafé."
Gunnar Viken,
forstjóri járnblendi-
deildar Elkem:
*
„Anægður með
þennan
áfanga“
„ÉG EK mjög ánægður með þann
áfanga sem þarna hefur náðst, en
sem bundin eru til a.m.k. 6 mánaða.
Ávöxtunarkjör þessara spariskír-
teina verða a.m.k. sambærileg við
það, sem boðið hefur verið upp á af
öðrum. Um upphæð og skilmála
spariskírteinanna verður nánar til-
kynnt þegar undirbúningi er end-
anlega lokið. Stefnt er að því að
sala þeirra hefjist 16. apríl," sagði
Höskuldur.
„Bankastjórn Útvegsbanka ís-
lands hefur ákveðið að bjóða til sölu
frá næsta mánudegi, 9. apríl, inn-
lánsskírteini með 6% hærri vöxtum
en af almennum sparisjóðsbókum,“
segir í fréttatilkynningu, sem Mbl.
barst frá Útvegsbankanum í gær.
Segir jafnframt í tilkynningunni,
að skírteinin verði að lágmarki tvö
þúsund krónur og verði til sex mán-
aða.
Þá segir í tilkynningu Útvegs-
bankans, að breytist almennir vext-
ir á tímabilinu haldi 6% vaxtaálag-
ið sér. Kaupandi getur innleyst
skírteinið hvenær sem er að sex
mánuðum liðnum. í raun er hér um
sams konar innlánsform að ræða og
hjá Landsbankanum, breytingin að-
eins sú, að lágmarksupphæð skír-
teina verður tvö þúsund í stað tíu
þúsunda hjá Landsbankanum.
tekist,“ sagði Kiyotomo Sakuma,
forstjóri hráefnisdeildar stáliðnaðar
Sumitomo, í samtali við Morgun-
blaðið síðdegis í gær, er hann hafði
undirritað samkomulagið við ís-
lensku samninganefndina um stór-
iðju og Elkem um kaup á 15% eign-
arhluta Elkem í Grundartangaverk-
smiðjunni.
Sakuma var spurður hvort sam-
komulag þetta væri meira eða
minna í þá veru sem þeir hjá Sum-
itomo hefðu gert sér hugmyndir
um, eða hvort þeir hefðu þurft að
draga mjög úr kröfum sínum:
„Auðvitað er það svo þegar um
samningaviðræður er að ræða að
samningsaðilar verða alltaf eitt-
hvað að gefa eftir af kröfum sín-
um, en á heildina litið, þá held ég
að allir aðilar geti vel við unað.
Við munum tryggja markað fyrir
a.m.k. 20 þúsund tonn af fram-
leiðslu verksmiðjunnar á ári
hverju, og við höfum auk þess
heimild til þess að kaupa 5 þúsund
tonn að auki, og ég á von á að
þegar verksmiðjan verður komin í
hámarksafköst þá munum við
kaupa a.m.k. 2 til 3 þúsund tonn af
þessum 5 þúsund sem okkur
standa til boða.“
Tillaga til
þingsályktunar:
Beint útvarp
frá Alþingi
FJÓRIR þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna hafa lagt fram
á Alþingi tillögu um beina út-
sendingu útvarps frá daglegum
fundum Alþingis, þ.e. fundum
þingdeilda og sameinaðs þings,
sem hefjist frá áramótum nk.
Flutningsmenn segja i greinar-
gerð að það sé í anda nútíma
upplýsingastcfnu að gefa
landsmönnum kost á því að
fylgjast beint með umræðum
frá Alþingi á sérstakri bylgju-
lengd.