Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 Einsog mer synist ....______________________________________________ (jísli J. Ást|)órsson Prúðmennin o g páfuglarnir Gat þad verið að síldarstúlkur smjöttuðu jafn hroðalega og stóri frændi? Einu sinni fyrir ótta- lega mörgum árum varð mér það á í langferðabíl að setjast við hliðina á blökkumanni á þeim slóð- um sem það þótti þá enn- þá aldeilis forkastanlegt að hvítur maður deildi sæti með svörtum; og mér er í táningsminni dreyr- rautt andlitið á stúlku- kindinni sem ég var í samfloti með, þvíað hún var næstum komin niðrúr gólfinu á rútunni, svo mikið varð henni um þetta brot mitt á hirðsið- unum suður þar. Þetta var þó ekki ásetningsglæpur. Ég var einfaldlega ekki orðinn útlærður í durts- hættinum sem hvítir áttu að sýna svörtum á þessum punkti jarðkringlunnar, né varð það raunar aldrei svoað sæmilegt mætti kallast, þvíað mér fannst það eiginlega jaðra við að sparka í rassinn á sjálfum sér að dingla til dæmis af einskærum gikkshætti uppá endann í funheitum langferðabíl þegar þetta líka forlátasætið stóð al- autt við hliðina á mér. Svonalagaðar hunda- kúnstir, sem viðgangast því miður sumsstaðar enn í dag, eiga vitaskuld ekk- ert skylt við þokkalega mannasiði ef einhver skyldi vera sá álfur að halda það, né prúðmann- lega framkomu ef einhver skyldi vera sá asni að ætla að tylla hofmóði sínum á þá nibbuna. Sönn háttvísi er alltaf blandin all- nokkru lítillæti sem er ekki bara til þess að sýn- ast að heldur: hún er að minnstakosti aldrei stór uppá sig; og hef ég ekki minni kall fyrir þessu en sjálfan mannvininn og heimspekinginn og stílist- ann Montaigne, sem kvaddi þennan heim að vísu fyrir nær fjögur hundruð árum en lifir enn góðu lífi í ritverkum sín- um. Hann segir meðal ann- ars að ágætasta fólkið hafi þann eiginleika að sóma sér allsstaðar vel og undir öllum kringum- stæðum og hvernig svo- sem hamingjuhjólið kunni að snúast. Hann hnykkir á þessu með því að bæta við að sannur maður beri ævinlega höfuðið hátt, jafnt í andstreymi sem í meðbyr og hvort heldur hann klæðist leppum ell- egar skartklæðum; og síð- an leiðir hann sjálfan Horace í vitnastúkuna og sá sómamaður og skáld staðfestir þetta alltsaman afdráttarlaust. Mætustu mennirnir, segir Horace gamli, kunna sig jafnt í hreysinu sem í höllinni. Háttvísin er semsagt umfram allt lýðræðisleg, og einn dropi af stærilæti getur mengað heilan haf- sjó af hirðsiðatöktum. Meðal annars af þeim sök- um hefur mér alltaf fund- ist það fremur hvimleitt þegar fullorðinn maður er með þetta „væni minn“ og „góði minn“ við annan fullorðinn mann. Mér finnst oft einsog sá fyrr- nefndi sé einsog að klappa góðlátlega á kollinn á hin- um, vera einsog að aug- lýsa lítillæti sitt en meina ekkert með því, hafa uppi tilburði í þá átt að vera „notalegur" við viðmæl- anda sinn en gæta þess jafnframt vandlega að halda honum í hæfilegri fjarlægð. Afturámóti sá ég til að byrja með eftir þéringun- um. Þéringin hentaði til dæmis ágætavel þegar maður þurfti að yrða á ókunnuga. „Heyrið þér“ er hljómmikið og alls ekkert fleðulegt, en „heyrðu“ hinsvegar fremur kauða- legt og máttlaust, að ég nú ekki tali um hið ófrýni- lega „heyrðö". Það var náttúrlega van- inn sem réð mestu um viðbrögð manns, þvíað þetta ólst maður upp við. En við nánari athugun höfðu þéringarnar samt þann regingalla að þá veg- ur þeirra var mestur voru þær óneitanlega einn af þáttunum í gaddavírs- strengnum sem átti að skilja sauðina frá höfrun- um, heldra fólkið frá al- múganum. Og þegar það er haft í huga verður jafn- vel „heyrðö" allt að því þolanlegt. Að auki voru þéring- arnar hálfgert skrifstofu- og stássstofumál, hefðu að minnstakosti hljómað í meira lagi hjákátlega á fjölmörgum sviðum þjóð- lífsins, svo harkalega sem þær hefðu stungið í stúf við umhverfið. Hugsið ykkur trollaradekkið á kafi í fiski og sjó og skipp- erinn alveg trítilóðan í brúnni. Þá fyrst hefði köllunum undir beljand- anum frá honum nú fund- ist kasta tólfunum, ef hann hefði þaraðauki byrjað að þéra þá. „Þér eruð asni, Gísli," sagði Bogi Ólafsson ofan- úr púltinu, og satt var það að vísu að ég hafði oft staðið mig skár í enskunni hjá honum. Hann hleypti líka í brýnnar, en þær voru kapítuli útaf fyrir sig í þessu eftirminnilega andliti. Hann gat gert mann að kvikindi þóað hann léti ekki nema aðra augabrúnina síga um svosem hálfan millimetra. En mér er það samt ógleymanlegast hvernig hann með þéringunni einsog tyllti pípuhatti ofaná dómsorðið. Þéringar voru með hvítt um hálsinn og á dönskum skóm. Þær voru ekki í bættri peysu og gúmmí- hnöllum. „Viljið þér lána mér kúbeinið yðar, Gvendur?" Gvendur hefði meldað þennan starfs- bróður sinn inná Klepp. „Var það sleggjan yðar sem datt oná tána á mér?“ „Hvað í andskotanum haldið þér að þér séuð, mannherfa?" „Viljið þér gera svo vel að koma yður á lappir, Bogga, og pilla yður út og hypja yður niðrá plan, heyrið þér það!“ Naumast hefði ég verið einn um það að álykta að þetta fólk væri allt með tölu gengið af göflunum. En þéringarnar eru allavega komnar í kirkju- garðinn: þeim byrjaði að hnigna í stríðinu ef ég man rétt og kynslóðin sem þá var að vaxa úr grasi sá um útförina. Og þær voru þegar maður fór að íhuga þessi mál hálfgerð svika- gylling. Þær áttu stund- um allsekkert skylt við kurteisi. Undirgefnin var æði oft fylgja þeirra og svo óttinn, og þeir sem einhvers þóttust mega sín notuðu þær að auki óspart til þess að halda náungan- um „pá sin plads" einsog Danskurinn segir. Hvað sem því líður er einlæg kurteisi manns- prýði, gagnstætt þeirri fölsku sem felst einkan- lega í flaðrinu. Einsog Montaigne leggur áherslu á er besta kurteisin líka meðfædd, og einsog svo margt sem er ágætast í þessum heimi er hún ein- föld og óbrotin. Hún er hvorki tilgerðarleg né ýkt, og sá sem er svo lánsamur að vera kurteis að eðlis- fari, hann kann sig alls- staðar. Ég man að þegar ég var agnarlítill snáði var það stundum notað sem hnjóðsyrði um kvenfólkið að segja um það: „Hún hagar sér einsog síldar- stelpa." Þetta varð mér tilefni mikilla heilabrota, óvitanum, svipuð ráðgáta og hendingin úr sálminum sem amma var að reyna að kenna mér: „ó, þá heill að halla mega höfði þreyttu í drottins skaut." Hvað var drottinn eig- inlega að skjóta á, og gat það verið að síldarstúlkur smjöttuðu jafn hroðalega og hann stóri frændi þeg- ar afi og amma buðu hon- um í rjúpur? Síðan hefur reynslan vitanlega kennt mér að eðlisprúð kona er indæliskona hvort sem hún er að salta síld eða snæða síld, hvort heldur sem hún er með botninn uppí loft í söltunarstöð suðrí Grindavík eða með hann oná ekta damaski hérna í ráðherrabústaðn- um. Að byggja gæðamat sitt á fólki á starfi þess og flíkunum sem það notar til daglegs brúks er útí hött, og sá sem þykist þess umkominn að segja: „Segðu mér hvað þú starf- ar og ég skal segja þér hver þú ert,“ sá maður er uppskafningur og kann ekki mannasiði fremur en beljan. Það er ekki hægt að klæða af sér ruddaskap eða fávisku eða heiguls- hátt svoað eitthvað sé nefnt: að troða löstunum oní skúffu ef svo mætti segja og taka dyggðirnar fram með nærfötunum. Þegar þeir þóttust vera að rannsaka hvort mærin frá Orleans væri í raun og veru gædd yfirnáttúru- legum gáfum, þá hug- kvæmdist einhverju gáfnaljósinu að láta leiða hana inní höllina þarsem Karl kóngur var með hirð- fólki sínu, og nú átti stúlkan að benda á kóng- inn. Þetta þótti mönnum alveg einstaklega klárt af- því Jóhanna hafði aldrei séð hátignina. En hún gekk rakleitt þangað sem Karl stóð í samskonar páfuglafjöðrum og aðals- mennirnir og kraup fyrir honum. Gæti hvarflað að manni hvort sveitastúlkan unga hafi kannski séð innri manninn undir silkinu, séð hverskonar mann há- tignin hafði í raun að geyma undir gyllingunni. Sagan sýnir okkur óvenju- lega lítilsigldan mann, snauðan af dyggðum, ístöðulausan, kjarklausan og undirförulan: mann sem var kóngur í engu nema nafni. Mærin skyldi þó aldrei hafa lesið þetta alltsaman útúr svip hans þarsem hann stóð og lést ekki vera kóngurinn? Og ætli hún hafi þá kannski líka lesið úr augnaráðinu hvernig hann átti eftir að svíkja hana og launa henni kóngsríkið með því að láta sér fátt um finnast að ekki sé sterkar að orði kveðið þegar henni var kastað á bálið? Iðnskóladagurinn í dag kl. 10—16 er lönskólinn á Skólavöröuholti opinn almenningi. Allar verklegar deildir eru í fullu starfi. Nemendur og kennarar veröa til viötals. lönskólinn í Reykjavík Kökubasar— Kökubasar Kvenstúdentafélag islands heldur glæsilegan köku- bazar í Blómavali, laugardaginn 7. apríl. Komiö og geriö góö kaup til páskanna. Stjórnin. Réttur áagsins Margrét Þorvaldsdóttir Það ber við á góðum degi að efnt er til veislu óvænt fyrir fjölskylduna eina. Dúkað er borð með servíéttum í broti, kerti í stjaka og flösku af öli. Uppákoman þessi kemur ætíð á óvart, enda ekki bundin ákveðnum degi viku eða mánaðar. „Hvert er tilefnið?" „Að þakka það góða sem lífið gef- ur.“ Gleymist það ekki stundum. „Hvað er til matar?“ er spurt með eftirvæntingu. „Sólarsteik delux“ 1. 500 gr. hakkað kjöt (kinda-, lamba- eða nauta-) % bolli haframjöl 'k. laukur meðalstór (smátt saxað- ur eða niður rifinn) 1 stk. egg 1 matsk. Worcestershire sauce 1 dós tómatkraftur (lítil), útþynnt með 1 dós af vatni (1 á móti 1) 1 tsk. salt og örlítill pipar 2. 'Æ laukur 2 matsk. matarolía 2 bollar vatn 1 ten. kjötkraftur 1. ten. kjúklingakraftur 1 dós tómatkraftur (lítil) 2 matsk. hveiti 1. Blandið öllu saman, kjöti, lauk, haframjöli, eggi, salti, Worcestershire sauce, tómatkrafti og vatni. Hrærið vel. Mótið 5 ílangar bollur og raðið í eldfast fat eða pott. Setjið síðan í ofn undir grill eða í ofn við góðan yfirhita í 10—15 mín. eða þar til komin er góð skorpuhúð á steikurnar, þá er hitinn lækkaður niður í 180°C. 2. Olían er hituð og laukurinn saxaður settur út í og látinn krauma við lítinn hita í 5 min. Vatni, tómatkrafti, kjöt- og kjúkl- ingakrafti bætt út í og allt látið sjóða saman smástund. Þá er sós- an jöfnuð með hveitinu. Saltið eft- ir smekk. Fatið er tekið úr ofnin- um, sósunni síðan hellt yfir steik- urnar. Lok er sett yfir ef um pott er að ræða, en álpappír ef notað er eldfast fat, lokið þétt. Bökunar- tími er í allt 50 mín. Ef til eru stórar kartöflur mjölmiklar, þá má baka þær í ofni. Bakaðar kartöflur: Kartöflurnar eru þvegnar vel með bursta, mik- ilvægt er einnig að þerra þær vel. Þær eru síðan stungnar með gafli, til að hleypa út gufu við bakstur. Leggið á grindina í ofninum og bakið með steikinni. Kartöflurnar þurfa 45—60 mín. bakstur. Ann- ars er ágætt að bera fram með steikum þessum stappaðar kart- öflur, grænmeti t.d. baunir og vetrarsalat. Kldhúsráð: Kjúklingakrafturinn í sósunni kemur í stað víns. Hann má nota í stað víns í sósu, 1—2 teninga í bolla af vatni. VerÖ hráefnisins Mjög misjafnt verð er á hökk- uðu kjöti í verslunum borgarinn- ar. Verðið segir ekkert til um gæð- in. Ágætt kindahakk má fá fyrir kr. 95.00 kílóið. Egg má einnig fá fyrir kr. 89.00 kílóið. Fylgist því vel með auglýsingum um sértilboð verslana. kjöt laukur egg tómatkr. kartöfl. Alls. með baunum og vetrarsalati Alls kr. kr. 47.50 kr. 1.50 kr. 7.50 kr. 4.60 kr. 10.00 71.10 17.80 21.00 109.50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.