Morgunblaðið - 07.04.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
Minning:
Unnur Þórarins-
dóttir Borgarnesi
Fædd 15. september 1913
Dáin 28. mars 1984
f dag kveðjum við ömmu okkar
Unni Þórarinsdóttur frá Borgar-
nesi. Með þessum fátæklegu orð-
um viljum við þakka henni allar
þær ánægjustundir, sem við áttum
með henni í gegnum árin. Hún var
svo lífsglöð og kát og gat alltaf
bægt öllu leiðinlegu í burtu og sá
björtu hliðarnar á flestum málum.
Við systurnar nutum þess að
koma í Borgarnes til ömmu og afa.
Hún gaf sér alltaf tíma til þess að
ræða við okkur um alla heima og
geima og lagði þá gjarnan kapal á
meðan. Hún var ákaflega rökföst
og fylgin sér en sanngjörn. Eftir
þessar umræður komu oft niður-
stöður, sem allir voru ánægðir
með.
Við biðjum góðan guð að styrkja
og styðja afa á þessari erfiðu
stundu. Við vitum að núna líður
ömmu vel.
„Nú legg ég augun aftur,
ó, guð þinn náðarkraftur,
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka,
þinn engil svo ég sofi rótt.“
Við kveðjum nú elsku ömmu
okkar.
Alla og Magnea
Hún Unnur í Borgarnesi er dá-
in. Þessi orð komu okkur sem
fylgdumst með veikindum hennar
kannski ekki alveg á óvart, en
ungar sálir sem nálægt hafa stað-
ið verða orðlausar og alvarlegar.
Unnur var fædd að Bergskoti á
Vatnsleysuströnd 15. september
1913, dóttir hjónanna Guðrúnar
Þorvaldsdóttur og Þórarins Ein-
arssonar, er þar bjuggu. Er Unnur
var níu ára fluttust foreldrar
hennar á næsta bæ við Bergskot,
Höfða, og ólst Unnur þar upp
ásamt fjórum systkinum sínum og
fimm fóstursystkinum.
í þessu minningarbroti mínu
um Unni Þórarinsdóttur ætla ég
ekki að rekja nánar ætt hennar né
uppvaxtarár. Það átti fyrir Unni
að liggja að setjast að í Borgar-
firðinum og unni hún því héraði.
1938 hóf Unnur búskap með
fyrri manni sínum, Aðalsteini Jó-
hannssyni, ættuðum frá Litlu-
Fellsöxl í Skilmannahreppi, og
hófu þau búskap í Keflavík. Árið
1940 fluttust þau að Fellsaxlar-
koti, og stundaði Aðalsteinn véla-
viðgerðir utan heimilis, en hann
var bifvélavirki. Árið 1944 varð
Unnur fyrir þeirri miklu sorg að
missa mann sinn frá tveimur ung-
um dætrum. Þær eru Gunnþór-
unn, búsett á Akranesi, og Jó-
hanna, er býr í Reykjavík. Fram-
undan voru erfið ár ungrar móður,
en ekki dugði að gefast upp. Unn-
ur vann við hin ýmsu störf er til
féllu og varð oft að vera langdvöl-
um frá dætrum sínum. Þá var
hjálpin að eiga góða að.
Það má því segja að eitt mesta
gæfuspor Unnar hafi verið er hún
árið 1947 fór sem ráðskona í Borg-
arnes til Einars Sigmundssonar.
Einar bjó þá með öldruðum for-
eldrum sínum sem Unnur annað-
ist af umhyggju síðustu æviár
þeirra. Þau Einar og Unnur eign-
uðust tvær dætur, Herdísi, er bú-
sett er á Mallorca, og Þóru Sigríði,
sem býr í Borgarnesi. Einar hefur
lengst af starfað hjá Vegagerð
ríkisins í Borgarnesi, en lét af
störfum um síðustu áramót vegna
aldurs.
Á heimili Unnar og Einars var
alltaf mjög gestkvæmt og var vel
um það hugsað að enginn færi
svangur úr þeirra húsi. Þar komu
við fjöldi fólks úr nágrannahéruð-
unum í kaupstaðaferð og nutu
gestrisni húsbændanna, að
ógleymdum öllum þeim fjölda
fólks úr fjölskyldu Unnar sem átti
leið hjá. Alltaf varð að koma við
hjá Unni og Einari.
Það var árlegur viðburður á
heimili mínu að fara að minnsta
kosti eina helgarferð í Borgarnes
að sumrinu. Var alltaf glatt á
hjalla í þeim ferðum. Unnur tók á
móti manni með hressileika og
Einar með sinni hægð og fann
maður hvað maður var alltaf vel-
kominn. Þau hjón höfðu mjög
mikla ánægju af ferðalögum um
eigið land. Fóru þau yfirleitt á
hverju sumri í lengri eða skemmri
ferðir með verkalýðsfélaginu í
Borgarnesi. Þá voru börnin og
tengdabörnin alltaf reiðubúin til
að ferðast með þeim.
Unnur var því vel að sér um
landið sitt, bæði af ferðalögum og
ekki síst bókalestri. Hún var víð-
lesin og fylgdist vel með tímanum.
Ég minnist þess er við dvöldum í
einni helgarferðinni í Borgarnesi
að við fórum í ökuferð vestur á
Mýrar, og að sjálfsögðu voru Unn-
ur og Einar með í ferðinni. Veðrið
var eins og best verður á kosið og
Unnur sagði okkur frá öllum
kennileitum og fólkinu sem bjó
eða hafði búið þar í sveit. Það var
ánægjuleg ferð. Hún Unnur gat
stundum virkað hrjúf og var ekki
alltaf á sama máli og viðmælandi
hennar, en undir skelinni vissi
maður að sló hlýtt hjarta.
Ungt fólk laðaðist að henni,
bæði úr hópi skyldmenna og
óskyldra. það var alltaf tilhlökk-
unarefni er von var á Unni og Ein-
ari til Reykjavíkur og ævinlega
fannst sonum mínum að dvöl
þeirra í Lundahólunum væri of
stutt. Unnur hafði alltaf tíma til
að sinna börnunum, annað hvort
til þess að ræða við þau dægurmál,
eða þá að spila á spil. Af spilum
hafði Unnur mikla skemmtun, og
ekki voru þær fáar næturnar sem
systurnar frá Höfða vöktu við
spilamennsku, ýmist tvær eða
fleiri, er þær hittust. Ég er for-
sjóninni þakklát fyrir síðustu
heimsókn Unnar í Lundahólana,
þá kom hún í helgarleyfi af Borg-
arsjúkrahúsinu. í þessari heim-
sókn gat hún borðað þorramat,
skipst á skoðunum við okkur og
spilað á spil.
Þannig viljum við minnast Unn-
ar Þórarinsdóttur.
Benedikta G. Waage
í dag verður til foldar borin í
Borgarnesi fóstursystir mín, Unn-
ur Þórarinsdóttir. Hún lést í
sjúkrahúsi Akraness, eftir stutta
legu. Vissulega kemur það okkur
oftast á óvart, er skyldmenni falla
frá, og eins finnst okkur það alltaf
gerast allt of fljótt, og þannig var
það nú með hana Unni. Nú þegar
æðsta kallið kom, þó að 70 ár væru
frá fæðingu hennar, þá fannst mér
hún eiga svo mikið eftir, áður en
hún kveddi þessa jarðartilveru.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga
Unnur fæddist í Bergskoti á
Vatnsleysuströnd, 15. september
1913, eitt af fimm börnum hjón-
anna Guðrúnar Þorvaldsdóttur,
ættaðrar frá Álftartungukoti á
Mýrum, og Þórarins Einarssonar,
ættaðs frá Stóra-Nýjabæ í Krísu-
vík. Þau Guðrún og Þórarinn
bjuggu lengst af í Höfða á Vatns-
leysuströnd. Þau eignuðust eins og
fyrr segir fimm börn, einn son og
fjórar dætur. Þorvaldur lögfræð-
ingur, sonur þeirra, andaðist 1975.
Auk sinna eigin barna ólu þau upp
fimm fósturbörn, einn fósturson
og fjórar fósturdætur, ein þeirra
fósturdætra er látin, Hulda, hún
lést 1981, og er Unnur sú þriðja af
systkina- og fóstursystkinahópn-
um, sem horfin er af sjónarsvið-
inu.
Þeir, sem fæddir eru og uppald-
ir í gróðursælum sveitum, þykir
Vatnsleysuströndin ekki búsæld-
arleg. Nær eingöngu varð að
treysta á sjóinn, og það sem hann
gaf. Dugnaður og útsjónarsemi
húsbænda sat í fyrirrúmi. Sagt er
að ströndin hafi átt ágæta for-
menn, og var faðir Unnar einn af
þeim, happfenginn og dugandi sjó-
maður í hvívetna. Þó að auður
væri ei mikill, og innanstokks-
munir fáir, ríkti ánægjan og gleð-
in flestar stundir. Éndurminn-
ingar æskudaga glatast aldrei.
Þegar sæl við saman undum við
bernskuleiki, þá var gaman og
glatt á hjalla, og ekki lét Unnur
sitt eftir liggja, því glaðværð og
hressilegt viðmót var hennar auð-
kenni. Unnur ólst upp við slíkar
aðstæður, að ekki varð hún að-
njótandi mikillar menntunar,
annarrar en hinnar hefðbundnu
barnaskólagöngu. Þess í stað vist-
aðist hún á góðum heimilum, og
lærði það sem varð henni að vega-
nesti í lífinu.
Árið 1937 stofnar Unnur heimili
í Keflavík, með unnusta sínum
Aðalsteini Jóhannssyni, ættuðum
frá Litlu-Fellsöxl í Skilmanna-
hreppi. Bjuggu þau 3 ár í Keflavík
og eignuðust þar dóttur, sem skírð
var Gunnþórunn, í höfuð á móð-
urforeldrum Unnar. Ekki hafa
ungu hjónin unað hag sínum í
Keflavík, hugurinn stefndi heim á
æskuslóðir Aðalsteins, þrá hans
til heimahaganna, fjallsins, Akra-
Krossar
á leiöi
Framleiöi krossa á
leiöi.
Mismunandi gerðir.
Uppl. í síma 73513.
fjalls, og það að vera þar heima,
sem einna fegurst er sólarlag.
Hófu þau búskap í Fellsaxlarkoti,
sem stóð í túnjaðri foreldra Aðal-
steins. Þar í litla húsinu þeirra
fæddist þeim önnur dóttir sem
skírð var eftir föðurforeldrum, og
nefnd Jóhanna Þórkatla. Þarna í
Fellsaxlarkoti bjuggu þau fjögur
ánægð með sitt. Mikið var um
gestakomur til þeirra í kotið,
nokkrir áttu þar sumardvöl um
lengri eða skemmri tíma, og var
húsmóðurhlutverkið lífsfylling
Unnar, og það að vera með og
njóta samvista við vini og ætt-
ingja var hennar gleði. Það var
svo í desember 1944, í þann mund
er hátíð ljóssins er að ganga í
garð, að snögglega syrtir í litla
kotinu. Aðalsteinn húsbóndi henn-
ar veikist og er fluttur til Reykja-
víkur fársjúkur, og andaðist hann
þar tveim dögum fyrir jól. Svo
lengi sem ég lifi gleymi ég ekki
þeim jólum. Nú stóð Unnur á
vegamótum með tvær litlar telpur,
ung ekkja, aðeins 31 árs. En hún
beygði sig ekki undan, heldur stóð
sterk eftir þó í þá daga væri ekki
um að ræða opinbera aðstoð
handa þeim sem fyrir áföllum sem
þessum urðu. En með guðshjálp,
og góðra manna aðstoð komst
Unnur yfir þetta erfiða skeið.
Eftir að Unnur flutti úr Skil-
mannahreppi, bjó hún hjá foreldr-
um sínum á Vatnsleysuströndinni.
Réð hún sig í vist tíma og tíma, en
aldrei svo langt í burtu að hún
þyrfti að sjá af dætrum sínum
lengi í einu. Hennar heitasta ósk á
þessum tíma var sú að geta tekið
dætur sínar til sín aftur, og átt
með þeim heimili, og þessa ósk
fékk Unnur uppfyllta. Örlögin
höguðu því þannig til að hún
kynntist eftirlifandi manni sínum,
Einari Sigmundssyni frá Kross-
nesi á Mýrum, og gekk hann dætr-
um hennar í föðurstað, og er ekki
ofmælt að segja að fáir hefðu skil-
að því hlutverki betur. Unnur og
Einar hófu búskap í Borgarnesi
árið 1947, og eignuðust þau tvær
dætur, þær Herdísi og Þóru Sig-
ríði. Nú voru dæturnar orðnar
fjórar, og urðu þær þeirrar gæfu
aðnjótandi að hafa ömmu sína og
afa heima hjá sér, þar eð foreldrar
Einars, þau Herdis Einarsdóttir
og Sigmundur Sveinsson, bjuggu
hjá þeim, þau létust í hárri elli.
Allar fluttu dætur Unnar að
heiman, og stofnuðu heimili.
Gunnþórunn, búsett á Akranesi,
Jóhanna búsett í Reykjavík, Her-
dís búsett á Mallorca og Þóra Sig-
ríður búsett í Borgarnesi.
Það sem hér á undan er skrifað
er skrifað af frænku og fóstursyst-
ur Unnar, en í framhaldi af því
vildi ég, mágur hennar, þakka
henni samfylgdina og þá vináttu
sem hún hefur gefið mér og fjöl-
skyldu minni, hún mun geymast
meðal okkar.
Það var ekki að skapi Unnar að
lofsyngja kosti sína, en samt er
ekki hægt að láta þess ógetið að
hún var lífsglöð og skemmtileg
kona. Ófeimin var hún að láta
skoðanir sínar í ljós, og var hún
alveg ómissandi í heitum umræð-
um. Þá naut sin málsnilli hennar.
Hún myndaði sér ákveðnar skoð-
anir um menn og málefni, og var
enginn tækifærissinni í þeim efn-
um frekar en öðrum sem hún
hafði tekið afstöðu til á annað
borð. Þá gat enginn þokað henni
frá sannfæringu hennar.
Hún sagði eitt sinn við mig orð,
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö fráfall og útför eigínmanns
míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
GfSLA ÓLAFSSONAR,
læknís.
Erla Haraldsdóttir,
Arndís Gísladóttir, Sigurbjartur Kjartansson,
Híldur Gisladóttír, Frimann Frímannsson,
Ólafur Ágúst Gíslason, Erna Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andlát og útför
MARGRÉTARJAKOBSDÓTTUR
frá Ásbjarnarnesi.
Hrefna Pétursdóttir, Haukur Ólafsson,
Rannveig Guömundsdóttir og fjölskyldur.
sem ég hef oft hugleitt: „Það er
engin skömm að því að breyta um
skoðanir á rnálum." Þetta gerði
Unnur þá af fyllstu sannfæringu.
Hún var gædd svo léttri glaðværð
að allir komust í sólskinsskap í
návist hennar. Unnur og maður
hennar, Einar Sigmundsson, þessi
hugþekki, bjargtrausti maður sem
engum bregst hvað sem á dynur,
voru bæði með afbrigðum
skemmtin, gestrisin, og hjálpfús í
alla staði. Og þar sem frændgarð-
ur Unnar er fjölmennur, og heim-
ili þeirra í þjóðbraut, hafa margir
notið gestrisni þeirra, og átt á
heimili þeirra gleðistundir, fleiri
en tölu verður á komið, hjá þess-
um góðu hjónum. Enn og aftur vil
ég þakka Unni minni samfylgdina
sem spannar yfir u.þ.b. 35 ár.
Ég lýk þessum fátæklegu
kveðjuorðum með tilvitnun í hina
helgu bók:
„Lífið er kristur, dauðinn er
ávinningur."
Við hjónin þökkum þeim Unni
og Einari þeirra traustu og hlýju
vináttu alla tíma, og vottum við
Einari og dætrum og fjölskyldum
þeirra, systrum og fóstursystkin-
um einlæga samúð við fráfall
þessarar góðu konu.
Góður guð styrki ykkur í sökn-
uði og sorg.
Elsa og Reynir
„Gulli þaktan,
sólu fegri sal,
veit ég standa á Gimli
þar skulu góðir menn og réttlátir
njóta yndis
um alla eilífð."
Svo segir í síðasta erindi Völu-
spár. Þessi orð komu mér í hug er
ég heyrði lát Unnar Þórarinsdótt-
ur frænku minnar. Hún var rétt
liðlega sjötug er hún lést eftir
stranga baráttu við vágest þessar-
ar aldar, krabbameinið. Er ég hitti
hana á miðvetri síðast fannst mér
hún samt varla deginum eldri en
fyrir 38 árum er ég man hana
fyrst, dökka á brún og brá með
hinn sérkennilega augnalit móð-
urættar sinnar, grænbrúnan og
geislandi, kvika í fasi og ævinlega
brosandi. Henni fylgdi einhver
sérstök reisn, þannig að tekið var
eftir henni og hún laðaði að sér
fólk hreint eins og blóm sem bý-
flugur sækja í vegna hunangs.
Alltaf var kæti og hlátur þar sem
hún var því frásagnargáfu hafði
hún afbragðsgóða og gat verið
geysi fyndin þegar hún vildi það
við hafa. Hjarta hafði Unnur stórt
og allra vanda vildi hún leysa, en
ef þú vildir grennslast nánar um
manneskjuna sjálfa á bak við
brosið þá gat það reynst býsna
erfitt því hún var ákaflega dul í
skapi og sagði fáum af sjálfri sér,
annað einkenni sem hún bar
sterkt úr móðurætt sinni.
Unnur Þórarinsdóttir fæddist í
Bergskoti á Vatnsleysuströnd 15.9.
1913. Þriðja barn Þórarins Ein-
arssonar bónda þar og síðar í
Höfða og Guðrúnar Þorvaldsdótt-
ur konu hans. Að þeim stóðu
sterkir stofnar af Mýrum og úr
Borgarfirði en þau hjón voru þre-
menningar að skyldleika. Börn
þeirra voru: Þorvaldur, lögfræð-
ingur, sem lést 1975, Margrét, hús-
freyja i Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd, Anna, fyrrum kaup-
kona í Reykjavík, Unnur, sem hér
er kvödd, og Ásta, húsfreyja á
Bergstöðum á Vatnsleysuströnd.
Fimm fósturbörn áttu þau Þórar-
inn og Guðrún: Sigurð, bifreiða-
stjóra í Njarðvík, Huldu, er lést
1981, Gunnþórunni, húsfreyju í
Reykjavík, Élísabetu, húsfreyju í
Reykjavík, og Kristjönu, hús-
freyju í Garðabæ. Állt mann-
kosta- og myndarfólk. Þröngt mun
stundum hafa verið um þessa
stóru fjölskyldu í litlu baðstofunni
í Höfða og flatsæng ekki óþekkt
fyrirbæri á þeim bæ því gesta-
gangur var mikill. Húsbændurnir
voru gæða- og gáfufólk og allir
voru ætíð velkomnir meðan hús-
rúm leyfði. Kæti og léttleiki ein-
kenndu heimilið og man ég eftir
því sem krakki hvað stundum var
óskaplega gaman að vera lítill í
þeim hópi, sérstaklega á tyllidög-
um þegar gestir voru margir. Þá
var tjaldað úti á túni og allir fóru
í leiki, sumarnóttin entist varla.