Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR ttguufclfitoife STOFNAÐ 1913 100. tbl. 71. árg. FOSTUDAGUR 4. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kosningar í Bretlandi London, 3. maí. Al'. KOSNINGAR fóru fram til bæjar- og sveitarstjórna víða í Bretlandi í dag og jafniramt fóru fram aukakosn- ingar til breska þingsins í þremur kjördæmum. Er litið á þessar kosn- rngar sem fyrstu prófraunina á fylgi íhaldsflokksins síöan þingkosningar fóru fram í júní í fyrra. Gert var ráð fyrir, að talning atkvæða hæfist kl. 1 í nótt. Það hefur aukið á áhuga fólks á þessum kosningum, að í dag voru einmitt liðin 5 ár síðan frú Margar- et Thatcher forsætisráðherra tók við völdum í Bretlandi. Skoðana- kannanír að undanförnu hafa hins vegar bent til aukins fylgis Verka- mannaflokksins undir forystu hins nýja leiðtoga, Neil Kinnocks. Kjósa átti nýja þingmenn í kjör- dæmunum South-West Surrey og Stafford, þar sem (haldsflokkurinn hafði öruggan meirihluta í síðustu kosningum og einnig i kjördæminu Cynon Valley í Suður-Wales, þar sem Verkamannaflokkurinn sigr- aði siðast með yfirburðum. Jóhannes Páll páfi II og Chun Doo-Hwan, forseti Suður-Kóreu ræðast saman í forsetahöllinni í Seoul í gær. Suður-Kórea: Páfa fagnað Seoul, 3. mai. AP. JÓHANNES l'áll páli II hóf í dag 10 daga heimsókn sína til Asíu með því að hvetja Kóreumenn „til sátta og mann- úðar, þar sem réttlæti og friður ríki". Ummæli páfans eru ekki aðeins skoð- uð sem hvatning til stjórna Suður- og Norður-Kóreu um að taka upp nánara samstarf, heldur einnig um, að dregið verði úr stjórnmálakúgun í báðum hlutum landsins. Talið er, að mannréttindi verði páfa enn ofarlega í huga, er hann kemur til borgarinnar Kwangju í suðurhluta Suður-Kóreu á morgun, föstudag, en þar kom til mikilla mót- mælaaðgerða gegn stjórn landsins 1980, þar sem hundruð manna voru drepnir eða hættulega særðir. Chun Doo-Hwan forseti tók á móti páfa við komu hans, en mörg hundr- uð þúsund manns fögnuðu páfa á leið hans frá flugvellinum inn í Seoul og veifaði fólkið þjóðfánum Suður-Kóreu og Páfagarðs. Tvœr alþýöuhetjur Breski söngvarinn Elton John og Lech Walesa, leiðtogi óháðu verkalýðssamtakanna í Póllandi, skrifa nöfn sín fyrir aö- dáendur í íbúð Walesa í Gdansk á laugardaginn. Elton John hefur verið á tónleikaferðalagi um Pólland og Walesa var meðal þeirra sem hlýddu á hann er hann kom til Gdansk. Lögregluaðgerðir á götum Varsjár Tvö þúsund manna hópi Samstöðu tvístrað Varsji. 3. mai. AP. FJÖLMENNT lögreglulið tók sér varðstöðu á götum Varsjár til þess að fylgjast með, er fbúar borgarinnar héldu hópum saman til kvóldmcssu til þess að minnast þess, er lýðræðislegri stjórnarskrá var komið á í Póllandi 1791. Þcssi dagur, 3. maí, hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Póllandi og hann var þar þjóðhátíðardagur, áður en Þýzkaland og Sovétríkin réðust inn í landið 1939. Að kvöldmessu lokinni söfnuðust um 2.000 stuðningsmenn Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfé- laga í Póllandi, saman í gamla borgarhlutanum. Kom þar til harðra átaka er lögreglan lét til skarar skriða og tvístraði mann- fjöldanum. Jozef Glemp kardináli, yfirmað- ur kabólsku kirkjunnar í Póllandi, flutti hátíðarguðþjónustu í borg- inni Czestochowa í suðurhluta landsins að viðstöddum 40.000 manns. í ræðu sinni sagði Glemp, að stjórnvöld í kommúnistaríkjun- um í kring gerðu allt til þess að óvirða Jóhannes Pál páfa II, sem er af pólskum uppruna og ásökuðu hann um fjandskap í garð Sovét- ríkjanna. Ummæli Glemps eru skoðuð sem svar við harðri gagn- rýni stjórnvaida í Tékkóslóvakíu á páfa, sem fram kom í Iok marz. Hinn 3. maí i fyrra réðust pólskir leynilögreglumenn inn í nunnu- klaustur í gamla borgarhlutanum í Varsjá, þar sem stuðningsmenn Glemps unnu að þvi að skipuleggja aðstoð við pólitiska fanga í land- inu. Lögreglumennirnir börðu sex þeirra til óbóta, en höfðu aðra fjóra á brott með sér og vörpuðu þeim siðan út í skóg illa á sig komnum. Rauða kross skýrsla um Afganistan: Fjöldi særðra borgara meiri en nokkru sinni Genf, 3. maí AP. FJÖLDI þeirra óbreyttra borgara f Afganistan, sem særzt hefur í innanlandsstyrjöldinni þar og síð- an verið lagður inn á sjúkrahús Kauða krossins í Pakistan, hefur vaxið mjög fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þannig hefur verið gert að sárum 4.300 manna á þessu tímabili. Enn hafa ekki borizt töl- ur fyrir aprílmánuð, en þá hófu Sovétmenn mikla sókn gegn frelsissveitum múhameðsmanna í Afganistan. Kemur þetta fram í skýrslu Alþjóða Rauða krossins, sem kunngerð var í dag. Þar kom ennfremur fram, að gerðar hefðu verið 437 skurðað- gerðir á fólki frá Afganistan í marzmánuði einum á sjúkra- stofnunum Rauða krossins, sem þýddi mikla aukningu miðað við sama mánuð í fyrra. „Þetta sýnir greinilega harðnandi stríðsaðgerðir í landinu," sagði Jean-Jacques Kurz, talsmaður Alþjóða Rauða krossins, er hann gerði grein fyrir skýrsl- unni í Genf í dag. Kurz sagði, að fjöldi særðra kvenna, barna og gamals fólks frá Afganistan, sem hlotið hefði meðferð á sjúkrastofnun- um Alþjóða Rauða krossins, væri nú meiri en nokkru sinni, síðan hafizt var handa um hjálparaðgerðir fyrir fjórum árum. Um þriðjungur þeirra, sem tekið hefur verið á móti að undanförnu, hafði hlotið svo al- varleg sár, að skera varð burt útlim. Skotfæri fundust London, 3. mai. AP. BRESKA lögreglan fann í dag mikið magn af skotfærum í byggingu þeirri þar sem sendiráð Líbýu í London var áður til húsa, Voru skotfæri þessi geymd í læstum peningaskáp. Einnig fundust 7 skammbyssur og ýmis ónn- ur skotvopn ásamt varahlutum í þau. I dag var Líbýumaður handtekinn í Brighton og hafa bresk blöð lýst honum sem nýjum yfirmanni bylt- ingarhreyfingar Khadafys í Bret- landi, en andstæðingar Khadafys halda því fram, að þessari hreyfingu sé ætlað að hafa hendur í hári and- stæðinga hans og ryðja þeim úr vegi. Maður þessi, Al Razzaq, er 25 ára gamall og hefur honum verið gert að verða á burt frá Bretlandi sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.