Morgunblaðið - 04.05.1984, Page 5
MORGUNBLAEHÐ, FÖSTUDAGUR 4> MAÍ 1984
5
Þriðja einkasýning
Jóhönnu K. Yngvadóttur
í listmunahÚNÍnu við Lækjargötu
verður opnuð sýning á málverkum
Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur nk.
laugardag, 5. maí. Þetta er þriðja
einkasýning Jóhönnu og verða sýnd
um þrjátíu olíumálverk sem öll
verða til sölu. Myndirnar eru allar
unnar á þessu ári og því síðasta.
Jóhanna Kristín er fædd í
Reykjavík 1953. Á árunum 1972-
1976 stundaði hún nám við Mynd-
lista- og handiðaskóla íslands og
að loknu námi þar dvaldist hún
við nám í Hollandi í fjögur ár.
Þetta er þriðja einkasýning Jó-
hönnu, en auk þess hefur hún tek-
ið þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis.
Sýningin stendur yfir til 20. maí
nk. Hún verður opin virka daga
frá kl. 10—18, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 14—18. Lokað
verður á mánudögum.
Búnaðarbanki
íslands:
Guðmundur
*
Arnason ráð-
inn aðstoðar-
bankastjóri
BANKARÁÐ Búnaðarbanka íslands
ákvað á fundi sínum 30. aprfl sl. að
ráða Guðmund Árnason aðalbókara
aðstoðarbankastjóra við bankann.
Var sú ákvörðun einróma.
Guðmundur Árnason er fæddur
14. mars 1916. Hann hóf störf í
sparisjóðsdeild bankans í apríl
1958. Hann varð aðalbókari 1.
janúar 1974.
Guðmundur Árnason
Firmakeppni Fáks
Hin árlega firmakeppni Hestamannafélagsins Fáks verður haldin á
skeiðvelli Fáks á Víðivöllum laugardaginn 5. maí klukkan 14. Keppt
verður í unglingaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Búast má við að um
spennandi keppni verði að ræða.
íslenzkir
karimenn
er ekki kominn tími til aö viö tileinkum okkur frjálslegri klæðaburð.
Konur hafa haft slík forréttindi á þessum sviöum aö eindæmum
sætir. Hristum nú af okkur okiö og klæöumst t.d. léttum þægilegum
samfestingum. Viö höfum látið hanna nokkur sniö af samfestingum
fyrir herra á öllum aldri. Þegar þú hefur einu sinni farið í þessa
þægilegu flík skilur þú hvaö frjálslegur klæðnaður er.
Umboösmenn okkar úti á landi eru:
Í Reykjavfk: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ.
Úti á landi: Epliö Isafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavík — Alfhóll Siglufiröi — Nína Akranesi — Ram
Husavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær Reyöarfiröi — Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli — Sparta Sauðárkróki —
Skógar Egilsstööum — fsbjörninn Borgarnesi — Lindln Selfossi — Patróna Patreksfiröi — Báran Grindavik —
Þórshamar Stykkishólmi — Hornabær Höfn Hornafiröi — Nesbær Neskaupstaö — Verzlunin Noröurfell Akureyri.