Morgunblaðið - 04.05.1984, Side 13

Morgunblaðið - 04.05.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 13 Elín S. Óladóttir og Kristján Kristjánsson. „Handbók brunaeftirlits- mannsins“ dreift í grunnskóla Rvíkur UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa bæklingi um eldvarnarmál til allra barna á aldrinum 9—11 ára í grunnskólum Reykjavíkur. Bækling- ur þessi, sem nefnist „Handbók brunaeftirlitsmannsins", er gefin út af JC Reykjavík með styrk frá nokkrum fyrirtækjum og er þeirra getið í bæklingnum, segir í frétt frá JC Reykjavík. í „Handbók brunaeftirlits- mannsins" eru börnin hvött til þess að gerast einskonar bruna- eftirlitsmenn heimilisins í sam- vinnu við foreldra sína. Þeim er bent á hugsanlegar eldhættur í hinum ýmsu herbergjum íbúðar og hvernig skuli minnka eða eyða þessum hættum. í bæklingnum er einnig skýrt út hvernig bregðast skuli við ef eldur brytist út í íbúð. Það er eldvarnarnefnd JC Reykjavíkur sem hefur tekið sam- an bækling þennan og hefur hún haft til hliðsjónar erlenda bækl- inga um sama efni. Nefndin hefur einnig annast allan undirbúning að útgáfu þessari m.a. í samvinnu við Prentrún hf. sem sá um upp- setningu og prentun. f eldvarnarnefnd JC Rvk. eiga sæti Kristján Kristjánsson, form., Auður G. Kristjánsdóttir, Elín S. Óladóttir, Guðmundur Jónsson og Yngvi Högnason. „Handbókinni" er dreift af kennurum grunnskólanna í HANDBOK BRUNAEFnRLITS- MANNSINS Reykjavík, með samþykki Fræðsluráðs Reykjavíkur og var mælst til þess að þeir, þ.e. kennar- arnir, fjölluðu um eldvarnarmál í heimahúsum við nemendurna í eina klukkustund í sambandi við útkomu bæklingsins. Philips er stærsti sjónvarpstækjaframleiðandi í Evrópu. Pað er því óhætt að treysta framleiðslunni, hún er 1. flokks og litirnir eru svo eðlilegir að það er eins og þú sért á staðnum. Breyttar reglur um afnotagjöld, þar sem aðeins skal greiða af einu tæki á hverju heimili, og stóraukin videó- og tölvuvæðing heimila kalla á fleiri sjónvörp, - nýjar gerðir. Við eigum lítil tæki og stór, með og án fjarstýringar, stereó og mónó, fyrir 220 volt og rafhlöður, frá 8 upp í 90 rása og þannig má áfram telja. Við erum sveigjanlegir í samningum! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 20" standard Verð kr. 24.480.- stgr. 16" standard Verð kr. 21.390.- stgr 16" fjarstýrt, stereó Verð kr. 44.950.- stgr. 14" standard Verð kr.19.900.-stgr - stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.