Morgunblaðið - 04.05.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1984
17
ptor04itimMaíÍj>íft>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar rltstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö.
Kosningaferða-
lag til Kína
Hvergi í heiminum nema
ef til vill í Sovétríkjunum
og fylgiríkjum þeirra og þar
sem fátækt og fáfræði hamla
upplýsingamiðlun komust
menn hjá því að fá nasasjón af
nýlegri heimsókn Ronalds
Reagan, Bandaríkjaforseta, til
Kína. Raunar fengu Banda-
ríkjamenn meira en nasasjón
af þessu ferðalagi því að það
hefur verið meginuppistaðan í
fjölmiðlum þar í landi frá því
löngu áður en það hófst og þar
til að eftir að því lauk í byrjun
þessarar viku. Sú staðreynd að
jafnvel Ronald Reagan, sem
talinn hefur verið harðskeytt-
asti andstæðingur kommún-
ista á forsetastóli í Bandaríkj-
unum skuli telja sér til fram-
dráttar að fara til Kína á
kosningaári segir meira um
aðstæður í heiminum en það
sem Reagan ræddi við ráða-
menn í Kína á meðan á ferð-
inni stóð.
Prófkosningar hjá Demó-
krataflokknum eru að komast
á lokastig og allt bendir til
þess að Walter Mondale, fyrr-
um varaforseti Jimmy Carter,
verði í framboði á móti Reag-
an í kosningunum í nóvember.
Þótt kosningaúrslit í Banda-
ríkjunum ráðist yfirleitt af því
eins og annars staðar hvernig
staðan er í buddu kjósenda fer
ekki hjá því að utanríkismál
komi til álita við kjörborðið.
Mondale hefur reynt að færa
sér í nyt áróður friðarsinn-
anna svonefndu um að Reagan
sé hættulegur heimsfriðnum
og alltof „herskár" til að sitja í
Hvíta húsinu, svo að notað sé
orð sem andstæðingum Reag-
ans heima og erlendis er tamt.
Kínaför Reagans kippir fótun-
um undan þeim slagorða-
flaumi að forsetinn vilji held-
ur kasta sprengjum á komm-
únista en ræða við þá.
Árangur kosningaferðalags-
ins til Kína er þó ekki aðeins
bundinn við þau áhrif sem það
hefur innan Bandaríkjanna.
Viðræður forsetans við kín-
verska leiðtoga urðu ekki til að
leysa grundvallarágreining
milli stjórnanna vegna Form-
ósu, sem ráðamenn í Peking
gera tilkall til en Reagan segir
að eigi að lúta stjórn þeirra
sem meirihluti íbúanna kýs.
Tilgangur viðræðnanna í Kína
var ekki síst sá að auka við-
skipti milli Bandaríkjanna og
Kína. í raun var þar verið að
staðfesta formlega niðurstöð-
ur samningaviðræðna um að
Kínverjar njóti mun betri
kjara í viðskiptum við Banda-
ríkjamenn en Sovétmenn, ekki
síst að því er samvinnu um
kjarnorku til friðsamlegra
nota varðar og kaup á há-
tæknibúnaði.
Þennan grundvallarmun á
milli Kína og Sovétríkjanna í
verslunarviðskiptum við
Bandaríkin má rekja til sjálfr-
ar forsendunnar fyrir því að
forsetar Bandaríkjanna telja
sér það hentugt að fara til
Kína á kosningaári: með því
eru þeir að styrkja stöðu
þeirra þjóða sem vilja sporna
gegn útþenslustefnu Sovét-
ríkjanna. Vinsamlegri tónn er
í yfirlýsingum kínverskra og
sovéskra ráðamanna þegar
þeir tala hvor um annan nú en
áður. Hins vegar er enn
grunnt á því góða milli þess-
ara nágrannaríkja. Það mun
ekki gróa um heilt á meðan
bandamenn Sovétríkjanna í
Víetnam stunda hernað við
suðurlandamæri Kína og sov-
éski herinn heldur uppi út-
rýmingarhernaði gegn Áfgön-
um við vesturlandamæri Kína.
Nýjung
Sparisjóðs
Reykjavíkur
Frá því var skýrt nú í vik-
unni að frá og með 1L maí
næstkomandi verði ávísana-
og hlaupareikningar við-
skiptavina Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis sameinaðir
í hlaupareikning og jafnframt
verði þeim sem leggja laun sín
reglúlega inn á slíkan reikning
boðið upp á að sækja um
fastan, allt að 10 þúsund
króna, yfirdrátt.
Þetta framtak Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis er
enn eitt dæmið um aukna
samkeppni milli innlánsstofn-
ana og sýnir að þessi sam-
keppni leiðir til margvíslegra
úrbóta í þágu almennings.
Sparisjóðurinn stendur
traustum fótum og hefur fært
út kvíarnar bæði með nýju úti-
búi á Seltjarnarnesi og nú með
samruna við Sparisjóðinn
Pundið. Slík útþensla inn-
lánsstofnana hefur verið mik-
ilvæg fyrir vöxt þeirra og við-
gang miðað við staðlaðar regl-
ur um þjónustu og kjör við-
skiptavinanna. Nú er að verða
sú breyting að annars konar
þjónusta banka og sparisjóða
við viðskiptavinina og þau
kjör sem þeir bjóða mun lík-
lega ráða meiru um afkomuna
en fjöldi útibúa. Greinilegt er
að Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis ætlar ekki að láta
sitt eftir liggja í því efni.
Mannbjörg er Kári VE 95 sökk eítir árekstur við Hástein ÁR 8 í gærmorgun:
„Furðulegt hversu fljótt
— sagði skipstjórinn á
UCl %j Ul. 11111 OÍIIVIV Kára, Sævar Sveinsson
FIMM MANNA ÁHÖFN vélbátsins Kára VE 95 bjargaðist giftusamlega er skipið sökk
eftir árekstur við Hástein ÁR 8 um 1,5 sjómílu út af Stokkseyrarhöfn um kl. 6.30 í
gærmorgun. Aðeins tveimur mínútum eftir áreksturinn var Kári horfinn í sæ. Óverulegar
skemmdir urðu á Hásteini. Veður á þessum slóðum var hið besta í gærmorgun, hægur
andvari og bjartviðri.
Kári VE 95. Morgnnbla&iA/ Snorri SnorrwMín.
Allir í sjóinn
Þrír skipverjanna á Kára sváfu í
kojum sínum er áreksturinn varð.
Matsveinninn var kominn á stjá og
skipstjórinn stóð í brúnni. Bátsverj-
um tókst að kasta út gúmbáti og
stukku síðan í sjóinn. Þeir komust
allir að skammri stundu liðinni í
björgunarbátinn og voru litlu síðar
teknir um borð í Hástein, sem sigldi
rakleiðis til hafnar. Engan úr sjö
manna áhöfn Stokkseyrarbátsins
sakaði.
Hásteinn var á leið út í netaróður
frá Stokkseyrarhöfn þegar árekstur-
inn varð. Kári var hins vegar að
koma úr veiðiferð, þar sem hann
hafði fengið 65—70 tonn af góðum
fiski í troll í Meðallandsbugt.
„Við vorum á leið út héðan en þeir
á leið til Þorlákshafnar, þar sem þeir
landa aflanum, er áreksturinn varð,“
sagði Henning Frederiksen, skip-
stjóri á Hásteini, þegar blm. Mbl.
hitti hann að máli við Stokkseyrar-
höfn, þar sem verið var að þétta
stefni bátsins í gærmorgun. Henning
var í brú Hásteins við áreksturinn.
„Skyggni var prýðilegt og besta veð-
ur, en ég vil ekki tjá mig um
atburðarásina að öðru leyti. Hún
kemur fram í sjóprófum. Það kom
stórt gat á síðuna á Kára við árekst-
urinn og hann sökk á innan við
tveimur mínútum, enda kjaftfullur
af fiski."
Neyðarlegt
„Það er óneitanlega neyðarlegt að
svona nokkuð skuli hafa gerst eins
og allar aðstæður voru,“ sagði Sævar
Sveinsson, skipstjóri á Kára, er blm.
ræddi við hann að heimili hans á
Eyrarbakka. „Þetta bar svo brátt að,
að ekki var um annað að ræða en
drífa mennina upþ á dekk og síðan
frá borði. Við fórum allir í kaldan
sjóinn og vissulega var það óhugn-
anlegt. Við vorum þó ekki lengi í
sjónum áður en við komust í björg-
unarbátinn. Mér finnst það reyndar
furðulegt hve fljótt báturinn sökk.“
Hvorki Henning né Sævar vildu fara
nánar út í tildrög slyssins, en í sam-
tölum við skipverja óskuðu þeir eftir
þvi, að fram kæmi að sleppibúnaður
var ekki um borð í Kára.
Báðir bátarnir voru úr eik. Há-
steinn er 47 tonn að stærð, byggður í
Stykkishólmi 1969. Kári var 110
lesta bátur, smíðaður 1949. Hásteinn
landaði í Stokkseyri, Kári í Þorláks-
höfn, en bæði skipin voru á leigu hjá
Hraðfrystihúsi Eyrarbakka og lögðu
afla sinn upp þar.
Sjópróf í málinu áttu að hefjast
hjá sýslumannsembættinu á Selfossi
kl. 17 í gær.
Skipstjórinn á Hásteini, Henning Frederiksen, fylgist með viðgerðum á stefni skips síns í Stokkseyrarhöfn í gærmorgun.
Morgunbladió RAX.
%
Sinfónía San Francisco:
Ashkenazy er meðal
umsækjenda um starf
hljómsveitarstjóra
VLADIMIR Ashkenazy er einn af sautján umsækjendum um stöðu
hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar San Francisco og einn af þrem-
ur sem „San Francisco Chronicle“ segir að komi helst til greina í
stöðuna. Segir ennfremur í frétt blaðsins, að nafn Ashkenazys komi
mest á óvart á þeim lista. Hinir tveir umsækjendurnir sem sagðir eru
líklegastir eru André Previn og Herbert Blomstedt.
Núverandi hljómsveitarstjóri
sinfóníuhljómsveitarinnar er Edo
de Waart, en hann hættir störfum
á árinu 1985. í grein í San Franc-
isco Chronicle 28. febrúar sl. er
fjallað um stöðuveitinguna og þá
þrjá sem blaðið segir helst koma
til greina. Segir þar að nafn Ashk-
enazy komi einna mest á óvart.
Rakinn er æviferill hans og ferill
hans sem píanóleikara og sagt að
hann sé einn vinsælasti píanisti í
heiminum i dag. Þá segir að hann
hafi annast hljómsveitastjórn síð-
ustu árin, t. d. hjá Fílharmoníu-
hljómsveit Lundúnaborgar og að
hann hafi staðið sig vel og notið
vinsælda sem slíkur. Þess er þó
getið, að viðfangsefni Ashkenazys
sem hljomsveitarstjóra hafi verið
einskorðuð við höfunda eins og
Beethoven, Sibelius, Tchaikovsky,
Rachmaninoff og nokkurra fleiri,
og spurning sé, hvort hann hafi
yfir að ráða nægilega víðtækri
efnisskrá til að stjórna svo stórri
hljómSveit sem Sinfóníuhljóm-
sveit San Francisco-borgar sé.
Þess er og getið í fréttinni, að þó
þessi þrjú nöfn séu nú efst*á lista
þeirra, sem velja þurfa úr hópi
umsækjendanna sautján, sé alls
óvíst, hver hljóta muni hnossið. Þá
segir og að til viðbótar geti komið
til þess, að hljómsveitin fái ekki
þann umsækjenda sem valinn
yrði, því fleiri stórar hljómsveitir
leiti nú að hljómsveitarstjórum,
t.d. Sinfóníuhljómsveitin í Los
Angeles.
Brúðuheimilið:
Færeysk-íslenzka leik-
gerðin sýnd
BRÚÐUHEIMILIÐ, hin íslenzk fær-
eyska leikgerð þess undir stjórn
Sveins Einarssonar, verður meðal
leikrita, sem sýnd verða á Listahátíð
í júní. Hefur aðstandendum þess
verið boðið að sýna í Félagsstofnun
stúdenta dagana 14. og 15. júní
næstkomandi.
Leikritið var flutt í Færeyjum
fyrir skömmu og þá á íslenzku og
færeysku samtimis enda fóru þeir
á Listahátíð
Pétur Einarsson og Borgar Garð-
arsson með tvö hlutverk sýningar-
innar, en færeyskir leikendur með
önnur hlutverk.
Þá er ákveðið að Leikfélag
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið taki
þátt í norrænni leiklistarhátíð í
byrjun júní í Osló. Verða þar sýnd
leikritin Skilnaður eftir Kjartan
Ragnarsson og Lokaæfing eftir
Svövu Jakobsdóttur.
Frá sýningu Louisu vestanhafs. Konan fremst á myndinni til hægri er
Temma Bell, dóttir hennar, sem einnig er listmálari.
Robert Schoelkopf Gallery í New York
flytur í nýtt húsnæði:
Louisa Matthías-
dóttir með einkasýn-
ingu við opnunina
Sýning á verkum Louisu á Kjarvalsstöðum í júní
Louisa Matthíasdóttir við eina af sjálfsmynd-
um sínum á sýningunni ( Robert Schoelkopf
Gallery ( New York. Listakonan heldur á
Melkorku, yngri dótturdóttur sinni, sem er
dóttir Temmu Bell og Ingimundar Kjarvals.
HINN 21. aprfl sl. opnaði listmálar-
inn Louisa Matthíasdóttir sýningu í
Robert Schoelkopf Gallery í New
York. Galleríið, sem er virt stofnun
í New York, flutti í ný húsakynni og
opnaði með fyrrnefndri reinkasýn-
ingu Louisu. Þetta er ellefta einka-
sýning hennar í þessu galleríi en
fyrst sýndi hún þar árið 1964. í frétt
frá Listamunahúsinu segir, að
margt hafi verið um manninn við
opnunina og seldust strax nokkuð á
annan tug málvcrka. Verðlag á
verkum Louisu hefur stigið mjög í
Bandaríkjunum á síðustu árum,
enda Louisa orðin mjög þekktur
málari þar vestra. Sem dæmi má
taka að myndir eftir hana seldust
fyrir allt að $22.000 á síðustu sýn-
ingu.
Á vegum Listmunahússins í
Reykjavík og ísmyndar hf. er nú
unnið að gerð heimildarmyndar
um Louisu Matthíasdóttur og var
fyrri hluti myndarinnar tekinn í
New York í aprílmánuði. Síðari
hluti myndarinnar verður svo
tekinn í Reykjavík og á Þingvöll-
um í sumar. Lárus Ymis Óskars-
son er leikstjóri myndarinnar og
sér um alla gerð hennar.
í samvinnu Listmunahússins og
Listahátíðar í Reykjavík verður
opnuð sölusýning að Kjarvals-
stöðum 2. júní nk. á verkum Lou-
isu og má gera ráð fyrir að sýnd
verði milli 50 og 60 olíumálverk
eftir hana. Auk hennar sýna níu
aðrir íslenskir listamenn, búsettir
erlendis, á Kjarvalsstöðum á
sama tíma. Listmunahúsið mun
sjá um alla sölu á myndverkum
Louisu og annast um samninga
þar að lútandi.
Louisa Matthíasdóttir fæddist
1917 í Reykjavík. Eftir nám í
Danmörku gekk hún í skóla hjá
málaranum Marcel Gromaire’ í
París og fluttist síðan til New
York 1941 og stundaði þá nám í
skóla Hans Hofmann. Louisa er
gift listmálaranum Leland Bell og
dóttir þeirra, Temma Bell, er
einnig listmálari.
Auk framangreindra sýninga í
Gallery Schoelkopf hefur Louisa
haldið fjölda einkasýninga víða í
Bandaríkjunum og auk þess tekið
þátt í mörgum samsýningum.
Sýning Louisu á Listahátíð að
Kjarvalsstöðum í júní nk. er hins
vegar lang stærsta sýning hennar
hérlendis og fyrsta einkasýning
hennar á íslandi.
„Bandormur** ríkisstjórnarinnar kominn fram:
Niðurskurður — lántökur -
lægri búvöruniðurgreiðslur
Yfirlit yfir verðlags- og tekjuáhrif aðgerða Áhrif á
í ríkisfjarmalum í maíbyrjun 1984 (Tamfærslu
vísitðlu
%
1. Lækkun niðurgreiðslan um 185 m. kr. 1984 frá maíbvrjun ..... 0.7
2. Aukin þátttaka almennir^gs í lyfja-og lækniskostnaði ... 0.6
3. Nýtt innflutningsgjald af kjarnfóðri. skv. frumvarpinu ..... 0.1
Samtals, upphafsáhrif . .....................,.................. 1.4
Samtals, áhrif á meðalverðlag 1984 ............................. l‘/4
Meðaláhrif að-
gerða á verðlag
1984 eru 1,25%
Forsætisráðherra lagði ( gær fram á
Alþingi stjórnarfumvarp um ráðstafanir
í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjár-
málum 1984, sem gengið hefur undir
nafninu „bandormurinn" og spannar
viðbrögð stjórnarliða við „fjárlagagati"
og tengdum vanda. Efnisatriði frum-
varpsins eru þessi:
• Heimildarákvæði til niðurskurðar
á fjárlagaliðum sem svarar 370 m.kr.
(forsætisráðuneyti 6 m.kr., mennta-
málaráðuneyti 25 m.kr., utanríkis-
ráðuneyti 2 m.kr., landbúnaðarráðu-
neyti 5 m.kr, sjávarútvegsráðuneyti
11 m.kr., dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti 40 m.kr., félagsmálaráðuneyti 5
m.kr., heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neyti 5 m.kr., fjármálaráðuneyti 45
m.kr., samgönguráðuneyti 25 m.kr.,
iðnaðarráðuneyti 14 m.kr. og við-
skiptaráðuneyti 187 m.kr. (þar af 185
m.kr. lækkun á niðurgreiðslu búvöru-
verðs).
• Fjárveiting og lántaka vegna
Lánasjóðs íslenzkra námsmanna fari
ekki yfir 658 m.kr. 1984.
• Ekki verði greitt úr ríkissjóði um-
fram 468 m.kr. vegna útflutnings bú-
vöru.
• Innheimtustofnun sveitarfélaga
skal greiða Tryggingarstofnun ríkis-
ins innheimtufé barnsmeðlaga mán-
aðarlega. Jöfnunarsjóður sveitar-
félaga greiði Innheimtustofnun það
sem á vantar að tekjur hennar nægi
til endurgreiðslu til Tryggingastofn-
unar.
• Greiðslur úr rikissjóði til Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga af söluskatt-
stekjum 1984 skulu ekki nema hærri
fjárhæð en 495 m.kr. og greiðslur af
verðtollstekjum eigi hærri fjárhæð
en 100 m.kr.
• Atvinnurekendur beri sjúkra-
tryggingarkostnað 14 fyrstu veik-
indadaga í stað 10 áður, enda hafi
launþegi verið óvinnufær 21 dag í
stað 14 áður. Þessi lenging biðtíma
eftir sjúkradagpeningum minnkar
þann rétt sem atvinnurekendur eiga
til sjúkradagpeninga.
• Sjúkratryggingar geti hafnað
reikningi læknis eða endurgreiðslu
lækniskostnaðar til sjúklings, starfi
viðkomandi læknir ekki skv. samn-
ingi við læknasamtökin.
• Sjúkratryggingum ber aðeins að
greiða læknisþjónustu sérfræðinga
sem starfa skv. samningi við sjúkra-
tryggingar.
• Tryggingastofnun og sjúkra-
samlög skulu þvf aðeins greiða tann-
læknakostnað skv. 44. grein, að fyrir
liggi um það samningur við viðkom-
andi aðila, ella verða greiðslur
ákveðnar skv. gjaldskrá sem ráð-
herra setur.
• Kostnaðarþáttaka almannatrygg-
inga í gullfyllingum, krónu- og brúar-
gerð sem og tannréttingum lækkar í
25% fyrir 6—15 ára börn (var 37%).
Kostnaðarþáttaka í tannviðgerðum
16 ára unglinga lækkar úr 75% í 50%.
Fyrir elli- og örorkuþega verður
kostnaðarþátttaka trygginga 50%, þó
75% fyrir langsjúkt fólk. Allar al-
mennar tannlækningar barna verða
áfram greiddar að fullu.
• Greiðslur til heimilislækna verða
með svipuðum hætti og til heilsu-
gæzlulækna (númeragjald aflagt).
Tilvísanakerfi til sérfræðinga verður
endurskoðað.
• Frestað verður um eitt ár því
ákvæði grunnskólalaga að síðasta ár
skólaskyldu komi til framkvæmda
haustið 1984.
• í tillögum ASl og VSI virðist geng-
ið út frá því að barnabótaauki lækki í
stökkum við hverjar byrjaðar 10 þús.
krónur. Hér er lagt til að hann lækki
jafnt og þétt um 8% af útsvarsstofni
umfram 150 eða 220 þúsund krónur.
• Á tímabilinu 1. júní — 31. desem-
ber 1984 verður lagt sérstakt gjald á
fullunnar fóðurblöndur og hráefni til
fóðurblöndunar, kr. 1,30 af hverju
kílógrammi. (Áætlað er að þetta
gjald gefi 60 m.kr. og nýtist til að
greiða uppbætur á útfluttar búvör-
ur.)
• Seðlabanki fái nýja sérstaka heim-
ild til að binda fé innlánsstofnana al-
mennt að fengu samþykki ríkis-
stjórnar, umfram það sem lög ákveða
nú. Ákvæði þetta fellur úr gildi í lok
ársins.
• Heimilað er að dreifa íþyngjandi
greiðslukvöðum Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga vegna endurgreiðslna á
barnsmeðlögum með 150 m.kr. lán-
töku sjóðsins.
• Leitað er heimilda til lántöku er
nemi 1.222 m.kr., sem þann veg skýr-
ist: 719 m.kr. vegna halla ríkissjóðs,
302 m.kr. til A—hluta ríkissjóðs og
190 m.kr. til að endurlána húsnæðis-
kerfinu.
• Framkvæmdasjóður fá heimild til
erlendrar lántöku til samræmis við
lánsfjárþörf atvinnuveganna: sjávar-
útvegur 300 m.kr., skuldbreyting í
landbúnaði 80 m.kr., 150 m.kr vegna
skipasmíðastöðva til viðhaldsverk-
efna og 150 m.kr. til nýsköpunar í
atvinnulifinu.