Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 14

Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 Ein þekktasta mynd- listakona Finna sýn- ir í Norræna húsinu HÉR Á landi er nú staddur einn af þekktustu listamönnum Finna, Ulla Rantanen, en hún er myndlistakona. lllla er hér í boöi Norræna hússins og Félags íslenskra myndlistarmanna og mun hún halda sýningu í kjallara Norræna hússins dagana 5.—20. maí. Ulla Rantanen er fædd árið 1938 í Keitele í Finnlandi og nam hún við Listaháskóla Finna 1955— 1959. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim og jafnt tekið þátt í samsýn- ingum sem og haldið einkasýn- ingar. Þá hefur hún verið fulltrúi lands síns bæði á listasýningum í Feneyjum og í París. Ulla hefur unnið til margra verð- launa og meðal annars fékk hún fyrstu verðlaun á Cagnes-sur-mer- sýningunni í Frakklandi 1980. Verk eftir hana eru í eigu safna á Norð- urlöndum og víðar um Evrópu. Á þessu ári var Ulla útnefnd styrk- þegi finnska ríkisins og fær hún laun næstu 15 árin og er styrkur þessi án allra skilmála. Á sýningu hennar hér eru um 30 myndir, málverk, grafíkmyndir og teikningar. Til að vinna að sýning- unni hér fékk hún styrk frá Menn- ingarsjóði Finnlands og íslands. Ulla Rantanen hefur tvisvar áður komið hingað til lands, fyrst árið 1972 er hún kom hingað og tók þátt í samsýningu á Kjarvalsstöðum og árið 1982, en þá dvaldist hún hér í tváer vikur og ferðaðist vítt og breitt um landið. í samtali við blm. Mbl. sagði Ulla að hún hefði fengið þennan styrk frá Menningarsjóði Finnlands og íslands árið 1980 og þá hefði hún farið að huga að þessu verkefni og m.a. heimsótt ísland í þeim tilgangi að viða að sér efni fyrir hana. Sagði hún að elstu myndirnar á þessari sýningu væru frá árinu 1981 og hefði hún í sumum þeirra gengið út frá íslensku landslagi og sínum upplifunum á því. Hún sagðist hafa upplifað landslagið hér á mjög sterkan hátt og fundist mikið koma til þess yfir hversu miklum krafti það byggi. Ulla sagði að lokum að hér á landi hefði hún eignast marga vini og að hún væri ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að koma hingað og setja upp þessa sýningu en það hefði hún ekki getað nema með tilkomu þessa styrks. Kvaðst hún að þessu sinni ætla að dveljast hér á landi í u.þ.b. þrjár vikur og ferðast um landið. Sýning Ullu Rantanen verður opnuð kl. 15 næstkomandi laugar- dag og lýkur henni sunnudaginn 20. maí. Ljósm. Mbl. RAX. Einar fyrir framan eitt nýjasta olíumálverk sitt á sýningunni, en það heitir „Skipbrotsmaður“. Einar sagði hugmynd- ina að málverkinu fengna frá hinu frækilega afreks.sundi Guðlaugs Friðþórssonar til Heimaeyjar eftir að bátur hans, Hellissey, sökk. Tíunda og stærsta einkasýning Einars Hákonarsonar opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun: Morugnblaðió/Ól.K.M. Myndlistakonan við eitt verka sinna sem verða á sýningunni. Litavalið hefur mildast segir listamað- urinn sem sýnir 79 olíumálverk og 89 grafíkverk EINAR Hákonarson myndlistarmað- ur opnar tíundu einkasýningu sína á Kjarvalsstöðum nk. laugardag, 5. raaí. Sýningin, sem er sölusýning, er sú stærsta sem Einar hefur sett upp og er hún tvískipt. Annars vegar sýn- ir hann 79 olíumálverk, unnin á tveimur síðustu árum, og hins vegar 89 grafíkmyndir, en sá hluti sýn- ingarinnar er eins konar yfirlitssýn- ing á grafíkverkum Einars allt frá upphafi listamannsferils hans. Þriðj- ungur grafíkverkanna er myndir, sem Einar sýndi í Unuhúsi árið 1969, en það var fyrsta grafíkverkasýning hérlends listamanns á íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ein- ars eftir að hann hætti störfum sem skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans fyrir tveimur ár- um. Hann sagði, er biaðamaður Mbl. hitti hann að máli á Kjar- valsstöðum fyrr i vikunni, að þennan tíma hefði hann getað helgað sig myndlistinni óskiptur og afraksturinn væri þessi sýning. Einar sagði að kveikjan að grafík- verkasýningunni væri sú, að for- ráðamenn áhugamannafélags í Hallgrímskirkjusókn hefðu beðið sig að taka saman grafíkverk til sýningar í anddyri Hallgríms- kirkju. Grafíkverkasýningin sam- anstæði því af grafíkverkum allt frá upphafi listamannsferils hans, en um 30 myndir eru nýjar. Hann sagði ennfremur að þrátt fyrir að gerð grafíkverka væri tímafrek hefði hann alltaf gert eina og eina á meðan hann stundaði kennslu og skólastjórn Myndlista- og hand- íðaskólans í 14 ár. Aðspurður um hvert meginvið- fangsefnið væri á sýningunni sagði hann: „Mannlíf og fólk.“ Einar sagði myndefnið tilkomið frá áhrifum umhverfisins, þá eru nokkrar myndanna trúarlegs efn- is, t.d. stórt olíumálverk af Kristi í Hljómskálagarðinum. Listamað- urinn var spurður, hvort hann greindi sjálfur breytingar í list- sköpun sinni frá síðustu sýningu fyrir tveimur árum. „Já, litirnir hafa mildast. Ég var í miklum andstæðum, en litavalið er mild- ara núna,“ svaraði hann. Sýningin verður á Kjarvals- stöðum eins og fyrr greinir. Hún verður opnuð nk. laugardag og stendur yfir til 20 maí nk. LR frumsýnir Fjöreggið, fyrsta sviðsverk Sveins Einarssonar: Væri hræsnari segðist ég ekki vera með prófskrekk — segir Sveinn Einarsson LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir næstkomandi miðvikudag fyrsta sviðsleikrit Sveins Einarssonar, Fjöreggið. Það gerist í Reykjavík á okkar dögum á heimili velstæðrar fjölskyldu og fjallar um ólík viðhorf og skoðanir þriggja kynslóða. Leik- stjóri er Haukur J. Gunnarsson en leikendur 15 alls. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Svein í tilefni þessarar sýningar og innti hann eftir efni verksins og þeirri tilfinningu sem felst í því að vera höfundur í stað þess að vera leik- eða leikhússtjóri. „Verkið fjallar um fólk á mínum aldri, fjölskyldu í Reykjavik í dag og mismunandi leiðir þriggja ætt- liða til að ná settu marki. Það er hugsanlega að einhverju leyti táknrænt fyrir það, sem nú er að gerast og áhorfendur ættu tvimæla- laust að kannast við sjálfa sig eða einhverja, sem þeir þekkja vel. Það ætti einnig að vera táknrænt fyrir þann heim, sem við lifum í, þar sem menn eru mismunandi fjáðir. Það er annars kosturinn við þetta, að ég er ekki leikstjóri verks- ins líka, ég hef fengið mjög góðan leikstjóra, Hauk Gunnarsson, og eins hitt, að væri ég við leikstjórn- ina líka væri ég sennilega alveg far- inn á taugum. Eg lít þvi ekki á þetta þannig, að ég sé fórnarlamb leik- stjóra heldur tel ég mig hafa dottið í lukkupottinn. Þetta er ný og ævintýraleg tilraun og í henni blandast saman nýjar og gamlar tilfinningar. Ég er algjör byrjandi á sviði leikritunar, en þó vel kunnug- ur leikhúslífinu. Ég væri því hræsn- ari ef ég segði að ég væri ekki með prófskrekk, það fylgir alltaf frum- sýningu og þegar maður reynir að vanda sig er alltaf einhver skrekkur í manni. Sjálfsagt hefur mig lengi langað til að skrifa leikrit fyrir svið, þó ekki hafi orðið af því fyrr en nú. Ég byrjaði til dæmis á þessu verki 1981 en gat ekki lokið því og búið undir sýningu fyrr en ég var laus undan embættisskyldum við Þjóðleikhúsið,“ sagði Sveinn Ein- arsson. Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri, sagði í samtali við Mbl., að sam- vinna þeirra Sveins væri mjög góð og það væri mikill munur að hafa nána samvlnnu við höfund, sem þekkti jafnvel og hann til leik- stjórnar og leikhússins. Þetta væri fyrsta nýja íslenzka verkið, sem hann setti upp með atvinnuleikur- um og mjög gott hefði verið að vinna það. Aðeins hefði orðið um smávægilegar breytingar á því að ræða frá því æfingar hófust og þetta hefði gengið mjög vel. Lýsingu verksins annast Daníel Williamsson og leikmynd og bún- inga gerir Steinþór Sigurðsson. Með stærstu hlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmunds- Morgunblaðið/KÖE. Glatt á hjalla á æfingu Fjöreggsins. Frá vinstri: Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri, Pálmi Gestsson, leikari, Þorsteinn Gunnarsson, leikari, Gísli Halldórsson, leikari, Sveinn Einarsson, höfundur verksins og Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona. dóttir, sem leika hjónin á heimilinu, Lilja Þórisdóttir og Pálmi Gests- son, sem leika börn þeirra og Gísli Halldórsson, sem leikur afann. Höfundurinn, Sveinn Einarsson, ætti að vera flestum kunnur fyrir störf sín að leiklistarmálum. Hann gegndi embætti leikhússtjóra LR 1963 til 1972 og var sfðan Þjóðleik- hússtjóri frá 1972 til 1983. Hann hefur jafnframt sett upp fjölda leiksýninga, nú síðast Brúðuheimil- ið í Færeyjum með þátttöku tveggja íslenzkra Ieikara, Péturs Einars- sonar og Borgars Garðarssonar. Sveinn hefur samið útvarps- og sjónvarpsleikrit og gert leikgerðir eftir þremur verka Halldórs Lax- ness. Haukur J. Gunnarsson hefur áð- ur sett upp sýningar hjá LR og Þjóðleikhúsinu auk sýninga úti á landi svo og víða á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.