Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ1984
MATTHIAS JOHANNESSEN:
Gætum
tungunnar
i
Eiríkur Rögnvaldsson, cand. mag. og
kennari í málvísindum við Háskóla Is-
lands, sendir mér kveðju Sigurðar Kon-
ráðssonar og sína í Morgunblaðinu og er
hún svar við gagnrýni minni á grein Sig-
urðar, sem hann skrifaði um þingsálykt-
unartillögu um framburðarkennslu í ís-
lenzku og málvöndun, sem nú iiggur fyrir
Alþingi íslendinga. Ástaeðan til þess ég
svaraði grein Sigurðar var sú, að ég taldi,
að hann hefði gert mér upp skoðanir og
fjallað á óvísindalegan hátt um greinar-
gerð fyrrnefndrar þingsályktunartillögu,
sem hann kvaðst ekki hafa lesið. Grein
Eiríks Rögnvaldssonar er vöm fyrir vin og
virði ég það að sjálfsögðu. En honum hætt-
ir einnig til að hlaupa útundan sér og sést
ekki alls kostar fyrir i málflutningi sinum.
Fyrirsögn greinarinnar er t.a.m. jafn út-
jöskuð aulafyndni og hún er ófrumleg; Er
þetta hægt, Matthías? En ég svara Eiríki
vegna þess ég tel hann hafi að mestu fjall-
að málefnalega um grein mina, en hef þó
engan áhuga á því að rífast við hann né
aðra um þróun íslenzkrar tungu. Mér hef-
ur gengið það eitt til að vekja menn til
umhugsunar um stöðu fslenzkunnar nú á
dögum og reyna að rétta henni hjálpar-
hönd, ef svo mætti segja, í baráttunni við
þá, sem að henni vega sýknt og heilagt,
bæði í fjölmiðlum og annars staðar.
Eirikur Rögnvaldsson segist með grein
sinni vilja svara „ósanngjörnum árásum“
mínum á Sigurð Konráðsson og vil ég fyrst
af öllu leiðrétta þessi ummæli. Ég tel mig
ekki hafa gert neina árás, hvað þá
ósanngjarna, á Sigurð Konráðsson. Ég
veitti honum áminningu fyrir vinnubrögð,
sem ég tel vísindamanni ekki sæmandi.
Það var allt og sumt. Hann hafði, eins og
ég benti á, mikilvægt mál í flimtingum og
hártogaði orð mín og annarra. A þetta
reyndi ég að benda og ræddi við hann af
þunga, eins og efni stóðu til. Ég tel, að
gagnrýni mín hafi verið málefnaleg, enda
ekki ástæða til annars. En ég gat ekki
konungað Sigurð fyrir grein hans.
Eiríkur Rögnvaldsson vegur því miður f
sama knérunn og Sigurður og reynir að
snúa út úr orðum minum með þvf m.a. að
ymta að þvi í framhjáhlaupi, að ég telji
Morgunblaðið ekki nógu trausta heimild
vegna þess Sigurður hafi í málflutningi
sinum einungis stuðzt við frétt i blaðinu,
en látið hjá liða að kynna sér greinargerð
þingsályktunarinnar, sem hann fjallaði
um. Ég bjóst svo sem við þessum viðbrögð-
um, þegar ég lét greinina frá mér fara, en
sagði þó við sjálfan mig; Við skulum sjá,
hvort þeir hafi, þrátt fyrir allt, þroska til
að standast þessa freistingu, Sigurður og
samskoðunarmenn hans. Eiríkur Rögn-
valdsson stóðst hana ekki. Og nú neyðist
ég víst til að lýsa því yfir, þótt öllum ætti
að vera ljóst, að eitt er frétt í dagblaði, en
annað greinargerð, sem fyllti tvær heilar
síður f Morgunblaðinu, ef birt væri. Þótt
Morgunblaðið sé gott fréttablað, held ég
fast við þá fullyrðingu mfna, að það hafi
verið óvfsindalegt af Sigurði Konráðssyni
að skrifa um greinargerð, sem hann hafði
ekki lesið, enda spruttu honum fæturnir.
Honum var engin vorkunn, og raunar i
lófa lagið, að kynna sér þingsályktunina
ásamt greinargerð, því að hann var hér á
landi og kom sjálfur með grein sína á rit-
stjórnarskrifstofu Morgunblaðsins
skömmu áður en hún var birt, enda þótt
hann dagsetti hana, af einhverjum ástæð-
um í Noregi 10. apríl sl. En um þetta ræði
ég ekki frekar. Úr því yrði einungis óupp-
byggilegt karp. Staða islenzkrar tungu er
mikilvægara málefni en svo, að ég láti
leiða mig út í þras, þegar framtíð hennar
er annars vegar.
En á hitt vil ég benda, að ég sagði Sig-
urður og samskoðunarmenn hans, því að
hér virðist um samræmdar aðgerðir að
ræða og þeir félagar hafi átt húsþing við
lið sitt.
II
Það er rétt hjá Eiríki Rögnvaldssyni, að
ég telji, að íslendingar geti lesið forn-
bókmenntir sínar, en Norðmenn verði að
snúa bókmenntum frá sama tíma á nú-
tímanorsku til að skilja þær. Ég sagði, að
íslendingum væri engin vorkunn að heyra
Geisla, sem var ortur á íslenzku, eða forna
tungu Vestur-Noregs, og fluttur í Niðar-
óssdómkirkju á frummálinu, svo að allir
viðstaddir skildu mál Einars prests Skúla-
sonar auðveldlega, ekki siður en fólk hér á
landi. Eiríkur birtir með grein sinni ljósrit
af nokkrum erindum úr Geisla, væntan-
lega til að sýna fram á, að nútímaíslend-
ingum sé tungumál Einars prests ill-
skiljanlegt; segir samt í grein sinni: „Auð-
vitað gengi mönnum eitthvað betur ef
kvæðið væri „þýtt“ á nútímastafsetningu,
en ýmislegt held ég þó að færi fyrir ofan
garð og neðan hjá ólærðum eftir sem áð-
ur.“ Þetta er áreiðanlega rétt hjá Eiríki.
En af hverju birtir hann ekki ljóðið með
nútímastafsetningu, heldur með fyrndri og
næsta óskiljanlegri stafsetningu? Þannig
á víst að koma höggi á mig, en það geigar.
En hér er samt um nýstárlegan útúrsnún-
ing að ræða og illt til þess að vita, að
vísindamaður skuli grípa til sliks örþrifa-
ráðs í málflutningi sínum. Það er svona
álíka gáfulegt og ef íslendinga sögurnar
væru prentaðar stafréttar upp úr handrit-
um, með böndum og skammstöfunum,
handa almenningi. Ég er hræddur um, að
þá læsu þær fáir.
Sigurður Konráðsson gerði i grein sinni
aðför að Fornritafélaginu vegna stafsetn-
ingar á útgáfum þess og kallaði ritháttinn
„yfirborðslega „gerviforníslensku““, en svo
kemur Eiríkur Rögnvaldsson honum til
aðstoðar og birtir brot úr Geisla með úr-
eltri og tilbúinni stafsetningu fornri(I)
Á rúmri viku hef ég verið við tvær jarð-
arfarir, þar sem sungin voru erindi Kol-
beins Tumasonar frá öndverðri 13. öld:
Heyr, himna smiður/ hvers skáldið bið-
ur ... (Andlátsorð). Þessar þrjár vísur
runhendar hefðu sómt sér vel í Niðaróss-
dómkirkju um daga Kolbeins, eins og ekk-
ert er sjálfsagðara en syngja þær við
jarðarfarir á íslandi nú á dögum. Vonandi
verður það ávallt svo. (Sjá meðfylgjandi
sálmaskrá frá nýafstaðinni jarðarför.)
En nú skal ég bæta um og birta upphafs-
erindi Geisla með nútímastafsetningu:
Eins má orft og bænir,
allsráðandi hins snjalla,
vel er fróftur sá er getur góða
guðsþrenning, mér kenna.
Göfugt ljós boðar Geisli,
gunnöflugur miskunnar,
ágætan býft ég ítrum
ólafi brag sólar.
Ljóðið fjallar um Ólaf konung helga,
þjóðardýrling Norðmanna. Ég fullyrði, að
engum íslendingi sé vorkunn að heyra
þetta ljóð, en það orð notaði ég vegna þess
íslendingar töluðu um að heyra bók, enda
voru bækur oft lesnar upphátt til forna. í
Hákonar sögu gamla eftir Sturlu Þórðar-
son segir að Hákon konungur hafi látið
lesa fornrit upphátt fyrir sig á banasæng-
inni, þ.á m. Sverris sögu. En hvernig skyldi
Norðmönnum nú um stundir ganga að
heyra fyrrnefnt erindi? Þeir skilja auðvit-
að hvorki upp né niður í því frekar en
Sverris sögu. Það hefðum við íslendingar
ekki heldur gert, ef við hefðum ekki spyrnt
við fótum og varðveitt tungu okkar. Is-
lendingar geta lesið Geisla — og auðveld-
lega með skýringum og nútímastafsetn-
ingu — en Norðmenn verða að lesa hann í
þýðingu. Fyrsta erindið er svohljóðandi í
merkri þýðingu norska skáldsins Knuts
0degárds:
Mátte kvad og bener
allmakts drott meg læra,
nádig Guds tri-eining
mannen visdom gjever;
vitnar ljos um strálen
send or miskunn-soli,
hegsong syng eg Olav.
Þetta er nýnorska eða landsmál, sem
stendur íslenzkunni mun nær en ríkismál-
ið, sem Sigurður Konráðsson sagði í grein
sinni, að væri norska, eins og sú tunga sem
ávallt hefði verið töluð í Noregi. Löng er
leiðin frá Geisla Einars Skúlasonar til
þýðingar Knuts 0degárds, en lengri hefði
hún orðið, ef Knut hefði þýtt ljóðið á ríkis-
mál, sem er svo nálægt dönsku, að Dönum
er engin vorkunn að lesa það á prenti, þó
að þeir skilji ekki stakt orð í þeirri norsku,
sem töluð var í Vestur-Noregi á dögum
Einars prests Skúlasonar. Og sízt af öllu
yrði okkur eftirsókn í þvi að lenda í þeim
hrikalegu átökum, sem orðið hafa í Noregi
vegna þess norsk tunga varð viðskila við
norrænan uppruna sinn, sem við höfum
haldið dauðahaldi í, á hverju sem gengið
hefur.
I úrvalinu Islands þúsund ár, fornöldin,
sem Einar ól. Sveinsson prófessor gaf út,
velur próf. Einar eitt erindi úr Geisla og er
svohljóðandi:
Nú skulum göfgan geisla
guðs hallar vér allir,
ítr þann er óláfr heitir,
alstyrkan vel dýrka;
þjóft veit hann und heiða
hríðblásnum sal vifta
(menn nemi mál sem ek inni
mín) jarteignum skina.
Úrvalið kom út hjá Helgafelli 1947 og
ekki hefði Einar ólafur valið úr Ijóði, sem
hann hefði talið nútímafólki islenzku
óskiljanlegt með öllu, enda segir hann í
formála, að hann hafi haft nútímann í
huga, þegar hann valdi i safnið. En Geisli
er harður undir tönn með köflum — og
erum við Eiríkur Rögnvaldsson sammála
um það. Einar Skúlason flutti Norðmönn-
um þessa dróttkvæðu drápu um Ólaf kon-
ung eftir miðja 12. öld. Nú er tunga hennar
einkaeign íslendinga og kjörgripur þeirra.
Vonandi varðveita þeir ávallt þennan fjár-
sjóð.
Þingsályktunartillagan er hvatning í
þeirri baráttu og á annað skilið en hún sé
höfð í flimtingum.
Forsetakjör í E1 Salvador 6. maí:
Sigurlíkur Duarte
hafa farið vaxandi
Kcppinautarnir José Napoleon Duarte og Roberto D’Aubuission
(t.v.).
Síðari umferö forsetakosninganna í
El Salvador fer fram sunnudaginn 6.
maí. Elestir hallast að því að úrslit séu
þegar ráðin, að Joaé Napoleon Duarte
frambjóðandi flokks kristilegra demó-
krata verði kjörinn forseti.
Margir höfðu óttast að til blóð-
ugra átaka drægi i landinu i kring-
um fyrri umferð kosninganna og
einkum þó að skæruliðar vinstri-
manna mundu reyna að hindra
framgang þeirra með ofbeldisverk-
um. Til átaka kom, en engan veginn
af þvi tagi sem menn höfðu átt von
á. Eins hafa menn búist víð því að
mjög ófriðlegt yrði í E1 Salvador
fram að 6. maí, en þær spár hafa
heldur ekki ræst. Allt útlit er því
fyrir að úrslitakjör um forseta
landsins geti farið fram eftir settum
reglum og án verulegs ofbeldis.
Fyrri umferð kosninganna lauk
sem kunnugt er með því, að enginn
frambjóðenda, sem voru átta að
tölu, fékk hreinan meirihiuta at-
kvæða. Samkvæmt kosningareglum
þar í landi verður þvf að kjósa á ný á
Ótti við nýja hrinu
ódæðisverka
reyndist ástæðulaus
milli þeirra tveggja sem flest at-
kvæði hlutu. Sá sem mest fylgi fékk
var José Napoleon Duarte, 58 ára,
sem kristilegir demókratar buðu
fram, en hann er jafnframt sá fram-
bjóðandi sem Bandaríkjamenn, sem
hafa mikil áhrif í El Salvador, hafa
mesta velþóknun á. Hann fékk 43
prósent atkvæða.
Aðalkeppinautur Duarte var Rob-
erto D’Áubuisson hinn fertugi
frambjóðandi Þjóðlega lýðveldis-
flokksins (ARENA-flokksins), sem
er eindreginn andkommúnisti og
grunur hefur leikið á að hafi eða
hafi haft einhver tengsl við hinar
illræmdu „dauðasveitir hægri-
manna“. D’Aubuisson hlaut 29 pró-
sent atkvæða.
Þriðji í röðinni var Francisco
Guerrero, sem Þjóðarsáttaflokkur-
inn bauð fram. Hann fékk 19 pró-
sent atkvæða. I sfðari umferðinni
skiptir að sjálfsögðu máli hvorn
frambjóðandann, Duarte eða
D’Aubuisson, stuðningsmenn
Guerrero kjósa. Margir höfðu búist
við því að Guerrero lýsti yfir stuðn-
ingi við D’Aubuisson, enda hafði
honum verið boðið ráðherraembætti
f stjórn hans, en endirinn varð sá að
hann ákvað að styðja hvorugan
frambjóðandann. Fréttaskýrendur
segja aö hann hafi óttast að stuðn-
ingur við D’Aubuisson mundi leiða
til þess að ARENA-flokkurinn
„gleypti" sinn eigin flokk. Yfírlýst
hlutleysi Guerreros mun að öllum
likindum koma Duarte vel, en í síð-
ustu kosningunum vantaði hann að-
eins 7 prósent atkvæða til að ná
kjöri í fyrstu umferð.
Önnur ástæða fyrir því að búist er
við sigri Duarte er sú að foringjar
hersins f landinu virðast ætia að
veita honum stuðning, þar eð þeir
telja að skilningur D’Aubuisson á
átökunum í landinu sé svo einfeldn-
ingslegur að voði blasi við nái hann
völdum. Herforingjarnir gera sér
líka grein fyrir þvf að sigur D’Aubu-
isson kynni að binda enda á efna-
hagslegan og hernaðarlegan stuðn-
ing Bandaríkjamanna, en leiðtogi
ARENA-flokksins er ekki í miklum
hávegum hafður á Bandaríkjaþingi.
Margir þingmenn lfta á hann sem
ótíndan glæpamann.
Ringulreið í fyrri umferð
Eins og marga lesendur rekur
væntanlega minni til bárust fregnir
af úrslitum fyrri umferðar forseta-
kosninganna 25. mars sl. mjög seint.
Ástæðan var sú að kosningarnar
voru illa skipulagðar og þær 7 millj-
ónir dollara sem Bandarfkjamenna
veittu til að tryggja að þær færu
lýðræðislega fram voru ekki notaðar
á mjög skynsamlegan hátt. Þvert
gegn heilræðum Bandarfkjamann
ákváðu kosningayfirvöld að beita
kostnaðarsamri tölvutækni, en f
landi þar sem 40% manna eru ólæs-
ir og óskrifandi verður að telja að