Morgunblaðið - 05.05.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.05.1984, Qupperneq 20
ro 20 o/ r t * Dt -i rrt*r~* »,rrc' •> r\T' » * TCfT /TTAf /• T.f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984 Evrópuráðið og samstarf íslendinga við aðrar lýðræðisþjóðir í Evrópu — eftir Björn Friðfinnsson 35 ár frá stofnun Evrópuráðsins í dag, 5. maí, er þess minnst, að 35 ár eru liðin frá stofnun Evrópu- ráðsins. Markmiðið með stofnun þess ár- ið 1949 var að auka samvinnu og einingu Evrópuþjóða og forða því, að á ný geti orðið hernaðarátök þeirra í milli eins og mönnum var í fersku minni frá stofnun ráðsins. Höfuðstöðvum Evrópuráðsins var valið aðsetur í Strasbourg, en borgin er á landsvæði, sem lengi var bitbein Frakka og Þjóðverja og val hennar því táknrænt um hina nýju stefnu einingar og frið- ar í Evrópu, jafnframt því sem borgin er miðsvæðis á meginland- inu og liggur vel við samgöngum. Meginverkefni Evrópuráðsins er að samræma löggjöf aðildarríkj- anna og stefnu þeirra í ýmsum málum er eigi takmarkast við landamæri. Má þar t.d. nefna stefnuna í umhverfismálum, en mengun ógnar nú lífríki í álfunni og kemur oft niður á landsvæðum langt frá upprunastað. Mannréttindi og vernd þeirra hefur frá upphafi verið viðfangs- efni Evrópuráðsins eins og best kemur fram í mannréttindasátt- mála Evrópu og þeim sérstofnun- um, sem honum eru tengdar, en aðsetur þeirra er einmitt í Stras- bourg. Fleira mætti nefna, en það mun samdóma álit manna, sem til þekkja, að Evrópuráðið hafi fengið miklu áorkað með starfi sínu og sé einn helsti hvatinn að vaxandi samruna Vestur-Evrópuþjóðanna í eitt markaðs- og efnahagssvæði. í Evrópuráðinu á nú 21 þjóð fulltrúa fyrir alls um 380 milljónir manna. Það er skilyrði fyrir þátt- töku í Evrópuráðinu, að viðkom- andi þjóð búi við lýöræðisskipulag og virði mannréttindi og því er það svo nú, að Tyrkir eru útilokað- ir frá störfum í ráðinu, meðan þeir ekki fullnægja þessum skilyrðum að mati ráðsins. Þeir eru þó enn formlega aðilar að ráðinu og svo virðist, sem nú stefni þar aftur í lýðræðisátt, m.a. fyrir þrýsting frá Evrópuráðinu. íslendingar eru Evrópubúar og Íað leiðir því af eðli máls að okkur slendingum er nauðsynlegt að fylgjast með því, hvað er að gerast á þessum sameiginlega vettvangi Evrópuþjóða, sem Evrópuþingið og stofnanir þess eru. Við höfum þangað margt að sækja. Með þátttöku okkar í þinginu fáum við margs konar upplýsingar, sem komið geta að góðu gagni hér heima, víð kynnumst persónulega ýmsum forystumönnum Evrópu og öll vinnubrögð við þinghaldið sjálft eru afar lærdómsrík. Af ríkjum Evrópuráðsins eru nú 10 meðlimir Efnahagsbandalags- ins eða Evrópubandalagsins eins og það nú nefnist. Tvö ríki til við- bótar, það er Spánn og Portúgal, hafa sótt um inngöngu. RíkL þessi stefna að mun nánari samvinnu sín á milli en önnur ríki innan Evrópuráðsins og gæti komið upp klofningur milli þeirra annars vegar og ríkjanna utan Evrópu- bandalagsins hins vegar. Evrópuráðið gegnir því nú enn mikilvægara hlutverki en áður sem vettvangur fyrir öll lýðræð- isríki Evrópu, þar sem unnt er að samræma stefnu þeirra og forðast eða jafna ágreining, jafnframt því sem það vinnur að því að hlúa að þeim menningararfi, sem forfeð- urnir létu eftir sig, og auðugra og ánægjulegra lífi fyrir alla íbúa álfunnar. Nauðsyn aukinnar þekkingar á tungumálum og á sameig- inlegum málefnum Evrópu Undirritaður hefur á síðustu 2 árum tekið þátt í störfum einnar af stofnunum Evrópuráðsins, þ.e. Sveitarstjórnarþings Evrópu. Sveitarstjórnarþingið kemur nú saman I Strasbourg á hverju hausti og hafa íslenskir sveitar- stjórnarmenn átt þar fulltrúa frá 1958. Þar er um þessar mundir fjallað um margvíslegustu mál, eins og ég hef nánar gert grein fyrir í tímaritinu Sveitarstjórn- armál, 2. tbl. 1984. Þátttakan hefur verið mér per- sónulega góður skóli og vissulega opnað mér innsýn inn I margt, sem ég hefði misst af ella. En starf mitt á þessum vett- vangi hefur leitt huga minn að því, hvort íslendingar séu yfirleitt nægilega vel undir það búnir að láta að sér kveða í samfélagi Evr- ópuþjóða. Það er reynsla mín, að á fundum þar sem V-Evrópubúar koma sam- an, láta fulltrúar Frakka, Þjóð- verja og Englendinga mest að sér kveða, en þar næst komi fulltrúar ítala og Spánverja. Um er að ræða menn, sem þjálfaðir eru í fund- arstörfum, þeir þekkja fundarsköp vel og þeir mæla á eigin tungu, en málflutningur þeirra er síðan túlkaður á hinar höfuðtungurnar. Viðræður við þá utan funda eru oft eigi mögulegar, nema viðmæl- andi þeirra mæli á tungu þess lands, er þeir koma frá. Þótt almenn tungumálakunn- átta okkar íslendinga sé þolanleg, einkum kunnátta í ensku, þá er víst, að við þurfum að yfirstíga nokkurn þröskuld hvað öll tjá- skipti við aðra Evrópubúa snertir og okkur skortir til að byrja með þekkingu á þeim fundarsköpum, sem notuð eru á alþjóðlegum fundum. En við erum hér ekki einir á báti. Sami vandi mætir yfirleitt fulltrúum annarra Norðurlanda, fulltrúum Grikkja og Tyrkja, Portúgala o.fl., og þeim hættir þvf til að vera að vissu leyti utanveltu. Frá slíkri alhæfingu eru þó að sjálfsögðu undantekningar. En það hefur vakið sérstaka at- hygli mína, að ein tiltölulega fá- menn þjóð, þ.e. Hollendingar, tefl- ir oft fram fulltrúum, sem hafa að bera frábæra kunnáttu í helstu tungumálunum og láta að sér kveða með rökföstum málflutningi jafnt úr ræðustól sem í þrengri hópi. Hér er um að ræða þjóð, sem greinilega leggur mikla áherslu á tungumálanám í menntakerfi sínu, án þess þó að vanrækja aðra þætti almennrar menntunar. Hún býr auk þess við umhverfi, þar sem stutt er til þýskra og franskra málsvæða. Björn Friöfinnsson „Evrópuráðið gegnir því nú enn mikilvægara hlutverki en áður sem vettvangur fyrir öll lýð- ræðisríki Evrópu, þar sem unnt er að sam- ræma stefnu þeirra og forðast eða jafna ágrein- ing, jafnframt því sem það vinnur að því að hlúa að þeim menning- ararfi, sem forfeðurnir létu eftir sig, og auð- ugra og ánægjulegra lífi fyrir alla íbúa álfunn- ar.“ Til skamms tíma var það svo, að þeir íslendingar, er luku stúd- entsprófi, höfðu öðlast allgóða kunnáttu í dönsku og ensku og mismikla undirstöðu I þýsku og frönsku. Auk þess höfðu allir stúdentar lært eitthvað í latínu. Sfðan hefur sú breyting orðið á, að hver sá, sem nú lýkur stúd- entsprófi, hefur yfirleitt aðeins þekkingu á 3 erlendum tungumál- um, þ.e. dönsku og ensku, og síðan annaðhvort þýsku eða frönsku eft- ir vali. Væntanlega hefur þessi breyting á fjölda erlendra tungu- mála, sem stúdentum er skylt að kunna skil á, verið gerð með það í huga, að nemendur lærðu betur hvert tungumál, ef þeim væri fækkað. Ég dreg í efa að svo sé í raun. Lítil þjóð með sjálfstæða menn- ingu og tungu þarf að leggja mikið á sig á mörgum sviðum. Það höf- um við líka gert með góðum árangri. Og vegna aukinna sam- Betur — eftir Loft Magnússon Ágæti lesandi. Sé litið til baka um nokkra ára- tugi, voru furðumargir íslend- ingar blindir, vegna þess að örðugt var þá að greina og taka til með- ferðar ýmsa þá augnsjúkdóma, sem auðvelt er að halda í skefjum og lækna við aðstæður dagsins í dag. 1 augnlækningum, ekki síður en í öðrum greinum læknisfrapð- innar, hafa orðið stórstígar fram- farir og á þessari tækniöld hefur ör þróun tækjabúnaðar gert okkur kleift að hlúa betur að augum ungra sem aldinna og lækna augn- sjúkdóma, sem óhugsandi var að taka til árangursríkrar meðferðar áður fyrr. Ég er annar tveggja augnlækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en talið er að þjónustusvæði þess nái til 40—50 þús. manns. Á ári hverju lætur nærri að við skoðun 7—8 þús. einstaklinga, ým- ist á sjúkrahúsinu, á Augnlækna- stofunni á Akureyri eða við ferða- lög um nágrannabyggðir Akureyr- ar. Úr þessum hópi kemur það úr- tak sem síðar leggst inn til frekari sjá augu en rannsókna eða meðferðar. Meðferð augnsjúkdóma og ekki síst augnuppskurðir eiga sér langa sögu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrir áratug eða svo var það allvel búið tækjum fyrir þetta hlutverk, miðað við kröfur þess tíma. En tækin slitna og úreldast og af þeim sökum er nú ekki hægt að veita eins góða þjónustu og æskilegt væri á norðurhluta landsins. Við höfum helst úr lest- inni. Afleiðingin kann að verða sú, að fólk þurfi f auknum mæli að leggja á sig fjárfrek ferðalög. Að hafa augnlæknaþjónustuna land- fræðilega hagkvæma, hlýtur að vera raunsönn byggðastefna þótt í litlu sé. Sem betur fer hafa Norðlend- ingar borið gæfu til að þróa Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri jafnt og þétt, enda er íhugunarefni að stofnunin er talin „varasjúkra- hús“ fyrir allt ísland. Þar hafa nýlega verið teknar í notkun full- komnustu skurðstofur á landinu. Hér dugir ekki annað en það sem frambærilegast er hverju sinni. En menntun og þjálfun lækna nýt- ist ekki né þróast, ef þeir sitja við skarðan hlut hvað tækniútbúnað varðar. Með þeirri fjársöfnun, sem nú er til stofnað, hefur verið stefnt að því að kaupa ákveðin tækin, sem helst hefur þótt vanta, þ.e.a.s. ef söfnunarfé dugir til. í fyrsta lagi: Smásjá til augn- skurðlækninga. Uppskurður á auga er mikil nákvæmnisvinna. Sífellt verða uppskurðartækin fínni og þræðirnir grennri, sem notaðir eru til þessa verks. Nú þykir óhjákvæmilegt að nota smá- sjá þegar fjarlægt er ský af auga og lögð inn linsa, við glákuaðgerð- ir og við hornhimnuflutning svo dæmi séu tekin. í öðru lagi: Augnbotnamyndavél. Slík myndavél er raunar þénanleg til að taka myndir bæði af ytri og innri hluta augans. Hvergi gefast betri möguleikar til að skoða og gera sér grein fyrir ástandi æða- auga kerfisins, en í þeim æðum sem næra gegnsæja sjónhimnu aug- ans. Undirbúningsrannsókn af þessu tagi er oft nauðsynleg áður en lækning hefst með leysigeislum sem hægt er að framkvæma í Reykjavík. I þriðja lagi: Raufarlampi. Hér er um að ræða smásjá til skoðunar á ytri og innri hlutum augans, og er hún hvarvetna nauðsynleg þar sem augnlækningar eru stundað- ar. I fjórða lagi: Tæki til sjónsviðs- mælinga. Þessi tæki eru nú orðin meira og minna sjálfvirk og að nokkru tölvustýrð. Þau eru notuð við greiningu og eftirlit á ýmsum augnsjúkdómum og má þá fyrst nefna gláku. Einnig greina þau ýmsa sjúkdóma í höfði, svo sem æxli sem valda hækkuðum þrýst- ingi í höfði eða skemmdum á sjón- taugabrautum í heila. Það er okkur starfandi augn- læknum á Akureyri mikið gleði- efni, að Lionsmenn á Vestur- og Norðurlandi hafa nú beitt sér fyrir almennum stuðningi við þetta mikilvæga málefni. Sjón- vernd hefur ætíð verið eitt helsta baráttumál Lionshreyfingarinnar, svo sem kunnugt er og kemur því skipta við aðra Evrópubúa jafnt í viðskiptum, menningu og á stjórn- málasviði þurfum við nú að bæta enn við þekkingu okkar á helstu tungumálum V-Evrópu jafnframt því sem auka þarf fræðslu um samstarf Evrópuþjóða og um stofnanir og sáttmála, sem skapa ramma um samstarfið. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að einn áfangi í menntakerfi okkar væri eins konar „Evrópupróf", en það yrði fólgið í því að staðfesta kunnáttu nemenda í 4 erlendum tungumálum, þ.e. dönsku, ensku, þýsku og frönsku, ásamt kunnáttu varðandi samstarfsstofnanir Evr- ópuþjóða og þróun mála á því sviði. Slíkt próf kæmi t.d. að gagni við val starfsmanna til þess að vinna að margvíslegri þjónustu, sem byggir á samskiptum við Norðurlönd, meginlandið og Bret- landseyjar. Jafnframt aukinni og bættri tungumálakennslu í skólum þarf einnig að búa svo um hnútana í dagskrárvali sjónvarps, að þáttur efnis frá Norðurlöndum og á þýskri og franskri tungu aukist. Þá þarf að halda áfram og efla tungumálakennslu í sjónvarpi. Útverðir, en ekki utangarðs í samfélagi þjóðanna getum við íslendingar hvorki höfðað til styrks okkar né valda. Staða okkar byggist á gæðum fremur en magni, á persónulegum áhrifum, en eigi herafla. Við verðum því að kappkosta að gera hvern þjóðfé- lagsþegn hæfari en gengur og ger- ist meðal annarra þjóða og að hlúa að sérhverjum vísi til afreksgetu. Almenn hæfni þegnanna fæst eigi í vöggugjöf, heldur einungis með áhersíu á menntun og menn- ingu. Lýðræðisþjóðir Evrópu hafa ærna ástæðu til þess að minnast 35 ára afmælis Evrópuráðsins og jafnframt til þess að nota tæki- færið til heitstrenginga þess efnis að styrkja beri enn það samstarf, sem þar hefur tekist. Evrópa er í mótun. Landamæri ríkjanna í álfunni vestanverðri verða stöðugt ógreinilegri. Sam- göngur verða greiðar, boðmiðlun skilvirkari og víðtækari, hagkerf- in samtvinnaðri og menningin lík- ari en þó fjölbreyttari. Þjóðirnar leggja nú vaxandi áherslu á grundvallaratriði farsæls lífs, svo sem einstaklingsfrelsi og lýðræði. Við íslendingar erum að sönnu meðal útvarða álfunnar. En við eigum ekki að vera utangarðs og við skulum því eigi vera minni Evrópumenn en þeir, sem nær hjarta Evrópu búa. Björn Friðfínnsson er formaður Sambands ísl. sreitarfélaga. Loftur Magnússon áhuginn kannski ekki á óvart. En það er ástæða til að hrósa Lions- mönnum í umdæmi 109B (sem nær frá Hvalfirði vestur og norður um til Bakkaflóa) fyrir að gera vikuna 1.—6. maí að söfnunarviku til að fjármagna stórt átak í öflun tækja til Augnlækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Aðalsöfnunardagurinn er 6. maí. Ég get fullyrt að hér er verið að styðja gott málefni sem varðar landsmenn alla og Norðlendinga ekki sízt. Verndari söfnunarinnar er biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson. Loftur Magnússon er starfandi sér- fræðingur í augnlækningum rið Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.