Morgunblaðið - 05.05.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984
27
Lúðrasveit Arbæjar og Breiðholts, stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson,
kemur fram á tónleikunum í Háskólabíói f dag.
„Vortónar skólanna“
í Háskólabíói í dag
LOKATÓNLEIKAR „Vortóna skóla borgarinnar og er efn-
skólanna" verða í Háskólabíói í isskráin fjölbreytt. Eins og að
dag og hefjast klukkan 14. Þar fyrri tónleikum skólanna er að-
koma fram kórar og lúðrasveitir gangur ókeypis.
Kór Árbæjarskóla undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur syngur á
„Vortónar skólanna“.
Ekið nauðugum upp í
Bláfjöll vegna hjólastulds
UNGUR maður ók tveimur piltum,
sem hafa viðurkennt að hafa stolið
hjóli systur mannsins, nauðugum
úr Hafnarfirði austur á afleggjar-
ann að Bláfjöllum í fyrrakvöld og
skildi þá þar eftir, illa klædda og
vanbúna. Piltarnir komust að Blá-
fjallaskálanum og tókst að hringja
í lögreglu, sem sótti þá um mið-
nættið. Þess skal getið, að maður-
inn lét lögregluna í Hafnarfirði vita
um atburðinn.
Piltarnir kærðu athæfi manns-
ins til lögreglunnar í Hafnarfirði
í gær og viðurkenndu við yfir-
heyrslur að hafa stolið reiðhjóli
við hús nokkurt í Garðabæ. Sjón-
arvottar gáfu lýsingu á þjófun-
um. Maðurinn fór á stúfana að
leita þjófanna og kom auga á
Bingó í
Garðinum
Garfti, 4. maí.
Á SUNNUDAG gengst Björgunar-
sveitin Ægir fyrir bingói í samkomu-
húsinu kl. 20.30.
Þetta er þriðja bingókvöldið
sem sveitin gengst fyrir en þátt-
taka hefir verið mjög góð og þykir
vel hafa tekist til.
Meðal vinninga er helgarferð til
Glasgow. Arnór.
piltana tvo, sem hann taldi að
lýsingin ætti við. Þeir neituðu
sakargiftum, en maðurinn gerði
sér lítið fyrir og ók piltunum
nauðugum upp í Bláfjöll.
Rannsóknadeild lögreglunnar í
Hafnarfirði vinnur að rannsókn
málsins. Sem áður sagði hafa
piltarnir verið yfirheyrðir, en
eftir er að yfirheyra manninn,
sem tók þá nauðuga og keyrði
upp í Bláfjöll. Að rannsókn lok-
inni verður málið sent sýslu-
manninum í Gullbringusýslu til
ákvörðunar.
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. í gær af fyrstu
skóflustungunni að dvalarheimili
aldraðra í Grundarfirði misritað-
ist föðurnafn sóknarprestsins, en
hann heitir Jón Þorsteinsson.
Einnig misritaðist aldur elzta
borgara Grundarfjarðar, Guð-
mundar Guðmundssonar, en hann
er 93 ára. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.
síminn er 2 24 80
^Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
Austuríska-íslenska félagið í Vínarborg:
Sýning í Vín í tilefni 40 ára
afmælis lýðveldisins
Á MÁNUDAG verður opnuð sýning í
Vínarborg í Austurrfki í tilefni 40
ára afmælis íslenzka lýðveldisins. ís-
land og íslenzk menning frá upphafi
byggðar í landinu verða kynnt og er
sýningin er í glæsilegum sal,
Prunkk-salnum, í Þjóðarbókasafn-
inu í Vínarborg. Austurrísk-íslenzka
félagið í Vínarborg gengst fyrir sýn-
ingunni. Félagið var stofnað árið
1980. Formaður félagsins er Helmut
Neumann, en hann er kvæntur ís-
lenzkri konu. Félagið fékk Vi milljón
króna styrk frá austurríska ríkinu til
að standa straum af kostnaði sýn-
ingarinnar og einnig styrk hér á
landi, þó ekki eins háan.
Sýningin í Vínarborg er mjög
vönduð. Dr. Jónas Kristjánsson,
forstöðumaður Árnastofnunar, fór
utan með handrit sem sýnd verða.
Sýnd verða 16 málverk úr Ás-
grímssafni og íslenzkur þjóðbún-
ingur verður á sýningunni. Um 20
landakort í eigu ræðismanns Is-
lands f Hamborg, Oswalds Dryer-
Eimbcke verða til sýnis. Þá verða
sýndar austurrískar bækur um Is-
land, hin elsta er frá 1847, og mál-
verk eftir fslenzka málara í eigu
austurríkismanna. Margir fyrir-
lestrar um Island verða á meðan
sýningin stendur yfir, en henni
lýkur 26. maí.
PRUNKSAAL-skrautsalurinn í Þjóð-
arbókasafninu í Vínarborg, en þar
verður íslenzk menningarkynning á
vegum austurrísk-íslenzka félagsins.
T
i
Þetta
eru
tilboó
helgarinnar
Daihatsu
X
Opió laugardag frá kl. 10- -17 1
Árg. Litur Km. Verð
Daihatsu Charmant 1600 LE 5 gíra '82 Silfurblár 31 þús. 280 þús.
Daihatsu Charmant 1300 LC ’82 Silfurblár 10 þús. 265 þús.
Daihatsu Charmant 1400 ’79 Vínrauður 43 þús. 150 þús.
Daihatsu Charmant 1400 ’79 Blár 28 þús. 155 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra dyra ’81 Silfurgrár 18 þús. 190 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra dyra ’81 Blár Met. 39 þús. 190 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra dyra '80 Blár Met. 28 þús. 160 þús.
Daihatsu Charade XTE 4ra dyra ’79 Silfurgrár 64 þús. 140 þús.
Daihatsu Runabout XTE ’83 Silfurblár 8 þús. 245 þús.
Daihatsu Runabout sjálfskiptur ’82 Silfurblár 24 þús. 230 þús.
Daihatsu Runabout sóll. og Turbo ’82 Svartur 36 þús. 280 þús.
Daihatsu Charade Runabout ’81 Blár Met. 30 þús. 190 þús.
Daihatsu Runabout Charade ’80 Kremgulur 42 þús. 160 þús.
VW Golf 3ja dyra ’82 Blár 24 þús. 260 þús.
Mazda 323 3ja dyra ’80 Brúnn 49 þús. 170 þús.
Mazda 323 3ja dyra ’81 Rauðbrúnn 50 þús. 220 þús.
Honda Accord EX sjálfskipt, útvarp,
segulband, vökvastýri, rafmagnsrúö-
ur, sóllúga ’82 Silfurblár 31 þús. 395 þús.
Dodge Omni framhjólad., sjálfsk. '80 Blár 59 þús. 200 þús.
Honda Civiv 3ja dyra, sjálfsk. ’78 Rauður 60 þús. 125 þús.
Daihatsu Taft Diesel 4 WD ’83 Hvítur 3 þús. 480 þús.
Höfum góða kaupendur að Daihatsu árg. 1980 og 1981
Daihatsuumboðið, Ármúla 23,85870 — 81733.
vim
Vörumarkaöurinnhf.
Áfrnúla 1A^öist^gM1