Morgunblaðið - 05.05.1984, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984
35
Guðlaugur Gunnar
Jönsson - Minning
Fæddur 8. febrúar 1894.
Dáinn 24. aprfl 1984.
í dag verður til moldar borinn
afi minn og vinur, Guðlaugur
Gunnar Jónsson, en hann andaðist
24. apríl sl. níræður að aldri. hann
var syrgður af stórum hópi afkom-
enda en afkomendur hans og
ömmu minnar, Guðlaugar Matt-
hildar Jakobsdóttur, sem lést árið
1938 á fertugasta og sjötta aldurs-
ári, munu vera orðnir 164 talsins.
Sú sem þetta skrifar er ein úr hópi
65 barnabarna.
Þegar ég kveð þennan glaðværa
og góða mann í hinsta sinn er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt hann að sem kærleiksríkan afa
og vin og einnig stolt yfir því að
vera afkomandi slíks manns sem
afi var. í mínum huga er hann
verðugur fulltrúi alþýðu þessa
lands, maður sem háði harða
lífsbaráttu til að koma stórum
barnahópi til þroska við þröngan
kost en óbilandi trú á lífið. Mætti
fordæmi hans og lífsviðhorf verða
okkur afkomendunum leiðarljós
og veganesti.
Á kveðjustundinni sækja minn-
ingarnar að en afi er órjúfanlega
tengdur uppvaxtarárum mínum i
Vík í Mýrdal. Ég er fædd í Guð-
laugshúsi en svo er hús hans jafn-
an nefnt. Fannst mér það hús allt-
af vera mitt annað heimili og
þangað sóttum við mikið börnin í
fjölskyldunni. Mínar fyrstu minn-
ingar eru úr því húsi.
Afi vann lengstum í pakkhúsi
Kaupfélags Skaftfellinga og var
oftast kenndur við starf sitt og
kallaður Guðlaugur pakkhúsmað-
ur. Þar var hann kóngur í ríki sínu
og þangað áttum við krakkarnir
ófáar ferðir. Við skólakrakkarnir
vorum vigtuð þar á haustin og þar
keyptum við stelpurnar sippu-
bönd, sem voru kaðlar af mjóstu
gerð, sem þeir afi og Hákon Ein-
arsson, sem einnig vann í pakk-
húsinu, hnýttu, listilega á endun-
um svo að úr urðu fínustu höldur.
Þangað fórum við líka með masón-
ítplöturnar, sem við fengum á
smíðaverkstæðinu hjá Matthíasi
og fengum snæri í. Þessum plötum
renndum við okkur síðan á í
snjónum í Þorsteinsbrekku, rétt
þar hjá sem pakkhúsið stóð.
Gamla pakkhúsið var okkur
krökkunum ævintýraheimur með
öllum sínum krókum og kimum.
Mörgum var eftirsjá í því þegar
það var rifið þótt annað nýtt kæmi
í staðinn. Afi stendur mér ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum eins og
hann var í þá daga, hár og grann-
ur, með silfurgrátt hár, oftast í
gráum vinnuslopp með derhúfu og
mér fannst hann alltaf svo falleg-
ur. Einnig man ég hann í góðra
vina hópi, stundum við skál, eða
þá í útreiðartúr á einhverjum
gæðingnum eða á hestamanna-
mótum. Þá vorum við barnabörnin
alltaf svo motin af honum enda
var hann landskunnur hestamað-
ur og átti margan gæðinginn um
ævina.
Guðlaugur Gunnar Jónsson
fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal 8.
febrúar 1894. Foreldrar hans voru
þau hjónin Jón Árnason frá Suð-
ur-Fossi og Valgerður Bárðardótt-
ir frá Ljótarstöðum í Skaftár-
tungu. Annan son áttu þau einnig,
Bárð, sem líka var búsettur í Vík
en hann lést fyrir tuttugu árum.
Afi var hjá foreldrum sínum til
þriggja ára aldurs en þá urðu þau
að senda hann frá sér sökum fá-
tæktar. Var hann í fóstri í Suður-
Vík í 7 ár. Sagði hann mér að fólk-
ið þar hefði verið sér gott en aldrei
gat hann gleymt sorginni við að-
skilnaðinn við foreldrana og hvað
hann grét sárt lengi á eftir. Tfu
ára gamall fór hann aftur til for-
eldra sinna sem þá bjuggu á Sól-
heimum. Flutti hann síðan með
þeim að Ketilsstöðum, Höfða-
brekku og loks að Kerlingardal.
Árið 1918 kvæntist afi ömmu
minni, Guðlaugu Matthildi
Jakobsdóttur frá Fagradal. Fengu
þau hálfa jörðina f Kerlingardal
til ábúðar á móti foreldrum afa.
En í október 1918 gaus Katla og
þótti þá ekki þá fýsilegt að búa f
Kerlingardal. Fluttu þau afi og
amma þá til Víkur þar sem þau
bjuggu ávallt síðan. Áfi hafði allt-
af mikla ánægju af sveitastörfum
og sagði hann mér að helst hefði
hann viljað búa en ýmislegt kom í
veg fyrir að svo yrði. Var sagt um
hann að hann hefði verið glöggur
bæði á fé og hross.
Eins og margir sömu kynslóðar
naut afi lítillar skólagöngu, var
aðeins stutt f barnaskóla hjá Stef-
áni Hannessyni í Litla-Hvammi.
Reyndist honum þó sá lærdómur
notadrjúgur og enginn skyldi
heldur vanmeta þá þekkingu sem
honum áskotnaðist í hörðum og
margbreytilegum skóla lífsins.
Eftir flutninginn til Víkur vann
afi ýmis störf, var í vegavinnu, í
póstflutningum o.fl. Snemma hóf
hann störf hjá Kaupfélagi Skaft-
fellinga og var fastráðinn þar 1935
sem pakkhúsmaður. Vann hann
eftir það hjá kaupfélaginu allt
fram á áttræðisaldur. Pakkhús-
mannsstarfið var erilsamt starf
en hann sá um allar sendingar og
pantanir fyrir bændur. Var ein-
hvern tíma sagt að þar væri réttur
maður á réttum stað vegna þess að
hann hefði þekkt vel þarfir bænda
og því orðið vinsæll í starfi. Til
gamans má geta þess að hann var
með eindæmum árrisull maður og
alltaf mættur í pakkhúsið fyrir
allar aldir enda var hann ekki að
telja eftir sér vinnustundirnar
fyrir samvinnuhreyfinguna.
Frá 1942 til 1971 var hann verk-
stjóri í sláturtíð hjá Sláturfélagi
Suðurlands í Vík. Einnig sá hann
um sandgræðsluna í Vík frá því að
hún hófst og þar til nokkrum
mánuðum áður en hann Iést. Sagði
hann eitt sinn við mig að þar sæist
þó a.m.k. einhver árangur af
ævistarfinu: Þar sem áður voru
svartir sandar eru nú grónar
grundir.
Sem barn og unglingur vann ég
undir hans stjórn í siáturhúsinu
og við melskurð og hafði mikla
ánægju af. Sum barnabarnabörn-
in urðu einnig þeirrar ánægju að-
njótandi að skera mel í vinnu hjá
langafa sínum og voru synir mínir
tveir meðal þeirra.
Afi starfaði einnig mikið að fé-
lagsmálum. Hann var mikill fram-
sóknarmaður alla tíð og sat lengi í
hreppsnefnd Hvammshrepps fyrir
Framsóknarflokkinn. Hann var
einn af stofnendum Hestamanna-
félagsins Sindra og jafnan virkur
félagi og formaður þess um árabil.
Þeim afa og ömmu varð fimm-
tán barna auðið. Þau eru þessi:
Jakob, f. 1917, býr að Skaftafelli í
Öræfum, kvæntur Guðveigu
Bjarnadóttur. Valgerður, f. 1918,
Vík, gift Magnúsi Þórðarsyni. Jón,
f. 1919, Reykjavík, kvæntur Mar-
gréti Ögmundsdóttur. Anton, f.
1920, Vík, kvæntur Charlottu,
fædd Tilsner. Guðrún, f. 1922,
Reykjavík, gift Sigursveini Jó-
hannessyni. Guðfinna, f. 1923,
Reykjavík, gift Björgvini ólafs-
syni. Sólveig, f. 1924, Reykavík,
gift Guðjóni Eggertssyni. Guðlaug
Sigurlaug, Vfk, gift Einari Bárð-
arsyni. Einar, f. 1927, Reykjavík,
kvæntur Guðlaugu Höllu Jóns-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaöinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á 1 miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
dóttur. Guðbjörg, f. 1929, Vík, gift
ólafi Ögmundssyni. Ester, f. 1931,
Vík, gift Guðmundi Sigfússyni,
sem lést 1978. Erna, f. 1932,
Reykjavík, var gift Birni óskars-
syni. Þorsteinn, f. 1933, Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Ágústsdóttur.
Svavar, f. 1936, Reykjavík, kvænt-
ur Steinunni Auði Guðmundsdótt-
ur. Guðlaug Matthildur, f. 1938,
Sólheimum í Mýrdal, gift Þor-
steini Einarssyni.
Amma lést árið 1938. Hún var
manni sinum og börnum mikill
harmdauði. Hefur það verið þungt
hlutskipti að standa einn uppi með
þennan stóra barnahóp. Afa tókst
þó að mestu að halda heimilinu
saman með dyggilegri aðstoð
tveggja elstu dætra sinna, þeirra
Valgerðar móður minnar og Guð-
rúnar, sem þá voru nítján og sex-
tán ára gamlar. Lögðu þær oft
nótt við dag að halda heimilinu
gangandi. Oft var erfitt um vik
sökum fátæktar og þröngbýlis.
Einnig var mjög gestkvæmt og
hefur móðir mín sagt mér að
nærri daglega hafi afi tekið með
sér gesti heim í mat eða kaffi.
Oftast voru það bændur úr nær-
liggjandi sveitum sem áttu erindi
til Víkur. En einhvern veginn
tókst þetta nú allt saman og börn-
in komust öll til manns. Held ég
að bjartsýnin og létta lundin hans
afa hafi átt stóran þátt í því.
Hann hafði þann hæfileika í rík-
um mæli að sjá það jákvæða í til-
verunni. Einnig voru systkinin
ákaflega samrýnd og samhent.
Sambandið milli afa og barna
hans var einstaklega hlýtt og gott
og var hann umvafinn ástúð
þeirra í ellinni. Dóttir hans Ester
og maður hennar Guðmundur Sig-
fússon bjuggu í Guðlaugshúsi all-
an sinn búskap eða þar til Guð-
mundur lést fyrir fáum árum. Þau
voru honum stoð og stytta í ell-
inni. Afi naut þess að geta verið á
heimili sínu þar til aðeins nokkr-
um mánuðum áður en hann lést.
Var það m.a. að þakka ástúð og
umhyggju Esterar og barna henn-
ar að slíkt var mögulegt. Má segja
að hann hafi uppskorið eins og
hann sáði, einnig í samskiptum
við aðra en sína nánustu. Bænd-
urnir og aðrir, sem hann vann svo
vel fyrir á langri ævi, endurguldu
honum það með því að sækja hann
heim í ellinni. Ég held að vart hafi
liðið sá dagur að ekki hafi einhver
litið inn og stytt honum stundir.
Sama gilti þegar hann var kominn
á sjúkrahús í Reykjavík og síðast
á Selfossi. Ótrúlegur fjöldi fólks
kom og fór allan daginn til að
heilsa upp á heiðursmanninn Guð-
laug Jónsson. Hann lifði það að
halda níræðisafmæli sitt á sjúkra-
húsinu, umkringdur börnum sín-
um og vinum. Þegar hann svo lést
aðfaranótt 24. apríl sl. á sjúkra-
húsinu á Selfossi voru þrjú barna
hans hjá honum.
Hvíli hann í friði.
Guðlaug Magnúsdóttir
Lágt fersk-
fiskverð
TOGARINN Vigri RE seldi afla sinn í
Bremerhaven síðastliðinn mánudag og
fékk óvenjulágt verð fyrir hann, aðeins
14,03 krónur að meðaltali á hvert kfló.
Vigri var alls með 360,9 lestir,
mest karfa. Heildarverð var
5.062.300 krónur, meðalverð 14,03. 72
lestir af aflanum seldust ekki á
markaðnum og fóru því til mjöl-
vinnslu. Skýring þessa felst aðallega
í því, að mikill hiti er nú í Þýzka-
landi og því vandkvæði á geymslu
fiskjarins. Vegna þessa er markað-
urinn bæði takmarkaður og verð á
honum lágt.
Saga Dalvík-
ur skráð
Dalvlk, 27. aprfl.
Á SÍÐUSTU árum hefur verið unnið að
skrásetningu sögu Dalvfkur og hafa
tvö bindi þegar komið út. Nú ■ haust er
3. bindi væntanlegt og var ráðgert að
Ijúka verkinu með því. Það er Krist-
mundur Bjarnason, fræðimaður á Sjáv-
arborg í Skagaflrði, sem skráð hefur
soguna. Ritverk þetta spannar tímabil-
ið frá upphafl byggðar á Böggvisstaða-
sandi til ársins 1946 en þá skiptist
Svarfaðardalshreppur í tvö sveitarfél-
ög, Dalvíkurhrepp og Svarfaðardals-
hrepp.
Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur þann
12. aprfl sl. var samþykkt samhljóða að
í tilefní 10 ára afmælis kaupstaðarins
yrði kannaður möguleiki á framhaldi
þessa verks og þá skráð sagan eftir
1946.
Ritverk þetta hefur þegar hlotið góð-
ar viðtökur fræðimanna og annarra,
ekki síst heimamanna, enda höfundur
enginn aukvisi á þessum sviðum og
hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu
fyrir ritstörf sín.
VIÐ ERUM FUITT
ÍSfÐUMÚlAT
Eftirtalin verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki, sem starfað hafa undanfarin
ár að Höfðabakka 9 og Suðurlandsbraut 6, hafa flutt starfsemina í
nýtt, eigið húsnæði að Síðumúla 1 (á horni Ármúla og Síðumúla).
Með því gefst okkur kostur á að bæta enn þjónustuna.
Símar:
VIRKIR HF 687 311 Þ- oo CD 316
RAFAGNATÆKNI SF 687 555
VERKFRÆÐISTOFA BALDURS LINDAL-FRV 687 311 r- co co 318
VERKFRÆÐIST. JÓH. INDRIÐASONAR HF-FRV 687 311 /687 319
VERMIR HF-FRV 687 311 /687 320
viðflyuumA
NÆSTUNNI
HÖNNUN HF-FRV
TÖLVAR HF
HANNARR SF-FRV