Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 44

Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAl 1984 ... aö hrósa henni af heilum hug. TM R«a US Pat Ott aii r»aht$ reserved Sæl elskan. — Hjartakníttid er Minn stóri dagur í útvarpinu var komið heim! þegar stereo-útsendingin hófst! HÖGNI HREKKVtSI Þessi mynd var tekin í Vestmannaeyjum við prófun Sigmundsbúnaðarins. Öryggismál sjómanna gleymd- ust í æsifréttinni um löðrunginn Áhöfnin á Bergey VE 544 í Vest- mannaeyjum skrifar: „Vegna tíðra sjóslysa hér við land undanfarin ár og þá ekki síst á þessu ári, var ekki vanþörf á að hafin yrði umræða um hvað væri helst til ráða til að stemma stigu við þessum slysafjölda. Þá var heldur ekki síður þörf á að kynna fyrir mönnum þau björgunartæki sem völ er á. Forsvarsmenn Sig- mundssleppibúnaðarins og fram- leiðendur Olsen-gálgans kynntu björgunarbúnað í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík nú fyrir skömmu. Eitthvað kastaðist í kekki milli manna, sem lauk með því að Árni Johnsen löðrungaði Karl Olsen jr. Eftir þennan atburð birtust flannastórar forsíðugreinar í ónefndu dagblaði þar sem mikið var ritað um kjaftshöggið, eða löðrunginn, og orðaval Árna er hann sagðist hafa svarað fyrir sig að sjómannasið að sögn blaðsins. Árni svaraði þessum ummælum í blaðagrein, þar sem hann sagði að rangt væri með málið farið. I allri æsifréttinni gleymdist svo kjarni málsins — öryggismál sjómanna. Ekki ætlum við að bera í bæti- fláka fyrir kjaftshöggið, en okkur finnst það furðulegur sparðatín- ingur þegar áhafnir á fleiri tugum báta af Suðurnesjum safna undir- skriftum og fara fram á að Árni biðjist opinberlega afsökunar á þeim orðum sínum, þegar hann átti að hafa sagt að hann svaraði að sjómannasið. Að okkar mati hefðu þeir Suð- urnesjamenn betur varið kröftum sínum og undirskriftum í baráttu fyrir því að sleppibúnaður fyrir gúmmíbjörgunarbáta verði settur á öll skip. En Árni Johnsen hefur einmitt barist fyrir því að sleppi- búnaðurinn sem Sigmund fann upp og gaf sjómönnum uppfinn- inguna að verði settur í íslensk skip til að auka öryggi sjómanna. Einnig viljum við benda Suður- nesjamönnum, sem urðu sárir yfir orðalaginu sem Arni á að hafa notað, á að sjómenn hafa í gegnum tíðina ekki verið eins og sunnu- dagaskóladrengir þegar legið hef- ur verið í landi og verbúðalífið verið í algleymingi. Það þýðir ekkert að neita því að oft hefur það komið fyrir að sjó- menn, ekki síður en aðrir, hafa gefið mönnum á kjaftinn, er þeim hefur fundist á sinn hlut gengið og eflaust eru á meðal þeirra Suður- nesjamanna menn sem hafa „löðr- ungað" aðra án þess að ástæða hafi verið til að tíunda það á for- síðum dagblaðanna. Að lokum viljum við þakka Sig- mund fyrir þá miklu v.innu sem hann hefur unnið endurgjalds- laust við hönnun og smlði Sig- mundsgálgans. Einnig viljum við þakka Árna Johnsen fyrir baráttu hans við að koma áðurnefndum Sigmundsgálga í íslensk skip og fyrir þá umhyggju sem hann ber fyrir lífi og limum íslenskra sjó- manna. Árni, haltu áfram á sömu braut. E.S. Til gamans má minnast á það að þegar Sigmunds- og Olsen-búnað- urinn var sýndur opnaði sam- gönguráðherra Sigmundsbúnað- inn. Það töldu Olsen-menn hreint áróðursbragð og gert til þess eins að auglysa Sigmundsbúnaðinn. Þá má einnig minnast á það að þegar Olsen-búnaðurinn var sýnd- ur og reyndur um borð í mb. Borg- þóri KE, opnaðist búnaðurinn ekki fyrr en maður var sendur upp á brúarþak með kúbein til að spenna gálgann upp. Þetta var kvikmynd- að af sjónvarpsmönnum og sást starfsmaður sjóslysanefndar brosa að öllum tilburðunum. Eflaust hefur fólk tekið eftir því að þegar Olsen-búnaðurinn hefur verið sýndur hefur hann ætíð bor- ið tóma tunnu en ekki björgunar- bát en fyrir skömmu var hann reyndur með björgunarbát og þá opnaði búnaðurinn ekki bátinn fyrr en í þriðju tilraun." Athugasemd við gullkorn Maður sem kaus að nefna sig „sérvitring" kom að máli við Velvakanda og vildi leiðrétta nafn höfundar að „gullkorni" fimmtudagsins sl. Samkvæmt þeim heimildum sem Velvakandi hefur aðgang að' er höfundurinn James Stephens fæddur árið 1859 og látinn 1892 og þar er hann skráður enskur rithöfundur. „Sérvitringurinn" segir Steph- en fæddan árið 1880 og látinn 1950. Hann segist einnig hafa séð „gullkornið" „Konur eru vitr- ari en karlmenn vegna þess að þær vita minna en skilja meira" í bók Stephens „The crock of gold“ sem var fyrst gefin út í London árið 1912. Þá tjáði „sér- vitringur" okkur að Stephen hafi verð Iri en ekki Englendingur, þó hann hafi skrifað á ensku. Hann sagði Englendinga iðna við að „eigna sér“ marga góða írska og skoska rithöfunda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.